Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 35
I
I
I
I
\
I
!
(
(
í
(
(
(
(
(
(
i
<
(
(
(
AÐSENDAR GREINAR
Úrelt einokun verði afnumin
AÐ UNDANFÖRNU hafa spunn-
ist umræður um einkarétt lækna
til þess að mæla sjón fólks, en
bæði Neytendasamtökin og Félag
sjóntækjafræðinga hafa mælt með
því að hann verði afnuminn og
menntuðum sjónmælingafræðing-
um heimilt að mæla sjón, svo sem
tíðkast um allt hið evrópska efna-
hagssvæði, utan íslands og Grikk-
lands. Því vil ég koma eftirfarandi
á framfæri.
Starfsréttindi um EES utan
íslands og Grikklands
Um allt hið evrópska efnahags-
svæði - utan íslands og Grikklands
- er sjónmælingafræðingum heim-
ilt að mæla sjón. Fyllsta öryggis
er gætt og þess sér hvergi merki
að íbúar Evrópu hafi lakari sjón en
íslendingar. Ég er menntaður sjón-
tækja- og sjónmælingafræðingur
frá Frederiksberg Tekniske Skole,
Danmarks Optometrisk Afdeling og
hef löggildingu frá danska heil-
brigðisráðuneytinu og starfsréttindi
um allt hið evrópska efnahags-
svæði, utan íslands og Grikklands.
Ég hef starfað sem ráðgjafi á veg-
um F.A. Thiele hjá ýmsum stofnun-
um, ráðuneytum og fyrirtækjum í
Danmörku.
Ekki virtur svars um
sjónmælingar
Ég flutti heim á síðastliðnu ári
og stofnaði fyrirtæki mitt, Gler-
augna Galleríið í Kirkjuhvoli. Ég
fékk réttindi til þess að starfa sem
sjóntækjafræðingur, en umsókn
minni frá í janúar 1995 um að starfa
sem sjónmælingafræðingur hefur
ekki verið svarað af hálfu heilbrigð-
isráðuneytisins. Ég hef ekki verið
virtur svars og tel það brjóta gegn
góðum stjórnsýsluháttum.
Og nú stend ég frammi fyrir því
að verða sviptur réttindum ti! þess
að starfa við sérfræðifag mitt og í
raun verða flæmdur úr landi ásamt
íjölskyldu minni. Landlæknir krefst
þess að mér verði gert
ókleift að stunda sér-
fræðistarf mitt hér á
landi sem _ sjóntækja-
fræðingur. Ég hef verið
kærður til heilbrigðis-
ráðherra, sakaður um
brot á lögum. Þess er
krafist að ég verði
sviptur réttindum til
þess að kalla mig sjón-
tækjafræðing fyrir það
eitt að mæla sjón fólks
í krafti sérfræðiþekk-
ingar minnar. Þessar
aðgerðir eru hafðar
uppi þrátt fyrir umdeilt
og úrelt fyrirkomulag
þessara mála.
Tímabært að afnema
einokun lækna
Ég trúi því og treysti að okkar
ágæti heilbrigðisráðherra fari ekki
að tillögu landlæknis. Og ekki bara
það, heldur leggi fram frumvarp til
laga um að sjónmælingafræðingum
verði heimilt að máela sjón, eins og
tíðkast um allt evrópska efnahags-
svæðið.
Slík lög eru löngu tímabær, ekki
síst í ljósi þess að:
• Neytendasamtökin hafa hvatt
heilbrigðisráðherra og heilbrigðis-
og trygginganefnd Alþingis til að
afnema einokun lækna á sjónmæl-
ingum.
• Sjóntækjafræðingar hafa hvatt
til þess að einokun lækna á sjón-
mælingum verði afnumin.
• í álitsgerð lögfræðings Verslun-
arráðs íslands kemur fram að ís-
lensk löggjöf sé í ósamræmi við
anda samningsins um evrópska
efnahagssvæðið, þótt hún brjóti lík-
lega ekki gegn ÉES-samkomulag-
inu.
íslensk lög og
reglugerðir misvísandi
• Islensk lög og reglugerðir eru
misvísandi. Læknum er einum
heimilt lögum sam-
kvæmt að mæla sjón,
en í nýlegri reglugerð
Vinnueftirlitsins um
skjávinnu, sem sett
hefur verið „...með
hliðsjón af tilskipun
90/270/EBE í XVIII
viðauka samnings um
evrópska efnahags-
svæðið...“ er kveðið á
um í 9. gr. 1. tl. að
starfsmenn eigi rétt á
að hæfur aðili prófi
augu og sjón og í 9.
gr. 2. tl. segir að
starfsmenn eigi rétt á
skoðun hjá augnlækni
ef niðurstöður prófsins
gefi til kynna að þess þurfi. Með
öðrum orðum að sjónmælingafræð-
ingar mæli, augnlæknar lækni.
Engum blandast hugur um að
Evrópusambandið og stjórnvöld um
alla Evrópu treysta sjónmælinga-
fræðingum og telja alls öryggis
gætt að þeir mæli sjón. Og um alla
Evrópu gera menn sér grein fyrir
því að sjónmæling er - eins og
orðið bendir til - mæling á sjón en
ekki læknisverk.
