Morgunblaðið - 15.06.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 31
AÐSENDAR GREINAR
ÞETTA leitar á
hugann eftir lestur
þeirrar skýrslu upp á
74 blaðsíður sem sam-
gönguráðherra hefur
nú nýlega gefið út og
nefnist „Stefnumótun
í ferðaþjónustu". I
inngangi skýrslunnar
rekur ráðherra að
þarna sé um að ræða
niðurstöðu stýrihóps
sem hann skipaði á
síðastliðnu hausti til
þess að marka stefnu
stjórnvalda í ferða-
málum. Þetta sé hinn
ytri rammi stefnumót-
unarinnar og nú verði hafist handa
um úrvinnslu einstakra þátta, sem
snúa að innviðum greinarinnar.
Það er alltaf lofsvert þegar
menn leggja í það tíma og orku
að átta sig á stöðu sinni og mögu-
leikum til framtíðar, og því ber í
sjálfu sér að þakka þetta framtak
samgönguráðherra. Sem fulltrúi
kaupmanna og aðili að því starfi
sem fram fór í mörgum málefna-
hópum í vetur, bar ég mig eftir
skýrslunni þegar ég frétti að hún
væri komin út, og hóf lesturinn
fullur eftirvæntingar. En nú bar
svo við, að því meira sem ég las
þá dvínaði þakklætið sem áður var
getið, spurningar hrönnuðust upp
og roði færðist í kinnar lesandans.
Að loknum lestrinum veitist undir-
rituðum auðvelt að leyna hrifningu
sinni á kverinu og ritstjórn þess.
Til að skýra þetta er e.t.v. best
að tipla á efni skýrslunnar í sömu
röð og það birtist'í henni.
En fýrst er nauðsynlegt að setja
fram á ótvíræðan hátt hver er
þýðing verslunarinnar í verðmæta-
og atvinnusköpun sem tengist
ferðamálum. Talið er að árleg
verslun erlendra
ferðamanna hér á
landi sé um 2,-2,5
milljarðar króna, og
að auka megi þessa
verslun í 4,5 milljarða
króna árlega um
næstu aldamót. Til
aldamóta megi jafn-
framt fjölga störfum
við verslun til erlendra
ferðamanna um 200
ársverk.
Eyðsla erlendra
ferðamanna er talin
skiptast eins og sýnt
er á meðfylgjandi
kökuriti.
Eins og fram kemur hér að ofan
er talið að ferðamenn noti fjórðung
af eyðslufé sínu í verslun, og má
af því ráða hversu þýðingarmikil
verslun er, þegar talað er um er-
lenda ferðamenn og tekjur þjóðar-
innar af þeim. Ferðaþjónusta án
verslunar er óhugsandi.
Ef vikið er að skýrslunni
„Stefnumótun í ferðaþjónustu"
vekur fyrst athygli, að í 8 manna
stýrihópi er enginn fulltrúi versl-
unarinnar. Að gagnasöfnun unnu
15 menn, en enginn þeirra frá
verslun. Greint er frá því í skýrsl-
unni að Kaupmannasamtökin hafi
unnið tillögur um stefnumótun
fyrir verslunina með tilliti til ferða-
mannaverslunar(!). Þetta er hálfs-
annleikur, því Kaupmannasamtök
íslands, Félag íslenskra stórkaup-
manna og Bílgreinasambandið
mynduðu málefnahóp sem fekilaði
ítarlegri skýrslu og greinargerð
um málið. Þessu efni er ekki gerð
viðhlítandi skil í skýrslunni, hvorki
tillögum né greinargerðum. í meg-
instefnu er það eitt sagt um versl-
un, að „Verslun ferðamanna verði
aukin“. Það er dæmigert um þekk-
ingu skýrsluhöfunda' á þýðingu
verslunar í ferðaþjónustu, að versl-
unarinnar er að litlu getið og ævin-
lega síðast í upptalningu lykilatr-
iða og skilgreininga. Hestaferðum
er t.d. gert mun hærra undir höfði
í þessu riti en verslun, og mætti
ætla að þýðing þeirra fyrir tekjur
þjóðarinnar af erlendum ferða-
mönnum væri mun meiri en versl-
unar. Skýrsluhöfundar ættu e.t.v.
að snúa sér meira að umfjöllun
um hesta, en fela öðrum að fjalla
um ferðafólk.
