Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GISSURINGI GEIRSSON + Gissur Ingi Geirsson fædd- ist að Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi 17. júlí 1939. Hann lést á Borgarspítal- anum 27. maí síð- astliðinn og fór út- förin fram frá Sel- fosskirkju 8. júní. Allt er í heiminum hverfult. Lífsharpa Gissurar Inga Geirs- sonar er þögnuð. í henni voru margir strengir sem mynduðu fallegan samhljóm. Fing- ur Gissurar fara ekki oftar um nótnaborð harmónikunnar eða saxófónsins í þessu jarðlífi. Við gömlu hljómsveitarmeðlimirnir drúpum höfði og minnumst hans með söknuði og virðingu. Kynni okkar hófust þegar Gissur Geirsson stofnaði hljómsveit sína rétt eftir 1970. Áður hafði Gissur leikið með fjölmörgum danshljóm- sveitum á Suðurlandi. Gissur var einstakur maður, góðviljaður, traustur og ljúfur. Hann stjórnaði hljómsveit sinni af iipurð, var laginn við að útvega okkur verkefni og allt var þetta gert af leikni, skiln- ingi og kurteisi. Sá sem þetta skrif- ar var yngsti meðlimur hljpmsveit- arinnar og ég minnist þess að Giss- ur gerði sérstakt samkomulag við foreldra mína um að hafa auga með stráknum. Þetta þótti þeim alltaf vænt um og treystu. Mér fannst nú samkomulagið óþarft í þá daga en skil það vel í dag. Þetta voru miklir umrótartímar í þjóðfélaginu óg þótt Gissur væri fimmtán árum eldri en ég og ekki með alveg jafns- ítt hár, í jafnháhæluðum skóm eða jafnútvíðum buxum bólaði aldrei á kynslóðabili. Það er meiri útgerð en margan grunar að gera út dans- hljómsveit sem leikur vítt og breitt um landið. Oft eru hljóðfæraleikar- amir viðkvæmar sálir og mismun- andi tónlistarstefnur ríkjandi. Við erum þakklátir Gissuri fyrir það uppeldi og þá reynslu sem við feng- um hjá honum í hljómsveitinni. Gissur var laginn við að sameina sjónarmið og laða það besta fram hjá hveijum og einum. Hans ágæta kona, Ásdís Lilja Sveinbjömsdóttir, stóð þétt við hlið Gissurar í hljóm- sveitarútgerðinni eins og í öðm sem hann tók sér fyrir hendur eða á daga hans dreif og var heimilið allt- af opið fyrir okkur. Þegar mikið lá við söng systir Gissur- ar, Hjördís, með hljóm- sveitinni og var þá enn meiri sveifla á karli, takturinn þéttari og sannaðist best hve tón- elsk systkinin vom enda var mikið sungið og spilað á æskuheim- ili þeirra í Byggðar- homi í Sandvíkur- hreppi. Eftir 1975 urðu mannabreytingar í hljómsveitinni og á níunda áratugnum hætti hún störfum. Um það leyti flutti greinarhöfundur af Suðurlandi og leiðir okkar lágu vart saman fyrr en undirritaður flutti til baka eftir tuttugu ára fjar- vem. Þegar ég fór í framboð við síðustu Alþingiskosngar átti ég al- deilis hauk í horni þar sem Gissur var. Hann studdi mig með ráðum og dáð og aðstoðaði í hvívetna, lék m.a. á harmóniku sína og saxófón á kosningahátíðum og endurnýjað- ist með okkur vinskapurinn. Þegar við hittumst aftur eftir þennan langa tíma var Gissur breyttur maður, hann hafði um nokkurt skeið barist við illvígan sjúkdóm og lengi vel var honum alls ekki hugað líf. Smátt og smátt hresstist kapp- inn og vann hann ótrúlega vei úr þeim miklu erfiðleikum og alltaf var hans ágæta kona og fjölskylda sem klettur við hlið hans. Aftur kom samhljómur í lífshörpuna og æ fleiri strengir tóku að hljóma á ný. Þegar Gissur hafði hresst til muna hélt hann hátíð í tilefni þess að hann væri enn lifandi og lýsir þetta hon- um vel og viðhorfum hans til lífs- ins. Gissur fékk að lifa nokkur góð ár eftir langar orrustur við manninn með ljáinn. Síðast þegar við hittum Gissur fórum við einmitt saman í afmæli til Svanborgar konu Sigfús- ar Ólafssonar spilafélaga okkar. Að afmæli loknu buðu þau Addý og Gissur gömlu spilafélögunum heim. Gissur tók á móti okkur með því að grípa saxafóninn á meðan við gengum til stofu. Hljómarnir voru seiðmagnaðir og fallegur var glampinn í augunum á hljóðfæra- leikaranum í hálfrökkrinu og endur- speglaðist hjá vinum okkar Jóni og Jónu í Hallgeirsey. Þarna rifjuðum við upp gömlu og góðu dagana, töluðum um