Morgunblaðið - 15.06.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.06.1996, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjalnesingar óttast lokun Arnarholts Engin ákvörðun verið tekin SEINUSTU daga hafa undarskrift- arlistar gengið um Kjalarnes til að fá stuðning íbúa þar við að mót- mæla hugmyndum um lokun með- ferðarheimilisins á Arnarholti, en það er stærsti vinnustaður í hreppnum. Kostnaður við heimilið er 180-200 milljónir á ári og þar eru tæplega 60 sjúkrarúm. Amarholt er hluti af geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, langlegu- deild og endurhæfingardeild fyrir geðsjúka. Jóhannes Pálmason for- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur segir ljóst að engin ákvörðun liggi fyrir um lokun heimilisins, en hins vegar þurfi hugmyndir þar að lútandi ekki að koma á óvart enda hafi þær verið kunngerðar sem hluti af sparnaðar- tillögum í rekstri sjúkrahússins í mars síðast liðnum, til að halda því innan fjárlagaramma. Sveitarstjórn Kjalarneshrepps boðaði til fundar á miðvikudag til að ræða stöðu mála og voru m.a. forráðamenn Sjúkrahús Reykjavíkur kvaddir á fundinn ásamt þingmönn- um kjördæmisins, en honum var fre- stað að beiðni heilbrigðisráðuneytis. „Það liggur engin endanleg ákvörðun fyrir í þessu máli og gerir það ekki strax. Ljóst er að Sjúkrahús Reykjavíkur er í miklum fjárhags- vanda og ég vona að ekki þurfi að koma til lokunar Amarholts, en þá þarf að koma til móts við fjárþarfir sjúkrahússins. Annars þarf eitthvað undan að láta. Ég tel hins vegar að viðbrögð ráðuneytisins við fundar- beiðninni geti gefið til kynna að heimilinu verði ekki lokað,“ segir Jóhannes. ------»-■»-♦---- Metár hjá Heijólfi FYRSTU fímm mánuði ársins varð 27% aukning í farþegafjölda Herjólfs miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 21 þúsund farþegar siglt með ferjunni milli Þorlákshafnar og Vestmanna- eyja, en í fyrra voru farþegar um 16.600 fyrstu fimm mánuðina. Grímur Gíslason, stjómarformað- ur Heijólfs, segir að það stefni í metár í flutningum, því auk 27% aukningar í farþegafjölda hafi orðið 23% aukning í bifreiðaflutningum. í maímánuði varð 67% aukning frá síðasta ári. Grímur segist ekki hafa skýringu á þessari miklu aukningu, en bendir á að fjölgun farþega með Heijólfi hafi verið stöðug undanfarin ár, árið 1993 voru farþegar 52 þús- und, árið 1994 vom þeir 60 þúsund og 65 þúsund árið 1995. Loðnunót í stað síld- arnótar VERIÐ var að ganga frá síldamót- inni úr Berki NK á Neskaupstað á dögunum til geymslu á hafnar- bakkanum yfir sumarið. Nótin er 90 faðma djúp og dugir ekki leng- ur til veiða úr norsk-íslenska síld- arstofninum, því síldin liggur mjög djúpt um þessar mundir. Síldarnótin var lögð snyrtilega í hrauk á hafnarbakkanum og stráð salti á hana til varnar gegn fúa. Börkur tók 150 faðma djúpa loðnunót í stað síldamótarinnar. Skipveijar á Berki komu til Nes- kaupstaðar með fullfermi 10. júní sl. Um borð vom einnig skipveijar á Flosa ÍS sem björguðust úr skipi sínu eftir að það hafði lagst á hlið- ina skammt norður af Færeyjum 9. júní sl. Börkur fór síðan aftur útað kvöldi 11. júnitil síldveiða. Upphaf hf. og SH setja á stofn kexverksmiðju á Akureyri Skapar vinnu fyr- ir 12-15 manns Fjárfesting upp á 80-100 milljónir króna SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna og Upphaf hf. hafa ákveðið að setja á stofn kexverksmiðju í um 860 fermetra húsnæði að Hvannavöllum 12 á Akureyri. Upphaf hf. á 75% í verksmiðjunni og SH 25% og er hér um að ræða fjárfestingu upp á 80-100 milljónir króna. Verksmiðjan mun framleiða kex fyrir innanlands- markað, a.m.k. fyrst um sinn, og er ráðgert að 12-15 manns starfi hjá fyrirtækinu þegar starfsemi þess verður komin í fullan gang. VERIÐ að ganga frá síldarnótinni úr Berki NK til geymslu yfir sumarið. Morgunblaðið/Kristinn Laugardagur 15. júní: Seltjarnarnes, Morgunkaffi með Pétri Hafstcin á Eiðistorgi kl. 10-12 Framboðsfundur í Perlunni kl. 14:00 (útvarpað á Rás 2) Fundur: Kópavogur, Félagsheimili Kópavogs kl. 17:00 Vinir vors og blóma skemmta Sunnudagur ló.júní: Fundir: Grafarvogur, Fjörgin kl. 16:00 Vinir vors og blóma skemmta Borgarnes, Félagsbær kl. 20:30 Þriðjudagur 18. júní: Fundur: Hafnarfjörður, Skútan