Morgunblaðið - 30.03.1996, Page 30

Morgunblaðið - 30.03.1996, Page 30
30 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ENN GEISAR gjörningaveður í Vesturlandskjördæmi út af níu kíló- metra vegarspotta sem öll afkoma kjördæmisins virðist hvíla á. Ekki hefur verið flóafriður á bæjum í Reykholtsdal og víðar vegna þess að ólíklegasta fólk virðist nú allt sitt eiga undir því að neðri leiðin, um túnið á Stóra-Kroppi, verði valin í stað þess að halda vegarstæðinu á þeim slóðum sem það hefur verið sl. fimmtíu ár, á efri leið, fyrir mynni Flókadals. Því hefur áður verið lýst að lagn- ing Borgarfjarðarbrautar um rækt- arland á Stóra-Kroppi muni ónýta jörðina til búskapar með þeim hætti er fyrir liggur að þar verði stundað- ur. Landskemmdir og tap á nokkr- um hekturum ræktaðs og ræktan- legs lands fyrir utan mikið óhag- ræði af umferð eru nægar ástæður til að staldra við og huga að öðrum kostum. Jörðin er þegar skorin í fjóra hluta af tveimur þjóð- og sýslu- vegum ásamt leiðslu Hitaveitu Akraness og Borgarness. Byggðastefna; ekki fyrir alla Þeir aðilar í Reykholtsdal og fleiri hreppum í Borgarfirði sem reynt hafa að fá veglagningu um hina neðri leið hrint í framkvæmd verða að fara að láta sér skiljast að vegur- inn verður aldrei lagður þar. Þar er fyrir hreppsvegur sem þeir geta ekið er vilja sjá með eigin augum uppbygginguna á einu stærsta mjólkurbúi á Vesturlandi. Það væri t.d. upplagt fyrir heilbrigðisráðherr- ann, fyrsta þingmann Vesturlands, að taka sér frí frá að skenkja kakói í bolla fatlaðra og skreppa upp í Borgarfjörð og sjá með eigin augum hvað hún með pólitísku ístöðuleysi sínu er að hjálpa til við að leggja í rúst. Holit er fyrir alla framsóknar- menn að minnast þess hve byggða- stefna þeirra hefur mörg andlit. Tún malbikuð fyrir milljónir Ingibjörg Pálmadóttir liggur und- ir ámæli þeirra er minnst mega sín í þjóðfélaginu fyrir nið- urskurð í heilbrigðis- málum er á þeim lend- ir. Það er auðvitað ekki verk hennar einnar, en hún hefur hins vegar orðið að taka á sig póli- tíska ábyrgð á málefn- inu. Það sýnir einstakt pólitískt dómgreindar- leysi að hún ætli að bæta því á sig að nokkrir pólitískir vel- gjörðarmenn hennar í kjördæminu, með spor- göngu oddvita tveggja aðlægra hreppa Reyk- holtsdals, fái að sökkva tugum milljóna í túnin á Stóra-Kroppi. Hart er til þess að hugsa að þingmaður sem lögum samkvæmt á að fylgja eigin sann- færingu og samvisku skuli, með þeim hætti er nú liggur fyrir að Ingibjörg hefur gert, láta stjórnast af ofríki fáeinna hávaðaseggja. Óþolandi er að horfa á afgreiðslu málsins hjá stjórnvöldum byggjast á upplognum forsendum um veg- tækni, umferðaröryggi og staðhætti alla. Uppbygging stöðvuð? Lykilspurningin er hvort þessi hópur á að komast upp með að hrekja fólk frá lífsviðurværi sínu í nafni hagsmuna og hagræðingar, sem mikið vantar á að liggi rök- studd fyrir. Uppbyggingin á Stóra- Kroppi hefur farið fram með því sniði er forystumenn í landbúnaðar- málum vilja að verði í framtíðinni. Rökstutt álit þeirra á málinu liggur fyrir og ættu ráðamenn að kynna sér það. Hvað höfðingjarnir hafast að Mál þetta er þannig vaxið að það verður ekki útkljáð með því að ginna saklaust fólk til liðveislu. Það var gert. Bóndi sá í Reykholtsdal, Bernharð Jóhannesson, er ritar grein um málið í Mbl. 22. mars sl., varð einmitt uppvís að því að segja ósatt frá þýðingu skjals þess er hann bað menn að rita nöfn sín á, þess er nú á að sýna vilja . meirihluta hreppsbúa. Margir tóku góð og gild orð hans og annarra er að söfnun undirskrift- anna stóðu, að erindið snerist ekki um hvor yrði farin, efri eða neðri leið. Þeir væru bara að mótmæla því að sett yrði einbreitt malbik á veginn á efri leiðinni. Textinn inni- heldur kröfu til