Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1996 27 AÐSENDAR GREINAR Samkeppnin fer harðn- andi í póstflutningum 3. grein SEGJA má að það hafi gengið eins og rauður þráður í gegnum umræðurnar um hlutafjárvæðingu Pósts og síma hjá þeim sem eru andvígir breytingunni að hvað sem símanum liði væri a.m.k. óhætt enn um sinn að reka póstþjónustuna sem opinbera stofnun. Látið var í veðri vaka að á því sviði væri sam- keppnin ekki jafn hörð og atvinnu- öryggi póstmanna og -kvenna ekki í hættu. Norrænar póststofnanir hafa þó á undanförnum árum verið að segja upp þúsundum starfs- manna, búið er að breyta póstinum í Svíþjóð og Finnlandi í hlutafélög og slík breyting er nú í alvarlegri skoðun í Noregi til þess að bæta samkeppnishæfnina. Norska póst- þjónustan hefur þegar tekið ákvörð- un um að loka 900 pósthúsum af 2.300, en 450 verða rekin af einka- aðilum. Það hefur með öðrum orð- um sýnt sig að póstþjónustan verð- ur ekki rekin með árangri af opin- berri stofnun heldur verður hún að hafa möguleika á að keppa eins og hvert annað fyrirtæki. Við íslend- Póstþjónustan verður ekki til frambúðar rekin í sömu skorðum og nú, segir Halldór Blöndal, og þess vegna er nauðsynlegt að skjóta fleiri stoðum undir rekstur hennar. ingar erum að komast í sömu stöðu. Og allt hefur þetta gerst þrátt fyr- ir það að enn reyni menn að ríg- halda í hinn gamla einkarétt sem gilt hefur á póstsviðinu, en fyrirsjá- anlegt er að hann verður afnuminn innan fárra ára, af því að hann samræmist ekki nútíma viðhorfum fólks til eðlilegrar samkeppni. Menn setja jafnaðarmerki milli stöðnunar og einokunar og stöðnun er sama og afturför. Auðvitað markaði það þáttaskil þegar það var ákveðið með kon- ungsbréfi á því herrans ári 1776 að póstsamgöngur skyldu teknar upp hér á landi. Þá þótti það óhjá- kvæmilegt að ríkið hefði hönd í bagga til þess að fyllsta öryggis yrði gætt og unnt að tryggja að bréf og sendingar kæmust á leiðar- enda. Ég ætla ekki að rekja sögu póstþjónustunnar en minni á að 1782 hóf fyrsti landpósturinn göngu sína og 90 árum síðar, eða árið 1872 var skipaður forstjóri póstmála. Árið eftir var fyrsta ís- lenska frímerkið gefið út og 1874 var Alþjóðapóstsambandið stofnað. Póstlögin í heild sinni eru nú í endurskoðun með hliðsjón af þeim breytingum sem eru í mótun á Evrópska efnahagssvæðinu. Rekstur póstsins færist óðfluga inn í hringiðu samkeppninnar eftir því sem árin líða. Það er bein afleiðing tækniframfara. Faxið er orðið gamaldags. Tölvupósturinn hefur leyst það af hólmi að nokkru leyti og svo er alnetið að breiða sig yfir allt. Auk þess eru fyrirtæki komin til sögunnar sem keppa við póstinn í dreifingu fjöldasendinga og aug- lýsingapésa, pakka og hraðsend- inga. Áf þessum aðilum er mjög þrýst á að einkaréttur póstsins á hefðbundum bréfasendingum verði felldur niður. Það stendur að vísu ekki til nú. En það breytir því ekki að póstþjónustan verður ekki til frambúðar rekin í sömu skorðum og nú og þess vegna er nauðsyn- legt að skjóta fleiri stoðum undir rekstur hennar og treysta þær sem fyrir eru. Það verður ekki gert nema póstinum verði breytt úr stofnun í hlutafélag. í þessu samhengi er nærtækt að vísa til þess, að rekstur póstsins liggur nú undir smásjá og hafa komið fram kærur til Samkeppnis- stofnunar af þeim sökum. Auðvitað vegna þess að menn una því ekki að opinber stofnun sé of umsvifa- mikil á hinum opna markaði. Það segir hins vegar ekki að póstþjón- ustan megi ekki vera rekin af sterku fyrirtæki því að auðvitað verður hún að vera það. Að öðrum kosti hafa menn ekki tryggingu fyrir því að sendingar komist tryggilega til skila og svo megum við ekki gleyma þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem aðild okkar að Alþjóðapóstsambandinu leggur á okkur. Eftir sem áður getum við deilt um það hvort Póstur og sími eigi að vera eitt eða tvö fyrirtæki. Ef ég hefði tekið ákvörðun um að kljúfa reksturinn nú væri það um leið ákvörðun um að slá málinu á frest í heild sinni. Til þess höfðum vegna verður það mál ast möguleikar til þess tekið upp hjá hinu nýja Hf að hann breikki starfs- fyrirtæki. Eins og áður V . * H svið sitt til þess m.a. hefur komið fram hef K að nýta betur póstferð- ég.ekki sannfæringu ^ * j ’,r’ e’n^um sveita °g skilnaður pósts og síma L Það yrði tvímælalaust landi við okkar sér- HBk ir íbúana og lækkaði stöku aðstæður. Hér á kostnað við margs landi er þéttriðið net b4ÉHb konar aðföng. Tryggar pósthúsa, stórra og RgS' £ samgöngur og hófleg- smárra, og sums staðar HP-# Æ æE9H ur flutningskostnaður eru verkefnin vitaskuld E.'Jff MÆKgMeru hvarvetna for- takmörkuð. Þess vegna ff \Hr áWÆH^HH senda fyrir heilbrigð- er það til þess fallið að Halldór Blöndal um rekstri og þar með styrkja starfsemi stuðningur við að póstsins á fámennum stöðum ef byggðin geti haldist á afskekktustu starfsfólkið nýtist símanum jafn- stöðum. framt. __________________________________ Um leið og rekstrarforsendur Höfundur er samgönguráðherra.. r C. $ 04 !í ps oL H cs J -vertu viðbúimm vinningi Vertu með fyrir kl. 20?J>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.