Morgunblaðið - 16.05.1996, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
SAS Jackpot
Allir í sumarfrí!
Nú er tækifæriö tii að skella sér meö SAS í gott
sumarfrí og taka alla í fjölskyldunni með.
SAS Jackpot fargjöldin koma sér mjög vel fyrir
fjölskylduna því börn og unglingar allt aö 18 ára
aldri fá 50% afslátt þegar þeir feröast með foreldri.
Hámarkstími er einn mánuður.
Allar nánari upplýsingar færðu á ferðaskrifstofunni
þinni eða söluskrifstofu SAS.
Flugvallarskattar eru innifaldir í veröi.
M/sas
Laugavegi 172 Sími 562 2211
ÚRVERIIMU
Félag úthafsútgerða vill stjórnarfrumvarp til umsagnar
Gengur að íslenskri
úthafsútgerð dauðri
SNORRI Snorrason, formaður Fé-
lags úthafsútgerða, segir að félagið
hafi ekkert tækifæri fengið til að
fjalla um stjórnarfrumvarp um út-
hafsveiðar sem ætlunin sé að leggja
fram á Alþingi á næstu dögum þó
það sé helsti hagsmunaaðili, sem
frumvarpið beinist að. Félagið
krefst þess að fá frumvarpið til
umfjöllunar og ráðrúm til að gera
athugasemdir til sjávarútvegs-
nefndar þingsins. Snorri segir að
slík frumvörp gætu aðeins orðið til
í gallhörðum kommúnistaríkjum
svo og á íslandi.
Félag úthafsútgerða mótmælir
harðlega nokkrum greinum frum-
varpsins og telur þær fallnar til
þess að ganga að íslenskri úthafsút-
gerð dauðri. Helstu athugasemdir
félagsins eru þær að frelsi til at-
hafna á úthafinu og í landhelgi
annarra er stórlega skert. Skip með
veiðileyfi í lögsögu íslands, hafa
tvímælalausan forgang fram yfir
úthafsútgerðir. Ný skip geta ekki
bæst í flota úthafsveiðiútgerða.
Kostnaður við eftirlit við úthafs-
veiðar stóreykst, m.a. með fyrirhug-
aðri gjaldtöku vegna veiða á
Flæmska hattinum upp á 6-10 millj-
ónir á skip. Framsal Alþingis á lög-
gjafarvaldi sínu til sjávarútvegsráð-
herra, skv. frumvarpinu, er með
öllu ósamrýmanlegt íslensku rétt-
arfari, að mati félagsins.
Örlítið brot
af heildinni
Félagið bendir á að úthafsveiðar
íslendinga séu aðeins örlítið brot
af úthafsveiðum heimsins og ekki
stundaðar í neinum mæli fyrr en á
allra síðustu árum þó Island væri
13. eða 14. stærsta fiskveiðiþjóð
heims, í magni talið.
Þá væri nú mikiþ áhersla lögð á
útflutning hugvits íslendinga. Að-
eins í einni atvinnugrein hefðum
við yfirburða þekkingu fram yfir
aðrar þjóðir, en það er í fiskveiðum.
Félag úthafsútgerða vill og hefur
flutt þá þekkingu út og óskar eftir
stuðningi Alþingis til þess að gera
hlut íslendinga í þessum efnum sem
mestan á alþjóðavettvangi," segir í
tilkynningu frá félaginu.
Félagið minnir á 87. grein Haf-
réttarsáttmálans um frelsi úthafs-
ins og fagnar jafnframt Úthafs-
veiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna
sem tilbúinn hafi verið til fullgild-
ingar 4. ágúst 1995. Engin þjóð
hafi enn fullgilt sáttmálann, en að
mati Snorra felur hann í sér þjóð-
réttarlega byltingu hvað varðar
veiðar á úthöfum. Sáttmálinn hefur
ekki verið lagður fyrir Alþingi. Fé-
lag úthafsútgerða styður allar skyn-
samlegar aðgerðir til verndar fiski-
stofnum og vill vinna gegn rán-
yrkju. Félagið lýsir einnig stuðningi
við Úthafsveiðisáttmála SÞ og einn-
ig við bálk Matvæla- og landbúnað-
arstofnunar SÞ, FAO, um ábyrgar
fiskveiðar.
