Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996
INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Vafasöm stjórnsýsla land-
bunaðarráðuneytisins
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Lúðvík
Bergvinssyni alþingismanni:
„Vegna athugasemda sem land-
búnaðarráðuneytið hefur sent fjöl-
miðlum, þar sem fullyrðingum und-
irritaðs um meðferð landbúnaðar-
ráðuneytisins á malartökuleyfum er
vísað á bug, vill undirritaður koma
eftirfarandi athugasemdum á fram-
færi:
Málsatvik
Málsatvik eru þau að árið 1984
var undirritaður samningur á milli
ráðuneytisins og fyrirtækisins
Krafla-malarnám hf. um heimild þess
til malartöku. Undir samninginn rit-
aði framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Krafla-malamám hf. var úrskurðað
gjaldþrota 14. september 1989. Rík-
issjóður lýsti 28. m.kr. kröfu vegna
vangoldinna opinberra gjalda, en
fékk lítið sem ekkert upp í þá kröfu.
Skömmu áður en fyrirtækið var tek-
ið til gjaldþrotaskipta var umrætt
malartökuleyfi fært af landbúnaðar-
ráðuneytinu frá fyrirtækinu Krafla-
malamám hf. yfír á Vatnsskarð hf.
Sá samningur gilti til 1. júlí 1995,
en með forleigurétti til ársins 1999.
Sami framkvæmdastjóri ritaði undir
samning f.h. Vatnsskarðs hf. og ritað
hafði undir samning f.h. Kröflu-mal-
amáms hf. Vatnsskarð hf. var tekið
til gjaldþrotaskipta 1. febrúar 1996.
En áður, eða 1. okt. 1995, hafði rétt-
urinn til malartöku enn og aftur ver-
'ið færður af landbúnaðarráðuneyt-
inu, í þetta sinn yfír til fyrirtækisins
Alexander Ólafsson hf. Undir þann
samning ritaði sami aðili og ritað
hafði undir hina samningana tvo.
Samningurinn við Alexander
Ólafsson hf. er nánast samhljóða
samningi sem gerður var við Vatns-
skarð hf. að því undanskildu að í
síðari samningnum er leyfishafa ekki
skylt að leggja fram tryggingu fyrir
efndum á greiðslum; auk þess sem
af einhveijum ástæðum er veittur
afsláttur frá því efnistökugjaldi sem
Vatnsskarði hf. var gert að greiða.
Ríkissjóður hefur lýst kröfu í
þrotabú Vatnsskarðs hf.; kröfu sem
nemur u.þ.b. 40. milljónum króna.
Flest bendir til þess að ekkert muni
fást upp í þá kröfu. Tap ríkissjóðs
vegna gjaldþrota Kröflu-malamáms
hf. og Vatnsskarðs hf. mun því vænt-
anlega nema tugmilljónum króna.
II. Röksemdafærsla land-
búnaðarráðuneytisins
Ráðuneytið heldur þvi fram að fyr-
irtækið Vatnsskarð hf. hafí átt í erfið-
leikum með að standa skil á leigu-
greiðslum til ráðuneytisins og því taldi
ráðuneytið ekki rök til að endumýja
samninginn við Vatnsskarð hf. eða
heimila fyrirtækinu áframhaldandi
rétt til malartöku. Þess í stað var
gerður nýr samningur við fyrirtækið
Alexander Ólafsson hf.
í samningum við Alexander Ólafs-
son hf. var sú skylda lögð á að fyrir-
tækið ábyrgðist skilvísar greiðslur
ógreiddra leigugjalda Vatnsskarðs
hf. og auk þess að tryggja góða
umgengni um námasvæðið. Með
þessari ráðstöfun taldi ráðuneytið
hagsmunum sínum best borgið.
