Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1996 33
AÐSENDAR GREINAR
Vímuvamir í Reykjavík —
verkefni sem skilar árangri
REYKJAVÍKURBORG hefur í
vetur gengist fyrir margvíslegum
verkefnum í tengslum við varnir
gegn vímuefnum.
Síðastliðið sumar sam-
þykkti borgarráð fram-
kvæmdaáætlun í vímu-
vörnum og skipaði sér-
staka Vímuvamar-
nefnd til að hafa um-
sjón með framkvæmd
hennar. Forvarnavikur
í félagsmiðstöðvum og
skólum, Mótorsmiðja,
leitarstarf í hverfum,
miðbæjarhvarf, götur-
ölt, samstarf i hverf-
um, jafningjafræðsla,
vímuvamaskólinn og
ýmis stuðningsúrræði
eru meðal fyrirbæra
sem skotið hafa rótum
í starfinu að undan-
fömu. Þessi verkefni hafa vakið
mikla athygli og mælst mjög vel
fyrir. Borgaryfirvöld líta svo á að
til þess að snúa við þeirri óheillaþró-
un sem verið hefur í neyslu vímu-
efna þurfi að koma til víðtækt sam-
starf þeirra aðila sem tengjast börn-
um og unglingum við leik og störf.
Ekki með skammtima uppákomum
heldur með langtímastefnumótun
og aðgerðir í huga.
Forvarnavikur og
forvarnadagar
í öllum félagsmiðstöðvum og
mörgum skólum borgarinnar vom
í vetur haldnar sérstakar forvarna-
vikur. Félagsmiðstöðvarnar gerðu
séstakar áætlanir í forvarnastarfí
sem unnið var eftir og var sam-
starf við skólana þar sem því var
við komið hluti af verk-
efninu. í félagsmið-
stöðvunum er klúbba-
og hópastarf stór hluti
af starfseminni og er
það mikilvægur vett-
vangur forvarnastafs.
Unglingarnir unnu að
margvíslegum verk-
efnum og fræðslu var
komið á framfæri með
ýmsu móti. Starfsfólk
félagsmiðstöðvanna
sótti einnig sérhæft
námskeið um for:
varna- og leitarstarf. í
félagsmiðstöðvunum
er unnið 1. og 2. stigs
forvarnastarf, þ.e. að
reyna að koma í veg
fyrir að neysla hefjist og að vinna
gegn neyslu eftir að hún hefst.
Mótorsmiðjan
Mótorsmiðjan er úrræði fyrir þá
unglinga í áhættuhópnum sem hafa
áhuga á vélhjólum. Umsjón er á
hendi félagsmiðstöðvarinnar Fjör-
gynjar. Samstarf er við Unglinga-
deild og Útideild félagsmálstofnun-
ar um reksturinn og hverfíslögregl-
an í Grafarvogi er í góðu sam-
bandi. Unglingar geta ekki gengið
beint inn í starfíð af götunni heldur
verður þátttaka að fara í gegnum
tilvísunaraðila sem er í góðu sam-
bandi við unglinginn.
Vímuvarnaskólinn er samstarfs-
Ekki með skammtíma
uppákomum, segir
-----?--------------
Gísli Arni Eggertsson,
heldur sem langtíma
stefnumótun.
verkefni fjölmargra aðila sem tekið
hafa höndum saman um fram-
kvæmd þessa verkefnis. Má þar
nefna SÁÁ, Fræðslumiðstöð í fíkni-
vörnum (FRÆ), Rauða krossinn,
Barnaverndarstofu, Forvarnadeild
lögreglunnar auk Iþrótta- og tóm-
stundaráðs, skólaskrifstofu og fé-
lagsmálstofnunar.
