Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 31
AÐSENPAR GREIIMAR ~
Osvararmálið
SÍÐUSTU vikur hefur verið nokk-
uð ítarlegur fréttaflutningur af
dómsmáli hér fyrir vestan í fjölmiðl-
um landsins. Það er eðlilegt að tunga
vefjist um tönn þegar skýra á frá
flóknum hlutum í einföldu formi svo
að allur þorri landsmanna átti sig á
hvað hér sé á ferðinni. Því miður
hefur skort nokkuð á að fréttamenn
hafi sett sig nægilega vel inn í málið
og þannig birt efni sem ekki á sér
neina stoð í raunveruleikanum eins
og t.d. meinta kæru-
gleði bæjarstjórnar-
manna meirihlutans í
bæjarstjóm Bolungar-
víkur á hendur ákveðn-
um aðilum hér í bæ.
Hér hafa fjölmiðlar því
miður fylgt í kjölfar
„Gróu gömlu á Leiti“
sem vafrað hefur um
götur okkar ágæta
bæjarfélags hér fyrir
vestan sl. ár, málstað
þessum til fulltingis.
Hingað til höfum við
leyft Gróu gömlu að
rölta sinn veg óáreittri
enda gömul, slitin og auðþekkjanleg.
En þegar ákveðnir fjölmiðlar eru
farnir að ganga erinda hennar er svo
komið að ekki verður lengur við unað.
Fréttaflutningur
af dómþingi
Vegna fréttaflutnings af dómþingi
Héraðsdóms Vestfjarða í málinu S-
59/1995: Akæruvaldið gegn Björg-
vin Bjarnasyni o.fl. vill undirritaður
koma eftirfarandi á framfæri:
Einu tengsl bæjarstjórnar Bolung-
arvíkur við ofangreint dómsmál fel-
ast í samþykkt bæjarráðs Bolungar-
víkur dags. 18. apríl 1995 sem er
eftirfarandi:
„Umfjöllun um bréf lögmanns
bæjarsjóðs þar sem hann gerir grein
fyrir áliti sínu á leigu Osvarar hf., á
aflamarki úr byggðarlaginu og und-
irritun þeirra gagna er til þess þarf.
Bæjarráð Bolungarvíkur beinir því
til Iögmanns bæjarsjóðs Bolungar-
víkur, Andra Árnasonar hrl., að fram
fari opinber rannsókn á meintri fjöl-
földun á undirskrift bæjarstjóra á
umsögn sveitarstjórnar á flutningi
aflamarks skipa sem ekki eru gerð
út frá sömu verstöð."
Bæjarráðsfundinn sátu allir kjörn-
ir bæjarfulltrúar Bolungarvíkur eða
staðgenglar þeirra. Þessi samþykkt
var síðan afgreidd athugasemdalaust
á næsta bæjarstjórnarfundi.
Meint fjölföldun á undirskrift
bæjarstjóra
Það hefur lengi loðað við umræð-
una um þetta mál að bæjarstjórn
Bolungarvíkur hafí kært meinta íjöl-
földun á undirskrift bæjarstjóra en
svo er ekki, aðeins var farið fram á
opinbera rannsókn eðli málsins sam-
kvæmt. Eftir rannsókn Rannsóknar-
lögreglu ríkisins (RLR) vísaði hún
málinu til ríkissaksóknara sem gaf
út ákæru. Hugmyndir um að bæjar-
stjórinn, Ólafur Kristjánsson, hafi
getað samþykkt eða heimilað fjöl-
földun á nafni sínu eru fráleitar enda
ekkert sem bendir til þess í rannsókn
RLR, þvert á móti.
Önnur málsatriði þessa dómþings,
s.s. meint brot á kvótalögum og lög-
um um hlutafélög, eru alfarið í hönd-
um ákæruvaldsins, enda að frum-
kvæði þess eingöngu. Forsendur fyr-
ir þessum ávirðingum virðast hafa
komið upp í rannsókn RLR á meintri
fjölföldun á undirritun bæjarstjóra
og eru okkur í bæjarstjórn Bolungar-
víkur sem slíkar óviðkomandi.
Fundur í stjórn Ósvarar hf.
Mikilvægur fundur virðist hafa
verið haldinn í stjóm Ósvarar 24.
janúar 1995 ef marka má frásögn
fjölmiðla. Þar á að hafa verið rætt
um og jafnvel tekin ákvörðun um
sölu á 30 milljóna virði af leigukvóta
þó ekkert slíkt sé bókað í fundar-
gerð. Þetta er hugsanlega öllum að
meinalausu þangað til málið er skoð-
að frá þeirri hlið að bæjarstjóm Bol-
ungarvíkur var á þessum tíma að
reyna að selja hlutabréf sín í Ósvör
hf. Engin vitneskja barst um þessa
umræðu eða „ákvörðun" til bæjar-
stjómar, hvorki formleg né þá óform-
leg í gegnum bæjarfulltrúa okkar,
sem þó sátu í stjórn Ósvarar á þess-
um tíma, þeim Ólafi Kristjánssyni
og Valdimar Guðmundssyni. Þeim
hefði þó mátt vera ljóst að sala á
kvóta í slíku magni gæti rýrt sölu-
hæfni hlutabréfa bæjarsjóðs þar sem
fyrir lá vilji meirihluta bæjarstjórnar
til að selja hlutabréfin. Um leið og
bæjarráð varð ljóst að sala á veru-
legu magni af leigukvóta hefði farið
fram, stuttu fyrir bæjarráðsfund 11.
