Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Silli MYNDIN var tekin í heimsókn Önnu Bjargar Aradóttur til Húsavíkur. F.v. Aðalsteinn Baldursson, Elín B. Hartmannsdótt- ir, Sveinn Hreinsson, Guðmundur Birkir Þorkelsson, Anna Björg Aradóttir og Friðfinnur Hermannsson. Heilsuefling hefst hjá þér Húsavík - Samstarfsverkefnið Heilsuefling, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Land- læknisembættið gengust fyrir um forvarnir og bætta lífshætti og hófst 1994 hefur nú unnið mark- visst í tvö ár og er verið að vinna úr skýrslum starfseminnar svo hægt sé að meta árangurinn. Markmið verkefnisins var m.a. áð vekja almenning til ábyrgðar og umhugsunar um heilbrigða lífs- hætti, bætta þekkingu á áhættu- þáttum langvinnra sjúkdóma og slysa og auka vilja og möguleika almennings til að lifa heilsusam- legu lífi. Eitt af meginverkefnum var samstarf við fjögur sveitarfélög; Hafnarfjörð, Húsavík, Hornaijörð og Hveragerði, með það að augna- miði að reyna þar aðferðir sem síð- ar gætu orðið öðrum sveitarfélög- um hvatning til frekara starfs á sviði heilsueflingar. Verkefni heilsubæjanna hafa verið margs- konar, s.s. heilsuefling í skólum, á vinnustöðum, í félagsmiðstöðvum og hjá fjölskyldum í samstarfi við ýmsar stofnanir og félög. Verkefnisstjórinn á vegum heil- brigðisráðuneytisins var Anna Björg Aradóttir og kom hún nýlega til Húasvíkur til að ræða við þá heimamenn sem stjórnað hafa heilsueflingunni undanfarin tvö ár. Þau eru Elín B. Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ingólfur Freysson, kennari, Sveinn Hreins- son, tómstundafulltrúi, Einar Njálssonar, bæjarstjóri, Friðfinnur Hermannsson, sjúkrahúsforstjóri, Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari og Aðalsteinn Bald- ursson, formaður Verkalýðsfélags- ins. Heimamenn lýstu gjörðum sín- um og töldu það starf sem unnið hefur verið hafa haft nokkurn árangur og töldu rétt að því starfi yrði haldið áfram þó enn lægi ekki fyrir sú skýrsla sem væri verið að vinna um tölulegan árangur tveggja ára starfs. A MIÐVIKUDAGINN Praia Da Rocha - Portúgal 2 Stúdíó 4 lvikakr. 34.500 Rá 2 íM&'iltiktoilÚfátd a*Urwií{»Iáif 2 vikur kr. 39,500 19.&26. júni M.v2ístóálW íftattarimiilírfdir ID, H lvikakr. 27*665 19. & 26. júní Mv 2 tóMi oz 1 \M SUtar inaif*Mtr 2*rkr. 35,765 19. & lí jófil M.V l fufetÍM tt 2 íjsifaldtf line of the Ýeqr94795 RATVÍS ym Nefnd á vegum iðnaðarráðherra skilar tillögum um hvernig styrkja megi stöðu íslensks byggingariðnaðar Um 9.000 störf flutt inn á hverju ári VIÐSKIPTI ■ Morgunblaðið/Sverrir STEFÁN Guðmundsson, alþingismaður, Finnur Ingólfsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, og Guðjón Guðmundsson, alþingismaður. Á SÍÐASTA ári fluttu íslendingar inn iðnaðarvörur fyrir um 30 millj- arða króna en þar af voru fluttar inn byggingarvörur fyrir um 7 milljarða og er heildsöluvirði þessa innflutnings áætlað rúmir 10 millj- arðar króna. Nefnd sem Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, skipaði á síðasta ári m.a. til að kanna umfang þessara innfluttu vara í innkaupum ríkis og sveitarfélaga og gera tillögur að því hvernig bæta megi sam- keppnisstöðu íslensks iðnaðar, hefur nú skilað niðurstöðum sínum hvað byggingariðnaðinn varðar og bendir hún m.a. á að þessi inn- flutningur svari til um 9.000 árs- verka. Nefndin leggur til að hafist verði handa við að kynna og inn- leiða vöruþróunarsamninga, m.a. í tengslum við innkaup opinberra aðila. Vísar nefndin til þess að hér sé um kostnaðarlítinn stuðning við atvinnulífið að ræða, sem gefið hafi góða raun í nágrannaríkjun- um. Reynsla Dana á þessu sviði bendi m.a. til þess að slíkur stuðn- ingur hafi reynst betur en bein fjárframlög ríkisins til einstakra atvinnugreina. Á fundinum sagðist Finnur reikna með því að iðnaðarráðu- neytið myndi, í samstarfi við fjár- málaráðuneytið og Samtök iðnað- arins og sveitarfélög, setja á fót vinnuhóp til þess að undirbúa framkvæmd slíkra samninga. Opinber innkaup nýtt í auknum mæli Nefndin leggur einnig til að rík- isstjórnin sendi frá sér viljayfirlýs- ingu til ríkisstofnana, sveitarfé- laga og hönnuða um að gert verði sérstakt átak til að efla íslenska framleiðslu í byggingariðnaði. m.a. með því