Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 65
KÁNTRÍ SÖNGVARINN
J. T. Blanton.
Nýr
skemmti-
staður
NASHVILLE bar & grill er
nýr skemmtistaður sem stað-
settur er á horni Bankastrætis
og Þingholtsstrætis. Staðurinn
verður opnaður í kvöld,
fimmtudaginn 16. maí, kl. 22.
Skemmtistaðurinn kemur til
með að bjóða upp á innflutta
ósvikna bandaríska kántrítónl-
ist beint frá Nashville og fyrst-
ir til að ríða á vaðið eru söngv-
arinn J.T. Blanton og hljóm-
sveit, Wild Frontier og söng-
konan Martha Deknight og
leika þau föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
Opið í Kola-
portinu
KOLAPORTSFÓLK hefur að
undanförnu haft opið alla frí-
daga auk venjulegra markaðs-
daga um helgar og hefur það
tekist mjög vel. Kolaportið
verður opið á fimmtudaginn,
uppstigningadag kl. 11-17.
Þessi markaðsdagur verður
sérstaklega ætlaður fjöl-
skyldufólki og íjöldi skemmti-
legra tívolítækja á staðnum
s.s. Geimsnerillinn, Teygju-
byssan, Púmabrautin, Blöðru-
húsið og Hoppikastali.
Sýning í til-
efni afmælis
póstþjón-
ustunnar
í PÓST- og símaminjasafninu
að Austurgötu 11 í Hafnarfirði
hefur verið sett upp sérstök
sýning í tilefni þess að 220 ár
eru nú liðin frá því að póstþjón-
usta á Islandi var stofnsett.
Á sýningunni má m.a. sjá
gömul bréf og skjöl frá fyrstu
áratugum póstþjónustunnar,
sem Þjóðskjalasafn Islands
hefur góðfúslega lánað og
Heimir Þorleifsson, sagnfræð-
ingur, valið til sýningar og
komið fyrir með skýringum.
Sýningin verður opin næstu
vikur á opnunartíma safnsins,
en það er opið á sunnudögum
og þriðjudögum kl. 15-18.
Aðgangur er ókeypis.
Fundur um
gæludýr í
þéttbýli
DÝRAVERNDARFÉLAG
Reykjavíkur gengst fyrir borg-
arafundi um gæludýrahald í
þéttbýli sunnudaginn 19. maí
nk. kl. 14 að Hótel Borg.
Á borgarafundinum mun
gæludýraeigendum gei’inn
kostur á að spyija ýmsa þá
aðila sem koma að málefninu
með ýmsum hætti. Sigurður
H. Guðjónsson, formaður Hús-
eigendafélagsins og höfundur
fjöleignahúsalaganna og Hjör-
leifur Guttormsson, alþingis-
maður, flutningsmaður um
nýtt frumvarp um gæludýra-
hald í þéttbýli, munu flytja
stutt framsöguerindi, en auk
þeirra munu sitja fyrir svörum
Sigurður Sigurðarson, dýra-
læknir að Keldum, Halldór
Runólfsson, heilbrigðisfulltrúi
í Mosfellsbæ, Sturla Þórðarson,
fulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavík, Kristbjörg Stef-
fensen, lögfræðingur Heil-
brigðisnefndar Reykjavíkur og
Sigurborg Daðadóttir, formað-
ur Heilbrigðisnefndar Reykja-
víkur.
Umræðustjóri verður Þor-
geir Ástvaldsson, fréttamaður.
■ URIEL West hefur hring-
ferð sína um landið með nám-
skeiði í umbreytingardansi
helgina 17.-19. maí. Fyrsta
námskeiðið verður í Reykja-
vík, 31. maí verður hann á
Akureyri. Næstu helgar þar á
eftir verður hann á Egilstöð-
um, Höfn, Vestmanneyjum
og síðasta námskeið hans verð-
ur 9 daga samfellt námskeið í
Hlíðardalsskóla í Ölfusi
12.-21 júlí. Ókeypis kynning á
umbreytingardansi verður
laugardaginn 6. júlí kl. 14.00
í húsnæði Yoga-studio í Hát-
úni 6a. Þeir sem hafa áhuga á
helgarnámskeiðinu geta verið
með föstudagskvöldið 17. maí
og ákveðið eftir það hvort þeir
vilja taka þátt í námskeiðinu
alla helgina. Skráning og allar
nánari upplýsingar um nám-
skeiðin gefur Yoga-studio,
Hátúni 6a.
■ DR. SUSAN Warwick,
dósent við enskudeild York
Háskóla í Ontario í Kanada,
flytur opinberan fyrirlestur, í
boði íslandsdeildar Norræna
félagsins og heimspekideild-
ar Háskóla íslands föstudag-
inn 17. maí kl. 17.15 í stofu
101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn
nefnist „Popular Culture in
Canada“ og verður fluttur á
ensku. Dr. Susan Warwick
hefur stundað kennslu og rann-
sóknir á kanadískum bók-
menntum og dægurmenningu,
m.a. á tengslum afbrota og
menningar. Hún hefur ritað
tvær bækur um kanadíska rit-
höfundinn Margaret Laur-
ence, auk bókarkafla og
greina, einkum um kanadíska
kvenhöfunda. Fyrirlesturinn er
öllum opinn og aðgangur er
ókeypis.
