Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLGRIMUR PÁLSSON + Hallgrímur Pálsson var fæddur á Kirkju- læk í Fljótshlíð 10. apríl 1913. Hann lést á Borgarspítal- anum hinn 6. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingibjörg Þórðar- dóttir, f. á Lamba- læk 14.8. 1886, d. 12.6. 1972. Páll Jónsson, f. á Kirkjulæk, 5. sept- ember, d. 5. febr- úar 1919. Systkini Hallgríms: Jón, f. 10.10. 1911, d. 16.4. 1951, Ingibjörg, f. 14.10. 1915. Hallgrímur bjó lengst af í Asvelli. Einnig í Deild og Fljótsdal. Útför Hallgríms fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég var aðeins þriggja ára þegar ég flutti í Fljótshlíðina til Hallgríms og Imbu, móður hans. Móðir mín réð sig í sveit nýskilin með okkur systkinin og bjuggum við hjá þeim á Ásvelli í 12 ár. Þau voru okkur afskaplega góð og ég man að Imba svæfði okkur á kvöldin með söng og kenndi okkur bænir. Fyrstu æskuminningamar em einmitt af henni Imbu og það sem hún kenndi mér, en hún lést þegar ég var sjö ára. Ég gleymi henni aldrei og þannig er mér nú innan- bijósts þegar ég hugsa til Halla því hafln var mér og mínum alltaf svo góður. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til hans og systur hans, Ingibjargar, að Kirkjuhvoli. Það var alltaf tekið svo vel á móti okkur. Hann var sérstaklega bam- góður og bömunum mínum þótti mjög vænt um hann. Okkur var því mjög bmgðið þegar fréttist af veikindum hans, sem hann þurfti að stríða við síðustu mánuðina. Aldrei hefði mann gmnað að hann, sem aldrei varð misdægurt og var mjög em, myndi enda lífsleiðina á þennan veg. Elsku Halli, þú sem varst mér svo kær. Blessuð sé minning þín, þér ég aldrei gleymi. Ingibjörg mín, Ásta, Jón og áðr- ir aðstandendur. Með þessum fáu orðum sendum við ykkur innilegar samúðarkveðjur. Af því að Fljótshlíðin var honum Halla svo kær, þá enda ég þénnan minningarvott á þessu kvæði Sig- urðar Jónssonar sem honum þótti svo vænt um: Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 Erfidrykkjur Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Upplýsingar í simum 568 9000 og 588 3550 Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur ár og daga. Enpð, flöllin, áin þin, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn um fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Una. B. Þorleifs- dóttir og fjölskylda. Síminn hringir! Móðir mín er í síman- um. Hann Hallgrímur er dáinn, segir móðir mín. Mig setur hljóðan í smátíma, ég dreg djúpt andann, en segi síðan klökkur: „Honum líð- ur vonandi betur núna, blessuð- um,“ því ég vissi að hann hafði átt í miklu veikindastríði síðustu mán- uðina sem hann lifði. Minningar þjóta gegnum hug- ann. Margs er að minnast úr Fljóts- hlíð þegar við bjuggum þar móðir mín, systir og ég. Eg var ekki hár í loftinu er ég kom fyrst að Ásvelli, nýorðinn tveggja ára smápjakkur. Þá bjó þar Hallgrímur ásamt móður sinni Ingibjörgu. Hallgrímur og Imba gamla voru okkur systkinun- um mjög góð. Hallgrímur var barn- góður maður og alltaf var stutt í spaugið hjá honum end_a var alltaf mikill gestagangur á Ásvelli. Þar þótti gott að koma því gestrisinn var hann. Ég minnist beijaferðanna á haustin. Það var alltaf farið í ber á Scoutinum hans Halla, því Halli hafði gaman af að ferðast. Þá skiptu vegalengdir ekki miklu máli. Einnig eru mér minnisstæðar sunnudagsferðimar þegar við fór- um að Borgarkoti á Skeiðum þar sem Ingibjörg systir hans bjó ásamt sínu fólki. Þar var alltaf líf