Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1996 41 HÁTÍÐAHÖLDIN í Reykjavík á 17. júní verða með hefðbundnum hætti fram að hádegi. Dagskráin hefst kl. 10, þegar forseti borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, leggur blóm- sveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hátíðardagskrá við Austurvöll hefst kl. 10.40 með ávarpi formanns þjóðhátíðarnefndar, Steinunnar V. Oskarsdóttur. Því næst leggur for- seti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, blómsveig frá íslensku þjóð- inni að minnisvarða Jóns Sigurðs- sonar og Davíð Oddsson forsætisráð- herra flytur ræðu. Þá mun fjallkonan flytja ávarp sitt. Karlakórinn Fóst- bræður syngur, Lúðrasveit Reykja- víkur leikur og skátar standa heið- ursvörð. Guðsþjónusta verður í Dóm- kirkjunni kl. 11.15. Sr. Karl Sigur- björnsson predikar, Dómkórinn syngur og Loftur Erlingsson syngur einsöng. Tvær skrúðgöngur Tvær skrúðgöngur munu setja svip sinn á götur bæjarins. Önnur leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.30 og fer niður Laugaveg að Ingólfs- torgi, en hin leggur af stað frá Hag- atorgi kl. 13.45 og gengur sem leið liggur í Hljómskálagarðinn. Skátar ganga undir fánum og stjórna báð- um göngunum. Skemmtidagskrá í miðbænum Skemmtidagskrá hefst á tveimur leiksviðum í miðbænum kl. 14, á Ingólfstorgi og í Lækjargötu. Boðið er upp á fjölmörg atriði til skemmt- unar um allan miðbæinn sem hátíð- argestir geta fylgst með og tekið þátt í. í Hallargarðinum og Hljóm- skálagarðinum verða leiktæki og sýningaratriði, auk þess sem skátar halda skátavöku. Á Tjörninni verða árabátar og kanóar og Sautjánda júní lestin ekur um Vonarstræt.i, en þar verður einnig Fornbílaklúbbur- inn með sýningu. Á Þórshamarsplani verður ævintýraland fyrir börn, Götuleikhúsið fer um hátíðarsvæðið og Brúðubíllinn sýnir við Tjamar- borg. Tónlistardagskrá verður í Tjarnarsal Ráðhússins, í Austur- stræti verður sýnt teiknimyndalista- verk, og þannig mætti lengi telja. Uppákomur víðs vegar um borgina Á Kjarvalsstöðum er sýningin Náttúrusýn í íslenskri myndlist og þar verður borgarlistamaður út- nefndur kl. 14. í Árbæjarsafni verða hátíðarkaffi og þjóðdansar og fólk er hvatt til að mæta í þjóðbúningum. í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum við Laugardal verður ýmislegt til skemmtunar og skemmtikraftar heimsækja barnadeildir Sjúkrahúss Reykjavíkur. í Bogasal Þjóðminja- safns verður sýningin Silfur í Þjóð- minjasafni. Dansað fram á nótt Að kvöldi þjóðhátíðardagsins verða skemmtanir á tveimur sviðum í miðbænum. Á Ingólfstorgi verða gömlu og nýju dansarnir stignir til miðnættis. Þar koma fram Hjördís Geirs og hljómsveit, Rússíbanar og Aggi Slæ og Tamlasveitin. I Lækjar- götu verða tónleikar frá kl. 20 til 1. Þar spila Stjörnukisi, Kolrassa Krókríðandi, Eiríkur og Endur- vinnslan, Botnleðja, Sóldögg, Funkstrasse og Unun, ásamt Emilí- önu Torrini og hljómsveit. Strætis- vagnar Reykjavíkur verða með ferð- ir úr miðbænum að skemmtun lok- inni. Umsjón með dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík hefur þjóðhátíðarnefnd á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjóðhátíðarnefnd skipa Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður, Ingvar Sveinsson og Hilmar Guð- laugsson. Dagskrárstjóri er Gísli Árni Eggertsson. Víðavangshlaup í Kópavogi Víðavangshlaup fyrir 16 ára og yngri hefst við Vallargerðisvöll kl. 10, og kl. 11 leikur Skólahljómsveit Kópavogs við Kópavogshæli. Skrúð- ganga leggur af stað frá Kópavogs- skóla að Rútstúni kl. 13.30 og Skóla- hljómsveit Kópavogs og skátar fara fyrir göngunni. HATIÐARHOLD A 17. JUNI Hefðbundin dag- skrá í Reykjavík Útihátíð verður á Rútstúni milli kl. 14 og 18. Forseti bæjarstjórnar flytur hátíðarræðu og fjallkonan flytur ávarp sitt. Flutt verða tónlist- ar- og dansatriði og Möguleikhúsið sýnir leikþátt. Loks kemur fram hljómsveitin Stjórnin með Sigríði Beinteins og ræningjarnir úr Kard- imommubænum mæta á svæðið. Tí- volí verður á staðnum á vegum Skátafélagsins Kópa og félagssam- tök verða með veitingasölu á túninu. Hjálparsveit skáta stendur fyrir sýn- ingu, fjársjóðsleit og hjólaralli. Knattspyrnuleikur til minningar um Daða Sigurvinsson fer fram á Kópavogsvelli kl. 17, milli 4. flokks Breiðabliks og HK. Kvölddagskrá á 16. júní í Hafnarfirði 17. júní hátíðarhöldin í Hafnar- firði verða með breyttu sniði í ár. Vegna þess að þjóðhátíðardaginn ber upp á