Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIVIT Jeltsín lýkur kosningabaráttunni á heimaslóðum í Jekaterínbúrg Harmar sam- stöðuskort lýðræðisafla Jekaterínbúrg, Moskvu, Pétursborg. Reuter. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti hef- ur ferðast víða um Rússland i kosn- ingabaráttunni síðustu daga og virðist samkvæmt flestum skoðana- könnunum hafa tekist að vinna upp forskot Gennadís Zjúganovs, fram- bjóðanda og leiðtoga kommúnista. Að sögn SAy-sjónvarpsstöðvarinnar í gær sýndi þó síðasta könnun sem gerð var að Zjúganov væri á ný kominn með yfirhöndina, hann fengi 34% í fyrri umferðinni en for- setinn 31%. Jeltsín sagðist í gær harma að ekki hefði náðst samstaða meðal lýðræðissinna fyrir kosning- amar. Zjúganov, sem ekki kom fram á útifundum í gær, kvaðst telja að vonbrigði eftir fimm ára umbóta- stefnu Jeltsíns myndu tryggja kommúnistum sigur. „Við stefnum fullir sjálfstrausts að kosningunum og höfum í raun þegar unnið,“ sagði Zjúganov og bætti því við að tveir þriðju kjósenda styddu stefnuskrá síns framboðs. Zjúganov skoraði á Jeltsín að taka þátt í kappræðum í gær- kvöldi. Ein ríkissjónvarpsstöðvanna þriggja hafði sett kappræður for- setaframbjóðenda á dagskrá á fimmtudagskvöld, en varð að aflýsa vegna lítillar þátttöku. Jeltsín neit- aði að taka þátt og gerði Zjúganov þá slíkt hið sama. Jeltsín sagði í gær að hann harm- aði að ekki hefði tekist að sameina lýðræðisöflin fyrir kosningarnar. Menn virtust láta eigin persónu ganga fyrir málstaðnum, sagði Jeltsín, og átti þar greinilega við Grígorí Javlínskí, leiðtoga Jabloko- flokksins sem boðar lýðræði og markaðshagkerfí. Sameining lýðræðisafla Javlínskí sagði í gær að ekki væri útilokað að lýðræðisöflin sam- einuðust að baki forsetanum núver- andi í annarri umferð kosninganna, sem verður haldin ef enginn fram- bjóðandi fær meira en helming at- kvæða á morgun. Búist er við að Jeltsín og Zjúganov muni eigast við í annarri umferðinni, sem halda verður innan 15 daga frá því að talningu lýkur eftir þá fyrri. Javlínskí gaf hins vegar í skyn að Jeltsín myndi leita eftir sam- starfi við hægri-öfgamanninn Vladimír Zhírínovskí næði sá síðar- nefndi þriðja sæti í kosningunum á morgun. Byijað var að kjósa í Tsjetsjníju í gær. Þar er kosið bæði um for- seta og til þings í Kákasushérað- inu. Tsjetsjenskir uppreisnarmenn höfðu hótað að reyna að koma í veg fyrir að fólk gæti greitt at- kvæði og var því mikill öiyggisvið- búnaður. í Grozní voru rússneskir hermenn mjög áberandi. Dagblöð hlutdræg Dagblöð í Rússlandi hafa tekið mjög eindregna afstöðu með fram- bjóðendum og verða seint sökuð um skort á hlutdrægni. Pravda, málgagn kommúnista, birti mynd af Jeltsín í gervi böðuls á forsíðu. Blaðið notaði mynd, sem tekin hafði verið af Jeltsín í kosn- ingabaráttunni gegn honum. Á myndinni sést Jeltsín með bundið fyrir augu brjóta könnu með stöng. Leikur þessi er alsiða í Tatarstan, en axarskaftið í höndum Jeltsíns reyndist tvíeggjað sverð því við myndina í Prövdu stóð: „Forseti landsins þarf að geta séð. Við get- um ekki látið mann með bundið fyrir augun leiða okkur til loka þessarar aldar.