Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Hringt til Islands frá útlöndum Þriggja mínútna símtal frá Dan- mörku á 171 krónu eða 703 krónur Það getur kostað íslenskan ferðamann 57 krónur að hringja heim í eina mínútu frá Danmörku en hann getur líka þurft að borga fyrir mínútuna rúmlega 700 krónur. Munurinn liggur í við hverja hann skiptir. í BYRJUN vikunnar var haft sam- band við J)au íslensku fyrirtæki sem bjóða Islendingum upp á síma- þjónustu þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum. Beðið var um taxta á háannatíma á virkum degi bæði í eina rnínútu og síðan í fimm mínút- ur. í nokkrum tilfellum þarf að borga upphafsgjald og er það inni- falið í töflunni þar sem það á við. Þá var haft samband við tvö erlend símafyrirtæki og forvitnast um gjald hjá þeim þegar hringja á heim til íslands þaðan. Á daginn kom að það borgaði sig í báðum þessum tilvikum að kaupa símakort í viðkomandi landi sem eru þá seld á pósthúsum. Þá lítur út fyrir að í öðrum tilfell- um sé álitlegur kostur að hringja heim í gegnum greiðslukortaþjón- ustu, með símakorti Pósts og síma eða hringja í þjónustuna ísland beint. Það á sérstaklega við þegar fólk er á hótelum og hefur ekki aðgang að síma með símakorta- þjónustu eða finnst einfaldlegra þægilegra að geta hringt beint af sínu hótelherbergi. Sé þjónusta greiðslukorta, símakort Pósts og síma eða möguleikinn Island beint notað er komist hjá að greiða hótel- inu þjónustugjald. Símakort Pósts og síma er öðruvísi en þau síma- kort sem hægt er að kaupa í útlönd- um að því leyti að þau eru ekki hlaðin og er því hægt að nota á hótelum og í venjulegum símum í heimahúsum. Sérstakt númer er á kortinu sem stimplað er inn þegar hringt er heim. Hjá flestum lækkar mínútu- gjaldið á kvöldin og um helgar en það er þó ekki algilt. Hægt að kaupa símakort í viðkomandi landi Haft var samband við fyrirtækið Tele Danmark í Danmörku og fengust þar þær upplýsingar að mínútan til íslands kostaði 5 krón- ur danskar eða um 57 krónur ís- lenskar. Hægt er að kaupa síma- kort á pósthúsum í Danmörku sem nota má síðan meðan á dvöl ytra stendur og hringja þá á þessu verði heim. Þá var hringt til fyrirtækisins Deutche Telecom í Bonn og þar kostar mínútan til íslands eitt mark eða um 44 krónur. Þijár mínútur kostuðu þijú mörk. Þar er einnig hægt að kaupa símakort og nota á ferðalagi um landið. Gildir þá ofangreint verð þegar hringt er heim. NMT-farsíminn (Nordic Mobile Telehopne) er líka hagstæður kost- ur sé verið að ferðast um Norður- lönd en það eru hins vegar ekki næstum allir sem eiga slíkt tæki. GSM-síminn er einnig ódýrarasti kosturinn í sumum tilfellum þ.e.a.s. sé símakort í viðkomandi landi ekki betri kostur. Stundum er hægt að velja um símafyrirtæki erlendis þegar ferð- ast er með GSM-farsíma. Síminn velur oft sjálfkrafa fyrirtæki en auðveldlega er hægt að breyta því og velja annað ef þar bjóðast hag- stæðari kjör. Ljóst er að það borgar sig að athuga þá möguleika sem í boði eru þ.e.a.s. svo fremi sem ætlunin sé að hringja heim af og til. Þá getur mismunurinn skipt þúsund- um. Heitt í kolunum ÞEIR félagar Óskar Finnsson, Ingvar Sigurðsson og Árni Þór Arnórsson eru með grillþætti á Bylgjunni á laugardögum i sum- ar. Þær uppskriftir sem þeir gefa