Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ HAGYRÐIIMGAMOT LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 39 Vel á fjórða hundrað manns voru á Hótel KEA til að fylgjast með herlegheitunum og virtust skemmta sér vel. Hér verður ein- ungis stiklað á stóru, enda voru ortar fjölmargar frábærar vísur. í upphafi kvöldsins kynntu hagyrð- ingarnir sig til leiks. Stefán byrj- aði: Ekki sæmir að mér hrósi, ósköp telst ég lítils virði. Ég er svona bögubósi frá Brekku austur í Mjóafirði. ... og hélt áfram: Nú er lenska á landi hér að ljóða á hagyrðingafundum og Halldór Blöndal orðinn er ómissandi á slíkum stundum. Þá tók Ósk við: Ósk ber ég heiti við hæfi, húsvísk í gerðum og taii, fæddist og framan af ævi fótlipur kindasmali. Ferskeytlur flugu að kveldi, feimin var unga daman. Komst inn í karlaveldi á kjaftinum einum saman. Um Hákon orti hún: Andans frægasti Austfirðingur eflist og nærist á synd; helvíti góður hagyrðingur með húmorinn neðan við þind. Hjálmar kynnti sig sjálfur: Mannkosti tíundað mína ég gæti marga og hvergi ýkt, en þingeysk hógværð og lítillæti leyfir mér ekki slíkt. Halldór bætti svo við um Stefán: Stefán orð í stöku festi stórum betri en spá ég þyrði; honum varð að veganesti víðsýnin í Mjóafirði. Fór nú að lifna i kolunum. Kast- að var fram vísum um Hvalfjarðar- göngin. Það kom svo sem ekki á Þó Landspítala liggi á lítill verður batinn sjúklinganna sem þar fá salmónellu í matinn. Svo sagði hann að þetta gæti verið mál fyrir Ríkisendurskoðun: Leiðir af sér talsvert tap tel ég þyrfti að kanna tjómabollu rausnarskap ríkisspítalanna. Hagyrðingarnir spreyttu sig á fjölmörgum fyrripörtum um kvöld- ið. Þar á meðal var: Núna bjarga norskar smugur næstum öllu á landi hér Stefán botnaði: í sjóræningjum sýnist dugur og silfur hafsins drepið er. Þá Hjálmar: Þangað stendur þakkarhugur og þaðan forðum komum vér. Ósk lagði orð i belg: Löngum hefur djörf og dugur dregið björg á eftir sér. Hákon sagðist ekki hafa litið á fyrripartinn. „Ég er á móti Norð- mönnum,“ bætti hann við. Halldór botnaði: Sjómannanna sóknarhugur er sýnu meiri en kvótamer. Lokaorðin á Ósk: Allur gróður eflir móð, einnig hljóður friður, ennþá ljóðin ylja þjóð er það góður siður. Um lítinn óð úr listasjóð landinn fróður biður, okkar fóður andlegt hnjóð öllu tróðum niður. Fallegir FATASKÁPAR. Svart/hvítt/beyki. SKRIFBORÐ meö stækkunarmöguleika Svart/hvítt/beyki/fura frá kr. 8.600. HIRZLAN SJONVARPSSKAPAR margar geröir. Svart/hvítt/beyki/mahoni. Verö frá kr. 5.900. LYNGÁS110, GARABÆ - SÍMI 565Ö4535 Opið í dag laugardag frá kl. 12-18. BÓKAHILLUR. Svart/hvítt/beyki/fura. Verð frá kr. 3.300. ÞAÐ VAR vel til fundið að daðra við Braga síðastliðið föstu- dagskvöld í tilefni af daður- og dekurdögum á Akureyri. Eftir að hafa hlýtt á hagyrðingana Stefán Vilhjálmsson, Hjálmar Freysteins- son, Ósk Þorkelsdóttur, Hákon Aðalsteinsson og Halldór Blöndal um stund varð þó ljóst að ekki var um daður að ræða. Það var dekrað við Braga. Um það sagði Hjálmar: Göfga andann, metta maga, munaðurinn hefur völd; koma eftir dekurdaga dekurhagyrðingakvöld. Um dekurdagana og „þennan dásamlega bæ Akureyri“ orti hann: Alla daga dekra má, en daðra kvöld og nætur, þó hér sé ekki hægt að fá húsaleigubætur. Hákoni leist heldur illa á uppá- tækið: Það geta flestir mett sinn maga í matarveislum og ölteiti. Allir kjósa sér dekurdaga, en daðrið kallast nú áreiti. Birgir Sveinbjörnsson var fund- arstjóri og fórst það vel úr hendi. Hann hafði leitað í smiðju nokk- urra hagyrðinga fyrir þetta kvöld og flutti vísur eftir þá eftir þegar færi gafst. Hafði hann á orði að þeir töluðu í gegnum hann. Fyrst- ur til þess var Björn Þórleifsson, sem tók undir með Hjálmari: í bæ þeim uni ég alla stund og engan betri þekki, þar hafa skátar ljúfa lund og löggan bítur ekki. Efnt var til hagyrðinga- móts á daður- og dekur- dögum á Akureyri um helgina. Pétur Blöndal fylgdist með hagyrðing- unum, sem létu fjúka í kviðlingum fram undir miðnætti við frábærar undirtektir yfir þrjú hundruð Norðlendinga. óvart hvað Halldór hafði til mál- anna að leggja: Völvan er um framtíð fróð færir heim þann sanninn: Undir Hvalfjörð göngin góð gleðja Skagamanninn. Hákon kvað sér næstur hljóðs: Þau greiða leiðir greiðslukjara og gróðabrímans, stytta þann veg sem flestir fara í fýlling tímans. Þá Hjáimar: Blöndal nokkuð brattur er ber af okkur hinum, óskareitinn á hann sér undir Hvalfirðinum. Þá var komið að því að Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- Morgunblaðið/Melkorka ÞAÐ ER glatt á hjalla hjá hagyrðingunum Stefáni Vilhjálms- syni, Hjálmari Freysteinssyni, Osk Þorkelsdóttur, Hákoni Aðal- steinssyni og Halldóri Blöndal. herra, fengi að finna til tevatns- ins. Hjálmar orti: Þar er holan matarmörg, mjög er skurðarhnífnum beitt, að þeim sækir Ingibjörg sem enga geta björg sér veitt. Halldór sagði að þegar mikið lægi við beitti hann stuðlasetningu Davíðs frá Fagraskógi: Hveljur sýpur kerling mörg, hvín í þjóðarsálunum, þegar að hún Ingibjörg er að bjarga málunum. Hákon sagði að fréttin um salm- ónellu á Landspítala hefði komið á sama tíma og hann var beðinn að yrkja um Ingibjörgu: Hampandi hungurlúsum og heilbrigðiskerfisdúsum því finnst okkur best að fjölga sem mest sjálfbærum sjúkrahúsum. Hjálmar tók við. Hann sagði einhver brögð hafa verið að því að menn hefðu ekki fengið heils- una sem skyldi á sjúkrahúsunum: VEGGSAMSTÆÐA kr. 33.450. Margir litir. Ótal möguleikar á uppstillingu. SKENKAR frá kr. 19.600. Svart/hvítt/beyki. SJÓNVARPSSKÁPAR kr. 17.500 og 9.700 Ennþá ljóðin ylja þjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.