Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 15. JUNI 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
EF ÞÚ ert ekki
hlaupakona þá getur
þú verið göngukona í
góðu formi.
Þegar við ætlum að
bæta úthaldið við
göngu og ganga til að
þjálfa líkamann þá ber-
um við okkur öðruvísi
að en við venjulega
göngu og gefum öðrum
' þáttum gaum. Við
göngum þá nokkra
kílómetra á dag þrisvar
sinnum eða oftar í viku
hverri. Með slíkri þjálf-
un getum við bætt lík-
amlegt ástand veru-
lega. Sú tækni sem við
tileinkum okkur í göngu ræður því
hversu vel okkur tekst til með þjálf-
unina, hversu fljótt þolið eykst og
hvort álagsmeiðsli og verkir fylgja
aukinni þjálfun.
Því hraðar sem gengið er því
fléiri hitaeiningar eru notaðar. 60
kílóa kona brennir 192 hitaeining-
um með því að ganga 5 km á klst.
»-og 232 hitaeiningum með því að
ganga 6,5 km á klst. Til samanburð-
ar brennir kona sem er 90 kíló 286
hitaeiningum með 5 km göngu á
klst. og 348 hitaeiningum með því
að ganga 6,5 km. Að ganga upp í
móti eykur brennsluna til muna.
75 kílóa kona sem gengur 5 km í
10% halla upp á við brennir þannig
rúmlega 500 hitaeiningum.
Gangan hefur mjög jákvæð áhrif
á heilsuna. T.d. eykst góða kólester-
ólið (HDL) nægjanlega til að
minnka líkur á hjártaáfalli. Þannig
er minni hætta á beinþynningu og
blóðþrýstingur lækkar. Líkur á að
fá sykursýki eru einnig minni. Við
gönguþjálfun eykst andleg vellíðan
til muna og auðveldara er að losa
sig jafnóðum við streitu sem oft
vill hlaðast upp.
En hvernig á að
ganga?
Réttu vel úr líkam-
anum og hafðu eyru,
axlir, mjaðmir, hné og
ökkla í lóðréttri línu.
Höfuðið á að vera beint
þannig að hakan vísar
að hálsi, bakið beint og
spenna rass- og maga-
vöðva. Ef hallað er
fram þegar gengið er,
eins og margir gera
þegar þeir eru að flýta
sér, er hætta á bak-
meiðslum. Horfðu fram
á við og reyndu að forð-
ast aðstæður þar sem
þú neyðist til að horfa
niður til að hrasa ekki. Slakaðu á
öxlum og haltu þeim í beinni línu
frá mjöðmum. Ekki slengja öxlun-
um fram eða halda þeim upp að
eyrunum. Beygðu olnboga í 90 og
Ganga hefur mjög
jákvæð áhrif á heilsuna,
segir Helga Guð-
mundsdóttir, og hvetur
konur til að þjálfa
líkama sinn.
hafðu lófana í eðlilegri stöðu, ekki
kreppa hnefana. Ef olnbogar eru
ekki beygðir nægjanlega er hætta
á að fingur bólgni og hjartsláttur
verður ekki eins hraður (þá verða
þjálfunaráhrifin minni). I hveiju
skrefi teygjum við á lærvöðvum,
komum fyrst niður á hælinn og
rúllum yfir á tábergið. Skrefin sem
tekin eru eiga að vera í þægilegri
lengd, ekki of stutt og ekki of löng.
Reyndu að ná upp taktfastri göngu
þannig að hreyfingin verði mjúk en
ákveðin. Ef gengið er upp í móti
verður að halla fram ög þarf þá að
gæta þess að halda bakinu áfram
beinu, horfa fram á við og draga
hökuna í átt að bijósti.
Mikilvægt er að gera teygjuæf-
ingar fyrir og eftir gönguna. Þann-
ig að teygt er á stóru vöðvahópun-
um framan og aftan á lærum, kálfa-
vöðva, handleggs- og brjóstvöðva.
Gott er líka að teygja hálsvöðva en
það þarf að gera mjög varlega.
Skórnir eru oft besta vörnin gegn
meiðslum. Vertu í góðum skóm með
þykkum og mjúkum sóla með góðri
sveigju og stöðugleika. Ef þú færð
óþægindi í fæturna, hnén eða
mjaðmirnar gætu sérsmíðuð inn-
legg hjálpað þér.