og fjör og við krakkamir skemmtum okkur alltaf vel þar. Hallgrímur var vinsæll í sveitinni og gegndi þar ýmsum nefndarstörf- um s.s. fyrir Búnaðarfélagið og Sláturfélag Suðurlands. Margt kemur upp í hugann þeg- ar minnast skal Hallgríms Pálsson- ar. Sjálfsagt væri það efni í heila bók. Það verður tómlegt að geta ekki lengur komið við á dvalar- heimilinu Kirkjuhvoli að hitta Hall- grím sem tók ávallt á móti manni eins og kónginum sjálfum. Hér verður staðar numið, megi Guð styrkja alla aðstandendur Hall- gríms. Tekinn hefur verið frá okkur maður sem öllum vildi það besta. Hans skarð verður erfitt að fylla. Arnar Þorleifsson. Hallgrímur Pálsson var fæddur á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru Páll Jónsson, bóndi á Kirkjulæk, og kona hans, Ingibjörg Þórðardóttir. Páll maður hennar drukknaði við Landeyjasand 5. febrúar 1919. Böm þeirra hjóna voru þijú. Öll voru þau fædd á Kirkjulæk. Eftir lát Páls stóð Ingibjörg ein uppi með börnin sín þijú á Kirkju- læk, en lét svo af búskap þar vorið 1920. Hallgrímur fór ungur frá móður sinni til vandalausra, var um árabil í Teigi hjá þeim ágætu hjónum Jóhanni Jenssyni og Mar- gréti Albertsdóttur og tók þar þátt í öllum algengum bústörfum. Hann var ágætur verkmaður enda kom- inn af miklu dugnaðarfólki og hafði ungur áhuga á að stunda búskap í sveit. Árið 1937 fékk hann ábúð á hálfri jörðinni Deild í Fljótshlíð og gerðist Ingibjörg systir hans þá bústýra hjá honum. Árið 1945 fékk hann svo alla jörðina til ábúðar og bjó þar áfram til ársins 1955. Það ár flutti hann frá Deild að Fljóts- dal, innsta bæ sveitarinnar, og kom þá Ingibjörg móðir hans til hans sem bústýra. í Fljótsdal bjó Hall- grímur til 1966. Fljótsdalur er land- mikil jörð, sem liggur að afrétti og talin með bestu fjáijörðum í Fljóts- hlíð og mun hún hafa verið ákjósan- legt býli fyrir Hallgrím sem var mikill áhugamaður um fjárrækt, mjög glöggur og góður fjármaður og hafði yndi af smalamennsku og fjallferðum, átti góðan fjárstofn og hesta. Öll umgengni hjá Hallgrími var til fyrirmyndar og þess jafnan gætt að hafa nógan vetrarforða fyrir búféð enda fóðrun öll í besta lagi. Fjárgæsla var nokkuð mikil í Fljótsdal og Hallgrímur ólatur að sinna fénu og kom svo að lokum að því að hann fór að finna fyrir bilun í fótum og ákvað því að flytja þaðan árið 1966. Árið 1967 fékk hann jörðina Ásvöll í Fljótshlíð til ábúðar, sem er hæg jörð og flat- lend, þar bjó hann svo áfram með móður sinni og síðast með bústýru, Þrúði Jónsdóttur. Árið 1988 hætti Hallgrímur búskap og flutti á dval- arheimili aldraðra, Kirkjuhvol á Hvolsvelli, og hafði þá verið bóndi í 51 ár. Hallgrímur var meðalmaður á hæð, prúður í framgöngu, ljós- hærður og bjartur yfiriitum, snyrti- legur í klæðaburði, greindur og gat verið fastur fyrir þegar hann hafði tekið afstöðu til mála, jákvæður félagshyggjumaður, greiðugur og góður nágranni og skemmtilegur í allri viðkynningu og gestrisinn, ég held að allir, sem kynntust honum hafi metið hann mikils og það að verðleikum. Hér er nú kvaddur einn af góð- bændum Fljótshlíðar, maður sem allir munu sakna, sem kynntust honum. Hann lést 6. mars sl. í Reykjavík. Að lokum vil ég og kona mín Guðfinna þakka honum vináttu frá fyrstu tíð. Eftirlifandi systur hans og öðrum aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð. Oddgeir Guðjónsson. Halli frændi, eins og við kölluð- um hann alltaf, fæddist í Fljótshlíð- inni, bjó þar nánast alla sína ævi