Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 41
GREINARGERÐ
hafnargarðinum og um 300 m inn
eftir Aðalgötu. Á bls. 7 í sömu
skýrslu segir að yfirverkefnastjóri
Veðurstofunnar hafi verið í síma-
sambandi við athugunarmann í
Súðavík um nóttina og segir að
ótvírætt hafi komið fram í síðasta
samtali þeirra að ekki væri síður
ástæða til að hafa áhyggjur af
ytra svæðinu. Þær áhyggjur voru
aldrei á vitorði Almannavarna-
nefndar ríkisins né sýslumanns. Á
þetta var ekki minnst í samtali
sýslumanns og sveitarstjóra og
kveðst sveitarstjóri aldrei hafa vit-
að um áhyggjur yfirverkefnastjóra
Veðurstofunnar og athugunar-
manns af ytra svæðinu, „sem var
samkvæmt mati utan hættu-
marka“. Nú er efri húsaröðin við
Nesveg allt í einu komin út af
hættusvæði því sem það var áður
talið vera á á bls. 5. Og þar að
auki greinilega tekið gott og gilt
að sveitarstjóri hafi aldrei vitað
um áhyggjur yfirverkefnastjóra
Veðurstofunnar þrátt fyrir ský-
lausa yfirlýsingu yfírverkefnastjór-
ans í fyrri skýrslu um hið gagn-
stæða.
Á bls. 8 segir svo í skýrslunni
nýju: „Ekki verður séð af fyrirliggj-
andi gögnum að önnur málsmeð-
ferð hefði firrt því manntjóni sem
varð, þar eð þau hús sem lentu í
snjóflóðinu voru utan hættusvæðis
samkvæmt gildandi hættumati."
Þetta er enn þvert á það sem seg-
ir á bls. 5 um efri húsaröðina við
Nesveg sem er innan hættusvæðis
og óskiljanleg þversögn þar sem
það voru einmitt hús við Nesveg
nr. 1, 3 og 7 sem lentu í flóðinu
og öll inn á hættusvæði samkvæmt
mati. Má minna á að tvennt fórst
í húsinu við Nesveg 7. Það er því
beinlínis rangt og óskiljanleg
syndakvittun að fyrirliggjandi
gögn bendi ekki til þess að önnur
málsmeðferð hefði fírrt manntjóni
því sem varð. Það er alveg án nokk-
urs vafa að áliti undirritaðra að
ef mark hefði verið tekið á áhyggj-
um yfirverkefnastjóra Veðurstof-
unnar, eftirlitsmanns og hrepp-
stjóra, og ef fundinum hefði ekki
verið frestað til kl. 8 um morgun-
inn þann 16. þegar allt var yfír
staðið og ef þeir sem ábyrgð báru
hefðu sinnt lagaskyldu sinni, hefði
mátt fírra því manntjóni sem varð.
Af þessari ástæðu er það nú ófrá-
víkjanleg krafa okkar til Almanna-
varnanefndar ríkisins að skýrsla
þessi verði endurunnin af hlutlaus-
um aðila. Það er ófrávíkjanleg
krafa okkar að ekki sé skilið við
þetta mál öðru vísi en að öllum
megi vera ljóst hvað fór úrskeiðis
og hverra sé sökin og ábyrgðin.
Við vitum að tíminn verður aldrei
færður til baka og að við munum
aldrei endurheimta ástvini okkar
sem fórust í þessum hryllilegu
hamförum, en ef það mætti verða
til þess að mistök af þessu tagi
endurtækju sig ekki, verður hið
sanna og rétta að koma í ljós,
hvað sem þáð kostar. Þessi grein-
argerð á eingöngu við um al-
mannavarnaþáttinn og er alls óvið-
komandi svokölluðu hreinsunar-
máli og eftirmála þess.
Reykjavík, 22. mars 1996.
Hafsteinn Númason,
Berglind María
Kristjánsdóttir,
Ragna Aðalsteinsdóttir,
Björk Þórðardóttir,
Þorsteinn Örn Gestsson,
María Sveinsdóttir.
Tölruleikmm, frí höiiniiii op lilbods/ierd.
VEGGOFN
•MeJeJaán blásturs
• 2ja ára ábyrgö
KÆLISKÁPUR
*Hæð:85cm
Kæl<r: 140 Itr.
KffiUEBKRMR
VlfeMMSom
mfiijaairiOTtr.
vteteiaDniti.
Slepplu Imiíiimuliijhifniiii /misn op ratlailn siiiiiiin lit npformi it
jiiimi ihiirétliiiftii. Iirort sein er ii bnili ebii í elil/uísi og siiiiin pililir
iiiii fiitaskttiiii. Hji Rttflui /ii'rðn rriiii/mW iniiréttiiipiir sem em
sérsuibnar fyrír lireni eiiisttiknii.
UPPÞVOTTAVÉL
•45 eða EOcm breiðar
•9-12manna
• 3ja ára ábyrgð
HSfi | p |
Opið virkn daf(a frá kl. 9:00-18:30, laiigarilaga frá kl. 10:00-16:00 E iu..
SUDIJRLANDSBRAIIT 16 • 108 REYKJAVÍK • SÍMl 588 0500
Eitt blab
fyrir alla!
- kjarni málsins!
Dýrasta útfærslan. Einstaklega rúmgóður og þægilegur í akstri.
Einn eigandi frá upphafi. Árgerð 1991, ekinn aðeins 12.000 km á
splunkunýrri orginal bensínvél, beinskiptur, litur dökkgrár metalic.
Dráttarkrókur, aukafelgur. Verð 1.860.000 kr. Upplýsingar í síma
552 8880 og 565 1176.
3ja sæta sófi, stgr. 91.800.
2ja sæta sófi, stgr. 77.100.
Stóll, stgr. 57.600.
Hár stóll, stgr. 64.900.
Síðumúla 20, sími 568 8799.
UOCKEY
Þ R Ö N G A R BOXERBUXUR
S T A N D A F Y R I R S í N U !
Einlitar og röndóttar. Útsölustaðir um land allt!
Heildsölubirgöir: Davíð S. Jónsson 8 Co. hf. sími 552 4333