Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 49

Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 49 Pyllingarefni NEITAKK! SAGNFRÆÐINGAFÉLAG íslands, í samráði við Félag sögukennara, heldur ráðstefnu um sögukennslu í framhaldsskólum í dag kl. 13.30 á Kornhlöðuloftinu. A ráðstefnunni, sem er öllum opin, verða flutt fimm erindi um kennslubækur í sögu, kennslu í sögu og erfiðleika sem sögukennarar eiga við að stríða við að miðla efninu til nemenda. Eiríkur Brynjóifsson, kennari við Fj'ölbrautaskóla Suðurlands, flytur erindi um námsmat í sögu og stöðu sögukennslunnar. Ragnar Sigurðs- son, kennari við Kvennaskólann, flyt- ur erindi um kennslu íslenskrar mið- aldasögu. Gunnar Karlsson, prófess- or við Háskóla íslands nefnir sitt erindi: Hvers végna eigum við íslend- ingar að hafa samband við miðaldir? Baldur Sigurðsson, lektor við Kenn- araháskóla íslands, fjallar um gerð og gildi ritgerða. Að síðustu fjallar Lóa Steinunn Kristjánsdóttir, kenn- ari við Menntaskðlann við Sund, um spurninguna: Hvað á að kenna í ís- landssögu eftir 1945? -----» ♦ ♦--- Stúdentamessa í Laugarnes- kirkju STÚDENTAR í guðfræðideild Há- skóla íslands standa sunnudaginn 17. mars kl. 14 fyrir messu í Laug- arneskirkju. Sóknarpresturinn sr. Olafur Jó- hannsson þjónar fyrir altari, Baldur Gautur Baldursson predikar og guð- fræðinemar lesa ritningarorð og bænir. Kór guðfræðinema leiðir söng. Allir eru velkomnir í þessa messu og eru stúdentar sérstaklega hvattir til að mæta, segir í fréttatil- kynningu. -----♦ ♦ ♦--- Marsmessa Kvenna- kirkjunnar MARSMESSA Kvennakirkjunnar verður í Dómkirkjunni sunnudags- kvöldið 17. mars kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er krossinn. Doktor Arnfríður Guðmundsdóttir predikar. Kvennakirkjukonur hug- leiða skilning sinn á því að Jesú frelsi okkur. Monika Abendroth leikur á hörpu, Kór Kvennakirkjunnar syngur og ieiðir kirkjusöng undir stjórn Bjameyjar Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Kaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar eftir messu. -----♦ ♦ ♦--- Flóamarkaður FEF FÉLAG einstæðra foreldra stendur fyrir flóamarkaði alla laugardaga frá kl. 14-17 í Skeljanesi 6, Sketjafirði. ÍSLENSKU þátttakendurnir sem tóku þátt í Blackpool- keppninni í fyrra. Dansdagar í Kolaportinu helgina 16. og 17. mars NEMENDUR og keppnispör úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru ætla að bjóða gestum Kolaportsins upp á dans helgina 16. og 17. mars nk. Sérstakar danssýningar verða kl. 12, 14 og 16 báða dagana ásamt minni uppá- komum yfir daginn. Seldir verða ýmsir hlutir tengdir dansi, kökubasar verður og í boði heitt kaffi og með því. Einnig verða dansararnir með ýmiss konar kompudót til sölu og rennur allur ágóði til Blackpool-keppnisferðar þeirra sem framundan er um páskana. Ráðstefna um sögukennslu 26 barþjónar keppa um tit- ilinn og ferð á HM í Japan VISSIR ÞÚ ÞETTA UM K J ÖTBANKANN OG McDONALD'S Á ÍSLANDI? ÍSLANDSMEISTARAMÓT barþjóna verður haldið á Hótel Sögu sunnu- daginn 17. mars nk. Tuttugu og sex barþjónar