Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristján Ólafsson, Spaugstofunni, tilefni kæru til RLR: í smokklíki og skreiö j |j gegnum sköp á konu ISVM' - útvarpsstjörl blöur eíllr aö heyra frá RLR SVONAútmeðþigKristjánminn. Löggan vill stinga þér inn annars staðar. . , V erkalýðsfor ingj ar um tillögur að breytingum á atvinnuleysistryggingalöggjöfinni Stórt skref afturábak FORSVARSMÖNNUM verkalýðs- félaga, sem Morgunblaðið ræddi við, líst illa á hugmyndir sem fram hafa komið í nefnd um endurskoðun á atvinnuleysistryggingum og segja að þær séu stórt skref aftur á bak frá núverandi fyrirkomulagi. Full- trúi Alþýðusambandsins í nefndinni muni skiia séráliti. Það sé borið niður þar sem síst skyldi þegar rætt sé um að skerða atvinnuleysis- bætur og verkalýðshreyfíngin hljóti að beita sér gegn þessum hugmynd- um. Tapað áttum Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að í tillögum nefndarinnar megi sjá sókn Vinnu- veitendasambandsins og félags- málaráðherra gegn atvinnulausu fólki. Það sé eins og menn hafi tapað dálítið áttum í baráttunni við atvinnuleysið, atvinnuleysin- gjarnir virðist vera orðnir vanda- mál en ekki atvinnuleysið sjálft. „Atvinnuleysinu verður ekki út- rýmt með því að taka bætur af atvinnulausu fólki. Þarna er um að ræða beina kjaraskerðingu fyrir þá sem verst standa í þessu þjóðfé- lagi,“ sagði Kristján. Hann sagði að þetta væru hans fyrstu viðbrögð við þessum tillög- um. Atvinnulaust fólk sem hefði skitnar 50 þúsund krónur i bætur á mánuði væri ekki sá hópur sem gæti tekið á sig skerðingar. Það væri nær fyrir menn að nota þetta starfsþrek sitt til þess að berjast gegn atvinnuleysinu en ekki at- vinnuleysingjunum. Aðspurður sagði hann að fulltrúi Alþýðusambandsins í nefndinni sem hefði unnið tillögurnar hefði dyggilega skýrt sjónarmið Alþýðu- sambandsins þar og hefði ekki samþykkt þær. „Þessar skerðing- artillögur og þessi verk eru ekki tillögur fulltrúa Alþýðusambands- ins, það er deginum ljósara," sagði Kristján. Hann sagði að það virtist vera orðin vinnuregla hjá félagsmála- ráðherra og hans starfsfólki að rusla upp lagatexta með nógu miklu rugli og kjaraskerðingum og síðan sætu menn uppi með þá ömurlegu stöðu að þurfa nánast að semja sig frá þessu. Dæmin væru fleiri eins og til dæmis hvað varðaði breytingar á vinnulöggjöf- inni. Þessi vinnubrögð kölluðu á rosalega hörð viðbrögð þegar samningar losnuðu. „Ég held að það væri nú hyggilegt fyrir Pál Pétursson að fikta ekki mikið með eldspýturnar í púðurgeymslunni. Það kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Kristján að lokum. Líst hörmulega á Ragna Bergmann, formaður verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík, segir að sér lítist hörmulega á það sem hún hafi heyrt af tillögunum um breytingar á at- vinnuleysistryggingalöggjöfinni. Hún sagðist ekki hafa séð sjálf frumvarpsdrögin, en farið hefði verið yfir málið í baknefnd Alþýðu- sambandsins sem fjallaði um at- vinnuleysismál og hún sæi ekki hvernig hægt væri að hrinda slíkum tillögum í framkvæmd, eins og hvað varðaði fjórtán daga biðtíma eftir bótum, þriggja ára hámarkstíma bóta, hækkun lágmarksaldurs til atvinnuleysisbóta í 18 ár og fleira. „Mér fínnst þetta vera skelfing sem er að ganga yfir fólk,“ sagði Ragna. Hún sagðist til dæmis ekki vita hvert ætti að vísa fólki sem væri búið að vera atvinnulaust í þrjú ár ef tillögurnar yrðu að lög- um. Sveitarfélög yrðu ekki öll tilbú- in til að taka þetta fólk upp á sína arma. Ragna sagði að fulltrúi Alþýðu- sambandsins myndi skila séráliti í þeirri nefnd sem væri að undirbúa tillögurnar. „Mér