og líkaði vel. Þegar hann hætti búskap fluttist hann á Kirkjuhvol á Hvolsvelli eins og svo margir sveitungar hans og vinir. í huga Halla mynduðu Sláturfé- lagið, Kaupfélagið, •Tíminn og ís- lenska sauðkindin fjóra hornsteina tilverunnar. Engin skepna fannst Halla fegurri en sauðkindin og þekkti hann yfirleitt kindur af ein- stökum bæjum af löngu færi, okkur borgarbörnunum oft til mikillar furðu. Ekki las hann Morgunblaðið þótt það lægi fyrir framan hann, kjöt var ekki kjöt nema það kæmi frá SS og ef hlutirnir fengust ekki í Kaupfélaginu voru þeir ekki þess virði að eiga þá. Frá því að við munum fyrst eft- ir Halla fannst okkur hann aldrei breytast eða eldast neitt. Alltaf var það Halli sem dreif hlutina áfram og hafði frumkvæði að ýmsum uppákomum. Minnisstætt er átt- ræðisafmælið hans. Halli harðneit- aði að halda hefðbundna afmælis- veislu og varð ekki þokað þótt á SIGURGEIR AÐALSTEINSSON + Sigurgeir Aðalsteinsson frá Vindbelg í Mývatnssveit var fæddur 26. júní 1928. Hann lést 27. febrúar síðastliðinn. Sigurgeir var sonur hjónanna Aðalsteins Jónssonar frá Vind- belg og Guðrúnar Þorsteins- dóttur frá Geiteyjarströnd í Mývatnssveit. Útför Sigurgeirs fór fram frá Skútustaðakirkju 14. mars. Sú stund rennur upp í lífi sér- hvers þess er nær miðjum aldri að verða þess áskynja að fólkið sem myndaði rammann um tilveru manns er að hverfa: lögmál lífs og dauða hefur skekkt rammann og breytt myndinni. Sigurgeir Aðalsteinsson frá Vindbelg - Geiri í Belg - var hluti af lífsmyndinni minni. Nú er hann horfinn sjónum yfir móðuna miklu, langt um aldur fram. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS GUÐMUNDSSONAR járnsmiðameistara, Æsufelli 2, Reykjavík. Fjóla Steinþórsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Þóra Vignisdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grfmsson og barnabörn. Við vorum sveitungar. Þess utan vinir, og því langar mig að setja á blað fáein orð sem e.t.v. hefðu fremur átt að ritast fyrr ellegar segja meðan enn var tími. En eng- inn veit nær kallið kemur, og því miður gengur okkur flestum illa að breyta við náungann í daglegu lífi útfrá þeirri staðreynd að dagur- inn í dag sé kannski síðasti dagur- inn. Værum við þess minnugri þyrftum við ekki að iðrast ósagðra orða, allra hlýju orðanna sem við hefðum átt að segja. Ég ætla ekki að rekja hér ævifer- il Sigurgeirs Aðalsteinssonar. Til þess eru aðrir mér færari. Hann var bóndasonur, fæddur og uppal- inn á bökkum Mývatns þar sem þeir gerast fegurstir. Þar ól hann mikinn hluta aldurs síns, við bú- störf með fjölskyldu sinni, auk þess að starfa sem vörubílstjóri - í barnsminni er mér Geiri á mjólkur- bílnum - og hin síðari ár var hann starfsmaður Kísiliðjunnar og bjó að mestu leyti í Reykjahlíð. Hann var ókvæntur og barnlaus. Ekki er mér þó grunlaust um að þau séu ófá, börnin, sem Geiri reyndist svo hlýr og traustur sem besti faðir væri. Mývatnssveit er ekki fjölmennt byggðarlag og þar gilda sömu lög- mál og í öðrum sveitum: hver ein- staklingur er eftirtektarverðari í. augum heildarinnar en gerist í stærri samfélögum, framlag hans mikilvægara og persóna hans af- dráttarlausari í augum samferða- mannanna því færri sem skipa hóp- inn. Menn eru sjálfkrafa afgreiddir sem svona eða svona, á þeirri for- sendu að allir þekki alla. En hvenær þekkjum við aðra mannveru til fulls? Sérhver mann- vera á sér margar hliðar og mis- jafnlega augljósar. Geiri var alltaf hann væri ýtt. Öllum að óvörum < hafði hann síðan skipulagt veislu { að eigin hætti, fjallaferð með hóp af fólki. Farið var um afrétt Fljóts- hlíðinga og í kringum Mýrdalsjök- ul, stoppað á völdum stöðum og endað með veglegu kaffísamsæti í Vík. Allt þetta hafði hann skipu- lagt án þess að láta nokkurn vita. Þá sem ekki áttu heimangengt þennan tiltekna dag fór hann með ( í aðra ferð síðar. Engan skyldi , skilja eftir. Það hlýtur að teljast fátítt að ungt fólk hafi gaman af { áttræðisafmælum, hvað þá ef þau taka heilan dag, en þessi viðburður er okkur enn í fersku minni sem eitt skemmtilegasta afmæli fyrr og síðar. Halli var alla tíð hraustur og hress og hafði aðeins einu sinni legið á sjúkrahúsi, í skamma stund, áður en lokastríðið hófst. Svo illa var honum við töflur að hann muldi magnyl út í graut. Þrátt fyrir þetta ( missti hann aldrei kjarkinn eða tapaði góða skapinu í veikindum sínum. Eins og ætíð fuku sögurnar og hárbeitt skotin í allar áttir og gerði hann jafnt grín að sjálfum sér sem öðrum. Þótt óraunhæft sé að ætla að nokkur verði eilífur var Halli alltaf þessi fasti punktur sem ekkert virt- ist geta hróflað við. í kringum Halla hafði aldur í raun ekki merk- ingu. Hann hafði ekki breyst frá því við munum fyrst eftir honum og því fannst okkur ekki að nein breyting gæti orðið þar á. Veikindi hans urðu því óneitanlega áfall en huggunin er að samkvæmt hans eigin orðum þá hefði hann valið sér nákvæmlega sömu lífsleið í annað sinn. Að lokum viljum við færa hjúkr- unarfólki og öðru starfsfólki deildar A6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Foss- vogi, bestu þakkir fyrir alúðlegt viðmót og góða aðhlynningu. Ingibjörg og Sigþór „Ástubörn" hressilegur, opinskár og hafði sínar meiningar um hlutina, glaður og spaugsamur. Ég býst við að þessi lýsing sé í samræmi við þá mynd er hann sjálfur sýndi umhverfi sínu. Sjálf kynntist ég honum sem viðkvæmum, hlýjum og umfram allt trygglyndum manni, sem oft á tveggja tali velti fyrir sér þeim furðulegu rökum sem liggja til grundvallar því sem við köllum mannlegt líf. Veturinn 1976 var ég um tíma á sjúkrahúsinu á Húsavík, þá ný- flutt til bernskuhaganna í Mývatns- sveit. Geiri dvaldi þar á sama tíma, og þá tókust með okkur kynni, sem breyttu mjólkurbílstjóra bernsk- unnar í vin, sem ég man æ meir eftir því sem kynni jukust. Meðan ég bjó nyrðra áttum við saman marga góða stund, jafnt í gleði sem alvöru. Einlæga tryggð hans og umhyggju gagnvart mér og börn- um mínum vil ég þakka nú. Þar reyndust ekki margir traustari. Þegar ég byggði mér hús norður í Mývatnssveit, má með sanni segja að það var byggt á „einum gijót- kletti“ í orðsins fyllstu merkingu. Þau voru ófá, moldarhlössin, sem Geiri færði heirri að húsi mínu í lok vinnudags síns, því hann munaði svosem ekkert um það að renna við með eina moldarlúku úr því hann var á ferðinni, eins og hann sagðL En upp úr þeim moldarlúkum óx gras og víðir, hið græna líf móður jarðar sem endalaust gleður auga og hjarta íslendingsins. Þannig var Geiri: maður sem munaði ekki um né tíundaði sér til dýrðar það sem hann vann lífinu og samferðamönnunum til gagns, því það var svo sjálfsagt að gera það, úrþví hann var á ferðinni. Slíkum mönnum er lán að kynn- ast. Og þess er ég fullviss, að hvar sem Geiri er nú staddur, þá er það örugglega þar sem aðeins fara sanngóðir menn. Farðu vel, vinur, og þökk fyrir kynnin. Stefanía Þorgrímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.