Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1996 45
BREF TIL BLAÐSINS
Sveinspróf 1
rafeindavirkjun
MESSUR
Frá Flosa Guðmundssyni:
UNDANFARINN áratug hefur verið
u.þ.b. 80% fall á svinsprófi í rafeinda-
virkjun. Ástæðurnar eru margar, svo
sem vanbúnaður og fjárskortur Iðn-
skólanns. Aðalástæðan liggur samt
í megintilgangi sveinsprófs sem er
að koma í veg fyrir offjölgun í stétt-
inni. í sveinsprófsnefnd hafa á und-
anförnum árum valist menn sem af
heimsku hafa talið það sína hags-
muni að takmarka aðgang að fag-
inu. Nú er svo komið að á síðasta
þingi Rafiðnaðarsambandsins var
samþykkt að rýra réttindi barnlausra
ekkna. Þetta er aðeins byijunin ef
heldur fram sem horfir því félögum
fækkar stöðugt sem hlýtur að enda
með því að lífeyrissjóðurinn fer á
hausinn.
Mjög margir rafeindavirkjanemar
sjá enga ástæðu til að taka sveins-
próf því það er enginn vandi að fá
vel launaða vinnu án þess. Sjaldgæft
er að atvinnurekendur geri sveins-
próf að skilyrði, enda er það ekki sá
gæðastimpill sem því er ætlað. Mörg-
um atvinnurekendum hefur reyndar
þótt sveinsprófsleysi kostur því það
hefur til skamms tíma þýtt að menn
hafa ekki átt kost á aðild að Rafiðn-
aðarsambandinu. Nýlega var þó Fé-
lag nema í rafiðnum tekið inn í Raf-
iðnaðarsambandið til að bæta hag
lífeyrissjóðsins. Af einhveijum und-
arlegum ástæðum eru yfir 100
manns í félaginu sem er furðulegt
með tilliti til þess að félagið hefur
aldrei gert neitt fyrir nema og er auk
þess í sambandi sem er beinlínis
fjandsamlegt þeim.
Til skamms tíma hefur verið frek-
ar erfitt að komast í starfsþjálfun í
rafeindavirkjun. Þetta er breytt.
Nýlega var starfsþjálfunartíminn
styttur í 5 mánuði og gengið eftir
því að menn væru ekki í nemastöðum
lengur en nauðsyn krefði. Þetta þýð-
ir að það er alltaf nóg af nemastöðum
hjá ríkinu sem er nokkurn veginn
eini atvinnurekandinn sem borgar
eftir töxtum Rafiðnaðarsambands-
ins. Með öðrum orðum; Rafiðnaðar-
sambandið hefur tekið að sér að út-
vega ríkinu ódýrt starfsfólk í stöður
sem enginn réði sig í annars.
Nú geri ég það að tillögu minni
að sveinspróf í rafeindavirkjun verði
einfaldlega lagt niður ásamt öllu sem
því fylgir. í staðinn komi lokapróf
úr Iðnskólanum sem veiti full starfs-
réttindi. Allar aðrar stéttir en iðnað-
armenn komast af án þessa fimtándu
aldar fyrirbæris sem sveinsprófið er.
FLOSI GUÐMUNDSSON,
rafeindavirki án sveinsprófs,
Stóragerði 11, Reykjavík.
Vinir alþýðumannsins
Frá Alberti Jensen:
ÞAð góða við óvininn er, að menn
vita hvar þeir hafa hann.
Eða hvað? Úlfar í sauðargærum
eru reyndar um allt.
Guðrún Helgadóttir sagði í viðtali,
að þjóðin ætti það skilið sem hún
kysi. Að sumu leyti er það rétt. Því
það er landlægt að menn skipi sér í
andstæða flokka, sem hagsmuna-
klíkur etja hvorum á móti öðrum.