að beina viðskiptum sínum öðru fremur til innlendra aðila. í skýrslu hennar segir að fram til þessa hafi opinber innkaup ekki verið nýtt til þess að auka tækniþekkingu, bæta samkeppnis- hæfni og stuðla að nýsköpun í iðn- aði, en þar sé um að ræða einstæð- an vettvang til þessa. Finnur lagði þó áherslu á að ekki væri ætlunin að mismuna innfluttum vörum með þessum hætti heldur einungis að hvetja þessa aðila til að velja íslensku vöruna heldur, s'é hún sambærileg við þá innfluttu hvað varðar gæði og verð. Vannýtt tækifæri til verðmætasköpunar Þá taldi nefndin nauðsynlegt að áhættuíjármagni og hagstæðum lánum verði veitt til þeirra aðila sem störfuðu að nýsköpun og þró- unarverkefnum. Sagði Finnur að vinna við endurskipulagningu á fjárfestingariánasjóðum atvinnu- lífsins væri komin af stað. „Meginniðurstaðan í þessari vinnu er að mínu mati sú að hér eru vannýtt tækifæri til verð- mætasköpunar og til fjölgunar atvinnutækifæra, þ.e. að draga úr atvinnuleysi," sagði Finnur. „Þetta byggir hins vegar mjög mikið á okkur sjálfum. Hvernig aðstæður við getum skapað og í hvaða far- veg við getum komið þessum til- lögum.“ Stefán Guðmundsson, alþingis- maður og formaður nefndarinnar, benti á að Islendingar keyptu inn föt fyrir um 6 milljarða á hveiju ári, skipasmíðaverkefni fyrir inn- lenda aðila væru unnin erlendis á hveiju ári fyrir um 6 milljarða króna og kaup á tölvum og tölvu- búnaði næmu líklega um 3-4 millj- örðum króna. „Menn sjá því að þessi akur sem við eigum eftir að yrkja er tiltölulega stór,“ sagði Stefán. Hvað byggingariðnaðinn snerti benti Stefán á að hönnun og þær forsendur sem þar væri stuðst við réðu oft úrslitum um hvort notast væri við inníenda eða erlenda framleiðslu. Nefndin lagði einnig til að ríkið mótaði skýra stefnu til hönnuða og framkvæmdaraðila um að þeir virtu íslenska bygg- ingarhefð. Þá þyrfti að bæta þá staðla sem um byggingarvörur giltu, enda vantaði slíka staðla innan EES- svæðisins og á meðan þyrftu ís- lenskar vörur að lúta mjög flókn- um tækniákvæðum erlendis en vörur sem fluttar væru hingað til lands væru oft undirmálsvörur vegna ófullnægjandi tækniákvæða hér á landi. Bandarísk sjón- varpsstöð sýnir 10 þætti um Island BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin WNVC-TV, Channel 56, í Washing- ton hefur hafið sýningar á tíu fræðslumyndum þar sem fjallað er um lifnaðarhætti, störf og menningu Islendinga. Tildrög þessara útsendinga eru þau að kennslusjónvarpið SCOLA í Bandaríkjunum sýndi í desember sl. um 40 myndir með þessu sama efni. í kjölfar þess falaðist sjónvarpsstöð- in eftir leyfi til að sjónvarpa því. Myndirnar voru settar saman tíu þætti sem hver um sig er ein klukku- stund að lengd og verða þeir sýndir vikulega í sumar. Framleiðsla þátt- anna var í höndum Myndbæjar hf. Þættirnir verða á íslensku og höfða því væntanlega einkum til Vestur-íslendinga og afkomenda þeirra. Þó geta enskumælandi áhorfendur einnig haft gaman af þáttunum því í upphafí hvers þáttar verður stutt kynning um efni hans á ensku. Þá munu þættirnir gleðja þá „Ísfila/Icephiles" sem finnast víða í Bandaríkjunum en svo eru unnendur íslands kallaðir á ensku, að því er segir í frétt frá Myndbæ. í þáttunum er komið víða við og gætu þeir því taldir geta dregið að sér athygli ólíkustu hópa. Þar eru myndir um Landgræðsluna og bar- áttuna við landeyðingu, hitaveitu, alþingi, þjóðgarða, fiskvinnslu, ís- lenska menningu og sögu verslunar svo fátt eitt sé nefnt. SCOLA hefur nú óskað eftir því að fá sextíu 20 mínútna langa þætti til íslenskukennslu sem yrðu sendir út í gegnum gervihnött í Bandaríkj- unum og Kanada og vinnur Mynd- bær nú að undirbúningi þeirra. Ráðinn hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins INGÓLFUR Hreiðar Bender hefur verið ráðinn hagfræðingur Samtaka iðnaðarins og hefur störf 1. ágúst nk. Hann er fæddur 13. ágúst 1967 og lauk prófi frá hagfræðideild Háskóla íslands vorið 1991. Á árunum 1991- 1994 starfaði hannhjáhag- fræðistofnun Háskóla íslands og lauk meistaragráðu í hagfræði haustið 1995. Ingólfur hefur starf- að hjá fjármálaráðuneytinu við fjárlagagerð, lánafjárlög og láns- fjáráætlun ríkissjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.