Og þó er ljós í myrkrinu. Á blað-
síðu 19, meðal þess síðasta sem
talið er upp í helstu niðurstöðum,
segir: „Stefna ber að því að auka
ferðamannaverslun og líta ber á
hana sem mikilvægan hluta af
ferðaþjónustu." Þetta var nú ekki
svo slæmt, og því er flett áfram
til áð sjá þetta útskýrt betur. í
næsta kafla, sem fjallar um töluleg
markmið, hlýtur eitthvað að koma
fram um verslunina, en nei, svo
reynist ekki vera. Og áfram er
flett og ekki er minnst á ferða-
Ég harma það lánleysi,
segir Sigurður
Jónsson, að bera þetta
rit á borð fyrir þjóðina.
mannaverslun. En þar sem ekki
er heldur minnst á hestaferðir er
ekki ástæða til að örvænta. Og
svo kemur að umfjöllun um mark-
aðsmál, og þá hlýtur nú að koma
góður kafli um verslunina þar sem
ferðamaðurinn ver 25% útgjalda
sinna. En því miður, ekkert þar.
Fjallað er um rekstrarumhverfi og
aðstöðu ferðaþjónustu, en þrátt
fyrir ítarlegar tillögur og greinar-
gerðir vinnuhóps um ferðamanna-
verslun sem áður er getið, þá ból-
ar ekkert á þessum atriðum þarna.
Og áfram er flett og sjá; öll blað-
síða 38 fjallar um hestaferðir, sem
vissulega er hið besta mál. Loks
á blaðsíðu 42 kemur að ferða-
mannaverslun, sem fær tæpa hálfa
blaðsíðu, segi og skrifa V) bls.
Undir fyrirsögninni „Markmið og
leiðir“ eru nefnd tvö málefni og
tengd atriði, nefnilega einföldun
og einkavæðing endurgreiðslu-
kerfis virðisaukaskatts, og að
verslun í Leifsstöð verði rekin á
viðskiptalegum grundvelli, versl-
unarrýmið aukið og fleiri fái að-
stöðu til verslunarreksturs. Mikil-
væg mál, sem vonandi verða bæði
að veruleika, og nú hefur verið
stofnað einkafyrirtæki með þátt-
töku verslunarinnar sem hefur
fengið starfsleyfi hjá fjármála-
ráðuneytinu til að annast endur-
greiðslu virðisaukaskatts til er-
lendra ferðamanna. Þetta fyrir-
tæki er nú að hefja rekstur og eru
miklar væntingar bundnar við
starfsemi þess. Það sem eftir er
af skýrslunni fjallar um ýmsa i
þætti ferðaþjónustu, þar á meðal j
er ítarefni um hestaferðir, en, J
verslunar er ekki getið frekar í 9
þessu riti samgönguráðuneytisins.
Snautlegra verður það varla, og
er ekki að sjá að fyrri yfirlýsingu
um mikilvægi verslunar í ferða-
þjónustu hafi fylgt nein alvara. ‘ I
Ég vil ekki láta hjá líða, þrátt
fyrir allt, að lýsa ánægju með þá
vinnu að úttekt á og stefnumótun
fyrir ferðamannaverslun sem unn-
in var á síðastliðnum vetri, og
kaupmenn, stórkaupmenn og aðil-
ar úr bílgreininni lögðu töluverðan
metnað í að vanda til. Leitað var
fanga víða, og með ágætri aðstoð
Kristjáns Jóhannssonar lektors
dregnar saman með hefðbundnum
hætti niðurstöður um stöðu, mögu-
leika og tillögur um markmið
ferðamannaverslunar á Islandi.
Þessi vinna skilar sér án efa í
auknum skilningi þeirra sem komu
að málinu, sem getur færst út í *
greinina og gert ferðamannaversl-
un betri. Eg hygg að flestir mál-
efnahóparnir sem unnu að tillög-
um til stýrihóps ráðuneytisins hafi
unnið gott starf. Skýrsla ráðherra
hefði e.t.v. getað skilað nokkrum
árangri ef til hennar hefði verið
betur vandað, og efni hennar verið
í samræmi við þýðingu einstakra
þátta í ferðaþjónustunni. Ég
harma þess vegna lánleysi ráð-
herra, að bera þetta rit á borð
fyrir þjónina sem stefnumótun ís-
lands í ferðaþjónustu. Vonandi
tekst betur til við endurskoðun
þeirrar stefnu árið 1999, - eða
fyrr!