Við framkvæmd verkefnisins var
einnig lögð áhersla á að skólamir
gerðu sér áætlanir um vímuvamir
með það að markmiði að nemendur
grunnskólanna hafni vímuefnum. í
framhaldi af þessu starfi verður
efnt til námskeiða við kennarahá-
skólann fyrir þá kennara sem hafa
munu umsjón með forvarnastarfi í
skólunum. Þá verður fræðsluefni
það sem notað var í Vímuvarnaskól-
anum fjöifaldað og gert aðgengilegt
fyrir kennara og aðra þá sem geta
nýtt sér það við fræðslustarf. Við
skólaslit Vímuvarnaskólans nú í vor
kom fram mikil ánægja með þetta
verkefni og óskir um að skólamir
verði aðstoðaðir við að efla mögu-
leika sína til forvarnastarfs til við-
bótar þeim verkefnum sem þegar
eru unnin í skólunum.
Jafnhliða starfí Vímuvarnaskól-
ans var á starfsdögunum í hveiju
hverfi efnt til nokkurs konar æsku-
lýðsdags þar sem börn og unglingar
gátu kynnt sér og tekið þátt í starf-
semi á vegum ýmissa aðila, s.s.
félagsmiðstöðva, íþrótta- og æsku-
lýðsfélaga, kirkjunnar og fleira.
ITR bauð nemendum frítt í sund, í
Húsdýragarðinn, á Skautasvellið í
Laugardal og sérstök kynning var
á starfsemi Hins hússins. Fjölmarg-
ir nemendur nýtt sér vel þennan
dag.
Ýmis önnur verkefni
Jafnframt því sem að ofan hefur
verið talið er unnið að fjölmörgum
öðmm forvamaverkefnum fyrir
ungt fólk í borginni. í samstarfi
Unglingadeildar Félagsmálastofn-
unar og íþrótta- og tómstundaráðs
er yfir sumarið unnið að þremur
verkefnum. Þau em: Hálendishóp-
urinn sem er stuðningsúrræði fyrir
unglinga sem eiga í félagslegum
erfiðleikum, Vinnuhópur unglinga
sem er starfsþjálfun fyrir þá sem
þurfa sérstakan stuðning og aðstoð
á vinnumarkaði og því tengt er Sjó-
liðaverkefnið sem er starfsþjálfun
til sjós og við sjóvinnu. í Hinu hús-
inu er unnið að fjölda verkefna fyr-
ir ungt fólk. Margt af því má telja
til forvarnastarfs en Hitt húsið er
miðstöð atvinnuúrræða á vegum
Reykjavíkurborgar fyrir ungt fólk
yfir 16 ára aldri. Þá gaf Iþrótta-
og tómstundaráð út upplýsingarit
sem dreift er á heimili allra 13 til
16 ára unglinga í borginni. Ritið
heitir „Frístundir“ en í því er lögð
áhersla á forvamastarf auk þess
að kynna ÍTR almennt.
Lokaorð
Opinberir aðilar, jafnt ríkisvaldið
og sveitarfélögin, verða að marka
sér skýra stefnu í málefnum barna
og unglinga ekki síður en í öðrum
málaflokkum. Slík stefna verður að
byggjast á raunhæfu mati á að-
stæðum ungs fólks og hafa það að
markmiði að efla virkni og ábyrgð
þeirra sem taka þátt í að ala upp
kynslóðina sem taka á við þjóðfé-
laginu. Mikilvægustu einingarnar
em heimilin, skólinn og frítíminn
en þar fer jafnframt fram sú félags-
mótun sem vegur þyngst í lífi ungs
fólks að ógleymdu hlutverki fjöl-
miðlanna. Neysla vímuefna er því
miður of stór þáttur í okkar samfé-
lagi og það kemur harðast niður á
æsku landsins. Margt í þróun þess-
ara mála undanfarin ár er skelfilegt
og þeirri þróun verður að snúa við.
Borgaryfírvöldum er ljós sú ábyrgð
sem þau verða að taka. Næstu verk-
efni Vímuvarnanefndar Reykjavík-
urborgar er að hvetja aðra aðila til
stefnumótunar og markviss sam-
starfs, bæði heildstætt og í hinum
ýmsu hverfum borgarinnar. Hér má
nefna íþróttafélög, skáta, kirkju,
heilsugæslu, lögreglu, íbúasamtök
og heimilin auk þeirra fjölmörgu
samtaka og stofnana sem vinna for-
vama- og fræðslustarf meðal barna
og unglinga. Öllum þessum aðilum ^
þarf að skapa vettvang fyrir stefnu-
mótun og samvinnu. Það er mikið
verk framundan sem ekki síst er
fólgið í að skapa nýjar ímyndir fyrir
böm og unglinga í þroskavænlegu
umhverfi. Efla þarf jákvæða sjálfs-
mynd þeirra, því að þegar upp er
staðið er þorri bama og unglinga
heilbrigt og lífsglatt fólk sem óskar
þess heitast að eiga bjarta framtíð.
