Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BEKKJARSYSTKIN Sölva og Anna Margrét Ákadóttir kennari
hlusta á Sölva segja frá sjúkrahúsvistinni.
Níu ára drengur hrapaði í klettum „Indíánagils“
Krakkar eiga ekki að klifra í klettum
„MÉR finnst að krakkar ættu
ekki að klifra í klettunum,“
sagði Sölvi Guðbrandsson, þeg-
ar hann kom í „IndíánagiT' í
Elliðaárdalnum í gær, þar sem
fjöldi barna var við leik. „Það
er hættulegt," bætti Sölvi við,
en hann féll úr kletti í „Indíána-
gili“ 26. apríl sl. og lá meðvit-
undarlaus á gjörgæslu í sex
sólarhringa.
Sölvi er illa handleggsbrot-
inn, en höfuðmeiðsl hans virð-
ast ekki alvarleg. Hann á erfitt
með gang, en tekur daglega
miklum framförum.
Félagarnir sýndu kjark
og snarræði
Sölvi, sem er bráðum níu
ára, var ásamt skólabræðrum
sínum í Fossvogsskóla, Arnari
Jónssyni og Olafi Guðmunds-
syni, að leika sér í Elliðaárdal.
Hann var efst uppi í klettinum
þegar steinn losnaði undan fæti
hans og hann hrapaði niður.
Oli og Arnar sýndu mikinn
kjark og snarræði við fyrstu
hjálp. OIi beið hjá Sölva rænu-
lausum á meðan Arnar hljóp
upp á göngustíginn eftir hjálp.
Meðan Sölvi var á spítalanum
fór allur bekkurinn hans í heim-
sókn til hans og færði honum
gjafir og kveðjur, frumsamin
ljóð, gátur og brandara.
Fjölskylda Sölva vill koma á
framfæri þökkum til þeirra sem
aðstoðuðu við björgun hans og
hjúkrun og þeirra sem báðu
fyrir honum.
VIÐ klettinn í Indíánagili. F.v. Óli, Sölvi og Arnar.
Frumvarp um opinbera starfsmenn
afgreitt til 3. umræðu á Alþingi
Stg órnarandstaða
andvíg afgreiðslu
FRUMVARPI um réttindi og skyld-
ur starfsmanna ríkisins var í gær
vísað til þriðju umræðu á Alþingi
eftir atkvæðagreiðslu um einstakar
greinar frumvarpsins. Þingmenn
stjórnarandstöðunnar greiddu allir
atkvæði gegn því að vísa frumvarp-
inu áfram.
Atkvæðagreiðslan um frumvarpið
stóð I tvo klukkutíma eftir að felld
hafði verið frávísunartillaga sem
fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna
lögðu fram.
Þingmenn gerðu oft grein fyrir
atkvæði sínu, bæði um frávísunartil-
löguna og einstakar greinar frum-
varpsins.
Jón Baldvin Hannibalsson Al-
þýðuflokki sagði að laun opinberra
starfsmanna væru sannanlega lægri
en ella vegna þess að þeim væru
talin tiyggð margvísleg réttindi
umfram það sem gerðist á almenn-
um vinnumarkaði. Með frumvarpinu
legði ríkisstjórnin til að ýmist af-
nema eða skerða þessi réttindi án
þess að verða við einróma tilmælum
um að ganga til samninga um hverju
skyldi breyta og hvernig skyldi
bæta réttindaskerðinguna.
Ágúst Einarsson Þjóðvaka sagði
að frumvarpið væri alvarlegasta
atlaga að réttindum opinberra
starfsmanna í áratugi. Það væri illa
unnið og samþykkt þess myndi hafa
alvarlegar afleiðingar. Kristín Hall-
dórsdóttir Kvennalista sagði að
frumvarpið fæli í sér óeðlileg af-
skipti af málefnum stéttarfélag og
setti í uppnám ýmis grundvallarrétt-
indi ríkisstarfsmanna, svo sem fæð-
ingarorlof og veikindadaga og af-
næmi fyrirframgreiðslu launa og
biðlaunarétt nýrra starfsmanna. Þá
væri frumvarpið andstætt hags-
munum kvenna, sem væru meiri-
hluti starfsmanna ríkisins.
Siðlaust
frumvarp
Ögmundur Jónasson Alþýðu-
bandalagi sagði frumvarpið skerða
samningsbundin kjör og áunnin
réttindi. Það stangaðist á við alþjóð-
legar skuldbindingar og stjórnar-
skrána. Það skerti félagafrelsi,
byggi í haginn fyrir neðanjarðar-
launakerfi og væri ávísun á launa-
misrétti. Frumvarpið væri siðlaust
og vitnisburður um siðlausa ríkis-
stjórn sem ynni ólýðræðislega og
hlýddi skipunum atvinnurekenda.
Vilhjálmur Egilsson Sjálfstæðis-
flokki sagði að frumvarpið væri vel
samið og hefði fengið ýtarlega um-
fjöllun í þingnefnd og óvenju ýtar-
lega umræðu á Alþingi. Reynt hefðí
verið að gera ýmis atriði frumvarps-
ins tortryggileg en það myndi koma
í ljós, að engin réttindi væru skert
sem hefði verið samið um í kjara-
samningum og þar sem réttindi
væru takmörkuð í frumvarpinu væri
verið að gera sjálfsagða hluti.