Rangfærslur augnlækna
Það er grimmt til þess að vita
að augnlæknar í viðleitni sinni til
þess að verja þrönga sérhagsmuni
skuli grípa til þeirra óyndisúrræða
að fara með rangt mál og hálfsann-
leik. Samkvæmt upplýsingum frá
Karli Steinari Guðnásyni, forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins, hefur
árlega verið varið um 25 milljónum
króna til sjónmælinga af almanna-
fé. Í athugasemd frá Augnlækna-
félagi íslands í Morgunblaðinu á
föstudag var vefengt að þessar
tölur séu réttar og gefið til kynna
að það heyri fortíðinni til að al-
mannafé sé varið til sjónmælinga.
Samkvæmt nýjum vinnureglum
heilbrigðisráðuneytisins frá 15.
febrúar er gert ráð fyrir að spara
Það er tímabært að
færa ísland inn í nútím-
ann, segir Sigþór Pét-
ur Sigrirðarson, sem
vill afnema einoknim
lækna á sjónmælingum.
5 milljónir króna af þessari upp-
hæð.
Augnlæknar gera mikið úr
meintum hagsmunaárekstrum og
telja að starfsemi sjóntækja- og
sjónmælingafræðinga „...stangist í
grundvallaratriðum á við eðlilega
viðskiptahætti og samkeppnis-
lög...“ Orðrétt segir Eiríkur Þor-
geirsson, formaður augnlækna, í
viðtali í Morgunblaðinu í liðinni
viku: „...Hætt er við að þrýstingur
sem á gleraugnasala er að selja
gleraugu geti brenglað dómgreind
þeirra þegar mælingin er gerð...“
Hið sama á þá væntanlega við
sjónmælingafræðinga í Noregi,
Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi,
Frakklandi og Bretlandi og víðar.
Nei, málflutningur sem þessi er
ekki samboðinn formanni augn-
lækna. Svona mælir einungis rök-
þrota maður.
Gláka var og er ekki algengari
á Islandi en í Evrópu
Ennfremur segir Eiríkur í Morg-
unblaðinu: „...Núverandi fyrir-
komulag hefur m.a. tryggt að þrátt
fyrir háa glákutíðni á íslandi hefur
tekist að halda þeim vágesti í skefj-
um. Glákublinda var algeng fyrir
30 árum en er nú hverfandi..."
Þetta er einfaldlega rangt hjá for-
manni augnlækna og honum ekki
samboðið. Sá merki augnlæknir,
Árni B. Stefánsson, skrifaði grein
síðla árs 1994 í tímaritið „Ung í
anda“ um gláku á íslandi. Hann
Sigþór Pétur
Sigurðarson
fjallaði m.a. um rannsóknir frum-
herjans Guðmundar Björnssonar
prófessors seni mörkuðu þáttaskil.
Orðrétt segir Árni: „...Guðmundur
sýndi fram á það óvænta að gláka
var ekki algengari hérlendis en
annars staðar í hinum vestræna
heimi..."
Samt hafa forustumenn augn-
lækna stöðugt haldið því fram að
gláka hafi verið algengari hér á
landi, en „fyrir þeirra tilstilli" hafi
tekist að bægja þessum vágesti
frá. Vísvitandi hafa þeir ruglað
saman gláku og glákublindu, sem
var algengari hér á landi framan
af öldinni fyrst og fremst af van-
þekkingu og bágum kjörum lands-
manna.
„Fólk trassar
dálítið ... augnskoðun“
Árni segir ennfremur í grein
sinni að slæmum glákutilfellum
hafi fjölgað. „Það er engin spurn-
ing í mínum huga að slæmum
glákutilfellum fer fjölg-
andi. . . Fólk trassar dálítið orðið
augnskoðun..." Getur verið að fólk
trassi að láta mæla sjón af því það
kostar tíma, fé, vinnutap og fyrir-
höfn að fara til augnlæknis? Getur
verið að kerfið virki illa? Reynslan
erlendis er sú að sjónmælingafræð-
ingar vísa um 10% viðskiptavina
til lækna. Sjálfur hef ég vísað um
15% viðskiptavina minna til lækna
til frekari skoðunar af því ég hef
þekkingu og menntun frá viður-
kenndri menntastofnun til þess að
koma auga á sjúkdóma. Virkt kerfi
sjónmælingafræðinga er einfald-
lega skilvirkara en núverandi fyrir-
komulag sem er úrelt og staðnað.
Er ekki mál að linni? Það er
tímabært að færa ísland inn í nú-
tímann í þessum efnum. Það er
tímabært að afnema úrelta einokun
lækna á sjónmælingum. Það er
tímabært að breyta lögum og heim-
ila sjónfræðingum að mæla sjón,
svo sem tíðkast meðal nágranna-
þjóða okkar og færa verslun með
gleraugu inn í landið með nútíma-
legri löggjöf og skilvirkri sam-
keppni neytendum til góða.
