Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 49 Pyllingarefni NEITAKK! SAGNFRÆÐINGAFÉLAG íslands, í samráði við Félag sögukennara, heldur ráðstefnu um sögukennslu í framhaldsskólum í dag kl. 13.30 á Kornhlöðuloftinu. A ráðstefnunni, sem er öllum opin, verða flutt fimm erindi um kennslubækur í sögu, kennslu í sögu og erfiðleika sem sögukennarar eiga við að stríða við að miðla efninu til nemenda. Eiríkur Brynjóifsson, kennari við Fj'ölbrautaskóla Suðurlands, flytur erindi um námsmat í sögu og stöðu sögukennslunnar. Ragnar Sigurðs- son, kennari við Kvennaskólann, flyt- ur erindi um kennslu íslenskrar mið- aldasögu. Gunnar Karlsson, prófess- or við Háskóla íslands nefnir sitt erindi: Hvers végna eigum við íslend- ingar að hafa samband við miðaldir? Baldur Sigurðsson, lektor við Kenn- araháskóla íslands, fjallar um gerð og gildi ritgerða. Að síðustu fjallar Lóa Steinunn Kristjánsdóttir, kenn- ari við Menntaskðlann við Sund, um spurninguna: Hvað á að kenna í ís- landssögu eftir 1945? -----» ♦ ♦--- Stúdentamessa í Laugarnes- kirkju STÚDENTAR í guðfræðideild Há- skóla íslands standa sunnudaginn 17. mars kl. 14 fyrir messu í Laug- arneskirkju. Sóknarpresturinn sr. Olafur Jó- hannsson þjónar fyrir altari, Baldur Gautur Baldursson predikar og guð- fræðinemar lesa ritningarorð og bænir. Kór guðfræðinema leiðir söng. Allir eru velkomnir í þessa messu og eru stúdentar sérstaklega hvattir til að mæta, segir í fréttatil- kynningu. -----♦ ♦ ♦--- Marsmessa Kvenna- kirkjunnar MARSMESSA Kvennakirkjunnar verður í Dómkirkjunni sunnudags- kvöldið 17. mars kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er krossinn. Doktor Arnfríður Guðmundsdóttir predikar. Kvennakirkjukonur hug- leiða skilning sinn á því að Jesú frelsi okkur. Monika Abendroth leikur á hörpu, Kór Kvennakirkjunnar syngur og ieiðir kirkjusöng undir stjórn Bjameyjar Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Kaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar eftir messu. -----♦ ♦ ♦--- Flóamarkaður FEF FÉLAG einstæðra foreldra stendur fyrir flóamarkaði alla laugardaga frá kl. 14-17 í Skeljanesi 6, Sketjafirði. ÍSLENSKU þátttakendurnir sem tóku þátt í Blackpool- keppninni í fyrra. Dansdagar í Kolaportinu helgina 16. og 17. mars NEMENDUR og keppnispör úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru ætla að bjóða gestum Kolaportsins upp á dans helgina 16. og 17. mars nk. Sérstakar danssýningar verða kl. 12, 14 og 16 báða dagana ásamt minni uppá- komum yfir daginn. Seldir verða ýmsir hlutir tengdir dansi, kökubasar verður og í boði heitt kaffi og með því. Einnig verða dansararnir með ýmiss konar kompudót til sölu og rennur allur ágóði til Blackpool-keppnisferðar þeirra sem framundan er um páskana. Ráðstefna um sögukennslu 26 barþjónar keppa um tit- ilinn og ferð á HM í Japan VISSIR ÞÚ ÞETTA UM K J ÖTBANKANN OG McDONALD'S Á ÍSLANDI? ÍSLANDSMEISTARAMÓT barþjóna verður haldið á Hótel Sögu sunnu- daginn 17. mars nk. Tuttugu og sex barþjónar keppa um íslandsmeist- aratitilinn. íslandsmeistarinn tryggir sér keppnisrétt á heimsmeistaramót bar- þjóna sem haldið verður í Japan í október í haust og einnig taka þátt í því móti Þorkell Freyr Sigurðsson, Islandsmeistari 1995, og Gunnar Hilmarsson, íslandsmeistari 1994. Á síðasta heimsmeistaramóti sem haldið var í Vínarborg 1993 eignuð- ust íslendingar í fyrsta skipti heims- meistara en það er Bárður Guðlaugs- son og ísland á því titil að veija í Japan. Keppnin á sunnudag hefst með því að kl. 18 munu á annan tug umboðsmanna áfengis kynna vörur sínar og að því loknu verður kvöld- verður í Súlnasal. Að lokinni íslands- keppninni verður boðið upp á stór- sýninguna Borgardætur - Bitte nú ásamt Ragnari Bjarnasyni. Síðan leikur hljómsveitin Saga Klass fyrir dansi og til kl. 3. Verðlaunaafhend- ing verður á miðnætti. Miðasala er í söludeild Hótel Sögu og verð miða með kvöldverði er 4.100 kr. „í upphafi tók það þá hjá McDonald’s tvö ár að velja framleiðanda á kjötinu fyrir McDonald's hamborgarana á Islandi. Sérfrceðingar frá Bretlandi og Bandaríkjunum komu hingað fiórum sinnum og skoðuðu bókstaflega allt“. Guðgeir Einarsson og Kristinn Jóhannesson, kjötiðnaðarmenn og eigendur Kjötbankans, eru með réttu stoltir af fyrirtæki sínu. í 14 ár hafa þeir sérhæft sig í vinnslu nautakjöts og lagt höfuðáherslu á gæði og hreinlæti, en Kjötbankinn var eitt af fyrstu fyrirtækjunum í matvælaiðnaði til að koma á innra eftirlitskerfi í samræmi við alþjóð- lega staðla samkvæmt kröfum nýrrar reglugerðar. Vönduð vinnu- brögð eru þó ekkert nýmæli hjá Kjötbankanum og þegar árið 1993 hlaut hann viðurkenningu Vinnu- eftirlits ríkisins fyrir besta starfs- umhverfið í hópi 80 fyrirtækja í matvælaiðnaði. „Það var mikil viðurkenning fyrir okkur að McDonald’s skyldi velja Kjötbankann og það er enginn vafi á því að við höfum lcert margt af þessu samstarfi - starfsfólk okkar er nú tvímcelalaust meðvitaðra um rétt vinnubrögð en áður.“ Hvemig McDonald’s hamborgarar- nir verða til er leyndarmál, en það er ekkert leyndarrnál að jylgst er náið með öllu framreiðsluferli kjötsins — svo náið að þeir Guðgeir og Kristinn vita frá hvaða bónda hráefnið í hvem einn ogeinasta McDonald's hamborgara er komiðl Alltafgæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup LYST ehf., er leyfishafi McDonald's á Islandi. Effrekari upplýsinga er óskað, skrifið þá góðfúslega til: LYST ehf Pósthólf 52, 121 Reykjavík, eða: Kjötbankinn ehf, Flatahrauni 27, 220 Hafnarfiörður. LYST mmm oooo Það er heldur ekki leyndarmál að aðeins er notað 100% hreint nautakjöt í hamborgarana. I þá er engu bætt - hvorki annars konar kjöti, sojabaunadufti eða vatni. Nautakjötið er sérvalið og nákvæm- lega fitumælt, en fitumagn, þyngd og lögun hamborgarans verður ávallt að vera rétt og eins vegna nákvæmra eldunaraðferða McDonald's. Kjötið er síðan snöggfryst á sérstakan hátt í einu tækjum sinnar tegundar á íslandi til þess að tryggja hreinlæti og hollustu og varðveita hámarksgæði og ferskleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.