Því er haldið fram af hálfu ráðu-
neytisins að hagsmunum þess, og
þar með almennings, hafi verið best
borgið að færa malartökuleyfið frá
Vatnsskarði hf., sem ekki hafði greitt
efnistökugjaldið í fímm ár af sex,
yfir á annað fyrirtæki undir stjórn
sömu aðila. Það sjá það allir í hendi
sér að þessi röksemdafærsla ráðu-
neytisins er fráleit og vart sæmandi
deild í Stjórnarráði Islands.
Því er haldið fram af ráðuneytinu
að fyrstu upplýsingar um gjaldþrot
Vatnsskarðs hf. hafí borist þvííbréfi
sýslumannsins í Hafnarfírði dags.
9. febrúar sl., þar sem sýslumaðurinn
benti ráðuneytinu á að með ráðstöfun
sinni væri það að flytja réttindi milli
kennitalna í þriðja sinn á sama tíma
og ríkissjóður væri að tapa tugmillj-
ónum á gjaldþrotum tengdum þess-
um kennitölum.
Ofangreindar fullyrðingar ráðu-
neytisins eru einkennilegar. Fyrir
liggur að í bréfi ráðuneytisins til
skiptastjóra þrotabús Vatnsskarðs
hf. dags. 7. maí sl. kemur skýrlega
fram að ráðuneytinu var á haustmán-
uðum 1995 fullkunnugt um verulega
greiðslu erfiðleika Vatnsskarðs hf.
Ráðuneytinu hlýtur að vera það ljóst
að greiðsluerfiðleikar era einatt und-
anfari gjaldþrots. Þegar þetta er virt
og horft til þess að Vatnsskarð hf.
hafði um árabil verið í vanskilum við
ráðuneytið hljómar það ekki senni-
lega að fyrst í febrúar sl. hafí ráðu-
neytið fengið gran eða vitneskju um
greiðsluþrot nefnds fyrirtækis.
Að gefnu tilefni vill undirritaður
taka fram að með fullyrðingu um
að námuréttindi hafí verið fiutt yfír
á nýja kennitölu er ekki átt við að
viðkomandi kennitala sé ný í tíma
og rúmi heldur að leyfíð sé flutt yfír
á „aðra“ kennitölu.
Þá heldur ráðuneytið því fram í
sínum athugasemdum að því sé
heimilt að fara með réttindi á grund-
velli námulaga þvíí 1. gr. þeirra laga
segi: „Landareign hverri, sem háð
er einkaeignarrétti, fylgir réttur til
hagnýtingar hvers konar jarðefna
sem þar fínnast í jörðu eða á, þó
með þeim takmörkunum sem lög
þessi tilgreina."
Skipulag framkvæmdavaldsins -
sjálft stjómkerfíð - byggist á stjóm-
arskránni hvað forseta og ráðherra
varðar en að öðra leyti fer það eftir
almennum landslögum. Meginréttar-
heimildin á því sviði eru lögin um
Stjómarráð Islands nr. 73/1969 og
reglugerð um sama efni nr. 96/1969.
Ráðuneytin nefnast í heild Stjómar-
ráð íslands. Sérhvert ráðuneyti nær
til alls landsins og hefur á hendi yfír-
stjóm þeirra málefna sem undir það
heyra. Ráðherrar veita forstöðu þeim
stjómarskrifstofum sem nefnast
ráðuneyti. Stjómarmálefni ber undir
ráðuneyti eftir ákvæðum reglugerðar,
er forseti íslands setur skv. tillögu
forsætisráðherra, enda sé þess jafnan
gætt að ráðuneyti lúti málefni, sem
eðli sínu samkvæmt eiga þar heima.
Auk laga og reglugerða um Stjóm-
arráð Islands kveða einstök lög á um
hvar viðkomandi stjómarmálefni skuli
vistað. Viðkomandi ráðuneyti fer því
með réttindi og skyldur ríkisins hvað
þau málefni varðar. í 3. tl. 8. gr.
reglugerðar um Stjómarráð íslands
segir að iðnaðarráðuneytið fari með
mál er varða námur og námurekstur,
en nánar er kveðið á um stjóm þess-
ara mála í námalögum sem eiga und-
ir iðnaðarráðuneytið.