finnst þetta mjög miður og ég sé ekki hvernig þessi ríkisstjórn ætlar að halda á þessum málum, því tillögurnar markast all- ar af skerðingum,“ sagði Ragna ennfremur. Bjöm Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar á Ak- ureyri, sagðist ekki vera sáttur við þær skerðingarhugmyndir sem til- lögurnar gerðu ráð fyrir. Sérstak- lega fyndist honum vegið að lægst launaða fólkinu sem ekki ætti að fá nema 90% af bótum ef það hefði verið á mjög lágum launum. Að mörgu öðru mætti finna í tillögun- um, eins og hvað varðaði lengingu á biðtíma, hækkun lágmarksaldurs og fleira og fleira, en þetta atriði fyndist honum standa upp úr hvað óréttlæti varðaði. Björn sagði að fulltrúi Alþýðu- sambandsins í nefndinni myndi ör- ugglega skila séráliti. Tiliögurnar hefðu ekki komið fram í heild en það sem heyrst hefði af þeim væri til hins verra. „í heildina tekið sýn- ist mér þetta vera stórt skref aft- urábak,“ sagði Björn. Hann sagði að ákvæðið um 90% bóta væri bein árás á láglaunafólk og þýddi það til dæmis að maður með 50 þúsund kr. laun gæti að hámarki fengið 45 þúsund kr. at- vinnuleysisbætur, þó atvinnuleysis- bæturnar nú væru 53 þúsund krón- ur á mánuði. „Það er verið að segja við fólk sem er á lægstu laununum í dag: Ef þú verður atvinnulaus, þá áttu að fá ennþá minna en þau lág- markslaun sem talað er um. Mér fínnst þetta til skammar fyrir þá sem eru að setja þetta fram og fyrir stjórnvöld ef þau ætla að koma þess- um tillögum fram. Þetta er ekkert annað en árás á láglaunafólk í land- inu,“ sagði Björn ennfremur. Hann sagði að með þessum tillög- um væri verið að þrengja meira að þeim sem yrðu fyrir þeirri ógæfu að missa vinnuna. Hins vegar væri frumvarp um vinnumiðlanir til bóta. „Ég hef nú ekki trú á því að þing- menn eigi eftir að samþykkja þetta og koma fram fyrir kjósendur sína og segjast ætla að minnka við þá lægstlaunuðu. Það er alla vega eitt- hvað annað en ég heyrði í síðustu kosningabaráttu," sagði Bjöm að lokum. Hryðjuverk ofsatrúarmanna Vandi araba og Israela Goder var spurður hvort Yasser Arafat, forseti sjálfsstjórn- arsvæða Palestínumanna, myndi sjálfur geta brotið á bak aftur starfsemi hryðju- verkamanna _ úr röðum Hamas og íslamska jihad eða ísraelar myndu gera það sjálfir. „Hryðjuverkastarfsemi er vandi sem er afar erfitt að leysa endanlega, við verðum að láta okkur nægja skref í rétta átt,“ sagði Goder. „Þá skiptir ekki máli hvort rætt er um Alsír, Egyptaland, ísrael eða sjálfsstjórnar- svæði Palestínumanna. Yasser Arafat hvetur ekki til hryðjuverka, hann berst gegn þeim en leggur hann sig nægilega mikið fram í þeirri baráttu? Ég get ekki svarað spurningunni á ótvíræðan hátt, hvort hann gerir 75% eða 95% af því sem hann gæti gert eða allt sem í valdi hans stendur." Goder segir ísraela oft eiga erf- itt með að skilja ummæli fulltrúa Palestínumanna. Arafat fordæmi sjálfur hi-yðjuverk. Fyrir viku hafi Khaddoumi, sem annist erlend samskipti í stjórn Arafats, sagt opinberlega að tilræðismennirnir sem myrtu saklaust fólk í ísrael hafi verið hetjur. Hvernig eigi að túlka þetta? „Það er margt gott hægt að segja um íslam,“ segir Goder. „ísl- am boðar bræðralag, jafnrétti þjóða, vináttu milli þjóða, fjöl- skyldugildi, margt sem er afar já- kvætt. Því miður er íslam að ala af sér bókstafstrú og taumlausar öfgar sem merkja virðingarleysi fyrir viðhorfum annarra. Sá sem ekki er sammála mér skal deyja, er viðhorfið. Við berjumst gegn ' slíkri ofsatrú í okkar röðum en við viljum að stjórnvöld Palestínu- manna geri það einnig og það undanbragðalaust.