kl. 20:30 Vinir vors og blóma skemmta Upplýsingar um forsetakosningarnar eru gefnar á kosningaskrifstofúnni í Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru gefnar i síma 553 3209 Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags íslands 13,6% raunávöxt- un á ársgrundvelli SAMKVÆMT uppgjöri Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags íslands, LTFÍ, fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa árs var raunávöxtun sjóðsins 13,6% á ársgrundvelli, en í fyrra var raunávöxtunin 8% og árið 1994 var hún 5%. Að sögn Bergsteins Gunnarssonar, formanns stjómar LTFÍ, stafar þetta ekki síst af því að hluti af sjóðnum er í hlutabréfum sem hafa gefíð mjög góða ávöxtun það sem af er árinu. „Þarna er um til þess að gera ■HMMM stuttan tíma sem tekinn er til við- miðunar og framreiknaður til heils árs, en þetta getur auðvitað jafnað sig út á árinu ef hækkunin verður eitthvað minni,“ sagði Bergsteinn. Starfshópur á vegum LTFÍ um tryggingamál hefur lagt til að geng- ið verði til samstarfs við viðurkennt tryggingarfélag um líf- og heilsu- tryggingar fyrir sjóðfélaga, og seg- ir Bergsteinn að þar séu menn fyrst og fremst með í huga svokallaðan ævilífeyri. „Lífeyrissjóður tæknifræðinga er séreignarsjóður þannig að menn eiga i honum það sem þeir hafa lagt inn og ekkert annað. Reglurnar eru þær að endurgreiðsla á inneign í lífeyrissjóðnum greiðist á 10-15 ámm eftir því sem menn kjósa, og ævilífeyri gætu menn keypt sér hjá tryggingarfélögum sem frekari við- bót við eigin lífeyrissjóð. Akveðinn hluti gengi þá inn í tryggingarfélag- ið og menn gætu þá tryggt sér laun til æviloka auk þess að þeir gætu keypt sér slysatryggingar og aðrar tryggingar til viðbótar," sagði Bergsteinn. Pclur ] Iatsiein -traustsins vcrður Æfðu fyrir heiðursvörð LÖGREGLUMENN þurfa að undirbúa sig fyrir þjóðhátíðina ekki síður en aðrir og voru þessir liðsmenn hennar að æfa heiðursvörð í portinu við Hverfisgötu þegar Ijósmyndara bar að. Tólf lögreglumenn í hátíðar- búningi ganga síðan fylktu liði og standa heiðursvörð við at- höfn á Austurvelli að morgni 17.júní, eins og venja er til. Eyþór Jósepsson, einn þriggja eigenda Upphafs hf., verður fram- kvæmdastjóri hins nýja fyrirtæk- ins, sem ekki hefur enn fengið nafn. Eyþór sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með að SH yrði aðili að fyrirtæk- inu. „Við höfum verið að leita að nýjum atvinnutækifærum sl. ár eða frá því að við seldum POB. í þess- um undirbúningi höfum við verið í góðu sambandi við SH og það er ánægjulegt að félagið taki þátt í stofnun fyrirtækisins.“ Ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar við leit að nýjum atvinnutækifær- um og hefur verið leitað til fjöl- margra aðila, bæði innlendra og erlendra, varðandi sérfræðiaðstoð. Niðurstaðan var að setja á stofn kexverksmiðju og hefur þegar ver- ið fjárfest í vélum og tækjum til framleiðslunnar. Uppsetning þeirra er hafin og er ráðgert að framleiðsla hefjist í byijun júlí. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, segir að hér sé um að ræða áhætturekstur, eins og annan rekstur af svipuðum toga. Hann segir að búið sé að vinna þá undir- búningsvinnu sem hægt er og kanna þá möguleika sem þessi framleiðsla hefur. I fyrstu er talað um sölu á innanlandsmarkaði, en Friðrik segir að SH sé útflutnings- fyrirtæki og skoðað verði með útflutning þegar fram líða stund- ir. SH lofaði að skapa 80 störf í bænum er félaginu voru tryggð áframhaldandi sölumál á afurðum Útgerðarfélags Akureyringa á síðasta ári. Friðrik segir að þegar stárfsemi kexverksmiðjunnar og Nóa Síríusar á Akureyri verði komin í fullan gang hafi verið staðið við það loforð. Vantar fólk í vinnu Fram að þessu hefur aðeins ein kexverksmiðja verið starfrækt á íslandi en A hlutar innanlands- neyslunnar er innflutt kex. Eig- endur verksmiðjunnar vonast til að hún reynist arðvænleg, auki á fjölbreytni í atvinnulífi og að til- koma hennar styrki enn stöðu Akureyrar sem matvælafram- leiðslubæjar. „Nú vantar okkur starfsfólk í vinnu. Það fólk sem haft hefur samband er yfirleitt í vinnu og ég hef ekki orðið var við að fólk sem er án atvinnu hafi haft samband," sagði Eyþór. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.