í 9. gr. reglugerðar um Stjómar-
ráð íslands er kveðið á um að land-
búnaðarráðuneytið fari með mál er
varða þjóðjarðir, sem eru jarðir í
opinberri eigu. Meginheimild ráðu-
neytisins um þann ráðstöfunarrétt
eru jarðalög nr. 65/1976. í 36. gr.
jarðalaga segir, að Jarðadeild land-
búnaðarráðuneytisins fari með mál-
efni jarða í ríkiseign, nema annað
sé ákveðið í lögum. Þetta ákvæði
felur hvorki í sér að jarðirnar séu
eign Iandbúnaðaráðuneytisins né að
ráðuneytið hafi réttarstöðu landeig-
anda þar sem annað ráðuneyti fer
með málefnið, heldur fer ráðherra
með ráðstöfunarrétt þeirra réttinda
sem honum er falið samkvæmt lög-
um. Landbúnaðarráðherra hefur
ekki verið falið að fara með réttindi
ríkisins hvað varðar námuréttindi
og töku jarðefna, sbr. reglugerð um
Stjórnarráð íslands og lögmætis-
regluná, sem kveður á um að stjóm-
vaídsákvarðanir skuli eiga sér við-
hlítandi stoð í lögum. Á hinn bóginn
hefur iðnaðarráðherra verið falið
samkvæmt nefndri reglugerð og
ákvæðum námaiaga að fara með
réttindi ríkisins er tengjast námum,
námarekstri og töku jarðefna. Það
er því ljóst að útgáfa leyfa um heim-
ild til töku jarðefna á undir iðnaðar-
ráðuneytið, enda ætlun löggjafans
að stjóm mála er varða náma-
vinnslu og jarðefnatöku sé á einni
hendi, þó ýmsir aðilar geti haft
umsagnarrétt.
III. Samantekt
1) Það er athyglisvert í þessu
máli að í malartökuleyfínu er senni-
lega að finna einu raunverulegu verð-
mæti Vatnsskarðs hf. Það eru einu
verðmætin sem kröfuhafar geta
vænst að skili þeim einhverju upp í
kröfur. Ekki verður betur séð en að
með aðgerðum sínum hafi ráðuneytið
komið verðmætum undan gjaldþrota-
skiptum og þannig unnið gegn hags-
munum ríkissjóðs.
2) Slík vinnubrögð sem ráðuneyt-
ið hefur viðhaft í þessu máli hafa í
för með sér mismunun gagnvart
þeim fyrirtækjum sem eru í sam-
keppni við viðkomandi fyrirtæki og
staðið hafa skil á sköttum og skyld-
um. Slíkt inngrip í samkeppnisstöðu
fyrirtækja á markaði er óeðlilegt og
telja má víst að samkeppnisyfírvöld
hafi sitthvað við slíka stjórnsýslu að
athuga.
3) Af bréfí ráðuneytisins til
skiptastjóra dags. 7. maisl. má ráða,
að ráðuneytinu hafí verið Ijóst, áður
en gengið var til sarnninga við fyrír-
tækið Alexander Ólafsson hf., að
fyrírtækið Vatnsskarð hf. stefndi í
greiðsluþrot. í umræddu bréfi kemur
fram að forsvarsmenn fyrírtækisins
hafí gert ráðuneytinu grein fyrir því
að þaðgæti ekki staðið við skuldbind-
ingar sínar gagnvart ráðuneytinu,
auk þess sem langvarandi vanskil á
greiðslu efnistökugjalds bentu til
fjárhagslegra erfiðleika.
4) Ráðuneytið virðist líta svo á
að fyrirtækin Vatnsskarð hf. og
Alexander Ólafsson séu óskyldir aðil-
ar. I Ijósi þcirrar meginregla að að
baki sérhverri stjómsýsluákvörðun
verði að búa málefnaleg sjónarmið;
það sé ótækt að geðþótti og hrein
tilviljun ráði því hvernig ákvarðanir
eru teknar. Ákvörðun um veitingu
leyfís er stjórnsýsluákvörðun. Það
að ráðuneytið skuli skilyrða útgáfu
malartökuieyfís þannig að hinn nýi
leyfíshafi ábyrgist greiðslu ógreiddra
gjalda fyrri leyfíshafa, sem er annar
lögaðili, á ekki stoð í lögum eða öðr-
um réttarheimildum.