Að ganga með lóð getur verið
varasamt þótt það auki hitaeininga-
brennsluna og þjálfi líkamann á
annan hátt. Hætta er á að ökklalóð
valdi meiðslum í hnjám og handlóð
geta hæglega valdið meiðslum í
olnbogum. Flestir íþróttafræðingar
mæla ekki með því að nota lóð við
gönguþjálfun.
Þjálfun getur verið margvísleg
og hefur gangan sem þjálfun hing-
að til verið vanmetin að margra
mati en þessi umfjöllun sýnir að
gangan er mjög góð íþrótt. í
Kvennahlaupinu er ekki skilyrði að
keppast við að komast sem fyrst í
mark. Skilyrði er að hver kona sigri
eigin markmið og það gerum við
hvort sem við erum hlaupakonur
eða göngukonur, í hvaða formi sem
er.
Heimildir: The New York Times.
Personal Health, apr. 1996.
Höfundur er íþróttafræðingur og
framkvæmdastjóri íþrótta fyrir
alla, sem sér um framkvæmd
Kvennahlaups ÍSÍ.
Ganga í
kvennahlaupi!
Helga
Guðmundsdóttir
ÞAÐ 'er mér alltaf
lúmskt gaman að lesa
greinar unga fallega
fólksins, sem gagnrýn-
ir velferðarþjóðfélagið
reglulega á síðum
Morgunblaðsins. Þetta
fólk er svo vel snyrt
og geislar svo af bros-
mildri velvild til alls og
allra, að maður hrekk-
ur stundum svolítið
við, að nema kenning-
arnar, sem virðast ekki
alltaf vera alveg í sam-
ræmi við engilbjartan
" svipinn. Oftast fyrir-
gefst því þó, vegna
þess að svipurinn á
myndunum er svo lítið markaður
af lífsreynslu. Þó finnst manni á
stundum að eitthvað hljóti að hafi
farið úrskeiðis í uppeldinu eða er
það kannske ríkisrekna skólakerfið,
sem hefur brugðist.
Því urðu þessar hugleiðingar
til eftir daglega morgunlesningu
„blaðs allra landsmanna“ sólardag-
inn 4. júní 1996.
Sænski spéfuglinn, skáldið, rit-
* höfundurinn og myndlistarmaður-
inn Albert Engström, segir í einu
af ritum sínum, í máli og mynd,
eftirfarandi skopsögu: Gamall, út-
slitinn, kengboginn og veðurbitinn
bóndi situr svolítið afsíðis á krá og
hlustar á nokkra sléttgreidda og
velklædda fijálshyggju-pilta þeirra
tíma ræða þjóðfélagsmál (slíkt um-
ræðuefni hæfði þá ekki
konum). Loks getur
gamli maðurinn ekki
lengur orða bundist,
stendur upp og segir,
„þið talið um fátækt!
Hvað vitið þið um fá-
tækt? Foreldrar mínir
voru svo fátækir, að
þeir áttu ekki einu sinni
lýsnar sem skriðu á
þeim“.
Lái það hver sem
vill, þó þessi saga kæmi
upp í hugann, þegar
ég las, með morgun-
kaffinu, grein eftir eina
brosmilda og svip-
hreina, unga konu um
bölvun hins „svokallaða velferðar-
kerfis“, sem dregur fé, sem aflað
er með „hörðum höndum“, úr greip-
um hins íslenska skattborgara.
Nú væru þó nokkur teikn á
lofti um nýja tíma og von til þess
að meira af því fé sem þegnarn-
ir með „hörðu hendurnar“ afla,
yrði eftir i vösum þeirra í stað
þess að gleypast af ríkishítinni
til framfærslu ómaga eins og
atvinnuleysingja. námsmanna,
sjúklinga og gamalmenna. Bæri
að þakka þetta byijandi skatta-
vor öruggri og stefnufastri fjár-
málastjórn síðustu ríkisstjórna
undir forystu Sjálfstæðisflokks-
ins.
Það er auðvelt að gleyma og
ennþá auðveldara að sjá ekki, það
Það er auðvelt að
gleyma og ennþá auð-
veldara að sjá ekki, seg-
ir Arni Björnsson það
sem við viljum ekki sjá.
sem við viljum ekki sjá.
