Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Um ferjubryggj- ur og Djúpveg ÞETTA er á leiðinni — ákvörðun tekin á næstu dögum. Svör í þessum dúr hafa ráða- menn samgöngumála gefið þeim sem hafa á undanfömum ámm fylgst með framgangi, eða réttara sagt kyrr- stöðu, svokallaðs feiju- bryggjumáls vestur við ísafjarðardjúp. Þessi svör hafa hingað til reynst orðin tóm. Málið dragnast áfram, stend- ur í stað, slegið úr og í af hálfu, ákvörðuna- raðila sem valdið hafa — og ekkert gerist. Er nú ekki mál að linni þessum hráskinnaleik? En um hvað snýst þetta feiju- bryggjumál? — Það er í raun ein- falt. Hér er um að ræða uppsetn- ingu og frágang á tveimur feiju- bryggjum (sem þegar em til) sem nauðsynlegar em til að Djúpbátur- inn, feijuskipið Fagranes, nýtist eins og til er ætlast; til bílflutn- inga, fólks- og vömflutninga. Þetta er í senn mikilvægt samgöngumál, atvinnu- og byggðamál fýrir ísa- fjarðardjúp. Mál sem gæti, ef rétt væri á haldið, átt sinn þátt í að snúa við neikvæðri byggðaþróun Djúpsins, snúa vörn í sókn. Fyrir fimm árum var tekin ákvörðun á Al- þingi um að þessar tvær feijubryggjur skyldu byggðar: Á ísafirði og Amgerðar- eyri í Inndjúpi. Þáver- andi samgönguráð- herra, Steingrímur Sigfússon, gaf þá lof- orð um, að verkið yrði bráðlega boðið út og framkvæmdir hafnar. Það loforð er enn í lausu lofti og ekki verð- ur sagt, að núverandi samgönguráðherra, Halldór Blöndal, hafi sýnt af sér mikla röggsemi í mál- inu, né heldur sýnt því þann áhuga og skilning sem vert væri. Mér er nær að ætla, að ráðherrann hafí í höndunum ófullnægjandi eða bein- línis rangar og villandi upplýsingar um málið. Því er borið við, að mikill ágrein- ingur um málið heima fýrir sé orsök þessa óskiljanlega seinagangs. Samkvæmt traustum heimildum mínum að vestan er sú fullyrðing alröng, nema hvað vitað er að fáein- ir vörubílstjórar og bændur í hinum nýja Súðavíkurhreppi eru því Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur andsnúnir. Auk þess kemur til dap- urlegt samstöðuleysi og linka þing- manna kjördæmisins fram til þessa, sem hefir að sjálfsögðu virkað nei- kvætt og letjandi á framgang máls- ins. Undarleg meinloka Undarleg er meinloka þeirra þversum-manna vestra, sem hafa bitið sig í, að um tvo kosti sé að velja: Annaðhvort feijubryggjur og áframhaldandi rekstur Djúpbátsins Fagraness eða stórbættan og full- nægjandi Djúpveg. Liggur það ekki í augum uppi, að hér er ekki um að ræða eitthvað „annaðhvort eða“ heldur hvorttveggja. Annað væri undarleg lítilþægni af hálfu Djúp- manna, sem árátugum saman máttu láta sér lynda fjársvelti Djúp- Rangt er, segir Sigur- laug Bjarnadóttir í þessari fyrri grein af tveimur, að mikill ágreiningur sé um málið. vegar, svo að ökumennn, vanir öðru betra, hafa upplifað hanri gegnum árin sem martröð. Nú virðist vera að rofa til og þá er að hamra járn- ið meðan það er heitt. Á nýrri vega- áætlun frá Alþingi er gert ráð fyrir um 300 millj. króna, skilgreint sem stórverkefni, til Djúpvegar á næstu þremur til fjórum árum. Það er al- rangt, að þessar rúmu 40 milljónir sem ganga eiga til feijubryggjanna ISLENSKT MAL Góðum bréfriturum þakka ég enn og aftur. Mér þykir verst hversu oft og mikið ég þarf að reyna á biðlund þeirra og þolin- mæði sú er bakhlið á þeim höf- uðkosti að