keppa um íslandsmeist- aratitilinn. íslandsmeistarinn tryggir sér keppnisrétt á heimsmeistaramót bar- þjóna sem haldið verður í Japan í október í haust og einnig taka þátt í því móti Þorkell Freyr Sigurðsson, Islandsmeistari 1995, og Gunnar Hilmarsson, íslandsmeistari 1994. Á síðasta heimsmeistaramóti sem haldið var í Vínarborg 1993 eignuð- ust íslendingar í fyrsta skipti heims- meistara en það er Bárður Guðlaugs- son og ísland á því titil að veija í Japan. Keppnin á sunnudag hefst með því að kl. 18 munu á annan tug umboðsmanna áfengis kynna vörur sínar og að því loknu verður kvöld- verður í Súlnasal. Að lokinni íslands- keppninni verður boðið upp á stór- sýninguna Borgardætur - Bitte nú ásamt Ragnari Bjarnasyni. Síðan leikur hljómsveitin Saga Klass fyrir dansi og til kl. 3. Verðlaunaafhend- ing verður á miðnætti. Miðasala er í söludeild Hótel Sögu og verð miða með kvöldverði er 4.100 kr. „í upphafi tók það þá hjá McDonald’s tvö ár að velja framleiðanda á kjötinu fyrir McDonald's hamborgarana á Islandi. Sérfrceðingar frá Bretlandi og Bandaríkjunum komu hingað fiórum sinnum og skoðuðu bókstaflega allt“. Guðgeir Einarsson og Kristinn Jóhannesson, kjötiðnaðarmenn og eigendur Kjötbankans, eru með réttu stoltir af fyrirtæki sínu. í 14 ár hafa þeir sérhæft sig í vinnslu nautakjöts og lagt höfuðáherslu á gæði og hreinlæti, en Kjötbankinn var eitt af fyrstu fyrirtækjunum í matvælaiðnaði til að koma á innra eftirlitskerfi í samræmi við alþjóð- lega staðla samkvæmt kröfum nýrrar reglugerðar. Vönduð vinnu- brögð eru þó ekkert nýmæli hjá Kjötbankanum og þegar árið 1993 hlaut hann viðurkenningu Vinnu- eftirlits ríkisins fyrir besta starfs- umhverfið í hópi 80 fyrirtækja í matvælaiðnaði. „Það var mikil viðurkenning fyrir okkur að McDonald’s skyldi velja Kjötbankann og það er enginn vafi á því að við höfum lcert margt af þessu samstarfi - starfsfólk okkar er nú tvímcelalaust meðvitaðra um rétt vinnubrögð en áður.“ Hvemig McDonald’s hamborgarar- nir verða til er leyndarmál, en það er ekkert leyndarrnál að jylgst er náið með öllu framreiðsluferli kjötsins — svo náið að þeir Guðgeir og Kristinn vita frá hvaða bónda hráefnið í hvem einn ogeinasta McDonald's hamborgara er komiðl Alltafgæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup LYST ehf., er leyfishafi McDonald's á Islandi. Effrekari upplýsinga er óskað, skrifið þá góðfúslega til: LYST ehf Pósthólf 52, 121 Reykjavík, eða: Kjötbankinn ehf, Flatahrauni 27, 220 Hafnarfiörður. LYST mmm oooo Það er heldur ekki leyndarmál að aðeins er notað 100% hreint nautakjöt í hamborgarana. I þá er engu bætt - hvorki annars konar kjöti, sojabaunadufti eða vatni. Nautakjötið er sérvalið og nákvæm- lega fitumælt, en fitumagn, þyngd og lögun hamborgarans verður ávallt að vera rétt og eins vegna nákvæmra eldunaraðferða McDonald's. Kjötið er síðan snöggfryst á sérstakan hátt í einu tækjum sinnar tegundar á íslandi til þess að tryggja hreinlæti og hollustu og varðveita hámarksgæði og ferskleika.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.