yfir- valda um lagningu vegarins á neðri leiðinni. Undan þessu verður ekki vikist. Á þá loks að tala um lýðræði? „Rússnesk" afgreiðsla eins og þetta mál fékk í upphafi hefur lengi tíðkast með mörg mál í dreifbýlinu. Það þekkja þeir er setið hafa fundi í hinum ýmsu félögum og ráðum í sveitinni að höfðingjarnir hafa sín „framfara-“ og áhugamái fram með því að ýta þeim að hinum er minna mega sín og láta þá samþykkja. Þannig varð einmitt dýrasta hita- veita á íslandi til. Héraðið mun lengi súpa seyðið af því. Samþykkt umferðaröryggis- nefndar svæðinu, er byggð á hrein- um heilaspuna heimildarmanna hennar um staðhætti, slysahættu og fleira. Samþykkt samgöngu- nefndar Vesturlands un vakostina og hvor væri betri fékkst með hrein- um lygum. Þetta vita þeir í dag er að þessu stóðu. Þetta eru þau há- leitu efnistök er stjórnvöld syðra hafa haft úr að moða til að byggja ákvarðanir sínar á. Þessar voru „staðreyndirnar“ er landbúnaðar- og umhvefisráðherra, Guðmundur Bjarnason, fékk að hafa til hliðsjón- ar er hann kvað upp sinn dóm sl. haust. Málið er illa unnið frá upp- hafi. Barátta eigenda hinna þriggja jarða er harðast verða fyrir afleið- Hér er skorað á ráð- herra og þingmenn, segir Guðmundur Kjartansson,að slá botninn í þetta mál. ingum þjóðvegar á neðri leið hefur því snúist um að fá ráðamenn til að kynna sér staðhætti af eigin raun. Efri leiðin ER fullkomlega boðleg. Þá er þess að geta að hún liggur um fegursta útsýnisstað í öllu héraðinu. Það skiptir máli fyrir þær tugþúsundir ferðamanna er eiga leið þarna um á hvetju ári. Persónuníð Svo hart hafa andstæðingar Jóns Kjartanssonar bónda á Stóra-Kroppi verið keyrðir að þeir hafa orðið upp- vísir að persónuníði af verstu tegund er þeir ráku fyrir vit sveitunga sinna, málstað sínum til væntanlegs framdráttar. Þetta uppátæki lýsir þvílíkri heimsku og sjálfseyðingar- hvöt að með ólíkindum er. Öfugt við ætlan þeirra er að þessu stóðu verður ekki slegið undan níðhögg- um. Nú hefur þessi hópur gerræðis- manna fengið andstöðu við hæfi og kveikar sér við. Bernharð Jóhannesson bóndi í Sólbyrgi gekk á fund Reykdæla með erindi sitt á dögunum. Fjöldi manns hefur staðfest opinberlega, m.a. í Ríkissjónvarpinu, að hann hafi sagt erindi sitt annað en í skjali hans stóð. Bernharð Jóhannesson spyr hvort þrír menn eigi að ráða þessu máli. Hann á þar væntanlega vlð fyrsta þingmann kjördæmisins og oddvitana tvo. Bernharð hlýtur að geta svarað spurningu sinni sjálfur. Hornspark Ingibjargar Niðurstaða þessa máls lá fyrir að loknum fundi þingmanna kjör- dæmisins og Vegagerðarinnar í byijun mánaðarins. Efri leiðin skyldi farin og nýr, malbikaður vegur byggður þar. Hornspark Ingibjargar Pálmadóttur „bjargaði" neðri leið- inni í bili að kröfu nokkurra fylgis- manna hennar er ekki þora að ganga erinda sinna uppréttir eða opinberlega. Nú liggur það fyrir að frekar en að fá nýjan malbikaðan veg á efri leið ætlar þessi hópur manna að fá ákvörðun frestað og leggja „sinn“ veg að landamerkjum Stóra-Kropps með vinkilbeygju upp á efri leiðina. Þar ætlar svo þessi rismikli hópur að bíða átekta með oddvita Skorra- dalshrepps og skriftaföður sínum, Reykholtspresti. Reykholtsprestur hefur, eins og þjóðin veit, verið störfum hlaðinn við að innleiða hina nýju siðbót í Þjóðkirkjunni sem fram hefur farið með svipuðum hætti og árið 1551. Hann hefur í hjáverkum gefið sér tíma til að hafa afskipti af þessu máli sem falla utan við allt kristi- legt curriculum. Þau hafa orðið til þess að alger trúnaðarbrestur hefur orðið milli hans og margra sóknar- barna sem jafnvel sækja nú út fyrir brauðið í kirkjulegum efnum. Hollt er fyrir slíkar kempur að minnast þess nú er kennt hefur verið, m.a af prófasti í borgfirsku brauði um síðustu aldamót, að „per- sónulegu áreiti skuli ekki svarað, nema með lögsókn". Tímabær málalok Hér er skorað á samgönguráð- herra og þingmenn Vesturlands- kjördæmis að slá botninn í þetta mál og skal Vegagerð ríkisins falið að hefjast þegar í stað handa við byggingu vegarins eins og ákveðið var á fundi þessara aðila í byijun mars sl., að beiðni ráðherrans. Um hina efri leið. Þar er vegurinn í dag vegna þess að vegtæknileg rök mæltu með því á sínum tíma að flytja hann þangað upp af hinni neðri leið, er oftast varð ófær á vetrum. Það hefur lítið breyst. Það er hreint út sagt hlægilegt að nokk- ur sá maður er dvaldi í Reykholts- dal veturinn 1994-95 og sá með eigin augum ófærðina á neðri leið- inni skuli enn halda því fram að hún sé gott stæði fyrir fjölfarinn þjóð- veg. Höíundur er rekstrarhag- fræðingur. Hljótt rennur Reykjadalsá Guðmundur Kjartansson Megrunarkúrar eru fitandi! ER EKKI kominn tími til að koma af stað skipulagðri upplýsingastarf- semi til almennings varðandi skyn- samlegt fæðuval til að viðhalda kjör- þyngd og sporna við því að fólk (að- allega konur) fari ítrekað í hina ýmsu skyndimegrunarkúra? í mörg ár hefur undirrituð orðið mikið vör við að konur fari í hinn og þennan „megrunarkúrinn" til að ná af sér aukakílóunum í flýti. Fyr- ir skömmu barst undirritaðri í hend- ur uppskrift að „megrunarkúr“ sem kona nokkur hafði fengið á líkams- ræktarstöð einni hér í Reykjavík. Þessi „megrunarkúr" gengur undir nafninu efnaskiptakúr ríkisspítal- ans. Oft hafa nú gengið kvenna á milli afleitir megrunarkúrar t.d. bananakúrinn, sítrónukúrinn, kampavínskúrinn svo eitthað sé nefnt. En efnaskiptakúr ríkisspítal- ans slær öll met í vitleysunni og án efa getur þessi efnaskiptakúr verið stórskaðlegur heilsunni. Kúrn- um á að fylgja í 13 daga og á hann að ganga út á það að breyta efna- skiptum líkamans og svo á að vera hægt að borða venjulega aft.ur eftir að kúrnum lýkur án þess að fitna. Áhrif kúrsins eiga að vara áfram eftir að honum lýkur. Fullyrt er að fólk geti misst 7-20 kg af aukafitu á 13 dögum. Lögð er áhersla á að kúrnum sé fylgt nákvæmlega og að tyggja tyggigúmmi geti verið nóg til að eyðileggja áhrif kúrsins. Mælt er með því að drekka þrjá lítra af vatni á dag til að koma í veg fyrir höfuðverk og aðrar aukaverk- anir. Dæmi úr kúrnum: 1. dagur. Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi og 1 sykur- moli. Hádegismatur: 2 harð% soðin egg, spínat soðið í vatni og 1 tómatur. Kvöldmatur: 1 stórt buff (300 g), iceberg- salat m/olíu og sítrónu 2. dagur Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi og 1 sykur- moli. Hádegismatur: 8 sneið- ar skinka, 1 dós léttjóg- úrt eða hrein jógúrt. Kvöldmatur: 1 stórt buff (300 g), iceberg- salat m/olíu og sítrónu og einn ferskur ávöxtur. 7. dagur Morgunmatur: 1 bolli te án sykurs. Hádegismatur: ekkert. Kvöldmatur: 1 stk. grilluð lamba- kótiletta og 1 ferskur ávöxtur. 12. dagur Morgunmatur: 1 stór rifin gulrót m/sítrónu. Hádegismatur: .200 g soðin ýsa m/sítrónu og smá smjörklípu. Kvöldmatur: 1 stórt buff (300 g), icebergsalat m/selleríi eða aspas. Hinir 9 dagarnir eru á sömu nót- um. Það er án efa fjöldi kvenna sem hefur fengið þennan kúr í hendurnar og vafalaust ófáar þeirra prófað kúrinn. Konur sem eru óánægðar með útlit sitt og finnst þær of feitar eru tilbúnar að leggja mikið á sig fyrir skjótfenginn árangur í fitutapi. Og hvað með ungu stúlkurnar sem allar vilja hafa vöxt eins og frægu tískusýningarstúlkurn- ar? Þær margar hveija gleypa við nýjum megrunarkúr til að prófa. 