Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 1 1 MORGUNBLAÐIÐ . ! VINALAGNING Á V EITINGAHÚSUM Álagning íslenskra veitin- gahúsa á vínið með matnum er mismunandi. Steingrímur Sigurgeirsson segir hana stundum það óheyrilega háa að hún geti ekki kallast annað en okur. ik§p1 nn AFENGI er ekki ódýrt á íslandi og raunar líklega hvergi dýrara í hinum vestræna heimi. Ástæða þess er að sjálfsögðu þær gífurlegu opinberu álögur sem stjómvöld hafa ákveðið að innheimta af þessari neysluvöru. I ljósi þess hvað flaska af víni kostar í smásölu á Islandi liggur í augum uppi að varla er á bætandi. Þrátt fyrir það er ekki óalgengt að flaska af borðvíni á veitingahúsi hækki um 200%-300% frá grunnverði áður en hún er boðin viðskiptavinum til kaups. Þetta skýtur ekki síst skökku við í ljósi þeirrar hörðu verðsamkeppni er ríkir milli veitingahúsa hvað mat varðar. Oft á tíðum virðist sem mark- miðið sé að ná inn þeim krónum sem tapast með hóflegu verði á mat með því að rukka viðskipta- vininn margfalt fyrir vínið. Hvaá er Þegar upp er staðið tapa allir á þessari vit- leysu. Vínsala á veitingahúsum er minni fyrir vikið þar sem að gestir sem eru að kaupa máltíð sem kostar kannski 1.500 krónur eru ekki reiðubúnir að fá sér einfalt vín með sem kostar hátt í þrjú þúsund krónur. I staðinn fá þeir sér vatn, eða hugsanlega bjór. Erlendir Hvað er verið að margfalda F Vissulega tíðkast það á veitingahúsum um allan heim að tvöfalda eða jafnvel þrefalda vín- verðið. I því sambandi verður hins vegar að hafa hugfast hvaða grunnupphæð er verið að margfalda. Þar sem að grunnverð borðvíns á íslandi er margfalt hærra en á meginlandi Evrópu eða Bandaríkjunum er krónu- töluálagningin gífurlega mikið hærri en ann- ars staðar tíðkast. Það er eitt að þrefalda verð á 400 króna flösku og selja hana á 1.200 krónur. Hér á íslandi myndi sama flaska hins vegar líklega kosta um 1.000 krónur og því væri veitingahúsaverðið orðið að 3.000 krónum með sömu álagningaraðferð. BOkDA MI I) SIGOKDI A . MAf.NUSS Y N I , RIIIIÓIUNDI t ER EKKI örugglega grískur matur hér í kvöld?“ spyr ég og hefði vitaskuld getað sagt mér það sjálfur. Við erum staddir á „grísku kvöldi" í Kaffileikhúsinu þar sem boðið er upp á dagskrá, byggða á lögum, ljóðum og æviágripi Mikis Þeodorakis og ekki við hæfi annað en að borða grískan mat, svokallað moussaka, sem gert er úr allskonar grænmeti, ávöxtum og osti. Sigurður upplýsir mig um að þetta sé einnig í fyrsta skipti sem hann borðar á þessu gríska kvöldi í Kaffileikhúsinu, þótt sjálfur taki hann þátt í dag- skránni. „En ég hef auðvitað oft bragðað moussaka," segir hann, enda dvalið langdvölum í Grikklandi. Salurinn er troðfullur af fólki og við komum okkur fyrir á borði úti undir vegg, með kúfaða matardiska af moussaka og sitt glasið hvor af Sigurður A. Magnússon er mikill hugsjónamaður og gæddur ríkri frásagnargáfu. Sveinn Guðjónsson átti við hann kvöldverðarspjall á grísku kvöldi 1 Kaffíleikhúsinu. hvítu Riojavíni, Banda Dorada, ár- gerð 1994. Auk þess erum við með staup af ouzo, sem Sigurður segir að sé þjóðardrykkur Grikkja. „Þeir fá sér eitt til tvö glös af þessu fyrir mat til að örva matarlystina, en þetta er stórhættulegt ef drukkið er mikið af því. Það hefur komið fyrir, þegar ég hef verið með íslenska hópa í Grikklandi, að menn hafa farið á fyllerí af ouzo og það kann ekki góðri lukku að stýra, enda hafa Grikkirnir horft á þær aðfarir í forundran og sagt: Þetta fólk er brjálað. Og timburmennimir hafa verið þvílíkir, að yfirleitt gera menn þetta ekki nema einu sinni.“ Sigurður A. Magnússon er líklega sá Islendingur, sem einna best þekkir til í Grikklandi. Hann segir að það hafi eiginlega verið fyrir tilviljun að hann tók slíku ástfóstri við landið sem/aun ber vitni. „Ég var í guðfræðinámi í Kaup- mannahöfn og sá auglýsingu um eins konar pflagrímsferð í fótspor Páls postula í tilefni af því að 1900 ár voru liðin frá því hann kom til Evrópu, en þetta var árið 1951. Ég átti rétt fyrir farinu suður eftir og ákvað að láta slag standa. Svo var ég þama á þessu skipi og við fórum á alla þessa staði sem Páll hafði verið á. Ég var þama í eins konar æskulýðsdeild og þar var stór hópur ung- menna frá Grikklandi og einhverra hluta vegna hélt leiðtogi " ,ans, sem var prestur, að ég hefði orðið skotinn í einni stelpunni í hópnum, sem var mesti misskilningur. En hann spurði mig-hvort ég vildi ekki bara vera áfram í Grikklandi: „Ég skal koma þér í klaustur,“ sagði hann, sem hann og gerði og þar var ég veturinn 1951 og ‘52. Þá byrjaði ég að læra grísku og stúderaði jafnframt sögu Grikk- lands. Þarna fékk ég þá hugmynd að skrifa bók um Grikkland, sem kom út 1953, Grískir reisudagar. Það varð til þess að ég var sæmdur gullkrossi grísku Fönix-orðunnar árið 1955. Svo var ég blaðamaður á Mogganum í nokkur ár, en 1960 var mér boðið til ársdvalar í Grikklandi af þarlendum stjórnvöldum. Þá komst ég betur inn í grískuna og fór að þýða úr grísku. Og nokkru síðar byrjaði ég að fara með hópa til Grikklands sem leið- sögumaður og hef stundað það ná- nast óslitið allar götur síðan. Nema á árum herforingjastjómarinnar 1967 til 1972. Þá fór ég í mótmælaverk- fall,“ segir Sigurður og honum hitnar greinilega örlítið í hamsi enda póli- tískur hugsjónamaður og yfirlýstur andstæðingur hvers konar fasisma. Svo mildast andlitsdrættirnir og hann bætir við: „Síðan tók ég upp þráðinn aftur og hef verið nánast ár- lega með hópa þama niður frá. Þetta er því orðið langt ástarævintýri milli mín og Grikklands.“ Hvað er það við Grikkland sem heiliar þig mest? „í fyrstu var það loftslagið, þetta mikla sólskin og birtan í landinu. Grikkland er nakið land, eins og Is- land, og af því skapast mjög sérkennileg birta. Annað sem heil- laði mig var fólkið í landinu. Grikkir eru einstaklega opnir, kurteisir en samt mjög opinskáir og taka manni strax opnum örmum. _ Mér fannst þeir ekki ósvipaðir íslendingum, Líkir íslendingum LINSUBAUNIR, BASILICUM, OREGANÓ, TÓMATAR, EGGALDIN GRÆNMETI, GULRÆTUR, GRÆNAR BAUNIR + FL. LAUKUR, ÓLÍFUOLÍA, PIPAR, SALT PARMESANOSTUR HLJÓMLISTARFÓLKIÐ Sif Ragnhildarddttir söngkona, Þórður Árnason gítarlcikari og Jóhann Kristinsson píanóleikari. eins og við voram fyrir stríð. Þeir vil- ja vita allt um menn og vilja helst fá ævisöguna í hnotskum. Þeir eru óseðjandi forvitnir um allt sem snertir mannleg samskipti, hvort sem það er heimspólitíkin eða per- sónulegir hagir manna. Maður fór upp í fjöllin og hitti þar ólæsa almúgamenn sem vissu allt um það sem var að gerast í heiminum. Mér finnst Grikkir líkari okkur íslendingum en nokkur önnur þjóð. En þeir eru léttari. Við þurfum tvo tvöfalda vodka til að verða eins og Grikkir. Svo era þeir með óseðjandi áhuga á pólitík, eins og við. Það gengur aflt út á pólitík og eilífa flokkadrætti, enda er stundum sagt að hvar sem þrír Grikkir komi saman þá myndist fjórir stjórnmálaflokkar. Svo era þeir miklir söngmenn eins og við Islendingar. Fyrstu árin sem ég var þarna var sungið í áætlunar- rútunum um Gríkkland þvert og endilangt og þannig var þetta í rút- unum hjá okkur fram yfir stríð. Eitt sinn ferðaðist ég í rútu um Grikkland í tólf tíma og það var sungið allan tímann, og allir sungu með og kunnu öll lög og texta. Nú er þetta, og margt annað skemmtilegt í fari Grikkja, að hverfa, nema þá kannski helst til sveita. Grikkir era orðnir svo vestrænir, eins og íslendingar og margar aðrar þjóðir, en með því hverfa yfirleitt þessi skemmtilegu sérkenni.“ Eúdur matur Hvernig finnst þér músakan ? spyr Sigurður og er búinn af sínum diski- Ég verð að játa að mér finnst mat- urinn bragðast afskaplega vel. „Það er ótrúlegt að ekki skuli vera neitt kjöt í þessu, eins og virðist af bragðinu,“ segi ég og hef svo aftur hlutverkaskipti við hann og varpa fram spumingu: Þú ert náttúrulega öllum hnútum kunnugur í gríska eld- húsinu. Ertu mikill matmaður? „Mér þykir mjög gott að borða, en ég er matgrannur. Sjálfur er ég ekki mikill fagmaður í eldhúsi yfirleitt, en fylgist þó vel með því sem ég læt ofan í mig, og hef dálítið kynnt mér gríska eldhúsið. Þegar vel tekst til er grískur matur mjög góður, eins og til dæmis músakan okkar í kvöld.“ Sigurður upplýsir mig um að Gunnar Sigvaldason, matreiðslumeistari á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.