■ TÖL VUSÝNING verður í
Miðbæ í Hafnarfirði föstu-
daginn 17. og laugardaginn 18.
maí. Þar mun Tæknival sýna
t.d. nýjustu Multimedia frá
Hyundai ásamt því að sýnt
verður hvernig tengja má
Husqvarna saumavél við tölvu
og vinna á hana þannig. Tvær
nýjar verslanir hefja nú starf-
semi sína í Miðbæ. Það er versl-
unin Glasgow og gjafavöru-
verslunin Slaufan. Þessar
verslanir munu hefja starfsemi
á næstu dögum.
■ TUND URSPILLIRINN
Gloucester kemur í vináttu-
heimsókn til Reykjavíkur í
dag að því er segir í fréttatil-
kynningu frá Brezka sendiráð-
inu í Reykjavík. Skipið verður
í Reykjavíkurhöfn frá 16. maí
til 20 maí, en skipherrann er
T. A. Cunningham. Skipið
verður til sýnis almenningi
laugardaginn 18. maí á tíma-
bilinu frá klukkan 14 til 16:30.
■ SKAGFIRÐINGAFÉLÖG-
IN í Reykjavík verða með boð
fyrir eldri Skagfirðinga I
Drangey, Stakkahlíð 17, á
uppstigningadag 16. maí og
hefst það kl. 14.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KÓR Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík.
Söngur aldraðra í Digraneskirkju
SAMSÖNGUR verður laugardag-
inn 18. maí klukkan 16 í Digra-
neskirkju í Kópavogi. Þar syngja
fjórir kórar aldraðra; Söngvinir
í Kópavogi, Kór FEB í Reykjavík
og nágrenni, Kór Félagsstarfs
aldraðra í Reykjavík og Vorboð-
ar í Mosfellsbæ.
Þrír kóranna eiga tíu ára af-
mæli á þessu ári. Kórarnir syngja
einir sér og einnig saman. Efnis-
skráin er fjölbeytt.
Tillögum um Heilsuvernd
arstöð mótmælt
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og
ljósmæður Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur hafa kynnt sér tillögur
stjórnar Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur og eru sammála um
eftirfarandi:
„Þeir eru mótfallnir tillögu um
að leggja stöðina niður í núverandi
mynd. Sú starfsemi sem þar fer
fram hefur breyst með tilkomu
heilsugæslustöðvanna en verður
ekki lögð niður.
Þeir eru mótfallnir því að heilsu-
vernd fari undir stjórn sjúkrahúsa.
Tillögur um Forvarnastöð íslands
er allrar athygli verð.
Þeir eru ósáttir við að ekki var
haft meira samráð við hjúkrunar-
fræðinga og ljósmæður eða aðra
fagmenn stöðvarinnar áður en til-
lögurnar voru lagðar fyrir heilbrigð-
isráðherra.
Það vegur þó þyngst að þeirra
áliti að faglegra sjónarmiða verði
gætt í hvívetna við nánari útfærslu
á tillögunum verði þær samþykktar
og fara fram á að fulltrúar þeirra
taki þátt í þeirri vinnu. Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur hefur á að skipa
sérfræðingum í hverri grein sem
þar er sinnt sem hafa aflað sér víð-
tækrar sérþekkingar. Hana þarf að
nýta, hún má ekki glatast.“
Fundur um forgangsröðun
áherslusviða í rannsóknum
HÁSKÓLI íslands og Rannsóknar-
ráð íslands með stuðningi „The
British Council" boða til fundar um
forgangsröðun áherslusviða í rann-
sóknum föstudaginn 17. maí. Eftir
því sem hlutverk vísinda í hagsæld
og bættri félagslegri stöðu þjóða
hefur verið skilgreint skýrar hafa
raddir um forgangsröðun í vísindum
orðjð æ háværari.
Á fundinum munu tveir breskir
sérfræðingar á sviði stefnumótun-
ar í vísindum halda framsöguerindi
og fjalla um aðferðir til forgangs-
röðunar og kosti hennar en einnig
hvaða galla forgangsröðunin getur
haft. Þetta eru prófessorarnir Ben
R. Martin og dr. Thomas G. Whist-
on frá Science Policy Research
Unit (SPRU) við háskólann í
Sussex.
Að framsögum þeirra loknum
mun Sigmundur Guðbjarnason, pró-
fessor og formaður Rannsóknarráðs
íslands, stjórna pallborðsumræðum.