Sameinaðir stöndum við, sundraðir
föllum. Þeir sem hafa alþýðuna að
verkfæri sínu og leikfangi vita hvem-
ig haga skal seglum. Sundruð þjóð
verður alltaf verkfæri einhverra. Hún
tapar afrakstri erfiðis síns í hendur
manna sem telja henni trú um að
öðruvísi geti þetta ekki verið. Verká-
lýðsforingjar, á margföldum launum
umbjóðenda sinna, eiga í vandræðum
með atvinnurekendur, sem geta þó
ekki án verkafólks verið. Undarlegt,
svo ekki sé meira sagt.
Dæmi um hjúkrunarfræðing með
undir kr. 100.000- á mánuði. Hann
kemur til aðhlynningar 75 ára göml-
um fyrrv. dómara sem hefur í eftirla-
un 350.000 kr. Hans kostnaður er
orðin lítill í öðru en leikaraskap.
Hjúkrunarfræðingurinn er blóð-
mjólkaður í kerfinu.
Dæmi um verkamanninn sem
þvær 4.000.000- kr. bíl sem óþarfur
seðlabankastjóri á tíföldum launum
hans, hefur fengið fyrir ekki neitt,
auk annarra fríðinda. Svo má lengi
telja.
Þangað vill klárinn sem hann er
kvaldastur, kemur manni í hug þegar
fólk veitir þeim brautargengi sem
heldur launum þess niðri. Fjöldi fólks
lætur glepjast til aðgerða sem það
ræður ekki við. Hinir sömu þora þó
ekki að taka þá litlu áhættu sem
fólgin er í að kjósa nýja flokka.
Breyta frá því sem hefur reynst illa.
Við eigum mikið af ungu vel
menntuðu fólki sem ég vona að taki
sig saman og stofni flokk sem gæti
hagsmuna meirihluta þjóðarinnar.
Undir kollaklappi í gömlu flokkunum
er frami ungmenna fyrir þjóðina úti-
lokaður. Þar þrífast ekki hugsjónir.
Vinir eru vandfundnir. Fyrir kosning-
ar setja stjómmálamenn upp lands-
föðurlegan eða djarfmannlegan svip,
allt eftir hvað við á. Þeir lofa fagur-
lega. Misréttið í landinu er orðið stór-
kostlegt þjóðfélagslegt böl og stjórn-
málamönnum til háðungar. Sérstak-
lega þeim sem sjá allt í velferðar-
ljóma. Hvert getur alþýðan leitað ef
ekki til unga fólksins sem sér gegn-
um hræsnma? AlbERT JENSEN,
Háaleitisbraut 129, Reykjavík.
Einelti er
alvarlegt mein
Frá Gry Ek Gunnarsson:
ÓNAFNGREINDUR maður skrifar
í Velvakanda 7. júní sl. og segist
vita um alvarlegt einelti í Hóla-
brekkuskóla sem starfsmenn skól-
ans og foreldrar viti jafnvel ekki
um.
Einelti er áhyggjumál allra for-
eldra og vil ég því eindregið skora
á viðkomandi að gefa sig strax fram
við skólastjóra eða kennara og
skýra frá vitneskju sinni svo hægt
verði að taka á málinu.
Einelti er alvarlegt mein sem
getur sett mark sitt á þolanda fyrir
lífstíð. Ábyrgð okkar foreldra er því
mikil, að kenna börnum okkar hvað
er rétt og rangt og vera sjálf vel
vakandi fyrir þessu ofbeldi, hvort
sem það á sér stað á skólatíma eða
utan hans. Við skólann starfar
hæft starfsfólk með sérþekkingu
Messur á morgun
og 17. júní
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Guðni Þ. Guðmunds-
son. Prestur sr. Guðný Hallgríms-
dóttir.
DÓMKIRKJAN: Messa með altar-
isgöngu kl. 11. Fermdur verður
Sæmundur Karl Finnbogason,
Hringbraut 26. Dómkórinn syngur
og Marteinn H. Friðriksson leikur á
orgelið. Prestur sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUIMD: Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur
Guðmundsson. Organisti Kjartan
Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknar-
presta.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Prestur sr. Halldór S.
Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnar-
son.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr.
Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Flóki Kristinsson. Organisti
Ólafur W. Finnsson. Kór Langholts-
kirkju (hópur II) syngur. Kaffisopi
eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 í umsjá sr. Lárusar Halldórs-
sonar. Félagar úr Kór Laugarnes-
kirkju syngja. Organisti Jónas Þórir.
Ólafur Jóhannsson.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Orgel- og kórstjórn Reynir Jónsson.
Sr. Halldór Reynisson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guð-
mundsson. Organisti Lenka Máte-
ová.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11 árdegis. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son héraðsprestur annast guðsþjón-
ustuna. Organleikari Sigrún Stein-
grímsdótir. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Samkoma Ungs fólks
með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Sr. Arnfríður Guð-
mundsdóttir messar. Organisti Sól-
veig Sigríður Einarsdóttir.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 20.30. Prestur Guð-
mundur Karl Ágústsson. Organisti
Lenka Mátéová. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Ágúst Ármann
Þorláksson. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta fell-
ur niður í Hjallakirkju vegna sumar-
leyfis starfsfólks. Sóknarbörnum er
bent á guðsþjónustu afleysinga-
prests í Breiðholtskirkju. Kristján
Einar Þorvarðarson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Örn Falkner. Ægir
Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta
Guðspjall dagsins:
Hin mikla kvöldmáltíð.
(Lúk. 14.)
kl. 20. Sr. ValgeirÁstráðsson prédik-
ar. Seljur, kór Kvenfélags Seljakirkju
syngur undir stjórn Kristínar Pjeturs.
Organisti Ólafur Finnsson. Sóknar-
prestur.
FRÍKIRKJAN, Rvík:
MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarárstíg
26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnu-
dag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altar-
isganga öll sunnudagskvöld. Prestur
sr. Guðmundur Örn Ragnarsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Sunnu-
dag: Biskupamessa kl. 10.30. með
þátttöku 33 þýskra presta frá Pader-
born (Katholische Arbeiterbeweg-
ung). Messa kl. 14. Messa á ensku
kl. 20. Mánudaga til föstudaga:
Messur kl. 8 og kl. 18. Laugardaga:
Messa kl. 8 og messa á ensku kl. 20.
KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam-
koma sunnudag kl. 20 við Holtaveg.
Ræðumaður: Sr. María Ágústsdótt-
ir. Tom Harriger flytur hvatningar-
orð.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11 á sunnudögum.
HVfTASUNNUKIRKJAN Filadelffa:
Almenn samkoma kl. 20. Ræðumað-
ur Mike Fitzgerald. Allir hjartanlega
velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis-
samkomá kl. 20 í umsjá Erlings Ní-
elssonar. Kaffisala lýðveldisdaginn
17. júní kl. 14-19. Hugvekjustund kl.
17.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar.
Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Jón Þorsteinsson.
VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta kl.
11. Ævar H. Kolbeinsson félags-
fræðingur flytur hugvekju. Táknmál-
skórinn tekur þátt í athöfninni.
Prestar sr. Miyako Þórðarson og sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Hátíðarathöfn
lýðveldisdaginn 17. júní kl. 13.
Ræða: Ólafur G. Einarsson, forseti
Alþingis. Bragi Friðriksson.
BESSASTAÐAKIRKJA. Guðsþjón-
usta kl. 14. Fagnað 200 ára afmæli
kirkjunnar. Ávarp: Forseti Islands.
Prédikun: Biskup fslands. Álftanes-
kórinn syngur. Stjórnandi John
Speight. Organisti Þorvaldur Björns-
son. Bragi Friðriksson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg-
unandakt kl. 11. Prestur sr. Gunnþór
Ingason.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa
kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl.‘
18.
KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu-
daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir
velkomnir.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Hátíð-
arguðsþjónusta 17. júní kl. 12.30.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn
Steinars Guðmundssonar. Sóknar-
prestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Orgeltónleik-
ar Katerine Löritz sunnudag kl. 16.