Sérstakir sjónarvottar
Snorri segir það ljóst að Kanada-
menn hafi leikið á íslendinga með
því að fá samþykkt í Norð-Vestur
Atlantshafsfiskveiðistofnuninni,
NAFO, að sérstakir sjónarvottar
yrðu um borð í íslenskum skipum
við veiðar á Flæmska hattinum.
Kanadamönnum hafi bersýnilega
verið það ljóst að kostnaður vegna
sjónarvottanna yrði það hár vegna
fjarlægðar íslands frá miðunum að
hann fældi íslénska útgerðarmenn
frá veiðunum. Leggja þurfi allt
kapp á að fá þessa kvöð niðurfellda
eða finna leið, sem er kostnaðarlega
viðráðanleg. Félag úthafsútgerða,
sem nú þegar vinnur mikla eftirlits-
vinnu fyrir íslensk stjórnvöld, s.s.
Fiskistofu og Hafrannsóknastofn-
un, lýsir sig reiðubúið til viðræðna
við stjórnvöld vegna fyrrgreinds
ákvæðis um sjónarvotta og til að
leggja fram tillögur um skynsam-
lega og ásættanlega lausn.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
FYRSTA farminum landað úr Sighvati Bjarnasyni í Eyjum í gær.
ÞAÐ var líflegt á bryggjunni í Eyjum i gær þegar Sighvatur
landaði þar og auðvitað voru allir helstu stjórnendur Vinnslu-
stöðvarinnar á bryggjunni þegar skipið kom. Á myndinni eru
Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri, Börkur Grímsson, fjár-
málastjóri, Darri Gunnarsson, tæknifræðingur og Sigurður Frið-
björnsson, verksmiðjustjóri, á spjalli á bryggjunni.
Fyrsta síld-
in til Eyja
Vestmannaeyjar. Morgunblaðið.
FYRSTA síldin sem berst til Eyja
úr norsk-íslenska síldarstofnin-
um á þessari vertíð var landað í
fyrrinótt. Kap VE kom þá með
fullfermi og í gær kom nýi Sig-
hvatur Bjarnason með sinn
fyrsta farm til Eyja.
Sighvatur var með um 1.300
tonn sem fengust í níu köstum
og sagði Guðmundur Svein-
björnsson, skipstjóri, að vel hefði
gengið í þessum fyrsta túr hans
með skipið. Hann sagði að þeir
hefðu kastað níu sinnum en afl-
ann hafi þeir að mestu fengið í
þremur köstum. Guðmundur
sagði að þeir hafi skemmt djúpu
nótina er þeir fengu hana í hlið-
arskrúfuna og þá hafi þeir skipt
yfir á grunnu nótina og fengið
allann aflan í hana og var stærsta
kastið sem þeir fengu um 700
tonn. Guðmundur sagði að þeir
hefðu fengið aflann langt inni í
síldarsmugunni og þar væri mik-
il síld á stóru svæði en hún Iægi
frekar djúpt og kæmi ekki upp
nema í stutta stund á ákveðnum
timum sólarhringsins og þá væri
hægt að ná góðum köstum. Hann
sagðist afar ánægður með skip
sitt eftir þennan fyrsta túr, það
væri öflugt og vel búið góðum
tækjum.
Síldin sem Sighvatur kom með
til Eyja var átulaus en frekar
horuð en Guðmundur sagði að
svo virtist sem síldin synti frá
átunni því mikið af átu hefði
verið inni í islensku lögsögunni
en síldin hafi ekki litið við henni
og furðuðu menn sig á því hátt,-
erni hennar.
I
i
I
I
I
>
i
I
i
f
i
I
I
i
i
I
i