Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 25
ferðamenn fúlsa jafnvel við bjórnum vegna
verðlagningarinnar.
Einstaka veitingamenn hafa áttað sig á
þessu og séð að það er skynsamlegra að slá af
álagningunni og fá einhverjar krónur fyrir að
selja gestunum vin í stað þess að bera i þá vatn.
Skaðleg áhrif
Gestirnir eru hins vegar þeir sem tapa
mest. í fyrsta lagi hefur þetta stórskaðleg
áhrif á drykkjarsiði landans. Hvernig skyldi
nú standa á því að margir telja sér skylt að
sturta niður í sig nokkrum ódýrum drykkjum
heimafyrir áður en farið er út að borða um
helgi þannig að heilu hóparnir mæta hálfrakir
með tilheyrandi óþægindum fyrir aðra gesti?
Gæti það verið að einhvers konar „hagsýni"
ráði þar ferðinni?
Þeir sem að láta samt bjóða sér okurverðin
og panta flösku af borðvíni með matnum velja
yfirleitt fremur „ódýrt“ vín þar sem að jafnvel
þau eru dýr á vínseðlunum. Margföldun-
arsnillingarnir gera nefnilega ekki greinar-
mun á því hvort að grunnverðið sé 900 krónur
eða 3.000 krónur. Alltaf er sömu flötu prósent-
unni bætt við verðið. I stað þess að láta
viðskiptavininn njóta þess að hann velji gott
vín með matnum og fá sjálfur þokkalega
álagningu í vasann er vali hans beint
miskunnarlaust í „keyrslutegundir“. Gott
dæmi er álagning á kampavin, en þessi stefna
er á góðri leið með að útrýma kampavín-
sneyslu á veitingahúsum. Flaska af flestum
góðum kampa-
rinum kostar rúm-
lega tvö þúsund
krónur í smásölu.
A veitingahúsi er
algengt að hún
kosti hátt í sjö þú-
sund krónur. Frek-
ar fengi ég mér
kampavín heima og
setti aðrar tvær
kampavínsflöskur í
kjallarann iyrir
sama verð.
Auðvitað eru á
þessu undantekn-
ingar og sem betur
fer fjölgar þeim
veitingahúsum
stöðugt er hafa séð
skynsemi þess að
taka upp flata
álagningu í stað
flatrar prósentu.
Veitingahúsið met-
ur hreinlega hvað
það telur sig þurfa
að fá í álagningu á
hverja flösku,
hvort sem að það
er þúsund krónur, tólf hundruð krónur eða
einhver önnur upphæð, og leggur hana á allar
tegundir. Veitingahúsið fær alltaf sína föstu
álagningu og viðskiptavinurinn getur valið
sér betra vín án
þess að honum sé
refsað fyrir það.
Nýlegar breyt-
ingar á sölufyrir-
komulagi áfengis
til veitingahúsa
grafa enn frckar
undirnauðsyn ok-
ur álagningarinn-
ar. Veitingahús
þurfa ekki lengur
að sitja uppi með
lager af vínum
heldur geta þau
látið birgja sína
fýlla á eftir þörf-
um. Þess vegna
vikulega eða oftar'
ef þörf krefur. I
mörgum tilvikum
er heldur ekki um
staðgreiðsluvið-
skipti að ræða.
Það er því ekki
hægt að réttlæta
álagninguna með
miklum
lagerkostnaði.
Hann er einungis
til staðar hjá þeim örfáu veitingahúsum í hæs-
ta gæðaflokki er hafa byggt upp góðan kjallara
af sérinnfluttum vínum. Það er því enn
furðulegra að vín á allra bestu stöðunum, sem
leggja mikið upp úr úrvali, umhverfi og
þjónustu, er oft ekki dýrara en á miður merki-
legum búllum.
Með tilkomu frísvæðisins og auknu frelsi
opnast nýjar víddir fyrir veitingahúsin til að
bjóða fjölbreyttara úrval. Mörg þeirra hafa
hins vegar litið á þann möguleika að bjóða vín
umfram hið staðlaða úrval ríkisins sem tæki-
færi til þess að okra enn frekar á viðskipta-
vininum, þar sem að ólíklegt er að hann viti
hvert grunnverð vínsins er. Það hefur
ítrekað komið fyrir mig á veitingahúsum að
boðin hafa verið einhver „spennandi" vín,
sem hælt er í hástert, en eru í raun einföld og
ódýr framleiðsla, seld dýru verði í skjóli þess
að viðskiptavinurinn átti sig ekki á samheng-
inu.
Móðgun vid kúnnann!
Á heildina litið er verðlagningarstefna allt of
margra íslenskra veitingahúsa í vínmálum
hrein móðgun við viðskiptavininn, sem látinn
er borga stórfé fyrir miðlungsvöru. Fólk á
sömu kröfu til þess að gæði víns sé í samræmi
við verð og að gæði matar sé í samræmi við
verð. Kannski er það barnaskapur að láta sig
dreyma um að veitingahúsin taki forystuna í
því að bæta vínmenningu landsins; leggi
metnað sinn i að vinúrval sé í samræmi við
gæði matarins og þjónustunnar... og verð vín-
anna sömuleiðis. En mikið held ég að allir yrðu
ánægðari þegar upp væri staðið.
MÁLVERKIÐ „La Bouteille de Bordeaux“
eftir Georges Rohner.
Mamma Rosa, hafi verið ráðgjafi við
matseldina, en matseljur í
Kaffíleikhúsinu eru þær Kikka og
Stína, Ki-istlaug María Sigurðar-
dóttir og Kristín Pálsdóttir.
Þegar hér er komið sögu hefur
tvennum hjónum ofan af Skaga verið
visað til borðs hjá okkur og þar með
upphefjast almennar samræður.
Ohjákvæmilega verður Sigurður þar
fljótlega miðpunktur athyglinnar
,,enda manna fróðastur um sögu
Grikklands, menningu og mannlíf,
lífshlaup Þeodorakis og hvaðeina
sem tengist þessu kvöldi. Hann segir
okkur frá markverðum stöðum á
Grikklandi, ferðum sínum með
Islendinga um landið og sitthvað
fróðlegt og skemmtilegt, enda gædd-
ur ríkri frásagnargáfu.
Vonargrænn vegur
Zorba-hópurinn er nú að koma sér
fyrir á sviðinu, en í honum eru þau
Sif Ragnhildardóttir söngkona,
Þórður Árnason gítarleikari, Jóhann
Kristinsson píanóleikari og að auki
Eyi’ún Olafsdóttir, sem túlkar text-
ann á táknmáli, og Sigurður, sem er i
hlutverki sögumanns. Tæknistjóri er
Ævar Gunnarsson og leikstjóri
Þórunn Sigurðardóttir.
Dagskráin ber heitið Végurinn er
vonargrænn, eftir einu ljóðanna,
sem Kristján Árnason hefur þýtt.
Sigurður segir að þau Sif og Þórður
hafi átt frumkvæðið að því að koma
sýningunni á fjalirnar. „Sif fer ákaf-
lega vel með þessi lög og ljóð
Þeodorakis og Þórður leikur á gítar
og bouzouki, sem er þjóðarhljóðfæri
Grikkja, eins og innfæddur og af
hreinustu snilld að mínu mati,“ segir
Sigurður og eftir að hafa hlustað á
dagski'ána get ég tekið heilshugar
undir það. Jóhann skilar einnig sínu
hlutverki í píanóundirleiknum með
miklum ágætum, þótt ekki reyni
eins mikið á hann og Þórð, af
augljósum ástæðum, þar sem grísk
tónlist byggist að mestu á bouzouki-
og gítarleik.
Þegar fyrstu tónarnir úr bouzouk-
inu hans Þórðar, í laginu um
Grikkjann Zorba, berast út yfir sal-
inn fer um mann eins konar
sæluhrollur og þegar Sif tekur til við
sönginn, með sinni seiðandi röddu, er
hrifningarvíman fullkomin. Sigurður
flytur æviági-ip Þeodorakis af
ósvikinni innlifun og ósjaldan í
frásögninni er eins og hann upp-
tendrist allur og gamli hugsjóna-
eldurinn brennur í augunum.
! Skoðanir hans og Þeodorakis fara
| enda víða saman
eru málkunnugir
kynnst ólíkum
víðkunna hugsjór
auk þess sem þeir
og Sigurður hefur
hliðum á þessum
la- og listamanni.
Gámasala um helgina
JS* IC1 E I