Höfundur er æskulýðs- og
tómstundafulltrúi.
Gísli Árni
Eggertsson
Símaafsláttur til
stj órnmálaflokka
FYRIR margt löngu börðumst
við Arinbjörn Kolbeinsson læknir
fyrir því að stjórnmálaflokkum liðist
ekki sjálftaka úr sjóðum Pósts &
síma, þegar þeir héldu
alþingis- og sveita-
stjómarkosningar.
Neitaði Jón Skúlason,
þáverandi póst- og
símamálastjóri, mér um
upplýsingar um þessi
mál, þar sem ekki
mætti gefa upp við-
skipti einstakra sím-
notenda.
II.
Nú hefur hin
skelegga alþingiskona
Kristín Halldórsdóttir
knúð fram skýrslu úr
hendi Halldórs Blöndal
samgönguráðherra,
þar sem kemur fram, að
þjófaflokkar þeir, sem kenna sig
Stofna þarf stjómlaga-
dómstól, segir Leifur
Sveinsson, þar sem
láta má reyna á
lögmæti ýmissa
stjórnvaldsaðgerða.
við stjórnmál, ná fram 8,4 milljóna
afslætti af símgjöldum í kosningum
1994 og 1995. Þann 30. nóv. 1994
reit ég í Mbl. grein um fjármál
stjórnmálaflokkanna, þar sem þess
var krafist, að þeir, sem fé þægju
af fjárlögum, legðu fram
endurskoðaða
reikninga í lok hvers
árs. Nú endurtek ég
þá kröfu með enn
meiri þunga, þegar
símþjófnaðurinn hefur
verið löggiltur, sbr.
frétt í Mbl. þann 7.
júní sl.: „85% afsláttur
af síma“.
III.
Nú er það
fyrirspurn mín til
Halldórs Blöndal:
„Munu stjórnmála
flokkamir njóta svip-
aðs afsláttar, þegar
Póstur & sími hf.
hefur tekið til starfa og hlutabréfið
eina komið niður í Engeyjarskúff-
una í samgönguráðuneytinu?"
IV.
Það má ekki dragast öllu lengur,
að stofnaður verði hér á landi
stjórnlagadómstóll, eins og tíðkast
t.d. í Þýskalandi, þar sem unnt er
að láta reyna á lögmæti ýmissa
stjórnvaldsaðgerða. Almenningur
stendur varnarlaus gagnvart frekju
stjórnmálaflokkanna, þeir rugla
saman ríkissjóði og flokkssjóðum.
Við slíkt ástand verður ekki unað
til lengdar.
Höfundur er lögfræðingur.
Leifur Sveinsson
Blað allra landsmanna!
-kjarni málsins!
Sundlaugin er öllum opin.
amenn og
Sunnudaginn 16. júní verður ókeypis
aðgangur að allri þjónustu í
Hraunborgum frá kl. 14.00 -17.00,
auk þess verður boðið upp á gos, pylsur
og ís í tilefni dagsins.
Sundlaugin er opin frá
15. mai til 15. september.
Sun. - fös. 10.00 - 16.30 og 20.00 - 22.00
laugardaga 10.00 - 22.00
útivistarparadís og þar geta allir í
fjölskyldunni fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þar er sundlaug, heitir pottar,
vatnsgufubað, golfvöllur, minigolf,
leikvöllur, körfuboltavöllur, fótboltavöllur,
hjólaleiga, hestaleiga og reiðskóli svo
eitthvað sé nefnt.
Reiðskólinn Hrauni
%lU (GjpÐl) enlniessíS
\_ jyrAimuwg>u!/