Lýðveldisdaginn 17. júní hátíðar-
guðsþjónusta kl. 12.30. Prestur Ól-
afur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur m.a. lögin „Syng Guði
dýrð, syng Drottni þökk vor þjóð“,
„Hjá lygnri móðu", „Undir bláum
sólarsali" og „Sumar er í sveitum",
sem kórinn flutti nýverið í söngför
til Svíþjóðar og Danmekrur. Organ-
isti og stjórnandi Einar Örn Einars-
son.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavik:
Messa kl. 14.
HVALSNESKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 11. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag
kl. 10.30. Lýðveldisdaginn 17. júní
guösþjónusta kl. 13. Hansína Ásta
Stefánsdóttir flytur hátíðarræðu.
Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Lýðveld-
isdaginn 17. júní verður messa kl.
14. Fimmtíu ára starfsafmæli Pálm-
ars Þ. Eyjólfssonar við kirkjuorgelið.
Úlfar Guðmundsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Lýðveldis-
daginn 17. júní verður barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Úlfar Guðmundsson.
SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa
í Skálholtsdómkirkju kl. 14 sunnu-
dag. Þátttakendur í námskeiði söng-
málastjóra annast messusöng og
organleik. Lýðveldisdaginn 17. júní
verður messa á Torfastöðum kl.
13.30. Sóknarprestur.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols-
velli: Lýðveldisdaginn 17. júní verður
hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sigurður
Jónsson.
ODDASÓKN: Lýðveldisdaginn 17.
júní verður hátíðarhelgistund í Dval-
arheimilinu Lundi, Hellu, kl. 13. Sig-
urður Jónsson.
SAU RBÆJARPRESTAKALL: Messa
í Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudag
kl. 14. Prófastur sr. Björn Jónsson á
Akranesi setur nýkjörinn sóknar-
prest, sr. Kristin Jens Sigurþórsson,
inn í embættið. Sameinaðir kirkju-
kórar prestakallsins syngja. Organ-
isti Kristjana Höskuldsdóttir.
AKRANESKIRKJA: Hátíðarguðs-
þjónusta 17. júní kl. 13. Hallur Þór
Sigurðsson, nýstúdent, flytur stól-
ræðu. Björn Jónsson.
BO RG ARPREST AKALL: Hátíðar-
messa í Borgarneskirju 17. júní kl. 13.
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
|
Guðsþjónusta
kl. 14.00
Fermd verður
Melkorko Sigurðardóttir,
Grettisgötu 28B.
og reynslu af slíkum málum og þar
getum við fengið aðstoð við að leysa
vandann. Eins og bréfritari bendir
á eru þessi mál viðkvæm og oft
erfið viðfangs. Þeim mun mikilvæg-
ara er að foreldrar og fagfólk vinni
náið saman í fullu trausti. Fræðsla
er nauðsynleg og það væri upplagt
verkefni fyrir sérfræðinga um mál-
ið, t.d. þann sem bréfritari bendir
á. En enginn fræðimaður hefur full-
komna lausn á takteinum í þessu
sambandi. Vinna gegn einelti er
ábyrgð okkar allra. Hvorki foreldrar
þolenda né aðrir mega standa hjá
og „horfa upp á bömin sín nídd
niður í svaðið af skólafélögum“. í
slíkum málum getur enginn leyft
sér að vera „aðstandandi úr fjar-
l30Qrðw
K • GRY EK GUNNARSSON,
formaður Foreldrafélags Hólabrekku-
skóla.
FORSETAKJÖR 1996
llf
ÖLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
Garðabær,
Álftanes
Fundur með Ólafi Ragnari
og Guðrúnu Katrínu í
safnaðarheimilinu Garðabæ
kl. 20:30 í kvöld.
\ iöi æöiii', l\rti’s|Hii nir
Allir velkomnir!
SUiðnlngsfólk Ólafs Kagnars Grfmssonar
Garðabæ og Álltanesl.