Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hagaskóli vann Rimaskóla í ræðukeppni grunnskólanna með 73 stiga mun VINNINGSLIÐ Hagaskóla ber saman bækur sínar. RIMASKÓLI keppti í fyrsta skipti í ræðukeppni grunnskóla og stóð sig með ágætum. GAUTUR Sturluson var valinn ræðumaður kvöldsins. Hér tekur hann á móti heillaóskum félaga sinna. MIKIL spenna lá í loftinu þegar við gengum inn í Ráðhúsið síðast- liðið fimmtudagskvöld. Þar átti að fara fram úrslitakeppni í ræðumennsku á milli Hagaskóla og Rimaskóla. Umræðuefnið var „fréttir“. Rimaskóli átti að mæla þeim bót en Hagaskóli að mæla á móti. Dómnefndina skipuðu vanur ræðumenn og dómarar úr framhaldsskólunum. Fjöldi unglinga var mættur til að styðja sitt lið. Þegar keppend- ur gengu í salinn brutust út mik- il fagnaðarlæti. Fyrir hönd Rima- skóla töluðu þau Jón Hjörleifur Stefánsson, Asta Mekkin Páls- dóttir og Gústaf Ólafsson. Ingvar Lárusson var liðsstjóri. Fyrir Hagaskóla kepptu Hildigunnur Hallgrímsdóttir Thorsteinsson, Jóhann Pétur Wíum Magnússon og Gautur Sturluson. Hrafnhild- ur Þórólfsdóttir stýrði liði Haga- skóla. Jón Hjörleifur frá Rimaskóla hóf umræðuna og velti þvi fyrir sér hvort fréttir væru óþarfar, óeðlilegar eða jafnvel skaðlegar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að forvitni og nýjungagirni væru þættir eðlislægir manninnum og án upplýsinga og vitneskju gæti mannlegt samfélag ekki þrifist. „Fréttir má misnota eins og allt annað, en það er ekki fréttunum að kenna, heldur þeim sem misnotar þær,“ sagði hann. Næst tók Hildigunnur úr Hagaskóla til máls. Hún ásakaði Jón Hjörleif fyrir að vera hald- inn þeirri blekkingu að fréttirn- ar sjálfar væru hinn heilagi sannleikur. „Fréttir eru einung- is skoðanir og ólikt öðrum skáld- skap er fólki ætlað að trúa þeim. Fréttir eru ekki það sama og sanleikur. Fréttir eru ekkert „80% allra frétta eru slæmar fréttir“ RIMSKÆLINGAR hvöttu vel sína menn. NEMENDUR Hagaskóla mættu til leiks með trommur. Hljóðin úr þeim áttu að gefa keppnisliðinu aukinn kraft sjálfsagt val. Fréttir gera fólk ekkert gáfaðra en þær eru á hinn bóginn ágætt áróðurstæki," sagði hún. Fréttir uppræta spillingu og hættur „An frétta hefðu aumingja Bretarnir haldið áfram að hakka í sig hamborgara og ekki haft grænan grun um lífshættulegan sjúkdóm í gómsætu kjötinu. Frakkar hefðu sprengt og sprengt í tilraunaskyni og al- menning ekki grunað neitt fyrr en dauðir fiskar flytu þúsundum saman að ströndum,“ sagði Asta Mekkin úr Rimaskóla. „Já fréttir uppræta spillingu og hættur.“ Jóhann Pétur frá Hagaskólan- um sagði að hugmynir Rimskæl- inga um fréttir ættu ekki við lengur. „Á komandi árum muni tölvusamskipti leysa hinar hefð- bundnu fréttir af hólmi. Þú ert ekki mataður á upplýsingum heldur getur valið það sem þú vilt.“ „Stjórnmál og lýðræði geta ekki þrifist án frétta, þær veita stjórnvöldum nauðsynlegt að- hald og eru því undirstaða lýð- ræðisins," sagði Gústaf úr Rima- skóla. „Óneitanlega hafa ýmsir misnotað fréttirnar eins og nas- istar sem heilaþvoðu þýsku þjóð- ina. Þetta var vissulega sniðugt, en ógeðslegt." Gautur Sturluson úr Haga- skóla sagði að það væri ekki rétt að fréttir endurspegluðu raun- veruleikann vegna þess að 80% allra frétta væru slæmar fréttir. „Þar ganga engar sögur af góð- vild og náungakærleika því það selur ekki neitt. Ef fréttir endur- spegla veruleikann, hvers vegna er hinu góða sleppt?" Rannsókn- ir á örorku styrktar HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur í tilefni 60 ára afmælis Tryggingastofnunar ríkisins ákveðið að styrkja stöðu prófess- ors við Háskóla íslands í rann- sóknum á orsökum örorku. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra tilkynnti um ákvörðunina á afmælishátíð Tryggingastofnunar í gær. Hún tók fram að tilgangur rannsókn- anna væri að sækja þekkingu til fortíðarinnar um hvernig hægt væri að heyja baráttuna gegn örorku í framtíðinni. Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að því miður skorti flárhagslegt svigmm til að hægt væri að færa afmælis- barninu nýtt húsnæði á afmæl- isdaginn. „Ég veit að í Trygg- ingastofnun á Laugavegi 114 er þröng á þingi enda hef ég oft dáðst að því hvað starfs- mennirnir sýna mikla þolinmæði við erfiðar aðstæður. Þegar birt- ir aftur til getum við vonandi farið að huga að framtíðarhús- næði fyrir Tryggingastofnun,“ sagði hún. Jens Andr- ésson for- maður SFR JENS Andrésson tæknifulltrúi hjá Vinnueftirlitinu og varafor- maður Starfsmannafélags ríkis- stofnana (SFR) hefur verið kjör- inn formaður félagsins með 66% atkvæða. Þetta var til- kynnt á aðal- fundi SFR sem haldinn var á fimmtudags- kvöld.' Bragi Mic- haelsson deildarstjóri hjá BYam- kvæmdasýslu rikisins beið lægri hlut fyrir Jens í kosningu til formanns og hlaut 3j% at- kvæða. Kjörgögn vom send fé- lagsmönnum í fyrsta skipti í kosningu til stjómar og greiddu 1.882 atkvæði, eða 42,06%. Á kjörskrá vom 4.475. Bragi fékk 592 atkvæði og Jens 1.239. 51 seðill var auður og ógildur. Sjálfkjörið var í varastjóm en tíu vom í framboði til stjórnar, þar sem sitja sex meðstjórnend- ur. Flest atkvæði hlaut Guðbjörg Halldórsdóttir, eða 81%, lngi- björg' Óskarsdóttir fékk 72%, Einar Andrésson 71%, Lára Hansdóttir 66% og Hjálmtýr Baldursson og Frímann Sig- urnýasson. Auðir og ógildir vom 384. Bílastæða- gjöld við Leifsstöð BIFREIÐAGÆSLAN HF. í Keflavík tekur frá og með 1. apríl 1996 að sér rekstur og umsjón með bifreiðastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. A tímabilinu 1. apríl til 30. nóvember verður tekin upp gjaldskylda fyrir afnot afmark- aðra langtímastæða norðan og vestan við flugstöðina. Stæðis- gjald er 245 kr. fyrir hvern byij- aðan sólarhring. Á afmörkuðum svæðum fyrir framan aðalanddyri flugstöðv- arinnar verður óheimilt að leggja bifreiðum lengur en 3 klst. samfleytt. Á þessum bíla- stæðum er hægt að leggja bif- reiðum ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.