Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Sverrir
DAÐEY Steinunn Daðadóttir
og Sigríður Einarsdóttir hafa
sjálfar þróað kremin, vara-
salvann og nú síðast hár-
svarðarvökvann.
Fyrsti íslenski
varasalvinn á
markað
UM þessar mundir er að koma á
markað íslenskur varasalvi. Það er
fyrirtækið SD Sjávar- og jurtasmyrsl
sem hefur þróað salvann. Þá eru
aðrar vörur fyrirtækisins einnig
komnar í nýjar umbúðir sem auk
þess að vera með íslenskum texta
eru nú fáanlegar með enskum texta,
því farið er að flytja vörumar út til
Danmerkur, Frakklands, Englands
og Bandaríkjanna. Einnig hafa fyrir-
spurnir borist frá Kína og Tæwan
og stendur fyrirtækinu til boða að
vera á stórri snyrtivörusýningu í
Kína í lok maí, en hún er haldin á
vegum Thriving Industriai center i
Hong Kong.
Þá hefur bragðefni verið bætt í
framleiðsluna, ávaxtalykt er nú af
vörunum, en það er sama efni í krem-
unum og notað er í ávaxtalýsi.
Vökvi í hársvörð
Þessa dagana er fyrirtækið einnig
að setja á markaðinn nýjung, SD
sjávar- og jurtahársvarðarvökva, en
hann er sérstaklega þróaður fyrir þá
sem eru með flösu eða exem í hár-
sverði.
SD Sjávar- og jurtavörurnar fást
í Nóatúnsbúðunum, Heilsuhúsinu
Græna vagninum í Borgarkringlunni
og í kaupfélögum um land allt.
Morgunblaðið/Kristinn
SD vörurnar í nýjum
umbúðum.
Frumvörp sem auka neyt-
endavemd væntanleg
NEYTENDASAMTÖKIN hafa
lagt mikla áherslu á að benda á
nauðsyn þess að setja löggjöf á
ýmsum sviðum sem snerta neyt-
endur til að réttarstaða þeirra
sé sambærileg við það sem ger-
ist á Norðurlöndum. Að sögn
Sigríðar Arnardóttur, lögfræð-
ings Neytendasamtakanna, er
neytendavernd þar
með því sem gerist
best.
Því var að hálfu
Neytendasamtakanna
unnið ákveðið und-
irbúningsstarf sem
síðan var kynnt stjórn-
völdum. „Það er mjög
ánægjulegt frá því að
segja að stjórnvöld
hafa tekið mjög vel
undir hugmyndir
Neytendasamtakanna
og þess vegna er vinna
í gangi sem varðar
aukna neytendavernd.
Þóknun á gjaldfallnar
kröfur er oft of há
í viðskiptaráðuneyti' er m.a.
unnið að frumvarpi til laga um
innheimtustarfsemi. Aðallega
hefur verið gagnrýnd sú þóknun
sem leggst á kröfufjárhæð gjald-
fallinna krafna strax í byijun.
„Þessi þóknun er í engu sam-
ræmi við þá vinnu sem liggur
að baki, sem oft er að senda eitt
inheimtubréf til skuldara. Það
þarf að gefa skuldara kost á að
gera upp skuld sína áður en
mjög há þóknun leggst á málið
og eins þarf að miða hana við
þá vinnu sem að baki innheimt-
unni stendur“, segir hún. Sigríð-
ur segir að tilgangur með setn-
ingu laga um innheimtustarf-
semi sé m.a, að setja reglur um
hámarksþóknun innheimtu-
manna, svo sem opinberra aðila,
fjármálastofnana og lögmanna.
Akvörðun og eftirlit með þóknun
væri þá í höndum opinbers eftir-
lits . Hún segir að með inn-
heimtulögum fengjust einnig
samræmdar reglur um greiðslu-
aðvaranir til skuldara en í þess-
um efnum telur hún að enn
gæti misræmis þar sem hver
kröfuhafi getur ákveðið hvaða
greiðslufrest hann setur skuld-
ara áður en farið er með mál
fyrir dómstóla.
„Líklegt er að frumvarpið
verði lagt fram á næstunni og
við vonumst til að það fái með-
höndlun í þinginu fyrir þinglok."