“ „Er Zjúganov treystandi?" var spurt í risastórri fyrirsögn Ísvestíu og á síðu tvö var leitast við að sýna að svo væri ekki. Rossikíje vestí var ekki verið að fara í kringum hlutina. „Kjósið Borís Jeltsín!" æpti fyrirsögn blaðs- ins. Reuter VERKAMENN undirbúa blómabeð við minnisvarða um Lenín frá tímum Sovétríkjanna í borginni Petropavlovsk á Kamtsjatka- skaga, austast í Rússlandi. TVEIR félagar úr OMON, sérsveitum rússneska innanríkisráðu- neytisins, leita í bifreið í Moskvu. Mikill öryggisviðbúnaður er í Rússlandi vegna kosninganna á morgun og verður fimmtungi meira af lögreglumönnum til taks en venjulega. Baksýnisspegill- inn eða umbætur Rætt við íslendinga í Rússlandi MIKIL ólga er í rússneskum stjóm- málum um þessar mundir og for- setakosningamar, sem samkvæmt skoðanakönnunum er barátta milli Borís Jeltsíns forseta og Gennadís Zjúganovs, leiðtoga kommúnista, geta skipt sköpum um framtíð Rússlands. Spurningin er sú hvort snúið verður aftur til fortíðarinnar og þeirrar hefðar, sem mótaðist á keisaratímanum og setti ljóst og leynt mark sitt á Sovétríkin, eða glugginn til vesturs haldist opinn þannig að áfram verði haldið á tor- færri braut lýðræðis og umbóta. Morgunblaðið ræddi við nokkra íslendinga, sem staddir eru i Rúss- landi á þessum umbrotatímum. Spennuástand í Moskvu Hlédís Sveinsdóttir, arkitekt í Moskvu: „Meðal ungs fólks ríkir ótti við ástandið í Rússlandi og unga fólkið og þessir nýríku hræð- ast' kommúnistana. Þessir nýríku em einn til fimm af hundraði og milli þeirra og annarra er heljarmik- il gjá því að hér er í raun engin millistétt. Það er aðallega unga fólkið, sem kýs Jeltsín, og eldra fólk, sem styður Zjúganov, og þetta getur farið á hvaða veg, sem er. Jeltsín hefur styrkt stöðu sína með ýmsum uppákomum. Haldnir hafa verið rokktónleikar og rokkstjörnur lýst yfir stuðningi við hann. Hér í Moskvu hefur ríkt spennu- ástand undanfarið og síðan um helgina hafa einkennisklæddir menn staðið á hveiju homi og mað- ur verður að hafa með sér vegabréf. Það er um fátt annað talað en kosningarnar, sérstaklega eftir sprengjutilræðið í neðanjarðarlest- inni á fimmtudag, en það er ógern- ingur að segja til um hvað gerist núna dagana kringum kosningarn- ar. Kommúnistar treysta ekki yfir- völdum og vilja fá að telja sjálfir og gangi það eftir segja menn að sitt hvor niðurstaðan gæti fengist í kosningunum. Það væri alvarlegt ef svo færi. Jeltsín mest áberandi Gunnlaugur Júlíusson, fjár- málastjóri við verkefni Islenskra sjávarafurða á Kamtsjatka: Það hefur ekki farið mikið fyrir kosn- ingabaráttunni austur á Kamt- sjatka. Það eru fáir framboðsfundir og lítið tilstand, en umfjöllun fjöl- miðla er mikil og þar er Jeltsín mest áberandi. Hann hefur undir- búið jarðveginn með því að hækka ellilífeyri, fella niður herþjónustu og stöðva stríðið í Tsjetsjníju. Það leit út fyrir að Zjúganov myndi vinna, en það hefur breyst og nú telja flestir að Jeltsín muni vinna. En í raun skiptast menn í tvær fylkingar; þá, sem skilja hvað er að gerast í landinu og telja Jelts- ín skástan, og þá, sem horfa bara í baksýnisspegilinn og vilja komm- únisma aftur. Kamtsjatka má kalla jaðarsvæði. Hér voru áður há laun, en nú er það breytt og víða má sjá hálfkarað- ar byggingar, sem menn segja af- leiðingu perestrojku Míkhaíls Gorb- atsjovs. Jeltsín var tekinn í dýrl- ingatölu þegar valdaránstilraunin var gerð í ágúst 1991, en svo tekur við