I pallborði verða Ástráður Eysteins-
son, prófessor í heimspekideild HÍ,
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður
Samtaka iðnaðarins, Sigríður Anna
Þórðardóttir, formaður mennta-
málanefndar Alþingis og Þórólfur
Þórlindsson, prófessor í félagsvís-
indadeild HÍ.
Fundurinn verður haldinn í stofu
101 Odda, Háskóla íslands, kl. 14
föstudaginn.
Landsbankahlaupið
á laugardag
HIÐ árlega Landsbankahlaup fer
fram í ellefta sinn laugardaginn 18.
maí 1996. Landsbanki íslands
stendur fyrir hlaupinu í samvinnu
við Frjálsíþróttasambandið. Hlaupið
er fyrir 10-13 ára krakka (fæddir
1983-1986).
í ár er hlaupið á 35 stöðum þar
sem Landsbankinn hefur útibú og
hefst það á flestum stöðum kl. 11.
Á Stór-Reykjavíkursvæðinu sam-
einast útibúin um eitt hlaup í Laug-
ardalnum.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
verður opinn gestum í boði bankans
á hlaupadeginum. Það er því upp-
lagt fyrir pabba, mömmu og systk-
ini að koma með í Laugardalinn.
Skráning í hlaupið fer fram í öll-
um útibúum Landsbanka íslands.
Júróvisjónfólk hittist
TÍU ár eru nú liðin frá því íslending-
ar tóku fyrst þátt í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva, en
keppnin var þá haldin í Bergen og
framlag íslendinga var Gleðibank-
inn eftir Magnús Eiríksson í flutn-
ingi Icy-tríósins.
1 tilefni af þessum tímamótum
efnir „Bergenfarafélagið" til
söngvakeppnishátíðar í Ásbyrgi,
Hótel íslandi, næstkomandi laugar-
dagskvöld, 18. mai, þar sem öllum
Júróvisjónförum undanfarinna tíu
ára gefst kostur á að koma saman,
snæða pottrétt gegn vægu gjaldi
og horfa og hlýða á beina útsend-
ingu frá Ósló í góðum tækjum. Á
eftir er veislugestum boðið að sjá
stórsýninguna Bítlaárin 1960 til
1970.
Ganga á
Reykjavegi
FERÐAFÉLÖGIN Ferðafélag ís-
lands og Útivist hafa ákveðið að
sameinast um 8 ferða raðgöngu
til kynningar á gönguleið er nefnd
hefur verið Reykjavegur og liggur
frá Reykjanesvita um og meðfram
Reykjanesfjallgarði og Hengli til
Þingvalla. Gönguleiðin liggur um
mjög fjölbreytt landsvæði og á
nokkrum viðkomustöðum eru mikil
jarðhitasvæði þar sem hveragufur
stíga til himins og þar af er nafn-
ið Reykjavegur dregið.
Annar áfangi göngunnar verður
í dag, fimmtudaginn 16. maí, og
hefst austan Þorbjarnarfells og
liggur leiðin áfram sunnan Sand-
hnúks, um Vatnsheiði, Beinvörðu-
hraun en þar liggur leiðin milli
hrauns og hlíða, austur í krikann
vestan undir Hrafnshlíð. Áfram er
haldið austur yfir Borgarhraun
með stefnu á Borgarfjall sem er
syðsti hluti Fagradalsfjalls. Gatan
norður með Hrafnshlíð er hluti af
gamalli leið, svokölluðum Sand-
akravegi. Fyrir austan Borgar-
hraun breytir landið um svip, við
taka blásnar hlíðar og melar tneð
Slögu og Skála-Mælifell á hægri
hönd. Ekki er úr vegi að staldra
við hjá Drykkjarsteini norðan
Slögu en sagt er að vatn sem safn-
ast saman í holu í honum þrjóti
aldrei. Endar svo gangan við
Skála-Mælifell.
Brottför er kl. 10.30 og er aðal-
brottfarastaður frá Umferðarmið-
stöðinni að sunnanverðu en stans-
að verður við Mörkina 6, á Kópa-
vogshálsi og við Kirkjugarðinn í
Hafnarfirði. Einnig er sætaferð frá
BSK í Keflavík og frá Festi,
Grindavík kl. 11.15. Fararstjórar
frá báðum félögum munu leiða
hópinn. Þátttakendur eru hvattir
til að mæta vel búnir og með nesti.
-----♦ ♦ ♦---
10 ára
afmæli
Grandaskóla
GRANDASKÓLI heldur upp á tí-
unda starfsár sitt 18. maí nk. Skól-
inn verður opinn öllum milli kl.
11-16.
Til sýnis verða verk nemenda sem
unnin hafa verið í vetur. í tilefni
af þessum tímamótum var efnt til
hugmyndasamkeppni um gerð
kennsluforrits. Á skólasafni skólans
verða sýndar þær hugmyndir sem
bárust í samkeppnina. Klukkan 11
mun menntamálaráðherra afhenda
verðlaun fyrir þtjár bestu hugmynd-
irnar úr samkeppninni.