Það vill gleymast, að það voru
menn með harðar hendur, hertar
af skóflu, haka og ár, sem reistu
hér háskóla, sjúkrahús, þjóðleikhús
og sundhöll á kreppuárunum milli
heimsstyijaldanna og það voru þeir
og konurnar þeirra með hendur
hertar af hrífuskafti, sárar af salt-
fiski og soðnar úr þvottabölum, sem
byggðu undirstöðurnar undir það
„svokallaða velferðarkerfi", sem
fólkið með mjúku hendurnar, sem
aðeins þekkir blöðrur eða sigg í
lófum undan tennisspöðum eða
golfkylfum, vill nú skera niður við
trog.
Það er líka auðvelt að loka aug-
unum fyrir því að fólkið með hörðu
hendurnar, sem byggði sjúkrahúsin,
skólana, hafnirnar og vegina er nú
meðal þeirra, sem þurfa á velferðar-
kerfínu að halda, til að geta kvíða-
laust horft fram á starfs- og ævilok.
Munið það, þið ungu menn og
konur, sem aldrei genguð með harð-
ar eða sárar hendur undan ár,
skóflu, hrífu eða saltfiski, að löngu
á undan kennimönnunum Miltoni
Friedman og Hannesi Hólmsteini
gekk um á bökkum árinnar Jórdan
síðhærður, berfættur kennimaður
sem sagði „það sem þér gerið mín-
um minnsta bróður, það gerið þér
og mér“.
Höfundur er læknir.
Af hörðum hönd-
um o g mjúkum
L
Árni
Björnsson
Innlend dag-
skrárgerð
Á SÍÐUSTU vikum
hefur í kjölfar skýrslu
starfshóps um endur-
skoðun á útvarpslögum
farið fram mikil um-
ræða í fjölmiðlum um
framtíðarhlutverk Rík-
isútvarpsins. Almennt
eru menn nokkuð sam-
mála um að eitt helsta
framtíðarhlutverk og
markmið stofnunarinn-
ar verði að stórauka
hlut innlendrar dag-
skrárgerðar í Sjónvarpi
til þess að vinna á
móti þeim erlendu
áhrifum sem yfir þjóð-
ina ganga í stórauknu
framboði á erlendu sjónvarpsefni.
Yfirmenn stofnunarinnar hafa
skundað fram á'ritvöllinn og reynt
að telja þjóðinni trú um að til þess
að þetta markmið geti verið raun-
hæft verði að auka fjárframlög til
Ríkisútvarpsins.
Sérstaklega rýrt framlag Ríkis-
sjónvarpsins til innlendrar dag-
skrárgerðar á síðustu árum er at-
hyglisvert og enn athyglisverðari
er bægslagangur yfírmanna RÚV
þegar þeir hver af öðrum reyna að
telja sjálfum sér og þjóðinni trú um
að ekki sé hægt að gera betur nema
með auknu fjármagni.
Það er merkilegt að lesa pistil
útvarpsstjóra sem birtist í Morgun-
blaðinu þriðjudaginn 5. júní. Þar
hamast hann við að sannfæra þjóð-
ina um að Sjónvarpið eyði 62% af
ráðstöfunarfé sínu í íslenskt efni.
Kvikmyndagerðarmenn sem árum
saman hafa staðið í dagskrárfram-
leiðslu geta ekki annað en brosað
af þeirri framsetningu sem hann
ber á borð fyrir þjóðina.
Enn á ný reyna yfirmenn Sjón-
varpsins að slá ryki í augu fólks,
með því að rugla saman hugtökun-
um innlend dagskrárgerð og ís-
lenskt efni í sjónvarpi. Árum saman
hefur það tíðkast að skilgreiningin
á innlendri dagskrárgerð er sú dag-
skrárframleiðsla Sjónvarpsins sem
unnin er á vegum innlendrar dag-
skrárdeildar. Það að telja íþróttir,
fréttir, fréttatengt efni og o.s.frv.
til innlendrar dagskrárgerðar er til-
raun til þess að fela sannleikann
um það hversu litlu af ráðstöfun-
arfé Sjónvarpsins er í raun varið
til dagskrárgerðar.
Á ráðstefnu Alþýðubandalagsins
Innlend dagskrárdeild:
Fréttir og fréttatengt efni:
íþróttir:
varpsefni sem stenst
samanburð við dag-
skrárframleiðslu ann-
arra landa þá sjaldan
að það fær tækifæri til
þess að sýna hæfni
sína. Fréttaflutningur
er ekki og verður aldr-
ei innlend dagskrár-
gerð, heldur upplýs-
ingaþjónusta.
