Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Breytingar á starfsmannastefnu Akureyrarbæjar falla í misgóðan jarðveg BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti fyrir skömmu breytingartil- lögu við starfsmannastefnu Akur- eyrarbæjar frá árinu 1990. í 19. grein segir m.a. að starfsmanni skuli veita lausn úr starfi þegar hann er fulira 70 ára að aldri eða í síðasta lagi um næstu mánaðamót á eftir. Deildarstjórar og hærra settir yfir- menn skulu láta af því starfi við 65 ára aidur en skal tryggt áframhald- andi starf og gilda þá sömu reglur um aldurshámark og hjá almennum starfsmönnum. Regla þessi skal ekki hafa áhrif til lækkunar á grundvöll áunninna lífeyrisréttinda. í 19. grein segir ennfremur, að samkomulag um nýtt starf skuli liggja fyrir a.m.k. 6 mánuðum áður en framangreint ákvæði kemur til framkvæmda. Ákvæði þetta hefur ekki áhrif á föst dagvinnulaun, nema um breytt starfshlutfall verði að ræða. Ekkert skrýtið að menn hafi efasemdir Jakob Björnsson, bæjarstjóri, seg- ir að starfsmenn bæjarins vilji al- mennt ekki ræða þessa breytingu á sömu nótum og bæjaryfirvöld og að þeir geri of iítið úr þeim þætti sem Stj órnendur láti af starfi 65 ára en skal tryggt áframhaldandi starf innan bæjarkerfisins bærinn leggi áherslu á. Þetta eigi þó ekki við um alla starfsmenn. Jak- ob segir að með þessari breytingu á starfsmannastefnunni sé bærinn m.a. að opna yfirmönnum möguleika á að draga úr álagi í starfí þegar komið er fram á efri ár. Bæði með því að færa sig í minna krefjandi starf og jafnvel minnka starfshlut- fallið. „Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið að menn hafi uppi ýmsar efasemdir því allt sem lýtur að kjörum manna og starfsferli er mjög vandmeðfarið mál. Við viljum gera þessar breyt- ingar í sátt og samlyndi við starfs- fólk og að mannlegi þátturinn sé hafður til hliðsjónar." Tveir sviðsstjórar bæjarins svo og Sala á bílum í eigu Rafveitu Akureyrar A 12987 Fíat Uno, árgerð 1987. A 11664 Subaru Justy JIO, árgerð 1987. Bílarnir eru til sýnis á verkstæði Rafveitu Akureyrar, Þórustíg 4. Upplýsingar veitir Jóhannes Ófeigsson. Óskað er eftir verðtilboðum í viðkomandi bíla, þar sem gerð er grein fyrir tilboðsupphæð og greiðslufyrirkomulagi. Tilboðin skulu hafa borist skrifstofu Rafveitu Akureyrar fyrir kl. 10.00 miðvikudaginn 27. mars 1996 og verða opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Heimilt er að taka hvaóa tilboði sem er eða hafna öllum. Tæknifulltrúi Rafveitu Akureyrar. Menntun -Avinna - Framtíð Ráðstefna Eyþings og Háskólans á Akureyri verður haldin föstudaginn 29. mars 1995 á veitinga- staðnum Fiðlaranum, Skipagötu 14 á Akureyri. Kl Dagskrá: 9.30 Skráning þáttakenda. 10.00 Setning ráðstefnunnar. Einar Njálsson, formaður Eyþings. 10.15 Ávarp Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. 10.30 Matvælaframleiðsla. Jón Þórðarson og Hjörleifur Einarsson frá Háskólanum á Akureyri. 11.30 Umræður og fyrirspurnir. 12.00 Hádegisverðarhlé. 13.00 Orkufrekur iðnaður. Jóhannes Nordal, fv. seðalbankastjóri. 13.30 Framleiðslu-og þjónustuiðnaður. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar Odda hf. 14.00 Ferðaþjónusta. Helga Haraldsdóttir, forstöðumaður hjá Ferðamálaráði íslands. 14.30 Umræður og fyrírspurnir. 15.15 Kaffihlé. 15.45 Þróun í flutningum. Guðjón Auðunsson, forstöðu- maður markaðsdeildar Eimskips. 16.15 Háskólamenntun og tengsl við atvinnuvegina. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. 16.45 Umræður og fyrirspurnir. 