hversdagsleiki og erfiðleikar. Þessi þróun mun halda áfram um skeið og verða nokkrum leiðtogum að falli áður en jafnvægi næst. Menn þurfa alltaf blóraböggul." Ómögulegt að spá um úrslit Björgólfur Thor Björgólfsson, framkvæmdastjóri í Pétursborg: „Jeltsín var með útihátíð hér í dag [fimmtudag] fyrir utan Vetrarhöll- ina og var þar saman kominn mik- ill mannfjöldi. Fólk er farið að tala meira um kosningarnar núna, en það er ómögulegt að spá um úrslit. Það má benda á borgarstjóra- Helstu keppi- nautarnir SEX helstu forsetaframbjóð- endurnir eru þessir: •Grígorí Javlinskí: 44 ára hagfræðingur og leiðtogi Jab- loko-flokksins. Vill róttækari umbætur. Nýtur stuðnings ungs fólks, kaupsýslumanna og menntamanna. •Borís Jeltsín: 65 ára gam- all. Var kjörinn fyrsti forseti Rússlands með yfirburðum árið 1991. Nýtur stuðnings ungs fólks, kaupsýslumanna og menntamanna. • •Míkhaíl Gorbatsjov: 65 ára. Var síðasti leiðtogi Sovétríkj- anna og minnast kjósendur hans fyrir hrun Sovétríkj- anna. Nýtur stuðnings lítils hóps menntamanna. •Álexander Lebed: 46 ára fyrrverandi herforingi og hnefaleikamaður. Kveðst hvorki hlynntur lýðræði né kommúnisma. Nýtur stuðn- ings hers og hófsamra þjóð- ernissinna. •Gennadí Zjúganov: 51 árs fyrrverandi stærðfræðikenn- ari og leiðtogi Kommúnista- flokksins. Nýtur stuðnings eftirlaunaþega, verkamanna og bænda. •Vladímír Zhírínovskí: 50 ára fyrrverandi lögfræðingur og öfgafullur þjóðernissinni, sem hyggst endurreisa rúss- neska heimsveldið með hjálp kjarnorkuvopna. Nýtur stuðnings í her, verkamanna og bænda. Þarf meira en helming Frambjóðandi getur aðeins sigrað í fyrstu umferð fái hann meira en helming at- kvæða og eftir skoðanakönn- unum að dæma verður það að teljast harla ólíklegt og nokkur nái því marki. 7. eða 14. júlí: Þeir tveir fram- bjóðendur, sem mest fylgi fá í fyrri umferðinni, leiða sam- an hesta sína í annarri um- ferð, sem haldin skal eigi síð- ar en 15 dögum eftir að taln- ingu lýkur (sennilega 7. eða 14. júlí). Sá, sem fær flest atkvæði, sigrar. kosningarnar hér í Pétursborg, þar sem allir höfðu spáð Anatolí Sobt- sjak borgarstjóra sigri í skoðana- könnunum, en svo kom í ljós að enginn hafði í raun ætlað að kjósa hann. Kommúnistarnir hafa ekki verið mjög áberandi hér. Þeir reka grasrótaráróður, dreifa bæklingum á strætóstöðvum og ræða við gam- alt fólk í görðum. Hér skilur enginn hvaðan hægri öfgamaðurinn Vlad- ímír Zhírínovskí fær fylgi. Hann höfðar til þjóðernishyggju og stuðn- ingur hans er mestur í sveitum. Pétursborg er mjög hægri sinnuð. Hér eiga kommúnistar ekki upp á pallborðið og Zhírínovskí er trúður hér rétt eins og á Vesturlöndum." Líklegt að verði hernaðarástand Haukur Hauksson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Moskvu: „Ég tel líklegt að það verði hernaðarástand hér eftir aðra hvora umferðina, vegna þess að úrslitin verða mjög tvisýn. Kommúnistar telja líklegt að það verði svindlað, sem ekki er útilokað, og hyggjast koma með sína stuðningsmenn til að mótmæla og krefjast réttar sína. Þá er Jelts- ín þannig persónuleiki að málamiðl- anir koma ekki til greina, hann annaðhvort vinnur eða tapar. Hann gefur sig aldrei og verði mjótt á munum lætur hann aldrei völdin af hendi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.