Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Móðursystir okkar,
LAUFEY SVAVA BRANDSDÓTTIR,
Birkimel 6b,
andaðist þann 14. maí.
Jóhanna Haraldsdóttir,
Rebekka Haraldsdóttir,
Þóra Haraldsdóttir,
Haukur Haraldsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES ÓLAFSSON,
lést í Kaupmannahöfn 10. apríl.
Minningarathöfn fer fram í Útskálakirkju, Garði, laugardaginn
18. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Ólafur Ólafsson,
Friðrik Ólafsson.
+
ÞÓRHILDUR KRISTBJÖRG JAKOBSDÓTTIR,
Austurvegi 17b,
Seyðisfirði,
sem lést 9. maí sl., verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laug-
ardaginn 18. maí kl. 14.00.
Hugrún Ólafsdóttir, Óskar Friðriksson,
Ellen Ólafsdóttir, Þorleifur Þorleifsson,
Vigdís Ólafsdóttir,
Einar Ólafsson, Emilía Jónsdóttir,
Hallbjörg Ólafsdóttir, Tom Hansen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma,
AÐALHEIÐUR JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR,
Brunngötu 4,
Hólmavík,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn 14. maí sl.
Jarðarförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 18. maí
kl. 14.00.
Þorsteinn Guðbjörnsson,
Aðalbjörn Þorsteinsson, Ingibjörg Sigtryggsdóttir,
Guðmundur Magni Þorsteinsson, Lilja Björk Ólafsdóttir,
Birna Katrín Þorsteinsdóttir,
Sjöfn Þorsteinsdóttir, Hjörtur Númason,
Bjarni Hákon Þorsteinsson, Helga Hanna Þorsteinsdóttir,
Steinunn Jóhanna Þorsteinsdóttir, Reynir Björnsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HULDA RÓSA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hlíf 2, Torfnesi,
ísafirði,
verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju
laugardaginn 18. maí kl. 14.00.
Hákon Bjarnason,
Erna Sigrún Hákonardóttir, Leif Berg,
Hermann Hákonarson, Sigurveig Gunnarsdóttir,
Stefán Hákonarson, Oddný Magnúsdóttir,
Konný Hákonardóttir, Heiðar Jóhannesson,
Bjarni Hákonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EIRÍKUR TRYGGVASON
bóndi
frá Búrfelli,
Miðfirði, V-Hún.,
síðast til heimilis i Furugrund 68,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju,
Miðfirði, laugardaginn 18. maíkl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Parkinsonsamtökin
eða Samtök sykursjúkra.
Guðrún Guðmundsdottir,
Tryggvi Eiriksson,
Guðmundur Eiríksson,
Flosi Eiríksson,
Jón Eiríksson,
Þórunn Eiriksdóttir,
Guðjón Eiriksson,
Helga Eiriksdóttir,
Milla Hulda Kay,
Anna Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Geirsdóttir,
Þorgeir Gunnlaugsson,
Harpa Jónsdóttir,
Jósef Pálsson
og barnabörn.
+ EIín Jakobs-
dóttir fæddist í
Grímsey 24. októ-
ber 1932. Hún lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í Foss-
vogi 9. mai síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jakob Helgason, f.
1904 í Svarfaðar-
dal, d. 1970, og
Svanfríður Bjarna-
dóttir, f. 1905 í
Fjörðum, d. 1984.
Elín var fjórða
barn þeirra. Elstur
var Willard, f. 1926, d. 1945,
þá Helgi, f. 1928, búsettur á
Dalvík, og Bjarni Siguróli, f.
1930, búsettur á Húsavík.
Yngri en Elín eru Guðrún, f.
1934, búsett á Dalvík, Matthí-
as, f. 1936, búsettur á Dalvík,
og Þórir Ottó, f. 1942, búsettur
á Dalvík. Elín ólst upp í stórum
frændgarði í Grímsey þar til
árið 1947 að fjölskyldan flutt-
ist til Dalvíkur. Þar bjuggu þau
Svanfríður og Jakob síðan og
flestir þeirra afkomendur.
Hinn 1. desember 1950 giftist
Elín Jónasi Sigurbjörnssyni vél-
stjóra í Keflavík, f. 8. júní 1928,
d. 18. okt. 1955. Jónas var son-
ur Margrétar Einarsdóttur og
Sigurbjörns Eyjólfs-
sonar útgerðar-
manns í Keflavík.
Þau eru bæði látin.
Elín og Jónas skildu.
Dætur þeirra eru 1)
Svanfríður Inga, f.
10 nóv. 1951, alþing-
ismaður. Hún er gift
Jóhanni Antonssyni
frá Dalvík, viðskipta-
fræðingi. Synir Svan-
fríðar eru Pétur, f.
1971, unnusta hans
er Hafdís Hrund
Gísladóttir; Krislján
Eldjárn, f. 1975, og
Jónas Tryggvi, f. 1979. 2) Mar-
grét Sigurbjörg, f. 16. apríl 1953,
fulltrúi hjá Pósti og síma. Hún
er gift Brynjari Kristmundssyni,
útgerðarmanni og skipstjóra í
Olafsvík. Börn Margrétar eru
Hafdís Rán, f. 1975, Guðlaugur
Mímir, f. 1978, og Oddur Orri,
f. 1983.
Hinn 11. apríl 1956 giftist Elín
eftirlifandi manni sínum, Oddi
Brynjólfssyni, starfsmanni hjá
Pósti og síma, f. 2. júní 1930.
Oddur er sonur Brynjólfs Odds-
sonar bónda á Þykkvabæjar-
klaustri í Alftaveri og konu hans
Guðrúnar Bárðardóttur. Þau eru
bæði látin. Börn Elinar og Odds
eru 1) Brynjólfur, f. 21. des.
