Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 134. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín Rússlandsforseti heitir uppstokkun í stjórn sinni Zjúganov boðar hóf- semd og sátt Moskvu, Jekaterínbúrg, Brussel. Reuter. KOSNINGABARÁTTU Borís Jelts- íns, forseta Rússlands, lauk í Jekat- erínbúrg, heimaborg hans, í gær með áskorun til Rússa um að snúa bökum saman um framboð hans í kosningunum á morgun og lofaði hann uppstokkun í stjórninni næði hann kjöri. Gennadí Zjúganov, fram- bjóðandi og leiðtogi kommúnista, kvaðst þegar hafa unnið kosningarn- ar og siðustu kannanir í gær bentu til þess að hann hefði á ný tekið frumkvæðið. Bann er við birtingu kannana síðustu tvo daga fyrir kjör- dag og var því ekki skýrt frá þessum umskiptum opinberlega í Rússlandi. Er Zjúganov, sem ekki kom fram á útifundum í gær, ræddi við frétta- menn í Moskvu vísaði hann eindreg- ið á bug ásökunum þess efnis að hann hygðist afnema lýðræði og hét að leita eftir málamiðlunum við keppinauta sína ef hann sigraði. Sagði hann óhjákvæmilegt að næsta ríkisstjórn yrði samsteypustjórn en varaði Jeltsín við því að reyna að hindra valdatöku kommúnista með bolabrögðum. „Við styðjum tjáningarfrelsi - það verður tryggt með lögum. Pólitískt frelsi, það verður tryggt með lög- um,“ sagði frambjóðandinn í viðtali við sjónvarpsstöð með aðalstöðvar í Pétursborg. Þar í borg hafa umbóta- sinnar mikið fylgi. í gær var síðasti dagur kosninga- baráttunnar og notaði Jeltsín tæki- færið til að lofa róttækum breyting- um á stjórn sinni er hann ávarpaði stuðningsmenn í Jekaterínbúrg. Sagði hann þörf á „nýju fólki með nýjar hugmyndir til að tryggja að umbætur verði gerðar með raun- verulega nýjum hætti“. Forsetinn útiiokaði á hinn bóginn að róttæku umbótasinnarnir sem skipuðu stjórn hans fyrstu árin og margir Rússar telja að hafi valdið versnandi lífs- kjörum, einkum meðal eftirlauna- þega, myndu á ný taka sæti í stjórn. Jeltsín endurtók í síbylju að sigur kommúnista aðeins fimm árum eftir hrun Sovétríkjanna myndi stöðva umbætur og leiða til borgarastríðs. „Megum ekki gefa eftir“ „Við höfum þurft að þola mörg áföll á undanförnum fimm árum. En við höfum einnig lært mikið. Nú megum við ekki gefa eftir,“ sagði Jeltsín á rokktónleikum í Jekaterín- búrg sem um 15.000 manns sóttu. Jeltsín hefur reynt að höfða til ungs fólks og þáttur í því er að haldnir hafa verið rokktónleikar víða um Rússland honum til stuðnings. Einnig hafa popptónlistarmenn kom- ið fram í auglýsingum fyrir Jeltsín. ■ Harmar samstöðuskort/16 Reuter STUÐNINGSMENN Borís Jeltsíns forseta veifa rússneska fánanum á útifundi forsetans í Jekaterínbúrg í gær. Japanskur kaupahéðinn játar gífurleg mistök í koparviðskiptum Tapaði 126 milljörðum króna London. Reuter. GÍFURLEGT tap japanska stórfyr- irtækisins Sumitomo í koparvið- skiptum á málmmörkuðum í Lond- on gæti reynst vera mesta tap í sögu fjármálamarkaða í heiminum, að því er haft var eftir fjármálasér- fræðingum í gær. Yfirmenn Sumimoto tilkynntu í New York á fimmtudag að fyrir- tækið hefði tapað um það bil 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem svarar 126 milljörðum ís- lenskra króna, á koparviðskiptum, sem gerð voru í heimildarleysi á undanförnum tíu árum. Ennfremur var tilkynnt, að yfirmanni verð- bréfaviðskipta fyrirtækisins, Yasuo Hamanaka, hefði verið sagt