5) Því er haldið fram af hálfu
ráðuneytisins að hagsmunum þess,
og þar með almennings, hafí verið
best borgið að færa malartökuleyfíð
frá Vatnsskarði hf., sem ekki hafði
greitt efnistökugjaldið í fímm ár af
sex, yfir á annað fyrirtæki sem lýtur
stjórn sömu aðila. Slík röksemda-
færsla gengur ekki upp. Ef ráðuneyt-
ið hefði viljað gæta hagsmuna hefði
það átt að bregðast við miklu fyrr
og á annan hátt.
6) Ríkissjóður hefur' tapað tug-
milljónúm á gjaldþrotum þessara fyr-
irtækja\.
7) Útgáfa leyfa til jarðefnatöku á
undir iðnaðarráðuneytið.
IV. Niðurstaða
Útskýringar ráðuneytisins á gjörð-
um sínum í þessu máíi era á engan
hátt fullnægjandi nú frekar en áður.
Spumingunni um, hvernig það megi
vera að ráðuneytið skuli í þrígang
heimila flutning námuréttinda yfír á
ný fyrirtæki, með aðra kennnitölu,
en undir stjórn sömu aðila, þegar
leyfíshafi stefnir í gjaldþrot, stendur
eftir sem áður ósvarað. Það stendur
því enn upp á ráðuneytið að gera
hreint fyrir sínum dyrum; koma fram
með trúverðuga röksemdafærslu fyr-
ir gjörðum sínum, svo koma megi í
veg fyrir óþarfa tortryggni í garð
þess.
Vegna athugasemda ráðuneytisins
um að undirritaður hafí lýst því yfír
að með aðgerðum sínum hafí ráðu-
neytið verið að hygla gjaldþrota fyr-
irtækjum vill undirritaður taka fram
að slík yfirlýsing hefur aldrei verið
gefín, enda hefur gagnrýni undirrit-
aðs aðeins verið beint að stjórnsýslu
ráðuneytisins en ekki að þeim aðilum
sem hafa rekið umrædda námu. Á
hinn bóginn hefur undirritaður lýst
því yfir að aðgerðir ráðuneytisins
eigi sér ekki stoð í lögum. Útskýring-
ar þess nú breyta þar engu um.
Lúðvík Bergvinsson
Tékknesk lúðrasveit
í Víðistaðakirkju
LÚÐRASVEIT tónlistargrunn-
skólans í Opava í Tékklandi er
stödd hér á landi í heimsókn
hjá Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar. Sveitin er skipuð á
fimmta tug ungmenna 13 ára
og eldri. Lúðrasveitin frá
Opava leikur í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum í Laugardal
í dag, laugardag, kl. 15 og á
þjóðhátíðardaginn spilar hún í
skrúðgöngu sem farin verður
frá Hellisgerði í Hafnarfirði að
Víðistaðatúni og á þriðjudag,
18. júní, leikur hún á tónleikum
í Víðistaðakirkju. Tónleikarnir
hefjast kl. 19.30 og er aðgangur
ókeypis.
Vemdun umhverfisins
- sameiginleg vitund
EHMA, European Harbour Mast-
ers Association, heldur sjöttu ráð-
stefnu sína í boði Reykjavíkurhafn-
ar í Reykjavík dagana 17.-22. júní
nk.^
Árið 1992 var ráðstefnan haldin
í Bristol á Englandi, 1994 í Mar-
seille í Frakklandi og 1996 verður
hún haldin í Reykjavík. Ráðstefnan
hefst 17. júní og henni lýkur 22.
júní.