fá mikið af bréfum. Nú ætlar umsjónarmaður að þakka eitt og annað sem honum finnst að gott hafi verið gert: 1) Baldur Sigurðsson gerði harða hríð að óyrðinu „ókei“ í útvarpsþætti. Hér skal fast taka í strenginn með honum. Við skulum aldrei sætta okkur við þetta orð. Þetta er ekki aðeins eitt hvimleitt tökuorð. Þetta er átakanlegt dæmi um málfá- tækt og hugsanaleti. Baldur tók að minnsta kosti dæmi um fimm mismunandi merkingar „orðsins" „ókei“, allt eftir því hvernig menn vella því útúr sér. Og merkingarafbrigðin eru enn fleiri. Eg hef heyrt það í spumar- tóninum: „Ertu nú ánægð, rellu- rófan þín?“ og fleira í þeim dúr. Eins og Baldur sagði, þá eru jafnvel málvandir menn að öðru leyti teknir að nota þetta vonda orð. En það er engin ástæða til að gefast upp. Og Baldur stakk upp á góðri aðferð. Menn fara í „ókei“-bindindi í lengri eða skemmri tíma. Notkun þessa orðs er eins konar ósiður, ef ekki löstur. 2) Ónefndur maður (hvorki einstaklingur né aðili) talaði bæði um áhorfendur og áskrif- endur, en hvorki *áskriftaraðila né *áhorfsaðila. Hann minntist líka á keppinauta, en lét *sam- keppnisaðila ónefnda. Nú er svo komið að sjálft orð- ið maður stendur höllum fæti gagnvart einstaklingum og aðil- um. 3) Þótt langt sé um liðið frá Evrósöngvakeppninni, þakka ég Ara Páli Kristinssyni fyrir pistil hans í Tungutaki, þar sem hann andmælir enska framburðinum Umsjónarmaður Gísli Jónsson 853. þáttur ,júró“ skilmerkilega. Við erum í Evrópu, Englendingar í „Júróp“. Jafnframt þakka ég Magnúsi Þór Hafsteinssyni í Tromsö fyrir að muna eftir meg- inlandi Evrópu, svo og því að ísland er í margnefndri heims- álfu. 4) Þá fær Ari Páll einnig þökk fyrir að halda skildi fyrir aðal- tenginguna en, sem reyndar er í enn meiri útrýmingarhættu en orðið maður. Þeir, sem eru jafn- vondir í ensku og íslensku, rugla stöðugt með tenginguna meðan, þar sem á að vera en. Dæmi Ara Páls um vitleysuna: „Jón fékk launahækkun meðan Gunna lækkaði í launum.“ 5) Gott er að vakna á morgn- ana við útvarpsorðin: „Klukkuna vantar fjórðung í sjö,“ ólíkt betra en hrökkva upp við hið harð- hnjóskulega „kortér“. 6) Þá vill umsjónarmaður einnig tak hið besta undir orð Baldurs Sigurðssonar um smekkleysu Háskólans í „heit- asta happdrættinu“. 7) Ekki síst þakkar umsjónar- maður ónefndum manni (ekki aðila) fyrir að falla ekki í þá gryfju að segja „einhveijar þús- und krónur" í staðinn fyrir um það bil, nálægt (því), nær, um, kringum, svo sem o.s.frv. „Ein- hveijar þúsund krónur" er ekki boðleg íslenska. ★ Umsjónarmanni þykir rétt að birta með þökkum eftirfarandi bréf. Honum hefur ekki tekist að fá vitneskju um hvað sé „sjálfbær kýr“, og hefur þó leit- að til manna sem hann ætlaði sérfróða um landbúnað. En hér kemur bréfíð, og bið ég enn les- endur liðsinnis: „Islenskumaður Gísli Jónsson. Sæll vertu. Það er með hálfum huga sem ég skrifa þessar línur því að ég sveikst um að læra málfræðina mína í skóla. Ég hef bara gaman af íslensku. Það var fyrir viku síðan að ég var að hlusta á sam- ræðuþátt á Gufunni og heyrði þá talað um sjálfbærar kýr. Þær eru víst norskar. Það er stutt síðan ég heyrði þetta orð fyrst, dæmigert skýrslugerðarorð. Ég taldi mig skilja merkingu þess, þ.e. að eitthvað stæði undir sér með reglulegri endurnýjun, eins- konar eilífðarvél. En nú fór ég í kross. Mér skilst að t.d. olíu- vinnsla geti aldrei orðið sjálf- bær, en mjólkurvinnsla geti ver- ið það. Að kýr sé snemmbær eða síð- bær þekki ég. En að þær beri ekki sjálfar hef ég aldrei heyrt. Að vísu þarf stundum að hjálpa þeim. Kannske er þetta bara útúrsnúningur hjá mér. Ég þakka þér fyrir þættina þína, þeir eru bæði fróðlegir og skemmtilegir. Kveðja.