ævintýrin sem fylgja hljómsveitarmönnunum og ýmislegt rifjuðum við upp sem við höfðum aldrei rætt áður. Stundin var ógleymanleg og hefur varanlegt gildi í minningunni. Þegar við geng- um til dyra hvarflaði ekki að neinum að við myndum ekki heyra Gissur spila oftar, enda höfðum við þá ákveðið að spila í fimmtugsafmælí Bjöms rakara á Selfossi nú í haust. Við gömlu spilafélagarnir Jón Guðjónsson og Sigfús Ólafsson sendum eiginkonu og ástvinum Gissurar Geirssonar samúðarkveðj- ur. Við minnumst Gissurar með virðingu og þökk. Góður drengur hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn. En í Njálu stendur: „Það mun verða fram að ganga sem ætlað er.“ Við erum öll á sömu leið. Hver veit nema við eigum eftir að hittast síð- ar og ná þessum eina og sanna samhljómi sem við æfðum í gamla daga í hljómsveit Gissurar Geirs- sonar, sem gerir alla menn göf- ugri, sameinar kynslóðir og skapar ævarandi vináttu. ísólfur Gylfi Pálmason. Þegar ég minnist Gissurar Geirs- sonar koma upp í hugann ótal skemmtilegar minningar, en hann er búinn að vera einn af okkar góðu nágrönnum í rúmlega 30 ár. Það var vorið 1965 sem við Guð- mundur og Addý og Gissur fengum úthlutað síðustu lóðunum hér við Víðivellina. Þá hófust kynni okkar og eftir að flutt var inn varð sam- gangur milli heimilanna mikill, m.a. vegna þess, að börnin okkar voru á sama reki og urðu leikfélagar. Oft hefur verið spjallað yfir kaffi- bolla ýmist þar eða hér og ekki sviku matarboðin hjá meistara- kokknum Addýju, sem er ein af þessum konum sem allt getur og kann. Á gleðistundum og í afmælum fjölskyldunnar var Gissur ómissandi enda ólatur við að þenja nikkuna, þá var ýmist setið og sungið eða dansað fram á nótt. Gissur var um margt sérstakur maður, svo einstaklega geðgóður, hlýr og spaugsamur að það var allt- af gott og gaman að vera í návist hans. Böm hændust að honum, því hann gaf sér tíma til að tala við þau og láta sér annt um þau. Það er því sorglegt til þess að hugsa að barnabörnin fái ekki notið þessa góða afa sins. Elsku Addý og fjölskylda, við Guðmundur sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að gefa ykkur styrk i ykk- ar mikla missi og sorg. Einnig vott- um við Geir, föður Gissurar, þeim öðlingsmanni, sem varð áttræður 30. maí sl., okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning Gissurar Geirssonar. Ingunn Pálsdóttir. SNÆLAUGUR STEFÁNSSON nokkuð framandi um- hverfi. Snælaugur var í hópi þeirra Alþýðu- flokksmanna, sem stundum eru kallaðir eðalkratar. Honum var það eðlislægt að vera andsnúinn misrétti og hann trúði staðfastlega á það meginmarkmið jafnaðarmanna að efla og auka jafnrétti; hug- sjón, sem á nú mjög undir högg að sækja. Stjórnmálaskoðanir Snælaugs voru í rök- réttu framhaldi af eðli hans og manngerð. Hann var góðviliaður og traustur og vildi allra vanda leysa. Hvorki barði hann bumbur né hrópaði á torgum, en hann gat verið mjög fastur fyrir þegar hann fylgdi fram þeim málum, sem hann taldi skynsamleg og til framdráttar stefnu réttlætis og mannúðar. Þeg- ar niðurstaða var fengin tjóaði lítið að reyna að fá henni breytt. Snælaugur var í öllum kynnum + Snælaugur Kristinn Stef- ánsson fæddist á Árbakka á Ár- skógsströnd 18. október 1945. Hann lést 16. maí síðast- liðinn og fór útförin fram frá Akur- eyrarkirkju 24. maí. Lakara þótti mér að geta ekki fylgt honum Snælaugi mínum Stef- ánssyni til grafar, svo ég mætti þakka honum vináttu og stuðning um margra ára skeið. Síð- búin minningargrein er virðingar- Tottur við látinn heiðursmann. Snælaugi kynntist ég árið 1978, þegar ég varð við óskum nokkurra Norðlendinga um að skipa sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Þá veitti Snælaugur mér ómetanlega aðstoð og sýndi mér vináttu, sem auðveldaði mér stjórnmálastarf í hæglátur maður. Öll hans fram- ganga var prúð og einlæg. Hann var ekki allra, en þeir sem eignuð- ust vináttu hans, áttu hana trygga. Mannkostir Snælaugs voru marg- víslegir og hann gætti þeirra