hlustendum sínum eru síðan birtar hér á síðunum. Nautastelk á grllllð Þeir félagar segja nautasteik sígilda á grillið en bæta við að ýmislegt beri þó að hafa í huga við val og eldun á nautakjöti. Best er að grilla steikur sem eru um 2 cm á þykkt, vegna skamms eldunartíma. Steik af þessari þykkt tekur 4-5 mínútur að elda á vel heitu grilli. Veljið ávallt kjöt sem er fal- lega rautt á litinn og vel fituofið. Dökkt kjöt semer alveg fitulaust er ekki eins vel fallið til eldunar á grilli. Fallega fituofið kjöt sem hefur fengið næga verkun, þ.e. fengið að hanga hágmark 15 daga eftir slátrun er frábært grillkjöt. Steikur sem henta vel á grillið eru t.d. framhryggjasneiðar, T- bein steik, lundir o.fl. Látið kjöt- ið ávallt ná stofuhita fyrir eldun, það tryggir jafnari og fallegri steikingu. Notið snarpan hita og eldið frekar minna en meira, því alltaf er hægt að skella steikinni aftur á grillið ef hún þykir of lítið steikt. Snúið steikunum 2-3 sinnum og kryddið kjötið meðan á eldun stendur með t.d. barbecue seasoning. Mjög gott er líka að krydda með salti og nýmöluðum svörtum pipar. Kryddsmjör er frábært með nautasteik, hér er uppskrift af einu góðu. Gróðurvinin er í Mörkinni Fjölærar plöntur Tré og runnar lauftré • Skrautrunnar • Barrtré GROÐRARSTOÐIN Skrautkál Opnunartímar: Virka daga kl. 9-21 Um helgar kl. 9-18 Geislasópur STJÖRNUGRÖF18. SÍMI 581 4288, FAX 581 222 Sækið surnarið til okkar Biðjið um vandaðan garðræktarbækling með plöntulista Koníakskryddsmjör 400 g smjör V3 dl lconíak 4 stk. meðalstórir sveppir 2 msk hunang 2 tsk steinselja salt og pipar Linið smjörið, hitið koníakið ögn og leysið hunangið upp í því. Saxið sveppina fínt niður og blandið öllu saman. Setjið á plastfilmu, rúllið upp og kælið. Grillaöir kartöflubótar 5 stórar bökunarkarföflur Spicy Season all krydd Sjóðið kartöflurnar í u.þ.b. 20 mín. Takið upp og skerið í 6 báta hveija kartöflu, penslið með olíu og klárið að elda á grillinu, kryddið með Season all kryddinu. ■ Hvað kostar að hringja heim frá útlöndum? Danmörk Noregur Þýskaland Sviss Luxemborg Spánn Portúgal Bandaríkin Bretland 1min. \5min. 7 mín.' 5 mín. 1 min. 5 mín. 1mín. 5mín. 1mín. 5mín. 1 mín. 5 mín. 1min..5mín. 1mín. :5mín. 1 mín. 5 mín. Visa phone krónur 186 657 186 657 186 657 186 657 203 i 742 203 ; 742 186 657 152 489 176; 607 , Island beint Póstur og sími 473 635 473 635 ; 494 670 563 785 563 785 ' 494 670 563 785 563 785 473 635 Kreditkort h/f Eurocard símakort 146 530 117 : 385 156 577 ! 183 711 204 820 173 664 166 628 147 532 151 ; 551 GSM sími 114 570 70 350 94 470 • 93 468 ' , ■ / J ' 195 975 109 545 116 580 Vodaphone 119 595 Cellnet 157 788 NMTfarsími i „on Nordic Mobile teleph.64 320 ; 49 245 : í : j * - , : I "Collect" . 703 865 í ' 703 865 724 900 793 1.015 793 1.015 724 900 . 793 1.015 793 1.015 SÍftpráffi 703 865 Ferðasímakort Póstur og sími 158 493 160 502 » 183 616 . t -■ . 226 830 276 1.084 : 190 653 204 722 181 607 235 879 Þjónustugjald er innifalið Upphafsgjald 230 kr. er innifalið. 3 min. kosta sama og 1 min. Handvirk þjónusta Upphafsgjald 460 kr. er innifalið. 3 min. kosta sama og 1 min. Handvirk þjónusta Upphafsgj. 74 kr. er innifalið. Verðið gildir frá 1. júli 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.