“ Bréfritari er Tryggvi Hjörvar (eldri) í Reykjavík. ★ Hlymrekur handan kvað: Hann Bergur í Bólstaðargerði var búinn svo ágætu sverði, að hann gat ekki fallið fyrr en guð sendi kallið út í gaspri frá Hannesi og Merði. ★ „Ætli það slumi ekki í helvít- unum að tala í tómt?“ (Sunnlenskur bóndi hafði slökkt á útvarpinu, hneykslaður á umræðum frá alþingi.) Auk þess má ekki slaka á þeirri kröfu að bæði nöfn tví- nefnds fólks séu beygð. Umsjón- armaður hefur því miður heyrt fleiri en einn fréttamann segja „vegna framboðs Ólafs Ragnar Grímssonar“ í stað Ólafs Ragn- ars o.s.frv. verði teknar af fjárveitingum til Djúpvegar. Þessi fjárhæð er þegar til sem sérstök fjárveiting og bíður þess að vera notuð til þessa verkefn- is sem hún var veitt til. Það er enn beðið eftir útboði verksins sem leg- ið hefír verið á árum saman með ósæmilegum hætti. Illu heilli hafa 'feijumálin verið færð yfir á valdsvið Vegagerðar ríkisins, sem hefir frá upphafi þessa máls staðið eins og þvara í vegi fyrir framgangi þess. Illt er til þess að vita, hvernig starfsmenn hennar vestra, sem ættu að skilja hvað hér í húfi fyrir Djúpmenn, bukka sig fyrir skrifstofuvaldinu í Reykjavík. Uppsöfnuð fjárveiting frá 1992 Ég hef undir höndum fundargerð bæjarstjórnar ísafjarðar frá 29. maí sl. Þar er að fínna áskorun, sem ég leyfi mér hér að vitna til: „Bæjar- stjóm ísafjarðar skorar á þingmenn Vestfjarðakjördæmis og sam- gönguráðherra að framfylgja sam- þykkt Alþingis frá árinu 1992 um gerð feijubryggja við Isafjarðardjúp fyrir bílfeijuna Fagranes.“ Frá ár- inu 1992 hefir bæjarstjórn ísafjarð- ar níu sinnum sent frá sér samskon- ar ályktanir og áskoranir varðandi feijubryggjur við Djúp. Þær hafa því miður ekki enn vakið þá sem hafa sofið á málinu. Síðar í tilvitn- aðri fundargerð frá bæjarstjóm ísa- fjarðar segir: „Bæjarstjórn ísafjarð- ar andmælir þeirri fullyrðingu bæj- arstjórnar Bolungarvíkur, að fé á vegaáætlun verði notað til feiju- bryggja, þar sem fé til þeirra hluta er markaður sérstakakur tekjustofn samkvæmt ákvörðun Alþingis frá árinu 1992. Samkvæmt fjárlögum fyrir árin 1992-1996 er uppsöfnuð fjárveiting Alþingis kr. 43 milljónir og því ekki fjárskortur sem hamlar framkvæmdum við byggingu feiju- bryggja við ísafjarðardjúp." í fundargerðinni er þess enn- fremur getið, að Fjórðungssamband Vestfirðinga hafi á ársfundi sínum (31.3—1.4.1995) samþykkt ályktun þar sem fagnað er áframhaldandi rekstri Djúpbátsins hf. á bílfeijunni Fagranesi. Þá liggja fyrir (samkv. sömu fundargerð) samþykktir sveitar- stjórna Flateyrar og Þingeyrar og undirskriftalisti 1.600 íbúa fjórð- ungsins til stuðnings málinu. Til- vitnuð fundargerð bæjarstjórnar ísafjarðar er glögg vísbending um, að allt tal um víðtækan ágreining heimamanna í feijubryggjumálinu er út í bláinn. Bolungarvík og Súða- víkurhreppur eru einu sveitarfélög- in á Vestfjörðum, sem eru því and- snúin. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Gott samstarf, góður árangur I APRÍL síðastliðn- um voru liðin fimm ár síðan Sorpa hóf form- lega starfsemi sína. Af því tilefni langar mig til að fjalla um þann árangur er náðst hefur í endurnotkun og endurvinnslu úr- gangs hér á höfuð- borgarsvæðinu, en alls falla til um 107.770 tonn á ári. Allt frá því að Sorpa hóf starfsemi sína hef- ur eitt af megin- markmiðum fyrirtæk- isins verið að stuðla að aukinni endurnýt- ingu úrgangs. Sífellt fleiri mögu- leikar hafa skapast á því sviði samfara auknum skilningi almenn- ings á nauðsyn þess að nýta hin efnislegu verðmæti á sem hag- kvæmastan hátt. í dag höfum við náð 37% endur- vinnslu á þeim úrgangi sem til fellur hér á höfuðborgarsvæðinu. Má það teljast mjög góður árangur á þessum fimm árum og hefði hann ekki náðst án góðs samstarfs við íbúa og fyrirtæki á svæðinu. Flokkunarstöðvar Sorpu (betur þekktar sem gámastöðvar) og þeir sem þangað koma með vel flokkað- an úrgang gegna veigamiklu hlut- verki í þessari jákvæðu þróun. Um 70% af úrganginum sem inn á þær berast eru send til endurnotkunar (húsgögn, heimilistæki og skófatn- aður) eða endurvinnslu (timbur, málmar, garðaúrgangur og papp- ír). En betur má ef duga skal, þar sem við eigum enn þó nokkuð í land til að ná fram þeirri 50% minnkun úrgangs sem stefnt er að fyrir aldamótin (umhverfísráðu- neytið 1995). Með þinni hjálp eru meiri líkur á að ná því takmarki, stuðla að bættu umhverfí og minna magni úrgangs. Við hjá Sorpu stefnum að því að halda áfram að veita nútímalega þjónustu á sviði úrgangsmála. Síaukin áhersla er lögð á flokkun, endurnotkun og endurvinnslu úr- gangs með það að markmiði að vemda náttúruna og nýta verð- mæti. Sorpa flytur pappa og dagblöð út til Svíþjóð til endurvinnslu, timb- ur er kurlað niður og notað sem kolefn- isgjafí við framleiðslu kísilmálms og málmar eru flokkaðir til út- flutnings á vegum sér- hæfðra aðila. Og ekki má gleyma garðaúr- ganginum sem er nýttur til framleiðslu á lífrænum jarðvegs- bæti, moltu. Munum að skyn- semi í úrgangsmálum getur borgað sig og tryggt komandi kyn- slóðum sömu gæði og við lifum við, en for- sendumar fyrir því hvemig þessum málum er háttað hérlendis verða að vera okkar for- sendur. íslenskar lausnir fyrir ís- lenskar aðstæður auk góðs sam- starfs stuðlar að hagkvæmum árangri í úrgangsmálum. í lokin vil ég minna á umhverfís- átak sem Ungmannafélag íslands (UI) og Umhverfissjóður versl- unarinnar standa fyrir nú í júní undir slagorðinu Flöggum hreinu landi 17. júní. Stefna þau að því að fá alla landsmenn til liðs við sig og hreinsa rusl sem víðast í náttúrunni. Vil ég hvetja alla þjóðina að styðja UI og taka þátt í umhverfis- átaki sem mun gera landið hreinna og fegurra ásýndum. Einnig vil ég Umhverfisátak Ung- mennasambands ís- lands á, að mati Rögnu Halldórsdóttur, erindi við okkur öll. minna á að flokkunarstöðvar Sorpu eru tilvaldir losunarstaðir fyrir þann úrgang sem tíndur er hér á höfuðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni - svo lengi sem úrgang- urinn er vel flokkaður. Stórir eða harðir hlutir skemma pressurnar fyrir úrganginn og er því best að flokka í mjúkan úrgang, timbur og járn. Höfundur er umhverfisfræðingur hjá Sorpu. Ragna Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.