vand- lega. Stundum er í slíkum eðliskost- um falin brotalöm. Og nú er Snæ- laugur allur og minning um ljúfan dreng situr í huganum. Lífið heldur áfram. Og dauðinn er ósjaldan harkaleg áminning til þeirra sem eftir lifa, um að þeim beri að nýta daga sína eins og þeir mega og geta best. ÖIlu fólkinu hans Snælaugs sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og þakka ljúfar stundin Lifíð heil. Árni Gunnarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn stn en ekki stuttnefni undir greinunum. HENGIBRÚÐARAUGA Hengikörfur BLÓMI vikunnar hefur bor- is't liðsauki, sem er Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðing- ur. Það er von umsjónarmanns að við fáum að njóta penna Guðríðar oftar í sumar því nýtt blóð er alltaf mjög vel þegið. í þessari grein fjall- ar Guðríður um ræktun, sem ekki hefur verið mikið stunduð hér á landi, en best er að gefa henni sjálfri orðið. Vorið er komið og grundirnar gróa og garðyrkjuá- hugamenn fara á kreik. Það er ýmis- legt sem þarf að huga að eftir vet- urinn, reyta arfa, ráðast á mosann í grasflötinni, klippa trén og auðvitað kynna sér allar helstu nýjungar í garðyrkjunni til að tolla í garðatískunni í sumar. Ein skemmtileg nýjung á markaðn- um í dag eru hengikörfur. Þær eru til af öllum mögulegum stærðum og gerðum en hafa allar þann tilgang að auðga og fegra umhverfi okkar og gæða það lífí og litum, sérstaklega á stöðum þar sem erfitt er að koma við öðrum gróðri. Heng- ikörfur eru ýmist með lokuðum eða opnum hliðum. Einungis er hægt að planta ofan í lokaða körfu en mögulegt er að planta í gegnum hliðarnar í opinni körfu. Með því móti fæst fram mjög falleg blómakúla, sem hreinlega virðist hanga í lausu lofti. Körfurnar má hengja upp hvar sem er en auðvitað er sólríkur og skjólsæll staður æskulegastur. Best er að huga að plöntum í körfumar þegar plönturnar eru hálfvaxnar því þær þurfa að fá að vaxa saman í körf- unni. Þetta þýðir að plöntun þarf að fara fram á vorin, í maí og hugsanlega fram í byrj- un júní. Fyrsta reglan um plöntuval er að láta hugmynda- flugið njóta sín, í raun má setja hvaða plöntu sem er í hengik- örfu. Þó eru til í garðplöntu- stöðvum plöntur sem hafa verið ræktaðar sérstaklega með hengikörfur í huga. Er þar fremst meðal jafningja Surfin- ia, sem er í raun sérstakt af- brigði af tóbakshorni, hengi- tóbakshorn. Hún vex hratt og þekur körfuna vel og blómstrar eins og hún fái borgað fyrir það allt sumarið og fram á haust. Sérfróðir menn halda því fram að það sé Sufriníunni að þakka að hengik- örfurnar urðu svo vinsælar í Evrópu sem raun ber vitni því hún var mark- aðssett í körfum. Önnur skemmtileg planta sem hentar sérstaklega vel í hengikörfu er Ver- bena Tapien, eins konar hengi-járn- urt. Hún er blóm- viljug og fínleg og hefur staðið sig ágætlega í misjafnri sumar- veðráttunni á íslandi. Enn- fremur má nefna hengi-brúðar- augað, sem er löngu búið að sanna sig bæði hvað fegurð og notagildi varðar. Það er hins vegar ekki nóg að skutla plöntum í körfu og bíða svo eftir sumrinu. Það þarf að vökva körfuna reglu- lega, t.d. einu sinni á /lag í þurru og sólríku veðri. Áburð- argjöf er vel þegin af plöntun- um í körfum því þær búa þröngt og margir eru um hit- una þegar kemur að matarmál- um. Ef veður gerast válynd með sunnanroki og rigningu er gott að geta sett körfuna á skjólgóðan stað, til dæmis inn í bílskúr eða garðskála. Körfuna sjálfa má nota aftur og aftur þótt blómin hverfi flest á vit feðra sinna á haustin. Til að nýta hana sem best getur verið sniðugt að planta í hana fyrir mismunandi árstíðir. Það má til dæmis setja í hana haustlauka og sígrænar plönt- ur að hausti til og geyma hana á svölum stað fram á vorið, þá fæst afskaplega fallegt páska- skraut á vorin áður en plantað er í sumarkörfuna. Nú, ef ein- hver telur sig ekki hafa tíma til að planta í hengikörfu þá má kaupa þær tilbúnar með plöntum og öllu í garðplöntu- stöðvum. BLOM VIKUNNAR 331. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.