Þema ráðstefnunnar verður
Vemdun umhverfísins - Sam-
eiginleg vitund og munu 20 erlend-
ir fyrirlesarar flytja erindi um efni
tengd umhverfisvernd, höfnun og
hafnarstarfsemi. Heill dagur ráð-
stefnunnar verður sérstaklega
MT-ingar o g
FV-ingar hittast
FYRRVERANDI nemendur
Menntaskólans á ísafírði og Fram-
haldsskóla Vestfjarða ætla að hitt-
ast á neðri hæðinni á Kaffi Reykja-
vík 16. júní nk. kl. 20.30.
Undanfarin ár hafa gamlir nem-
endur hist og nú hefur 16. júní
verið gerður að föstum degi til slíkr-
ar samveru.
Karlrembu-
hlaupið í
Hveragerði
KARLREMBUHLAUPIÐ, andsælis
Kvennahlaupinu í Hveragerði, verð-
ur farið sunnudaginn 16. júní nk.
kl. 14. Upphaf og endir hlaupsins
verður við íþróttahúsið eins og á
síðasta ári.
Farinn verður léttur hringur um
Hveragerði sem er passlega langur
fyirr alla. Heimilt er að hlaupa,
skokka, ganga, valhoppa, hoppa á
öðrum fæti o.s.frv. Þátttökugjald í
hlaupinu verður 550 kr. og innifalið
í því er sérhannaður bolur og verð-
launapeningur. Skráning í hlaupið
hefst klukkustund fyrir hlaupið í
anddyri Grunnskólans í Hveragerði.
Þetta er í annað sinn sem haldið
er sérstakt karlahlaup á sama tíma
og Kvennahlaupið og tilgangurinn
er sá að allir geti tekið þátt í þeirri
skemmtun sem fylgir hreyfingu og
útivist. í fyrra mættu um 100 karl-
ar til leiks.
helgaður íslandi. Munu 9 íslenskir
fyrirlesarar fjalla um íslensk mál-
efni sem tengjast höfnum landsins,
sjósókn, fískvinnslu og flutningum.
Það hefur verið venja í sam-
bandi við ráðstefnur EHMA að
bjóða aðilum-sem tengjast hafnar-
rekstri að sýna framleiðslu og/eða
kynna starfsemi sína á ráðstefn-
unni. Ráðstefnan verður haldin á
Scandic Hótel Loftleiðum þar sem
sýning tengd þessum málum verð-
ur einnig haldin um leið. Um 15
aðilum verður gefinn kostur á að
kynna starfsemi sína. Sýningin
verður í hliðarsal við ráðstefnusal-
inn og verður einnig opin almenn-
ingi allan tímann.
Blóm undir
stiganum flytur
í DAG, laugardag, opnar blóma-
verslunin Blóm undir stiganum
nýja verslun í Skipholti 50d (nýja
húsinu í Skipholti). Blóm undir stig-
anum hefur verið með rekstur sinn
í Borgarkringlunni, en verslunin
hættir nú starfsemi þar.
I tilefni opnunarinnar verður
opið í Blómum undir stiganum á
sunnudag og mánudag frá kl. 13
til 17. Að öðru jöfnu verður opið
mánudaga til laugardaga frá kl.
10 til 19.
Verslunin verður með ákveðin
tilboð í gangi, í tilefni opnunarinn-
ar, auk þess sem nú verða seld
handunnin húsgögn og aðrar hand-
unnar gjafavörur.
í júlí og ágúst verður hollenskur
blómaskreytingamaður til staðar í
versluninni. Við flutninginn breyt-
ist símanúmer Blóma undir stig-
anum og verður eftirleiðis
562 0102.
Samskipti
íslendinga
og Dana
SKEMMTUN verður haldin sunnu-
daginn 16. júní nk. á Kaffí Reykja-
vík og hefst hún kl. 15.
Auk dagskrár í léttum dúr verð-
ur þar rædd stofnun félags til efl-
ingar samskiptum og vináttu ís-
lendinga og Dana. Allir velkomnir.