“ Hann viðurkennir að staða Ara- fats sé erfið vegna þess að Hamas annist ýmsa mikilvæga félagslega þjónustu meðal Palestínumanna sem stjórn Arafats hefði ekki efni á að taka að sér strax, þótt hún fái nú mikinn fjárstuðning frá ríkj- um heims. Hamas nýtur íjár sem aflað er með söfnunum, m.a. í Bandaríkj- unum og á Norðurlöndum án þess að spornað sé við því með lögum, ekkert raunverulegt eftirlit. Goder segir að þetta telji ísraelar ger- samlega óviðunandi meðan Ijóst sé að hluti af fénu renni til sjálf- morðssveitanna. Liðsmönnum þeirra, sem laumist inn í strætis- vagna í ísrael með sprengjur inn- anklæða og taki fjölda saklausra borgara með sér í dauð- ann, sé stundum um- bunað ríkulega eftir dauðann með fé er renni til ættingja sjálfs- _______ morðingjans. Þetta sé “" eins konar tryggingastarfsemi, hvatning til ódæðisverka og ekki reynt að fela hana. „Viðbrögð stjómvalda í Israel [vegna tilræðanna] eru að loka ■ landamærunum að sjálfstjórnar- svæðunum og það er fullkomlega rökrétt aðgerð. Um 100.000 Pa- lestínumenn á Gaza starfa að jafn- aði í Tel Aviv, örstutt er á milli þessara staða. Lögreglan getur ekki fylgst með 100.000 manns, þess vegna er landamærunum lok- að, jafnvel þótt ekki sé annað a ferðinni en ótti við tilræði. Við vitum að fáeinir smjúga í gegn en það er auðveldara að fínna þá en að fylgjast með svona mörgum. Þetta veldur þjáningum meðal Hanan Goder ► HANAN Goder er annar sendiráðsritari við sendiráð Israels í Osló er annast tengslin við Island. Goder sér um pólitísk og menningarleg efni fyrir sendiráðið og samskipti við fjöl- miðla. Hann er fæddur í Jerúsal- em 1961, lauk prófi við Hebr- eska háskólann í borginni 1987 og starfaði í 10 ár fyrir sjálf- stæða umhverfisstofnun. 1992 hóf hann störf í utanríkisþjón- ustunni, var tvö ár í Nígeríu en var sendur til Noregs í júlí í fyrra. Goder flutti fyrirlestur á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Islands á fimmtudag um þróun mála í Miðausturlönd- um og friðarsamninga ísraela og Palestínumanna og endur- tekur fyrirlesturinn á morgun, sunnudag. Yasser Arafat styður ekki hryðjuverk Palestínumanna, við vitum það og þetta er slæmt fyrir okkur líka. En markmiðið er ekki að refsa Palestínumönnum. Fyrir nokrum árum var það svo að ef við höfðum betur töpuðu Palestínumenn og öfugt. Núna er ástandið öðruvísi, við getum unnið saman en því miður valda tilræðin að undan- förnu jafnt þeim sem okkur tjóni. Takist Arafat ekki að halda aftur af Hamas mun það lenda á honum eins og bjúgverpill. ísrael mun ekki senda skrið- dreka inn á Gaza á morgun, svo rhikið er víst. Ég vil ekki vera með vangaveltur út af enn verri þróun mála en að undanförnu en við vilj- um að Arafat leggi harðar að sér, eins og hann hefur reyndar verið að gera.“ Goder telur að gagnkvæm tor- tryggni sé rótföst í samskiptum ísraela og araba, hún komi í veg fyrir samninga við Sýr- lendinga um Gólanhæð- ir. ísraelar geti ekki af- salað sér öryggi sínu í hendur Assad Sýrlands- forseta sem sé í reynd flokksbróðir Saddams íraksfor- seta, báðir séu svonefndir baath- sósíalistar. Spurt var hvort gagn hefði ver- ið að friðarfundi um 30 ríkja og stofnana í Egyptalandi í vikunni. „Já og sá fundur var ekki haldinn í þágu Vesturlanda, hann kom fyrst og fremst arabaríkjunum að gagni. Hann var ekki aðeins hald- inn fyrir Arafat eða vegna hætt- unnar fyrir ísraela. Ógnin er alþjóðleg, menn verða að gera sér grein fyrir því. Það verður að tryggja eftir bestu getu að fjárstuðningi við hryðjuverka- sveitirnar verði hætt, þetta var ákveðið í Egyptalandi og er mjög mikilvægt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.