Stjórnarandstaðan greiddi yfir-
leitt ýmist atkvæði gegn frumvarps-
greinunum eða sat hjá. Ein greinin
var þó samþykkt samhljóða, sú sem
kveður á um að forseti Alþingis sé
í fyrirsvari gagnvart starfsmönnum
þingsins og taki ákvarðanir um rétt-
indi þess og skyldur. Aðeins Ög-
mundur Jónasson sat hjá í atkvæða-
greiðslu um greinina.
Kristinn H. Gunnarsson Alþýðu-
bandalagi fór nokkuð á svig við
aðra stjórnarandstæðinga í at-
kvæðagreiðslunni. Hann greiddi at-
kvæði með frávísunartillögunni,
gegn því að vísa frumvarpinu áfram
og gegn mörgum frumvarpsgrein-
um. En hann greiddi einnig atkvæði
með nokkrum greinum, þar á meðal
greinum sem fjalla um biðlaunarétt
starfsmanna ríkisins. Þá sat hann
hjá í atkvæðagreiðslu um ýmsar
greinar sem stjómarandstaðan
greiddi almennt atkvæði gegn, þar
á meðal ákvæði um að forstöðumenn
stofnana geti greitt einstökum
starfsmönnum, öðrum en embættis-
mönnum, laun til viðbótar grunn-
launum.
Össur Skarphéðinsson Alþýðu-
flokkki sat einnig hjá í atkvæða-
greiðslu um þessa grein.
MTY fylgir Bowie
FJÖLMENNT tökulið frá sjón-
varpsstöðinni MTV kemur til lands-
ins í sumar og fjallar um tónleika
Davids Bowie 20. júní. Vífilfell
stendur að heimsókninni, en Coca
Cola er einn helsti styrktaraðili
MTV-stöðvarinnar í Evrópu. Um-
sjónarmenn þáttarins „MTV and
Coca Cola European Top 20 Co-
untdown", vinsælasta þáttarins á
evrópsku MTV-stöðinni, munu
fylgja Bowie hvert sem hann fer
hér á landi og fjalla um land og
þjóð.
Að sögn Ingvars Þórðarsonar hjá
fyrirtækinu Tin, sem heldur tón-
leikana, verður vafalaust um mikla
landkynningu að ræða. Umfjöllunin
gæti einnig orðið mikii auglýsing
fyrir hljómsveitina Lhooq, sem hit-
ar upp fyrir Bowie og gerði nýlega
samning við breskt fyrirtæki um
útgáfu þar í landi. Ingvar segir að
nærri uppselt sé á tónleikana.
Framkvæmdastjóri ASÍ um könnun ÍM-Gallup
Omarktæk skoðanakönnun
ARI Skúlason, framkvæmdastjóri
ASI, segir að skoðanankönnun IM-
Gallup, sem gerð var fyrir félags-
málaráðuneytið, sé í veigamiklum
atriðum gölluð og segi í reynd ekk-
ert um skoðanir almennings á vinnu-
löggjöfinni eða frumvarpi um breyt-
ingar á henni. Hann segir að það sé
alvarlegt að félagsmálaráðherra
skuli nota svona aðferðir til að
blekkja almenning.
„í raun er það hlægilegt að menn
skuli leggja fram spurningu þar sem
svarið er svo augljóst. Spurt var:
Ertu ánægður eða óánægður með
núverandi fyrirkomulag kjarasamn-
inga? Ef forysta ASÍ og félagsmenn
þess væru spurðir þessarar spurning-
ar er ég viss um að svarið yrði,
óánægður. Ástæðan er ekki síst sú
að við fáum í kjarasamningum ekki
að tala við neinn nema Þórarin V.
Það að túlka svörin við þessari
spumingu sem stuðning við frum-
varp félagsmálaráðherra er bara
hlægilegt og lýðskrum. Það alvarlega
við þetta er að félagsmálaráðherra
skuli nota almannafé til að gera
svona skoðanakönnun til þess að
blekkja þjóðina," sagði Ari.
Seinni spurningin í skoðanakönn-
uninni hljóðaði: Ert þú sammála eða
ósammála því að auka völd hins al-
menna félaga í verkalýðsfélögum á
kostnað stjórna verkalýðsfélaga og
trúnaðarmannaráða, eins og lagt er
til í nýju frumvarpi um stéttarfélög
og vinnudeilur? Ari sagði að í frum-
varpinu fælist röng fullyrðing að
mati ASI. Með frumvarpinu væri
alls ekki verið að færa vald frá for-
ystu stéttarfélaganna til almennra
félagsmanna. Svörin við spurning-
unni væru þar af leiðandi ekki mark-
tæk- ----*-*-«----
Samband við
Bosníu-
Hersegóvínu
ISLAND og Bosnía-Hersegóvína
hafa ákveðið að stofna til stjórn-
málasambands og að skiptast á
sendiherrum. Yfirlýsing þar um var
undirrituð af fastafulltrúum ríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum.