Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 67 BREF TIL BLAÐSINS Frá Ólafi R. Dýrmundssyni: LÍFRÆN ræktun - hvað er nú það? spyr Pálmi Stefánsson efna- verkfræðingur í Ósló í bréfi til biaðsins sunnudag 12. maí sl. Hann dregur í efa að lífræn mat- væli á borð við grænmeti séu holl- ari en önnur og gefur í skyn að markaðssetning lífrænt vottaðra afurða sé sölubrella. Verið sé að blekkja neytendur því að í nýjum sænskum rannsóknum hafi komið í ljós að enginn munur sé á næring- argildi grænmetis framleidds ann- ars vegar með lífrænum áburði og hins vegar með tilbúnum áburði. Alit Pálma endurspeglar frétta- flutning um þessar niðurstöður, m.a. í sjónvarpi hér á landi síðla vetrar. En hér er ekki allt sem sýnist. Skýrsla um sænsku rannsókn- irnar birtist í ritinu Vár Föda, 8.. tbl. 1995 og þar kemur skýrt fram að þær taki nær eingöngu til nokkurra gæðaþátta sem unnt er að meta með efnagreiningum. Þótt lítill mUnur kæmi fram á milli lífrænna og annarra afurða hvað varðaði suma þessa þætti Lífræn ræktun er fram- tíðin var í flestum tilvikum minna af skaðlegum aðskotaefnum í lífræn- um vörum og lífrænir tómatar og gulrætur reyndust hafa meiri bragðgæði. Þar sem lífrænar bú- fjárafurðir voru ekki teknar með í rannsóknunum var ekki tekið tillit til vistvæns lífræns búfjár- halds án hefðbundinna lyfja og hormóna og sömuleiðis var ekkert tillit tekið til hinna margvíslegu jákvæðu áhrifa sem lífrænir bú- skaparhættir hafa á umhverfið, t.d. í sambandi við mengunai-varn- ir. Það er því ljóst að sú túlkun á framangreindum niðurstöðum sem Pálmi og fleiri hafa haldið fram er mjög villandi. Fram- leiðslukostnaður lífrænna afurða er oftast meiri en á þeim hefð- bundnu en vaxandi fjöldi neytenda kaupir þær og greiðir fyrir nokkuð hærra verð vegna hinna sjálfbæru framleiðsluhátta og þeirra gæða sem fólk metur mikils. Til fróðleiks skal geta þess að allítarlega lýsmgu á viðurkennd- um lífrænum framleiðsluháttum hér á landi er að finna í lögum nr. 162/1994 og reglugerð nr. 219/1995. Efling lífrænna bú- skaparhátta hér er verðugt lang- tímaverkefni sem ekki byggist á neinum misskilningi því að unnið er innan ramma alþjóðlegra reglna og í samræmi við re.glu- gerðir Evrópusambandsins. Því síður er um sölubrellu að ræða því að vaxandi fjöldi bænda og neytenda kann að meta gildi líf- rænnar ræktunar og afurða henn- ar. Lífrænn búskapur er veiga- mikill liður í eflingu sjálfbærrar þróunar. Þetta er framtíðin. DR. ÓLAFUR R. DÝRMUNDSSON, Bændasamtökum íslands, Reykjavík. Guðœundw Rapi Gemóal væntanlegur forsetaframbjóðandi Þín hjálp fleytir mér áfram Yfiriýsing:________________________________________ ■ Ég undirrituð/-aður mæli nieð Guðmundi Rafni Geirdal sem forsetaefni við kjör til forseta íslands sem fram á að faraþann 29. júní 1996: Nafn ____ Lögheimili______________ Kennitala Sendist til: Guðmundur Rafn Geirdal, Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík. (S. 567 892 L s. 567 8922, fs. 897 2350, bt. 846 5015, fax 567 8923). Frá Gísla Ólafi Péturssyni: í FRAMHALDI af ágætri frétt Mbl. þann 10. maí sl. af dpktors- vörn Högna Egilssonar við Óslóar- háskóla fyrr á þessu vori langar mig að bæta við örfáum orðum - vegna þess að ég var þar til staðar. Högni er Vestfirðingur, frá Suð- ureyri við Súgandaíjörð, og starf- aði að mörgu áður en hann fór til Noregs 1969. Meðal annars kenndi hann við Kennaraskólann og var skólastjóri við Skóla ísaks Jónsson- ar. Það áréttist hér með um fjöl- skyldu Högna að fyrri kona hans var Halldóra Gissurardóttir. Þau skildu 1971 og háfa síðan bæði búið í Noregi. Dóttir þeirra er Lilja Kolbrún, sem býr í Reykjavík ásamt börnum sínum, sem eru Gísli Örn og Rakel. Seinni kona Högna er dr. scient. Liv Randi Opdal, lektor Dr. philos. Högni Egilsson og námsstjóri við Akershus-háskól- ann. Dóttir þeirra er Birgitte, en dóttir Liv af fyrra hjónabandi er Runa. Þau búa í Bærum við Ósló. Högni lauk embættisprófi í upp- eldisfræðum frá Óslóarháskóla 1974 og hefur síðan kennt þau fræði um árabil sem försteamanu- ensis við norska kennaraháskólann í viðskiptagreinum. í frétt Mbl. er vitnað til umsagn- ar nefndarinnar sem fjallaði um doktorsritgerðina þar sem fram kom að hún taldi þetta mikilvægt verk af mörgum ástæðum. Þar var sérstaklega nefnt það ljós sem hann varpar á streiturannsóknir og teng- ir niðurstöður þeirra með öðrum hætti en gert hefur verið. Við vörnina luku andmælendur miklu lofsorði á Högna og verk hans og töldu niðurstöður hans mjög mikilvægar: Þeir hvöttu hann eindregið til að koma þeim sem fyrst á framfæri bæði við lærða og leika. Við Óslóarháskóla eru ráðgerðir fyrirlestrar fyrir háskólakennara og annað starfsfólk strax í sumar. Það er vonandi að Háskóli íslands og Kennaraháskólinn sjái sér fært að fá Högna til að halda fyrirlestra um þessi efni hér heima áður en mjög langt um líður. GÍSLI ÓLAFUR PÉTURSSON, Grenigrund 2b, Kópavogi. ©merísku Starcraft fellihýsin og pallhús- in eru ekki aðeins á góðu verði því gæðin eru ósvikin. Einnig Camp-let tjaldvagnarnir sem hafa reynst svo vel hér um áraraðir og eru fádæma traustir. Skoðaðu líka fortjöldin, ferða- og gasvöruna eða hjólhýsin sem við útvegum beint frá framleiðenda. AREIÐANLEIKI ÁR EFTIR ÁR ! GÍSLI JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 með útvarpi, segulbandi og 3ja diska spilara. 2x25 wött Bor- og skrúfuvél sem hægt er að hlaða. Vélin hefur sjálfherðandi borpatrónu hraðastillingu hægri og vinstri snúning, 9,6 wött Aður 6.850 nú 4.998 Blandari Brauðrist tekur 4 sneiðar «„2.820 .o 1.998 með þremur hraðastillingum Áður 3.695 nú 2.998. H 54 x 40 x 31 aðeins 990 H 60 x 45 x 35 aðeins l .690 H 65 x 51 x 41 aðeins l .990 Bastkörfur Kjarakaupí Lágmúla 6, Reykjavik, simi 568-4910. Óseyri 4, Akureyri, simi 462-4964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.