1955, skipsljóri á Akureyri.
Hann er kvæntur Söndru Bar-
bosa og á tvö börn, Odd Jó-
hann, f. 1986, og Jöru Fatímu,
f. 1989. 2) Vilborg Kristín, f.
28 júlí 1960, félagsráðgjafi á
Akureyri. Sambýlismaður
hennar er Alan James myndlist-
arnemi. Börn Vilborgar eru
Tinna Hrund, f. 1978, Ægir
James, f. 1992, og Ari James,
f. 1994. 3) Jakob, f. 22. mars
1963, símsmiður. Sambýliskona
hans er Ragnhildur Reyn Olafs-
dóttir. Börn Jakobs eru Elín,
f. 1986, Margrét, f. 1990, og
Óli Baldur, f. 1992. Elín Jakobs-
dóttir yngri er alin upp hjá
Elínu og Oddi sem þeirra fóst-
urdóttir.
Þau Elín og Oddur voru með-
al frumbyggja í Kópavogi er
þau byggðu húsið á Borgar-
holtsbraut 30 árið 1956. Þar
hafa þau alið upp börn og
barnabörn og ræktað garðinn
sinn síðan. Elín starfaði flest
árin sem hún bjó í Kópavogi
við Brauðgerð Friðriks Har-
aldssonar í Ommubakstri og
var þar enn í starfi þegar hún
féll frá. Um árabil söng hún
og spilaði á gítar með Ommu-
kórnum, hópi kvenna sem
höfðu gaman af því að koma
saman og syngja fyrir sig og
aðra.
Útför Elínar Jakobsdóttur
fer fram frá Kópavogskirkju á
morgun, föstudaginn 17. maí,
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
ELIN
JAKOBSDÓTTIR
„Hafðu samt enga væmni í
henni,“ sagði Elín tengdamóðir mín
við mig fyrir skömmu þegar hún
vissi að ég var að skrifa minningar-
grein um mann sem var mér kær.
Nú þegar ég set á blað nokkur
minningarorð um hana langar mig
satt að segja til að brjóta gegn
þessu viðhorfi hennar til minningar-
orða og skrifa um hana á þann
hátt sem hún kallaði væminn. Fyrir-
varalaust andlát hennar gerir það
að verkum að það er svo margt
ósagt og minningarnar hrannast
upp. Sterkust er þó minningin um
stórbrotna konu sem með návist
sinni hafði alltaf áhrif á umhverfi
sitt og þá sem voru í kringum hana.
Þau ár sem ég hef verið í hennar
fjölskyldu hefur heimili hennar í
Kópavogi verið eins og annað heim-
ili okkar. Þegar við höfum ein-
hverra hluta vegna þurft að dvelja
syðra höfum við gjarnan verið á
Borgarholtsbrautinni hjá Ellu og
Oddi. Þar hafa drengirnir verið
aufúsugestir hvenær sem á hefur
þurft að halda. Við bjuggum með
strákana um eins árs skeið alfarið
inni á þeirra heimili þegar atvikin
höguðu því þannig að við störfuðum
samfellt í Reykjavík. Það var mjög
góður tími og sambúðin gekk ein-
staklega vel. Þetta var eins og vel-
heppnað sýnishorn af sambúð stór-
fjölskyldunnar sem er ekki algengt
sambúðarform í dag. Ella gegndi
þarna lykilhlutverki og vakti yfir
velferð sinna. Raunar hefur alltaf
verið mikill gestagangur hjá hjón-
unum á Borgarholtsbrautinni. Auk
fjölskyldu Ellu og vina, systkina
hennar og þeirra barna sem alltaf
áttu víst athvarf um lengri eða
skemmri tíma, hef ég heyrt margar
sögur af fólki sem hér áður fyrr
gisti þar og dvaldi á leið að norðan
á vertíð suður með sjó. Þá var allt-
af pláss þótt húsið væri fullt af
börnum.
Engin lognmolla fylgdi Elínu.
Hún tók afstöðu til mála og lét
skoðun sína í Ijós og ætlaðist til
þess að aðrir í kringum hana gerðu
slíkt hið sama. Þannig var Ella
pólitísk að eðlisfari þó hún talaði
sjaldnast út frá flokkspólitískum
línum. Oft var tekist á um hug-
myndir og málefni líðandi stundar
í borðkróknum á Borgarholtsbraut-
inni með þeim hávaða og orðkynngi
sem viðeigandi þótti. Hún hafði til
að bera ríka réttlætiskennd og stórt
hjarta. Eins var Ella hrókur alls
fagnaðar ef svo bar undir. Hún
kunni býsn af sögum og sagði
skemmtilega frá. Hún kunni líka
ótrúlega mikið af lögum og textum
og greip oft gítarinn og fékk fólk
til að syngja eða söng fyrir aðra.
Það var eins og samkvæmi lyftust
upp í annað veldi þegar Ella setti
mark sitt á þau með nærveru sinni.
Elín Jakobsdóttir bar alla tíð
svipmót síns uppruna. Hún ólst upp
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 - sími 587 1960
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
BfiS. HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677
+
Móðir okkar,
SIGRIÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 8. maí.
Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minningu hennar.
Þórður Sveinbjörnsson,
Birgir Sveinbjörnsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁRNÝ HALLA MAGNÚSDÓTTIR,
Sunnuhlíð,
Skagaströnd,
lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 12. maí.
Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn
18. maí kl. 14.00.
Anna Bára Sigurjónsdóttir, Karl Lúðviksson,
Ragnheiður Sigurjónsdóttir, Helgi Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.