Efla þarf upplýsingar
um skuldbindingar
ábyrgðarmanna
Þá hafa Neytendasamtökin
talið að skort hafi á að þeir ein-
staklingar sem ganga í ábyrgð
vegna fjárskuldbindinga annarra
geri sér grein fyrir því hvað þeir
eru að gera. Sigríður segir að
nauðsynlegt sé að ábyrgðar-
manni sé gerð grein fyrir þýð-
ingu slíkrar ábyrgðarskuldbind-
ingar með upplýsingagjöf og
einnig að hann fái allar þær
upplýsingar í hendur sem geta
haft áhrif á að hann gangi í
ábyrgð. „Þá er brýnt að fólk fái
upplýsingar um ef vanskil verða
á greiðslu skuldar sem það hefur
gengið í ábyrgð fyrir. í kjölfar
þingsályktunartillögu um þetta
efni, sem Drífa Sigfúsdóttir
flutti m.a., setti viðskiptaráðu-
neytið á laggirnar nefnd til að
fjalla um hvernig hægt væri að
mæta þessum ábendingum og
finna úrræði tl að bæta úr stöðu
neytenda á þessu sviði.“
Lög um
þjónustukaup
Sigríður segir að
lokum, að starfandi sé
einnig vinnuhópur á
vegum viðskiptaráðu-
neytisins sem vinni að
frumvarpi um samn-
inga eða verkefni sem
iðnaðarmenn eða ófag-
lærðir geri við neyt-
endur um hvers konar
kaup og þjónustu sem
veitt er neytendum í
atvinnuskyni. „Það eru
ekki til neinar almenn-
ar reglur um þjónustu iðnaðar-
manna og ófaglærðra og því
njóta neytendur engrar verndar
á þessu sviði.“ Hún tekur sem
dæmi um slíka samninga samn-
inga við múrara, pípulagninga-
menn, úrsmiði og rafvirkja. „Það
þurfa flestir einhvern tímann á
slíkri þjónustu að halda og því
er nauðsynlegt að setja lög sem
kveða á um hváða kröfur neyt-
endur eigi vegna vanefnda selj-
anda þjónustu, s.s. ef þjónustan
er gölluð eða ekki afhent á rétt-
um tíma. Hér má einnig nefna
reglur um hvernig skuli reiknað
verð á þjónustu ef ekki er samið
um það fyrirfram eða verð fer
framúr verðáætlun. Almennt má
segja að frumvarpið kveði á um
ríka tilkynningaskyldu að hálfu
•seljanda til neytanda ef fyrirsjá-
anlegt er að einhverjar breyting-
ar verði á verki, t.d. að það verði
viðameira eða dýrara en áætlað
var.“
Blóðsykurmælar að láni
S AMTÖK sykursjúkra og apótek um land allt hafa tekið höndum
samanum að bæta þjónustu við sykursjúka einstaklinga frá því sem
nú er. í því skyni bjóða apótekin þeim sykursýkissjúklingum sem
þess óska blóðsykurmæla til láns án endurgjalds. Strimlar í mælana
eru einnig fáanlegir í apótekunum þannig að nú er hægt að nálgast
allan þann búnað, sem sykursýkissjúklingar þarfnast, á einum stað.
Þá hafa apótekin ákveðið að efna til átaks til að koma reglu á
eyðingu sprautunála með því að dreifa sérhönnuðum söfnunarílátum
úr plasti. Apótekin taka síðan við ílátunum þegar þau hafa verið
fyllt af notuðum nálum og koma þeim til öruggrar eyðingar hjá
sorpeyðingarstöðvum.
Einleikari:
SigurSur Flosason
Kynnir:
Sverrir Guðjónsson
Sfiu&shiHÍ
Johonn Strauss
Ulf Adóker:
P. Tchaikovsky:
Forleikur úr
LeSurblökunni
Saxofónkonsert
Sinfónía nr. 4
ÍÞRÓTTAHÚSIÐ DlGRANES, KÓPAVOGI
laugardaginn ló. mars, kl. 14.00
ÍPRÓTTAHÚS SÓLVALLASKÓLA, SELFOSSI
mónudaginn 18. mars, kl. 20.00
Kór Fjölbrautaskólans á Selfossi tekur þátt i tónleikunum
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN, BORGARNESl
þriSjudaginn 19. mars, kl. 20.00
(þróttahús Grindavíkur
miSvikudaginn 20. mars, kl. 20.00
Íþróttahúsið, Keflavík
fimmtudaginn 21. mars, kl. 20.00
Karlakór Keflavíkur tekur þótt í fónleikunum.
Andrés Björnsson leikur 1. þátt úr trompet-
konsert eftir Hummel.
SINFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS
DEIGIÐ er mótað í mismun-
andi stór rúnstykki, vínar-
brauð horn eða bollur. Þau
eru síðan fyllt ef það á við,
stráð er á rúnstykkin korni
og hvert stykki með öðrum
orðum gert alveg tilbúið fyrir
bakstur. Látið hefast. Þegar
búið er að láta brauðið hefast
er það sett í hraðfrysti og
þannig fær viðskiptavinurinn
vöruna, frosna i neytenda-
umbúðum.
BAKARAMEISTARINN selur
vöruna einnig fullbakaða.
Hraðfryst
gerdeig
fyrir hótel
og veit-
ingahús
BAKARAMEISTARINN ehf. Suð-
urveri og Iðntæknistofnun hafa
þróað hraðfryst gerdeig fyrir
mötuneyti, hótel og önnur stóreld-
hús. Deigið er forunnið í bakaríi,
látið hefast og síðan hraðfryst.
Vörurnar eru geymdar í frysti og
hafa geymsluþol frá einum mán-
uði og allt að ári. Mötuneyti og
hótel fá vöruna frysta, varðveita
hana við stöðugt hitastig og full-
baka hana síðan sem þýðir að
gestir fá brauðið ylvolgt eða kök-
urnar ef því er að skipta.. Brauð-
varan er tekin beint úr frysti og
sett frosin í ofn án þess að þíða
hana á milli. Baksturinn tekur um
15-25 mínútur allt eftir því hver
varan er.
Nú þegar er mikið bakað með
þessum hætti fyrir viðskiptavini
Bakarameistarans og er því hægt
að fá nýbökuð rúnnstykki og vín-
arbrauð nánast allan daginn.
BÓKHALDSKERFI
gl KERFISÞRQUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055