apríl 1995, var óskað
eftir afritum af tilkynn-
ingum til Fiskistofu sbr.
að ofan. Þessar tilkynn-
ingar báru það með sér
að ekki væri allt með
felldu enda staðfesti þá
settur bæjarstjóri Hall-
dór Benediktsson að
ekki hefði verið leitað
eftir hans samþykkt og
undirritun, eins og þó
var lögboðið. Eins kom
varaformaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags
Bolungarvíkur, Kristín
Karvelsdóttir, á fund
bæjarráðs þennan sama dag og stað-
festi að hún hefði ekki undirritað þær
tilkynningar sem lágu til grundvallar
sölu leigukvótans, þó að lesa mætti
undirskrift hennar á skjölunum. Á
sama hátt staðfesti Ólafur Kristjáns-
son bæjarstjóri, sem var fjarverandi
vegna veikinda, í samtali við mig að
hann hefði engar tilkynningar undir-
ritað enda ekki með umboð til slíks
á þessum tíma. Það var eftir þennan
fund sem skjölin voru afhent lög-
Aldrei bárust mótmæli
frá stjórnarmönnum
Ósvarar né fram-
kvæmdastjórn, segir
------------------------
Agúst Oddsson, við
bókun bæjarráðs.
manni bæjarins, Andra Árnasyni, til
skoðunar og álit hans var að hér
væri ekki rétt að málum staðið.
Málinu var þá vísað til sýslumanns
sem vísaði því áfram til RLR.
Samþykktir um meðferð
veiðiheimilda
í þrígang 4/3, 10/3 og síðast 11/4
beindi bæjarráð Bolungarvíkur því
með formlegum hætti til stjórnar-
manna og framkvæmdastjóra Ósvar-
ar hf. að ekki væru „teknar neinar
meiriháttar ákvarðanir varðandi
meðferð eigna félagsins eða stofnað
til skulda, meðferðar veiðiheimilda,
ráðstöfun hlutafjár í félaginu eða
gerð varanlegra viðskiptasamninga“.
Það verður að teljast í hæsta, máta
sérkennilegt að kjörnir bæjarfulltrú-
ar í bæjarstjórn Bolungarvíkur, ver-
andi jafnframt í stjórn Ósvarar, ræði
um og jafnvel „samþykki" á stjórnar-
fundi 24. janúar 1995 að heimila
framkvæmdastjóra fyrirtækisins .að
selja leigukvóta fyrir 30 milljónir og
síðan .stuttu seinna samþykkja eða
sitja hjá án athugasemda á bæjar-
ráðsfundum, þegar verið er að af-
greiða ofangreind tilmæli til stjórnar
og framkvæmdastjóra Ósvarar. Það
er einnig umhugsunarvert að aldrei
bárust nein mótmæli frá hvorki
stjórnarmönnum Ósvarar né fram-
kvæmdastjóra við bókunum bæjar-
ráðs. Slík mótmæli hefðu þó átt að
koma fram ef þegar hefði verið búið
að ráðstafa kvóta fyrir 30 milljónir
en afhending leigukvótans ætti að
fara fram á þeim tíma sem tilmæli
bæjarráðs giltu um aðhaldssemi í
fjármálum og meðferð veiðiheim-
ilda!? Sala leigukvóta á vafasömum
pappírum í þvílíku magni sem raun
ber vitni og á þessum tíma við þess-
ar aðstæður, hlýtur að hafa gefið
stjórnarmönnum Ósvarar og fram-
kvæmdastjóra tilefni til að staldra
við og skoða málin upp á nýtt. Ekk-
ert slíkt gerðist. Hér er eitthvað á
ferðinni sem ekki stenst rökræna
hugsun.
Höfundur er forsetí bæjurstjórnar
Bolungnrvíkur.
Ágúst Oddsson
Eldriborgaraferð
tilKanarí
21. apríl - 5 vikur
159.960
Við höfúm nú tiyggt okkur ndckrar viðbótaríbúðir á einum
vinsælasta gjstistaðnum okkar á Kanarí, Páraiso Maspalomas.
Hér finnur þú afbragðs aðbúnað og stóiglæsilegan garð.
Allar ihúðir með einu svefhherbeigi, baði, eldhúsi og svölum.
Móttaka, verslun og veitingastaður á hótelinu.
Kr 59.960
m.v. 3 f fbúð, 21. apríl, skattar innifaldir.
Kr 69.960
m.v. 2 í íbúð, 21. apríl, skattar innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17,2. hæð. Sími 5624600.
SUZUKI- afl og öryggi
Þægindi, öryggi og kraftur
Einstaklega vandaður
og vel búinn fjölskyldubíll
\ Aflmikil 16 ventla vél/86 hestöfl • vökvastýri •
s veltistýri • samlæsingar • rafdrifnar rúðuvindur •
rafstýrðir útispeglar • rúmgóð farangursgeymsla
• einstaklega rúmgott og hljóðlátt farþegarými •
útvarp/segulband 4 hátalarar • upphituð framsæti
Öryggisbúnaður í sérflokki
2 öryggisloftpúðar (airbags) • hliðarárekstrarvörn •
hæðarstilling á öryggisbeltum • krumpsvæði framan
og aftan • rafstýrð hæðarstilling á framljósum
$ SUZUKI
ií410 y —////----------------------
SUZUKI BÍLAR HF
i.iíw''' Skeifunni 17 - 108 Reykjavfk - sími: 568 5100