Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 1

Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 1
132 SIÐUR B/C/D/E 110. TBL. 84.ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Samstöðuleiðtogi handtekinn í Minsk Viðskiptadeila Bandaríkjanna og Kína Kínverjum hót- að refsitollum Washington, Peking. Reuter. LÖGREGLAN í Minsk í Hvíta- Rússlandi handtók í gær Marian Krzaklewski, leiðtoga verkalýðs- hreyfingarinnar Samstöðu í Pól- landi, og vísaði honum úr landi eftir að hafa haldið honum í fangelsi i fimm kiukkustundir. Stjórn Hvíta-Rússlands sakaði Krzaklewski um að hafa skipu- Reuter DOLE ásamt konu sinni. Dole af- salar sér þingsæti Washington. Rcuter. BOB Dole, forsetaefni repú- blikana í Bandaríkjunum, til- kynnti í gærkvöldi að hann hygðist afsala sér sæti sínu í öldungadeild Bandaríkjaþings til að geta einbeitt sér að bar- áttunni við Bill Clinton forseta fyrir kosningarnar í nóvember. „Nú er kominn tími til að ég láti af þessu embætti og ég ætla að reyna að ná forseta- kjöri án þess að geta snúið aftur til fyrri starfa. Annað- hvort fer ég í Hvíta húsið eða heim,“ sagði Dole í tilfinninga- þrunginni ræðu við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Þótt starfsbræður Dole hefðu lengi hvatt hann til að láta af erilsömum störfum sem leiðtogi repúblikana í öldunga- deildinni bjuggust fæstir við því að hann myndi afsala sér þingmennsku til frambúðar. lagt mótmæli í Minsk. Pólska stjórnin sagði atburðinn stofna „vinsamlegum samskiptum ríkj- anna í mikla hættu“ og Alþjóða- samband frjálsra verkalýðsfé- laga mótmælti aðgerðum Hvít- Rússa. Krzaklewski var í Minsk í boði verkalýðsfélaga, sem Alexander FORSETI Indlands fól í gær Atal Bihari Vajpayee, leiðtoga Bharatiya Janata, flokks þjóðernissinnaðra hindúa, að mynda nýja stjórn skömmu eftir að foiystumenn Congress-flokksins ákváðu að styðja hugsanlega stjórn bandalags vinstri- og kommúnistaflokka. Tals- maður Congress-flokksins sagði að litlar líkur væru á því að stjórn Bharatiya Janata (Þjóðarflokks Indlands) fengi nauðsynlegan stuðning á þingi. Þetta er í fyrsta sinn sem leið- togi hindúaflokks er skipaður for- sætisráðherra Indlands. Vajpayee sver embættiseið í dag og fær frest til 31. þessa mánaðar til að sanna að stjórn hans njóti meirihluta- stuðnings á þinginu. Til þess verður lögð fram tillaga á þinginu um traustsyfirlýsingu og verði hún ekki samþykkt fellur stjórnin. Vithal Gadgil, talsmaður Congr- ess-flokksins, sagði að stjórn Vajpayee yrði skammlíf. „Eg tel ekki að hún haldi velli. Við ætlum að greiða atkvæði gegn henni og þetta verður átta daga viðundur." Forystumenn vinstriflokkanna tóku í sama streng og létu í ljós óánægju með ákvörðun forsetans, Shankar Dayal Sharma. Bharatiya Janata fékk 195 þing- sæti af 545 í kosningunum fyrr í mánuðinum og verður stærsti flokk- Lukashenko forseti hefur bann- að vegna andstöðu þeirra við þá stefnu hans að efla tengslin við Rússland. Myndin var tekin á 5.000 manna mótmælafundi í Minsk í gær, sem Samstöðuleiðtoginn var sakaður um að hafa staðið fyrir. urinn á þingi. Hann reynir nú að tryggja sér stuðning svæðisbund- inna smáflokka, en nokkrir þeirra hafa lýst yfir stuðningi við bandalag vinstriflokkanna, sem segist hafa 180 þingmenn á bak við sig. Congr- ess-flokkurinn hefur nú aðeins 136 þingmenn eftii' mesta kosningaósig- urinn í sögu flokksins. Hætta á átökum trúflokka Vajpayee var utanríkisráðherra á árunum 1977-79 í annarri af tveim- STJORNVOLD í Bandaríkjunum og Kína bjuggu sig í gær undir viðskiptastríð vegna deilu þeirra