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Eyðsla erlendra ferðaman
SKEMMTANIR
2%
ÞJÓNUSTA
FERÐAIÍÖG
GISTING
36%
VERSLUN
25%
Verslun er vanmetinn
þáttur ferðaþjónustu
Sigurður
Jónsson
Heimdellinga-
dagurinn
ÞAÐ hefur varla far-
ið framhjá neinum sem
opnar Morgunblaðið
reglulega að Heimdell-
ingar hafa eignað sér
einn dag ársins, rétt
eins og ýmsar starfs-
stéttir gera, að ónefnd-
um reyklausa deginum,
bílalausa deginum,
bindindisdegi fyölskyld-
unnar svo fátt eitt sér
nefnt. En Heimdelling-
ar eru hógvært fólk í
eðli sínu og kjósa því
að nefna daginn ekki
eftir sjálfum sér heldur
versta óvini sínum;
skattinum. í kringum
Sigþrúður
Gunnarsdóttir
seilist eftir og svífst
einskis til að ná í þá,
ef marka má boðskap
hinna hógværu Heim-
dellinga.
í hvað fara
skattarnir?
Svo sérkennilega vill
til að það kemur hvergi
fram í greinunum,
þrátt fyrir óheyrilegan
fjölda þeirra, að pen-
ingarnir sem fara í
umrætt skattaskrímsli
séu ef til vill nýttir í
eitthvað gagnlegt. Nú
vill svo skemmtilega til
myndir af Ingólfi Arnarsyni þar sem
hann stendur uppi á Arnarhóli og
getur sig hvergi hrært fjalla um-
ræddir Heimdellingar á óvæginn
hátt og með stórum orðum um hinn
ógurlega skattadag, þ.e. daginn
þegar landsmenn hætta að „vinna
fyrir hið opinbera og fara að vinna
fyrir sjálfa sig“. Hið opinbera er,
fyrir þá sem ekki vita, hræðilegt
skrímsli sem býr sennilega einhvers
staðar í miðborg Reykjavíkur og
étur þorska, höfrunga, loðnur og
hrognkelsi frá landsmönnum, en
sækist þó helst eftir að fá að narta
í fáeina Jóna, Brynjólfa, Kjarvala
svo ekki sé minnst á Ragnheiðar
sem því finnst hreint lostæti. Já,
það eru peningar sem þessi óvættur
að ég veit ýmislegt um
það hvert skattamir sem landsmenn
borga fara og hver tilgangur þeirra
er og finnst tilvalið að koma því á
framfæri, þótt ekki sé nema til
þess að forða landsmönnum frá
þeirri (villu)trú að fólk undir þrítugu
sé alls ófrótt um þessi málefni! Eg
veit nefnilega að hversu óháður sem
maður vill vera þjóðfélaginu, þá
kemst maður aldrei hjá því að hafa
gagn af þeim peningum sem varið
er í sameiginlega neyslu þjóðarinn-
ar. Það má rífast um fijálsa aðild
að verkalýðsfélögum og Stúdenta-
ráði Háskóla Islands en frjáls aðild
að þjóðfélaginu er því miður ómögu-
leg. Flest fæðumst við á sjúkrahús-
um sem hið opinbera rekur, njótum
heilsugæslu hins ópinbera, göngum
í skóla á kostnað hins opinbera,
göngum og ökum á götum hins
opinbera og svona mætti lengi telja.
Með öðrum orðum, hið opinbera
annast ýmislegt sem einstaklingar
ættu í erfiðleikum með að annast
sjálfir. Það sem getur aldrei borgað
sig, skilað arði en almannaheill
krefst að fólk geti notið óháð efna-
hag og félagslegrar stöðu.
Telgujöfnun
Skattakerfið er þess utan besta
leiðin sem fundin hefur verið til að
jafna kjör manna í landinu. Fyrir
þess tilstuðlan get ég, svotil tekju-
laus námsmaður, gengið að heil-
brigðiskerfinu og skólakerfinu til
jafns við þá sem þéna hundruð
þúsunda á mánuði, ‘munurinn er
einungis sá að þeir greiða fyrir það
núna með sköttunum sínum en ég
á (vonandi) eftir að gera það seinna
á lífsleiðinni. Ég segi vonandi,
vegna þess að því miður er rekin
launastefna í landinu sem hefur það
í för með sér stór hluti landsmanna
lifir á þvílíkum sultarlaunum að það
þykir ekki taka því að taka af hon-
um skatta. Einn dellingurinn sagði
að launafólk í landinu ætti frekar
að halda upp á þennan svokallaða
skattadag en frídag verkalýðsins
1. maí. Það er hins vegar ekkert
fjarri verkalýðshreyfíngunni en að
lasta velferðarkerfið og tekjustofna
þess, hún byggði það upp sjálf.