17.30 Móttaka og léttar veitingar í Listasafni Akureyrar í boði Akureyrarbæjar. Ráðstefnustjórar: Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri Norðurlands eystra. Ráðstefnugjald er 4.300 kr. Vinsamlega tilkynnið um þátttöku hjá Eyþingi í síma 461 -2733 fyrir 27. mars. nokkir aðrir yfirmenn eru komnir á sjötugsaldur og því styttist í að gerð- ir verði við þá samningar um nýtt starf síðustu starfsárin. Við breyt- inguna munu starfsmenn halda föst- um dagvinnulaunum nema um breytt starfshlutfall verði að ræða en allt annað er samningsatriði. Ekki verið mikið um tilfærslur í starfi Jakob segir að í starfsmanna- stefnu bæjarins sé opið fyrir þann möguleika almennt að færa menn til í starfi innan bæjarkerfisins. Það hafi hins vegar ekki verið mikið gert en slíkt gæti verið gott fyrir báða aðila. Fulltrúar Starfsmannafélags Ak- ureyrarbæjar í kjaranefnd létu bóka eftirfarandi á fundi nefndarinnar eftir að breytingin hafði verið sam- þykkt í bæjarstjórn. „Starfsmanna- stefna Akureyrarbæjar er stefna bæjarins. Þau atriði í henni sem þrengja eða afnema rétt sem bund- inn er í kjarasamningi STAK og lög- um um réttindi og skyldur nr. 38/1954 hafa ekki gildi. í lögum nr. 38/1954 er kveðið á um lausn frá störfum vegna aldurs." Mál gætu farið fyrir dómstóla Arna Jakobína Björnsdóttir, for- maður STAK, segist ekki hafa miklu við bókunina, sem lögð var fram í kjaranefnd, að bæta. „Það er mjög erfitt að meta hvað nákvæmlega er átt við í 19. greininni og skoða þarf einstakt tilvik fyrir sig. JJins vegar er mjög mikilvægt að það náist sátt um hugsanlegar breytingar starfs- manna. Ég trúi því ekki að bærinn haldi fast við þessa 19. grein og færi starfsmann til í starfi ef hann spyrnir mjög fast gegn því,“ segir Arna Jakobína. Hún sagði jafnframt að ef upp kæmi ósætti milli starfs- manns og bæjarins væri líklegast að slíkt mál færi fyrir dómstóla. Morgunblaðið/Kristján OLGA Marta Einarsdóttir, starfsmaður Laugafisks, slær hausa af grind eftir forþurrkun. Sjö milljóna króna hagnaður LAUGAFISKUR hf. í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu velti um 93 milljónum króna á síðasta ári og varð hagnaður af rekstrinum upp á 7 milljónir króna. Fyrir- tækið var stofnað 1. september 1988 og hefur verið hagnaður af rekstrinum öll árin utan eitt. Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur eignast meirihluta i Laugafiski en fyrir átti ÚA 20% hlut í fyrirtækinu. ÚA hefur keypt 20% hlut Byggðastofnunar og 20% hlut þrotabús Kaldbaks á Grenivík í Laugafiski en til viðbótar eiga Reykdælahreppur 20% og Fiskiðjusamlag Húsavík- ur 20%. Fyrirtækið þurrkar fisk- hausa og hryggi og selur alla sína framleiðslu til Nígeríu. Gert er ráð fyrir enn frekari veltuaukningu á þessu ári og líta forsvarsmenn fyrirtækisins björtum augum til framtíðarinn- ar. Á síðasta ári var framleiðsla fyrirtækisins um 25 þúsund pakkar, eða 660 tonn en á þessu ári er ráðgert að framleiðslan aukist um 10 þúsund pakka. Einnig er búist við fjölgun árs- verka en nú eru um 17 ársverk hjá Laugafiski hf. Tvö mót í Hlíðarfjalli TVÖ bikarmót í alpagi'einum full- orðinna á skíðum fara fram í Hlíðar- fjalli í dag og á morgun. Bæði mót- in voru flutt til Akureyrar frá Siglu- firði og Dalvík vegna snjóleysis á þeim stöðum. í gærmorgun hafði fallið um 10 sm snjóföl í Hlíðarfjalli og segir ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða, að þar sé nú ágætis skíðafæri og að um helgina verði skíðasvæðið einnig opið almenningi. Keppt verður í svigi og stórsvigi báða dagana og hefst keppni kl. 10. Fundir