upp störfum. Fjárhagsstaða fyrir- tækisins er þrátt fyrir þetta sögð vera sterk. „Herra fimm prósent“ Yfirmenn fyrirtækisins sögðu að Hamanaka hefði játað, að hafa í heimildarleysi stundað viðskipti sem leiddu til tapsins. Hefði hann haldið þessu leyndu með fölsunum. „Þetta gæti varpað ljósi á það, hvers vegna koparverð féll ekki á samdráttarskeiðinu í upphafi níunda áratugarins, þegar tap var á öllu öðru málmnámi," sagði fjár- málasérfræðingur. Ákvarðanir Hamanakas, um hvað skyldi keypt og hvað selt, réðu í raun heimsmarkaðsverði á kopar. Hann er 48 ára og er lýst sem hæglátum manni, næstum feimnum. Hann var stundum kall- aður Herra fimm prósent, vegna þess að málmadeildin, sem hann var í forsvari fyrir, réð næstum fimm prósentum allra koparvið- skipta í heiminum, og Sumitomo var umsvifamesta fyrirtækið á markaðnum. „Hann var eiginlega alltaf í gráum jakkafötum. Við héldum alltaf að hann væri dyggur fyrir- tækismaður," sagði steini lostinn samstarfsmaður. Reuier PORSTJÓRI Sumitomo-fyrirtækisins, Tomiichi Akiyama, í miðið, og fram- kvæmdasljórar hans, hneigja sig fyrir fréttamönnum í Tókýó í gær. Hamanaka Doleí sókn Washington. Reuter. NÝ skoðanakönnun CNN/ Time Magazine, sem birt var í Bandaríkjunum í gær, gefur til kynna að mjög dragi nú saman með Bill Clinton forseta og væntanlegum frambjóð- anda repúblikana, Bob Dole. Forsetinn hefur haft mikla yfirburði í könnunum síðustu mánuði en var nú með 49% fylgi, Dole 43%. Fyrir mánuði hafði Dole aðeins 34% stuðning en Clinton 56%. Talið er að vaxandi grun- semdir um að forsetinn og eig- inkona hans hafi á sínum tíma brotið lög í tengslum við Whitewater-fjársvikamálið eigi m.a. sinn þátt í umskiptunum. Ráðstefna um frið í Bosníu Karadzic fari frá Flórens. Reuter. LEIÐTOGI Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, verður að láta af völdum, segir í yfirlýsingu, sem samþykkt var í gær á ráðstefnu utanríkisráð- herra rúmlega 40 landa um friðar- aðgerðir í Bosníu. Ráðstefnan var haldin í Flórens á Italíu. í yfirlýsingunni er mælst til þess að kosningar verði haldnar í Bosníu 14. september, eins og kveðið er á um í friðarsamningum, sem undirritaðir voru í Dayton í Bandaríkjunum fyrir hálfu ári. Á fundi, sem fyrrum stríðandi aðilar í Bosníu héldu samhliða ráð- stefnunni, var skrifað undir samn- ing um takmörk vopnabúnaðar aðil- anna. Er þar kveðið á um að Bosn- íu-Serbar skuli draga hvað mest úr vopnaeign sinni. Samningurinn er sagður vera stórt skref í friðarátt í Bosníu. ------» » »---- Minni and- staða við hvalveiðar? Tókýó, Ósló. Reuter. JAPANSKIR embættismenn telja, að andstaðan við hvalveiðar minnki óðum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) en ársfundur þess hefst í Skotlandi síðar í mánuðinum. Japanir segja, að töluverð við- horfsbreyting hafi átt sér stað með- al aðildarríkja IWC frá síðasta árs- fundi og nefna sem dæmi Suður- Afríkustjórn, sem hefur látið af fyrri andstöðu sinni og telur nú, að rétt sé að hefja takmarkaðar veiðar. Þá hefur þýska þingið einnig dregið í land og styður ekki lengur algert veiðibann. Um 40 grænfriðungar frá ýmsum Iöndum reyndu að hindra fjóra hrefnuveiðibáta í að sigla úr höfn skammt frá Kristiansand í Noregi í gærmorgun. Stóð í hörðu stappi í fjórar klukkustundir en síðan leyst- ist allt friðsamlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.