Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 65 KÁNTRÍ SÖNGVARINN J. T. Blanton. Nýr skemmti- staður NASHVILLE bar & grill er nýr skemmtistaður sem stað- settur er á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Staðurinn verður opnaður í kvöld, fimmtudaginn 16. maí, kl. 22. Skemmtistaðurinn kemur til með að bjóða upp á innflutta ósvikna bandaríska kántrítónl- ist beint frá Nashville og fyrst- ir til að ríða á vaðið eru söngv- arinn J.T. Blanton og hljóm- sveit, Wild Frontier og söng- konan Martha Deknight og leika þau föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Opið í Kola- portinu KOLAPORTSFÓLK hefur að undanförnu haft opið alla frí- daga auk venjulegra markaðs- daga um helgar og hefur það tekist mjög vel. Kolaportið verður opið á fimmtudaginn, uppstigningadag kl. 11-17. Þessi markaðsdagur verður sérstaklega ætlaður fjöl- skyldufólki og íjöldi skemmti- legra tívolítækja á staðnum s.s. Geimsnerillinn, Teygju- byssan, Púmabrautin, Blöðru- húsið og Hoppikastali. Sýning í til- efni afmælis póstþjón- ustunnar í PÓST- og símaminjasafninu að Austurgötu 11 í Hafnarfirði hefur verið sett upp sérstök sýning í tilefni þess að 220 ár eru nú liðin frá því að póstþjón- usta á Islandi var stofnsett. Á sýningunni má m.a. sjá gömul bréf og skjöl frá fyrstu áratugum póstþjónustunnar, sem Þjóðskjalasafn Islands hefur góðfúslega lánað og Heimir Þorleifsson, sagnfræð- ingur, valið til sýningar og komið fyrir með skýringum. Sýningin verður opin næstu vikur á opnunartíma safnsins, en það er opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur er ókeypis. Fundur um gæludýr í þéttbýli DÝRAVERNDARFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir borg- arafundi um gæludýrahald í þéttbýli sunnudaginn 19. maí nk. kl. 14 að Hótel Borg. Á borgarafundinum mun gæludýraeigendum gei’inn kostur á að spyija ýmsa þá aðila sem koma að málefninu með ýmsum hætti. Sigurður H. Guðjónsson, formaður Hús- eigendafélagsins og höfundur fjöleignahúsalaganna og Hjör- leifur Guttormsson, alþingis- maður, flutningsmaður um nýtt frumvarp um gæludýra- hald í þéttbýli, munu flytja stutt framsöguerindi, en auk þeirra munu sitja fyrir svörum Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir að Keldum, Halldór Runólfsson, heilbrigðisfulltrúi í Mosfellsbæ, Sturla Þórðarson, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, Kristbjörg Stef- fensen, lögfræðingur Heil- brigðisnefndar Reykjavíkur og Sigurborg Daðadóttir, formað- ur Heilbrigðisnefndar Reykja- víkur. Umræðustjóri verður Þor- geir Ástvaldsson, fréttamaður. ■ URIEL West hefur hring- ferð sína um landið með nám- skeiði í umbreytingardansi helgina 17.-19. maí. Fyrsta námskeiðið verður í Reykja- vík, 31. maí verður hann á Akureyri. Næstu helgar þar á eftir verður hann á Egilstöð- um, Höfn, Vestmanneyjum og síðasta námskeið hans verð- ur 9 daga samfellt námskeið í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 12.-21 júlí. Ókeypis kynning á umbreytingardansi verður laugardaginn 6. júlí kl. 14.00 í húsnæði Yoga-studio í Hát- úni 6a. Þeir sem hafa áhuga á helgarnámskeiðinu geta verið með föstudagskvöldið 17. maí og ákveðið eftir það hvort þeir vilja taka þátt í námskeiðinu alla helgina. Skráning og allar nánari upplýsingar um nám- skeiðin gefur Yoga-studio, Hátúni 6a. ■ DR. SUSAN Warwick, dósent við enskudeild York Háskóla í Ontario í Kanada, flytur opinberan fyrirlestur, í boði íslandsdeildar Norræna félagsins og heimspekideild- ar Háskóla íslands föstudag- inn 17. maí kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Popular Culture in Canada“ og verður fluttur á ensku. Dr. Susan Warwick hefur stundað kennslu og rann- sóknir á kanadískum bók- menntum og dægurmenningu, m.a. á tengslum afbrota og menningar. Hún hefur ritað tvær bækur um kanadíska rit- höfundinn Margaret Laur- ence, auk bókarkafla og greina, einkum um kanadíska kvenhöfunda. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. ■ TÖL VUSÝNING verður í Miðbæ í Hafnarfirði föstu- daginn 17. og laugardaginn 18. maí. Þar mun Tæknival sýna t.d. nýjustu Multimedia frá Hyundai ásamt því að sýnt verður hvernig tengja má Husqvarna saumavél við tölvu og vinna á hana þannig. Tvær nýjar verslanir hefja nú starf- semi sína í Miðbæ. Það er versl- unin Glasgow og gjafavöru- verslunin Slaufan. Þessar verslanir munu hefja starfsemi á næstu dögum. ■ TUND URSPILLIRINN Gloucester kemur í vináttu- heimsókn til Reykjavíkur í dag að því er segir í fréttatil- kynningu frá Brezka sendiráð- inu í Reykjavík. Skipið verður í Reykjavíkurhöfn frá 16. maí til 20 maí, en skipherrann er T. A. Cunningham. Skipið verður til sýnis almenningi laugardaginn 18. maí á tíma- bilinu frá klukkan 14 til 16:30. ■ SKAGFIRÐINGAFÉLÖG- IN í Reykjavík verða með boð fyrir eldri Skagfirðinga I Drangey, Stakkahlíð 17, á uppstigningadag 16. maí og hefst það kl. 14. FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg KÓR Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. Söngur aldraðra í Digraneskirkju SAMSÖNGUR verður laugardag- inn 18. maí klukkan 16 í Digra- neskirkju í Kópavogi. Þar syngja fjórir kórar aldraðra; Söngvinir í Kópavogi, Kór FEB í Reykjavík og nágrenni, Kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík og Vorboð- ar í Mosfellsbæ. Þrír kóranna eiga tíu ára af- mæli á þessu ári. Kórarnir syngja einir sér og einnig saman. Efnis- skráin er fjölbeytt. Tillögum um Heilsuvernd arstöð mótmælt HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og ljósmæður Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hafa kynnt sér tillögur stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og eru sammála um eftirfarandi: „Þeir eru mótfallnir tillögu um að leggja stöðina niður í núverandi mynd. Sú starfsemi sem þar fer fram hefur breyst með tilkomu heilsugæslustöðvanna en verður ekki lögð niður. Þeir eru mótfallnir því að heilsu- vernd fari undir stjórn sjúkrahúsa. Tillögur um Forvarnastöð íslands er allrar athygli verð. Þeir eru ósáttir við að ekki var haft meira samráð við hjúkrunar- fræðinga og ljósmæður eða aðra fagmenn stöðvarinnar áður en til- lögurnar voru lagðar fyrir heilbrigð- isráðherra. Það vegur þó þyngst að þeirra áliti að faglegra sjónarmiða verði gætt í hvívetna við nánari útfærslu á tillögunum verði þær samþykktar og fara fram á að fulltrúar þeirra taki þátt í þeirri vinnu. Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur hefur á að skipa sérfræðingum í hverri grein sem þar er sinnt sem hafa aflað sér víð- tækrar sérþekkingar. Hana þarf að nýta, hún má ekki glatast.“ Fundur um forgangsröðun áherslusviða í rannsóknum HÁSKÓLI íslands og Rannsóknar- ráð íslands með stuðningi „The British Council" boða til fundar um forgangsröðun áherslusviða í rann- sóknum föstudaginn 17. maí. Eftir því sem hlutverk vísinda í hagsæld og bættri félagslegri stöðu þjóða hefur verið skilgreint skýrar hafa raddir um forgangsröðun í vísindum orðjð æ háværari. Á fundinum munu tveir breskir sérfræðingar á sviði stefnumótun- ar í vísindum halda framsöguerindi og fjalla um aðferðir til forgangs- röðunar og kosti hennar en einnig hvaða galla forgangsröðunin getur haft. Þetta eru prófessorarnir Ben R. Martin og dr. Thomas G. Whist- on frá Science Policy Research Unit (SPRU) við háskólann í Sussex. Að framsögum þeirra loknum mun Sigmundur Guðbjarnason, pró- fessor og formaður Rannsóknarráðs íslands, stjórna pallborðsumræðum. I pallborði verða Ástráður Eysteins- son, prófessor í heimspekideild HÍ, Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður Samtaka iðnaðarins, Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður mennta- málanefndar Alþingis og Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsvís- indadeild HÍ. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 Odda, Háskóla íslands, kl. 14 föstudaginn. Landsbankahlaupið á laugardag HIÐ árlega Landsbankahlaup fer fram í ellefta sinn laugardaginn 18. maí 1996. Landsbanki íslands stendur fyrir hlaupinu í samvinnu við Frjálsíþróttasambandið. Hlaupið er fyrir 10-13 ára krakka (fæddir 1983-1986). í ár er hlaupið á 35 stöðum þar sem Landsbankinn hefur útibú og hefst það á flestum stöðum kl. 11. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu sam- einast útibúin um eitt hlaup í Laug- ardalnum. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn gestum í boði bankans á hlaupadeginum. Það er því upp- lagt fyrir pabba, mömmu og systk- ini að koma með í Laugardalinn. Skráning í hlaupið fer fram í öll- um útibúum Landsbanka íslands. Júróvisjónfólk hittist TÍU ár eru nú liðin frá því íslending- ar tóku fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en keppnin var þá haldin í Bergen og framlag íslendinga var Gleðibank- inn eftir Magnús Eiríksson í flutn- ingi Icy-tríósins. 1 tilefni af þessum tímamótum efnir „Bergenfarafélagið" til söngvakeppnishátíðar í Ásbyrgi, Hótel íslandi, næstkomandi laugar- dagskvöld, 18. mai, þar sem öllum Júróvisjónförum undanfarinna tíu ára gefst kostur á að koma saman, snæða pottrétt gegn vægu gjaldi og horfa og hlýða á beina útsend- ingu frá Ósló í góðum tækjum. Á eftir er veislugestum boðið að sjá stórsýninguna Bítlaárin 1960 til 1970. Ganga á Reykjavegi FERÐAFÉLÖGIN Ferðafélag ís- lands og Útivist hafa ákveðið að sameinast um 8 ferða raðgöngu til kynningar á gönguleið er nefnd hefur verið Reykjavegur og liggur frá Reykjanesvita um og meðfram Reykjanesfjallgarði og Hengli til Þingvalla. Gönguleiðin liggur um mjög fjölbreytt landsvæði og á nokkrum viðkomustöðum eru mikil jarðhitasvæði þar sem hveragufur stíga til himins og þar af er nafn- ið Reykjavegur dregið. Annar áfangi göngunnar verður í dag, fimmtudaginn 16. maí, og hefst austan Þorbjarnarfells og liggur leiðin áfram sunnan Sand- hnúks, um Vatnsheiði, Beinvörðu- hraun en þar liggur leiðin milli hrauns og hlíða, austur í krikann vestan undir Hrafnshlíð. Áfram er haldið austur yfir Borgarhraun með stefnu á Borgarfjall sem er syðsti hluti Fagradalsfjalls. Gatan norður með Hrafnshlíð er hluti af gamalli leið, svokölluðum Sand- akravegi. Fyrir austan Borgar- hraun breytir landið um svip, við taka blásnar hlíðar og melar tneð Slögu og Skála-Mælifell á hægri hönd. Ekki er úr vegi að staldra við hjá Drykkjarsteini norðan Slögu en sagt er að vatn sem safn- ast saman í holu í honum þrjóti aldrei. Endar svo gangan við Skála-Mælifell. Brottför er kl. 10.30 og er aðal- brottfarastaður frá Umferðarmið- stöðinni að sunnanverðu en stans- að verður við Mörkina 6, á Kópa- vogshálsi og við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Einnig er sætaferð frá BSK í Keflavík og frá Festi, Grindavík kl. 11.15. Fararstjórar frá báðum félögum munu leiða hópinn. Þátttakendur eru hvattir til að mæta vel búnir og með nesti. -----♦ ♦ ♦--- 10 ára afmæli Grandaskóla GRANDASKÓLI heldur upp á tí- unda starfsár sitt 18. maí nk. Skól- inn verður opinn öllum milli kl. 11-16. Til sýnis verða verk nemenda sem unnin hafa verið í vetur. í tilefni af þessum tímamótum var efnt til hugmyndasamkeppni um gerð kennsluforrits. Á skólasafni skólans verða sýndar þær hugmyndir sem bárust í samkeppnina. Klukkan 11 mun menntamálaráðherra afhenda verðlaun fyrir þtjár bestu hugmynd- irnar úr samkeppninni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.