1 kg af líkamsfitu inniheldur 7.000 hita- einingar og því má segja að það sé ómögu- legt að missa 20 kg af fitú á 13 dögum. Til þess þarf að missa 1,5 kg af fitu á dag. Það er einfaldlega ekki hægt og engum hollt að reyna það. Skyn- samlegt er að minnka he. neyslu og auka hreyfingu um það sem nemur 500 til 1.000 he. á dag og þannig er hægt að missa 'A kg eða í mesta lagi 1 kg af fitu á viku. En hvað gerist í líkamanum þegar farið er í svona megrunarkúr, eða svelti eins og það heitir í raun? 1. Það sem gerist fyrst þegar lík- aminn fær minna en hann eyðir er að löngun í fituríka fæðu eykst. Það eru viðbrögð líkamans við svelti. Hugsanlega geta sumar haldið þessu svelti áfram í einhveija daga, jafn- vel vikur en að lokum gefast þær líklega upp eins og flestar gera, „detta í það“ og troða sig út af öllu sem þær ná í. Þeim finnst líkami þeirra öskra á mat, kökur, sælgæti, og þær eru búnar að fá nóg af því að neita sér um allt góðgætið. 2. Þegar líkaminn fær minna en hann er vanur, hægir hann á brennslunni til. að nýta betur það litla sem hann fær. 3. Þegar líkaminn fær færri hita- einingar en hann eyðir finnur hann sína eigin orku til að eyða. Því þeg- ar konur fara í megrun halda þær áfram að sinna sínum daglegu störf- um. Þær taka sér ekki frí í vinnunni eða hætta að sinna heimilisstörfum af því að þær eru í megrun. Þar sem þær borða ekki nóg til að uppfylla þarfir líkamans, mun hann leita uppi sína eigin orku, og sú orka er vöðv- amassi líkamans. Líkaminn er í raun að éta sig upp innan frá. Þetta allt gerir það að verkum að brennsla lík- amans er á skjaldbökuhraða, vöðv- amassi minnkar og þá um leið minnkar grunnbrennsla líkamans og græðgi í mat verður meiri en nokk- urn tíma fyrr. Þreyta verður mikil, Það eina rétta er, að mati Agústu Johnson, fituminni fæða og regluleg og næg hreyfing. orkan til að takast á við hversdags- leg verkefni minnkar. En ekki er allt upptalið. Það er enn eitt sem gerist í Iíkamanum í megrun. Hann mun leitast við að geyma þá orku sem gefur flestar hitaeiningar og reynir þannig að hafa úr sem mestu að moða í þessari hungursneyð því auðvitað er megrun ekkert annað en hungursneyð, svelti. Þessi orku- tegund er auðvitað fita. Nú hver er niðurstaðan? IJkami þinn mun varð- veita fitu. Öskra á mat, hægja á Ágústa Johnson brennslu og lækka grunnbrennsluna með því að bijóta niður vöðvamassa. Megrun! Er ekki kominn tími til að endurskoða merkingu þessa orðs? Megrun er svo áhrifarík aðferð til að fitna að ein nýjasta aðferðin til að fá of grannt fólk til að fitna er að setja það á stutta megrunarkúra aftur og aftur. Sérðu hvað megrun gerir fyrir líkama þinn? Ef þú vilt að líkami þinn varð- veiti líkamsfitu ... Ef þú vilt stærri fitufrumur ... Ef þú vilt fleiri fitufrumur... Ef þú vilt minni vöðvamassa . . . Ef þú vilt hægari brennslu ... Ef þú vilt þyngjast. . . .. .FARÐU ÞÁ í MEGRUN Það er ljóst að það þarf að gera átak í að upplýsa almenning um þessi mál til að stuðla að heilbrigðum matarvenjum og koma í veg fyrir megrunarsjúkdóma eins og anorexiu nervosa og bulimiu sem er sífellt að aukast, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. Það þarf að koma fræðsl- unni að í skólakerfinu og það þarf að vera mun meiri umfjöllun í fjöl- miðlum. Það er löngu vitað að fólk hreyfir sig minna en áður og neysla á fituríku skyndibitafæði hefur aldr- ei verið meiri. Fólk borðar feitmeti af öllum mögulegum gerðum eins og það getur í sig látið og svo er rokið í „megrunarkúr" inn á milli og þegar allt er komið í sama farið aftur þá er aftur farið í nýjan „megr- unarkúr". Undirrituð skorar á manneldisráð, næringarfræðinga og alla þá sem láta sig þessi mál varða að láta nú til skarar skríða og gera átak í að upplýsa almenning um það að megr- unarkúrar virka ekki og að það eina sem virkar er fituminna fæðuval og regluleg hreyfing. Höfunclur er A.C.E.-líkamsrækt- arþjálfarí og framkvæmdustjðrí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.