Höfundur er sjóntækjafræðingvr.
Það er svo margt sem við vitum ekkert um varðandi meðgöngu og fæðingu og
því er upplagt að fara á námskeið, segir Unnur Arnadóttir sjúkraþjálfari úr
faghópi um sjúkraþjálfun sem tengist meðgöngu og fæðingu.
Sjúkra-
þjálfarinn
segir...
Fræðsla
verðandi
foreldra
Mismunandi stöður í fæðingu.
HVAÐ er nú það? Spyrja eflaust margir.
Jú, þetta er fræðsla fyrir þá sem eiga von
á barni. En hvar eru þessi námskeið haldin
og hver sér um fræðsluna?
Námskeiðin eru yfirleitt haldin í tengsl-
um við heilsugæslustöðvarnar og að þeirp
koma læknar, hjúkrunarfræðingar, ljós-'
mæður og sjúkraþjálfarar. Þar er m.a. far-
ið í alla þætti meðgöngunnar frá getnaði
til fæðingar, barnið og umönnun þess, hlut-
verk áðstandenda í fæðingunni og margt
fleira.
Hlutverk sjúkraþjálfarans
Hlutverk sjúkraþjálfarans er m.a. að
stuðla að líkamlegri vellíðan konunnar á
meðgöngunni og leiðbeina með stöður og
stellingar í fæðingu.
Farið er yfir líkamsstöðu,
líkamsbeitingu, þjálfun á með-
göngu og hvíldarstöður.
Sjúkraþjálfarar leggja mikla
áherslu á að konur á með- •
göngu temji sér rétta líkams-
stöðu. Nauðsynlegt er að kon-
an noti líkamann rétt, þ.e.
temji sér góða vinnutækni og
sé ekki að lyfta neinu þungu.
Það er mikilvægt að hugsa um
líkamann svo meðgangan valdi
ekki líkamlegri vanlíðan. Mjög
gott er fyrir barnshafandi kon-
ur að stunda reglulega hreyf-
ingu. Næsta laugardag verður
ijallað um líkamsþjálfun á
meðgöngu.
IJnnur
Árnadóttir
Hvíld er okkur öllum nauð-
synleg. Á meðgöngu þreytast
konur fyrr í sínu daglega amstri
en ella. Konur þurfa því að hvíl-
ast reglulega og gott er að vera
í þægilegri stellingu svo hægt
sé að slaka vel á.
Mikilvægt að nota rétta
öndun ásamt slökun
Rétt öndunar- og rembings-
tækni, hvernig konan getur
hvílt sig meðan hríðar standa
yfir ásamt slökun er stór þáttur
í fæðingunni. Rétt öndun hækk-
ar sársaukaþröskuld og er einn-
ig notuð til að dreifa huga kon-
unnar í fæðingunni. Bæði kona
og maki/aðstoðarmaður þurfa að læra rétta
öndun. Það er ekki nóg að konan kunni á
öndunargírana því í hita fæðingarinnar
gæti hún hreinlega gleymt þeim. Þá er
gott að hafa einhvem hjá sér sem getur
minnt á. Slökunin er notuð til að fá betri
hvíld milli hríða þannig að úthald verður
meira. Þar sem þreyta og spenna auka
sársauka, auðveldar það fæðinguna að geta
greint á milli spennu og slökunar.
Á útvíkkunartímabilinu er gott að geta
slakað á í þægilegri stöðu. Til eru margar
stöður sem konan getur verið í á meðan
hríð gengur yfir. Best er að vera á hreyf-
ingu á þessu tímabili (á milli hríða) því
það hjálpar til við að ýta barninu niður.
Ef mikið álag er á bakið er gott að hvíla
sig með því að fara niður á fjóra fætur
með þunga á olnbogunum. Maki/aðstoðar-
maður getur svo bætt um betur og nuddað
bakið!
Stöður í fæðingu
Margar konur hafa ekki hugmynd um
allar þær stöður sem þær geta fætt í. Til
þess að þið konur getið hjálpað barninu
ykkar sem mest við að koma í heiminn,
er best að vera í því sem næst uppréttri
stöðu. Hægt er t.d. að vera í hliðarlegu,
húkstöðu eða á fjórum fótum. Með því er
þyngdarkrafturinn notaður til aðstoðar og
fæðingin gengur yfirleitt fljótar fyrir sig.
Mikið álag er á grindarbotnsvöðvana á
meðgöngu og þeir teygjast gífurlega við
fæðinguna, því þarf að þjálfa þá sérstak-
lega og nánar verður fjallað um grindar-
botnsæfingar síðar.
Eftir fæðinguna þarf konan að halda
áfram að hreyfa sig reglulega. Best er að
bytja sem fyrst, en fara rólega af stað
aftur.
Það er svo margt sem hægt er að fræð-
ast um varðandi meðgöngu og fæðingu.
Ef barn er í vændum, spyrjið þá ljósmóður-
ina eða lækninn um fræðslunámskeið.
Höfundur er sjúkraþjálfari á
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.