um höfundarrétt og kynntu lista yfir vörur sem þau hyggjast setja refsitolla á verði deilan ekki leyst á næstunni. Fréttaskýrendur töldu þó að ríkin næðu samkomulagi án þess að til viðskiptastríðs kæmi. Kínverjar reyndu að koma til móts við kröfur Bandaríkjamanna og boðuðu í gær aðgerðir til að stemma stigu við sölu hugverka án leyfis og greiðslu til höfunda. Charlene Barshefsky, starfandi viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórn- ar, tilkynnti að gengið hefði verið frá lista yfir kínverskar vörur, sem fluttar hafa verið inn til Bandaríkj- anna fyrir þijá milljarða dali, jafn- virði rúmra 200 milljarða króna. Af þessum lista verða valdar vör- ur, að verðmæti tveggja milljarða dala, sem eiga að fá sérstaka refsi- tolla frá 17. júní. Á listanum er einkum fatnaður og aðrar vefnað- arvörur og gert er ráð fyrir að tollarnir á sumar vörurnar nemi rúmum 100%. ur ríkisstjórnum Indlands sem Congress-flokkurinn hefur ekki átt aðild að frá því landið hlaut sjálf- stæði árið 1947. Hann er 69 ára, skáld og einn mælskasti stjórnmála- maður landsins. Flokkur Vajpayee þykir óvin- veittur múslimum, sem eru 110 milljónir af 930 milljónum íbúa landsins. Fréttaskýrendur telja hættu á aukinni spennu milli hindúa og múslima haldi stjórn flokksins velli. Kínveijar svöruðu strax í sömu mynt og kynntu lista yfir banda- rískar vörar - svo sem bíla, vara- hluti, matarolíu og bómull - sem refsitollar yrðu lagðir á ef Banda- ríkjastjórn stæði við hótunina. Eftirlit Kínverja hert Bandaríkjamenn saka Kínveija um að hafa ekki staðið við sam- komulag frá í fyrra um að þeir stöðvi sölu á bandarískum hug- verkum án leyfis og greiðslu til höfundanna, svo sem geisladisk- um, kvikmyndum, tölvuhugbúnaði og bókum. Liu Zhongde, menning- armálaráðherra Kína, sagði í gær að kínverska stjórnin hygðist herða eftirlitið með sölu slíks varnings til að framfylgja samningnum. Færeyjar Kvótarnir afnumdir Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA lögþingið sam- þykkti í gær að afnema kvóta- kerfið og taka upp veiðidaga- kerfi og sóknarstýringu. Þessi nýja skipan fiskveiði- stjórnunar tekur gildi 1. júní og stefnt er að því að farið verði eftir ráðgjöf Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins (ICES). Veiðidagakerfið nær til veiða á þorski, ýsu, ufsa og karfa en eins og í kvótakerfinu verða veiðar á öðrum tegundum ekki takmarkaðar. Bosnía „Tilraun til valdaráns“ mótmælt Belgrad, Lúxemborg. Reuter. RADOVAN Karadzic, „forseti" lýð- veldis Bosníu-Serba, kvaðst í gær hafa vikið Rajko Kasagic forsætis- ráðherra frá en Carl Bildt, sem stjórnar uppbyggingarstarfinu í Bosníu, lýsti yfirlýsingunni sem „til- raun til valdaráns". Kasagic hafði reitt Karadzic og fleiri harðlínumenn í Pale, höfuð- stað Bosníu-Serba, til reiði með því að fallast á samvinnu við milli- göngumenn Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) og sambandsríki múslima og Króata í Bosníu. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, kvaðst ætla að virða yfirlýs- inguna að vettugi og ræða við Kas- agic í Banja Luka í dag eins og ráðgert hafði verið. Hann liti á Karadzic sem stríðsglæpamann, sem sækja bæri til saka, og tæki [ ekki mark á yfirlýsingum hans. Leiðtoga hindúaflokks falin stj órnarmy ndun á Indlandi Nýja sljórnin sögð verða skammlíf Nýju Delhí. Reuter. Reuter ATAL Bihari Vajpayee, leiðtogi flokks þjóðernissinnaðra hindúa á Indlandi (t.v.), fagnar ásamt stuðningsmönnum sínum eftir að forsetinn ákvað að skipa hann forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.