Vinnandi fólk á íslandi veit að það
er ekki að vinna fyrir ríkið, það er
að vinna fyrir sjálft sig. Gallinn er
sá að undanfarnar ríkisstjórnir hafa
markvisst verið að svíkja þetta fólk
með því að spara peninga við heil-
brigðis- og skólakerfið og leggja á
síaukin þjónustugjöld, nægir þar
að nefna nýlega samþykkt um
skólagjöld í Háskóla íslands. Gall-
inn á skattakerfinu sem tekjujöfn-
unarleið er þó sá að tekjulágt fólk
í landinu er ekki eina fólkið sem
ekki greiðir skatta. Skattsvik má
með réttu kalla þjóðaríþrótt íslend-
inga, flestir sem eiga þess kost
reyna að komast hjá því að greiða
tekjuskatt og staðreyndin er því
miður sú að aðeins lítill hluti vinn-
andi manna í þjóðfélaginu greiðir
skatta. Þetta kemur fram ár hvert
þegar skattar landsmanna eru gerð-
ir upp og stóreignamenn eru skráð-
ir með sáralitlar ef nokkrar tekjur
Fyrirmyndarríki Heim-
dellinganna, segir
Sigþrúður Gunnars-
dóttir, virðist vera
Island ársins 874.
þrátt fyrir gríðarlegar eignir og
umsvif í atvinnulífinu. I grein eins
dellingsins var þeirri tilgátu fleygt
fram að ef skattar yrðu lækkaðir
myndu skattskil batna. Ég vil leyfa
mér að snúa þessari fullyrðingu
við: Ef fleiri borguðu skattana sína
væri hægt að lækka þá. Ég efast
stórlega um að skattsvikarar þessa
lands myndu hlaupa upp til handa
og fóta ef skatturinn færðist niður
um nokkur prósentustig, hvort sem
það á við skatt á einstaklinga, virð-
isaukaskatt eða aðrar opinberar
álögur. Það eina sem getur spornað
við skattsvikum er hugarfarsbreyt-
ing, fólk verður að finna sig, sam-
visku sinnar vegna, knúið til að
leggja til samneyslunnar. Greina-
flóð Heimdellinganna stuðlar ekki
að slíkri hugarfarsbreytingu, þvert
á móti.
Aftur til landnámsaldar
Fyrirmyndarríki Heimdelling-
anna virðist vera ísland ársins 874,
þegar Ingólfur Amarson sigldi yfir
hafíð frá Noregi til íslands á opnum
báti undan skattpíningu Haraldar
hárfagra. Ansi finnst mér það langt
gengið! Flestir láta sér nægja að
líta aftur til 19. aldar til að finna
gömlu góðu dagana, eða í mesta
lagi til miðalda þegar hetjur riðu
um héruð og gullaldarbókmenntir
þjóðarinnar voru skráðar á skinn.
Ég vona að það sé ekkert fleira sem
dellingarnir vilja sækja til land-
námsaldarinnar en skattaleysið. Ég
vona að þeir vilji ekki sækja þræla-
haldið,- örbirgðina, stéttaskipting-
una og fátæklingadauðann; pestirn-
ar, blóðhefndina og feðraveldið. Það
hefur mikið vatn runnið til sjávar
frá dögum Ingólfs Amarsonar og
eitt af því sem fólkinu, vinnandi
fólki í landinu, hefur tekist að koma
á fót er mennta- og heilbrigðiskerfi
fyrir alla, almannatryggingar og
annað sem liggur beinast við að
þjóð byggi upp og nýti í samein-
ingu. Það hefur tekist að byggja
upp kerfi þar sem þeir leggja til fé
sem eiga það en allir fá að njóta
þess. Það er gott kerfi! Auðvitað
má deila endalaust um umsvif ríkis-
ins og í hvað á að nýta þá peninga
sem innheimtast með sköttum frá
fyrirtækjum og einstaklingum en
að ráðast á skattakerfið í heild og
fjalla um það eins og óalandi og
ófeijandi villidýr eins og Heimdell-
ingarnir hafa gert á síðum Morgun-
blaðsins undanfamar vikur er
óábyrgt og hæfir ekki ungu fólki
sem þykist hafa áhuga á stjórnmál-
um.
Höfundur er formaður Drifandi,
félags ungs Alþýðubandalagsfólks
í Reykjavik.