með föður Martin FUNDUR um hjálparstarf kirkjunn- ar í Indlandi verður haldinn í safnað- arheimili Dalvíkurkirkju nk. mánu- dag, kl. 17.30 og í safnaðarheimili Akureyrarkirkju sama dag kl. 20.30. Faðir Martin verður á fund- unum og eru allir velkomnir á þá. Faðir Martin hefur starfað sem prestur fyrir kaþólska kirkju og er forstöðumaður samtakanna Social Action Movement, SAM, sem stofn- uð voru 1985 og starfa að mannrétt- indamálum hinna lægst settu í Tam- il Nadu-héraði í Indlandi. MESSUR AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju á morgun kl. 11. Öll börn og foreldrar velkomin. Munið kirkjubílana. Messað verður í Akureyrarkirkju kl. 14 á morgun. Flutt verður lít- anía séra Bjarna Þorsteins- sonar sem margir telja eitt það. fegursta sem íslenska kirkjan á. Biblíulestur í Safn- aðarheimilinu á mánudags- kvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund í dag, laugardag kl. 13. Barnasam- koma kl. 11. á morgun. For- eldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa kl. 14 á sunnudag. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Barnagæsla í kirkj- unni meðan messað er. Fund- ur æskulýðsfélagsins kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN: Gospeltónleikar í Glerárkirkju í kvöld kl. 20.30. Sunnudaga- skóli á morgun kl. 13.30. Bænastund kl. 19.30, almenn samkoma kl. 20. Heimilasam- band kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag og biblíulestur á fimmtudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18. í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Skrifstofa stofnunar um náttúruvernd á norðurslóðum Stefnt að flutningi norður GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra hefur kynnt í rík- isstjórn tilboð um að starfsemi skrifstofu um náttúruvernd á norðurslóðum, Conservation of Arctic Flora and Fauna, CAFF, verði á íslandi. Verði af flutningi skrifstofunnar frá Kanada til ís- land segist Guðmundur hafa fullan hug á að hún verði á Akureyri og starfi í nánum tengslum við Stofn- un Vilhjálms Stefánssonar sem væntanlega hefur starfsemi á næsta ári. Stjórn CAFF hefur þegar gefið grænt ljós á að starfsemin verði flutt, en málið verður til lykta leitt á ráðherrafundi ríkja á norðurslóð- um sem haldin verður í næstu viku, dagana 20. og 21. mars næstkom- andi, í Inuvik í Kanada. Niðurstaða í næstu viku Guðmundur sagði að um væri að ræða hluta af samstarfí landa á norðurslóðum og tengdist væntanlegri stofnun Norðurskauts- ráðs, en það væri samstarf þjóða sem lönd ættu að Norðurpólnum, Norðurlandanna, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada. „Ríkis- stjórnin hefur fallist á tillögur mín- ar um að þessi stofnun verði starf- rækt héðan, hún verður rædd á ráðherrafundinum í næstu viku og væntanlega fæst þar niðurstaða,“ sagði Guðmundur. Verði niðurstaða ráðherra- fundarins sú að stofnunin verði flutt kvaðst umhverfisráðherra hafa fullan hug á að hún verði á Akureyri og starfi í nánum tengsl- um við Stofnun Vilhjálms Stefáns- sonar. „Ég tel að vel muni fara á að þessar tvær stofnanir séu á sama stað og starfi náið saman,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að í upphafi væri gert ráð fyrir að stöðugildi hjá CAFF yrðu tvö. Verði af flutningi mun þessi starfsemi flytjast myð setri Náttúrufræðistofnunar ís- lands á Akureyri í nýbyggingu við Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar, en þar verður einnig starfsemi veiðistjóra og sýningarsalur nátt- úrugripasafns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.