íslenskt efni í sjón-
varpi getur til dæmis
verið beinar útsending-
ar frá Alþingi, útsend-
ing á dagskrárskilti,
klukku o.s.frv. Allt er
þetta íslenskt efni í
sjónvarpi en ekki er
það metnaðarfullt. Með sömu rök-
um gætu forráðamenn Sjónvarpsins
sett myndavél í gluggann á Lauga-
veginum sem sýndi umferðina þar
fyrir utan allan sólahringinn og
kallað það íslenskt. efni í sjónvarpi.
Félag kvikmyndargerðarmanna
hélt opinn fund um málefni Sjón-
varpsins 5. mars síðastliðinn þar
sem gestir fundarins voru Gunn-
laugur Sævar Gunnlaugsson for-
maður útvarpsráðs og Sveinbjörn
Eina leið Sjónvarpsins
til þess að sættast við
notendur sína, segir
Viðar Garðarsson,
er að stórauka fram-
leiðslu á innlendu
dagskrárefni.
I. Baldvinsson fyrrverandi dag-
skrárstjóri. Þar komu fram mjög
athyglisverðar upplýsingar sem
vert er að gefa gaum. Hagdeild
Ríkisútvarpsins (sem er hluti af
Fjármáladeild) hefur upp á síðkast-
ið verið að reikna heildarrekstar-
kostnað framleiðsludeilda Sjón-
varpsins og reikna þá allan kostnað
s.s. þjónustu tæknideildar, hlutfall
yfirstjórnar o.s.frv. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem fram komu
á þessum fundi er skipting milli
framleiðsludeilda með þessi
hætti: ..
milljónir % af ráðstöfunarfé
355,7 25
402,7 28
117,0 8
Viðar
Garðarsson
um stöðu Ríkisútvarpsins í harðn-
andi samkeppni sem haldin var 9.
mars gerðu yfirmenn Ríkisútvarps-
ins tilraun til þess að sýna fram á
aukna innlenda dagskrárgerð með
því að telja til innlendrar dagskrár-
gerðar 200 klst. útsendingu frá
Alþingi. Þetta uppátæki þeirra lýsir
vel metnaðarleysi þeirra og van-
hæfni í stjórnun stofnunarinnar.
í grein útvarpsstjóra segir m.a.:
,En Sjónvarpið ver sínu takmarkaða
rekstrarfé í ríkum mæli til innlendr-
ar dagskrárgerðar. Þeir sem halda
öðru fram fara villir vega.“ Enn á
ný á að reyna að blekkja þjóðina
með því að rugla saman hugtökun-
um innlend dagskrárgerð og ís-
lenskt efni í sjónvarpi og skal nú
reynt að auka skilning útvarps-
stjóra á þessum hugtökum.
Innlend dagskrárgerð er þegar
sérstakir dagskrárliðir eru fram-
leiddir af því hæfa dagskrárgerðar-
fólki sem starfar bæði innan veggja
Sjónvarpsins og utan þess. Kvik-
myndagerðarfólki sem hefur gegn-
um árin aflað sér bæði menntunar
og reynslu til þess að útbúa sjón-
Á þessu sést glögglega að ein-
ungis 25% af ráðstöfunarfé Sjón-
varpsins fara til innlendrar dag-
skrárgerðar. Sjónvarpið sem hefur
ótvíræðar skyldur við íslenska
menningu ver stærri hlut af ráðstöf-
unarfé sínu í fréttaflutning en gerð
innlends dagskrárefnis. Ohætt er
að fullyrða að hvergi í nágranna-
löndum okkar sjáum við hlutfall í
líkingu við þetta.
Tími er til kominn að yfírstjórn
Ríkisútvarpsins taki sér tak og geri
sér grein fyrir því að eina leið Sjón-
varpsins til þess að sættast við
nauðuga notendur sína og skapa
sér sérstöðu í sívaxandi samkeppni,
er að stórauka framleiðslu á inn-
lendu dagskrárefni. Þetta gerist
ekki fyrr en yfirmenn stofnunarinn-
ar hætta að rugla saman hugtökun-
um innlend dagskrárgerð og ís-
lenskt efni í sjónvarpi og viður-
kenna að betur má ef duga skal.
Höfundur er
kvikmyndagerðarmaður og
fornmður Framleiðcndafélagsins,
félags kvikmyndaframleiðenda.