mánudag hefur verið ákveðið að flytja kvölddagskrána yfir á sunnudagskvöldið 16. júní. Dagskráin hefst kl. 20 að kvöldi 16. júní. í miðbænum spilar Lúðra- sveit Hafnarfjarðar, Karlakórinn Þrestir og Kór Oldutúnsskóla syngja, götulistamenn frá London leika listir sínar og Brúðubíllin skemmtir yngstu kynslóðinni á Thorsplani. Ýmiss konar uppákomur verða um allan bæ, m.a. verður haldið „reif“ á Víðistaðatúni frá kl. 21 til 1, þar sem þekktir plötusnúðar þeyta skíf- ur. Hátíðardagskráin verður svo með hefðbundu sniði mánudaginn 17. júní. Frjálsíþróttamót hefst í Kapla- krika kl. 10 og í Hellisgerði verður helgistund kl. 13.30. Skrúðganga leggur af stað frá Hellisgerði kl. 14.15 og verður gengið sem leið ligg- ur að Víðistaðatúni. Þar hefst hátíð- arsamkoma kl. 14.45 með skemmti- dagskrá fyrir alla íjölskylduna. Útsýnissigling í Garðabæ Skátafélagið Vífill sér um fram- kvæmd hátíðahaldanna í Garðabæ í ár. Við Hofsstaðaskóla hefst dag- skrá fyrir hressa krakka kl. 10 og stendur til hádegis. Þar verður hægt að fara í götukörfubolta, víðavangs- hlaup, fjársjóðsleit, fjöltefli og línu- skautakeppni. Á sama tíma gefst bæjarbúum kostur á að fara í útsýn- issiglingu frá Garðabæjarhöfn, eða taka þátt í gróðursetningu á vegum Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð. Hátíðarstund hefst í Vídalíns- kirkju kl. 13 og skrúðganga leggur af stað þaðan hálftíma síðar. Gengið verður niður Vífilsstaðaveg að Garðaskóla en Blásarasveit Tónlist- arskóla Garðabæjar mun hjálpa göngufólki að halda takti. Við Garðaskóla verður ýmislegt á seyði milli kl. 14 og 16. Fjallkonan flytur ávarp, Möguleikhúsið flytur leikþátt, TVÆR skrúðgöngur munu setja svip sinn á götur Reykjavíkur. Onnur leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.30 og fer niður Lauga- veg að Ingólfstorgi, en hin leggur af stað frá Hagatorgi kl. 13.45 og gengur sem leið liggur í Hljómskálagarðinn. Tímaáætl- un SVR á þjóðhátíð- ardaginn VAGNAR SVR aka mánudaginn 17. júní eftir tímaáætlun helgidaga þ.e. á 30 mín. tíðni (sjá leiðabók) þó þannig að aukavögnum verður bætt á leiðir eftir þörfum. Frá kl. 12 þegar hátíðarhöldin hefjast í Lækjargötu er breytt frá venjulegri akstursleið vagnanna og nær breytingin til þeirra leiða sem aka um Lækjargötu. Vagnar á leið- um 2, 3, 4 og 5 á vesturleið munu aka um Sæbraut-Geirsgötu-Póst- hússtræti og Tryggvagötu með við- komu við austurenda Tollstöðvar. Á austurleið hafa þessir vagnar við- komu í Hafnarstræti. Vagnar á leiðum 1, 6, 7, 111 og 112 sem venjulega hafa endastöð við Lækjartorg, verða með endastöð í Hafnarstræti vestan Pósthússtræt- ís. Vagnar munu aka á öllum leiðum fram til kl. 1. Ath. Aukaferð frá miðbæ kl. 1.50 á leiðum 110, 111, 112 og 115. Fjölbreytt dagskrá hjá forseta FRÚ Vigdísar Finnbogadóttur bíður löng og fjölbreytt dagskrá síðasta þjóðhátíðardag hennar í embætti forseta íslands nk. mánudag. Fyrsta embættisverk hennar verður að vera viðstödd hefð- bundna athöfn á Austurvelli kl. 10.30 að morgni 17. júní. Forsæt- isráðherra minnist dagsins, fjallakonan flytur ljóð og lagður er krans að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Eftir athöfnina sækir forsetinn guðsþjónustu í Dómkirkjunni uppúr kl. 11. Að henni lokinni sækir hann hátíðar- fund Lýðveldissjóðs í Alþingis- húsinu við Austurvöll. Frú Vigdís sækir Háskólahátíð í Laugardalshöll kl. 13.30 til um kl. 16. Orðuveiting fer fram á Bessastöðum kl. 17.30. Dag- skránni lýkur með því að frú Vigdís situr boð Ingibjargar Sólr- únar Gísladóttur, borgarstjóra, henni til heiðurs í Höfða milli kl. 19 og 20 um kvöldið. boðið verður upp á andlitsmálun og farið í barnaleiki, starfsstyrkur lista- manns Garðabæjar verður afhentur og sælgæti dreift úr flugvél, svo eitt- hvað sé nefnt. Kvenfélag Garðabæjar stendur fyrir kaffihlaðborði í Garðalundi kl. 15, en þar verður einnig listsýning á verkum nemenda úr Garðaskóla. í íþróttamiðstöðinni verða skemmti- atriði milli kl. 16 og 17, m.a. þolfimi- sýning, dansatriði og fimleikasýn- ing. Hátíðahöldunum lýkur með diskóteki í Garðalundi, sem stendur frá kl. 20.30 til 22.30. Tveggja daga hátíð í Mosfellsbæ í Mosfellsbæ verður eins og í fyrra efnt til tveggja daga hátíðahalda 16. og 17. júní. Sunnudaginn 16. júní verður svokallaður fánadagur, en þá verður m.a. opnuð myndlistarsýning barna í Gallerí Álafoss. írska hljóm- sveitin The Butterfly band spilar í Álafosskvos, Brúðubíllinn kemur í heimsókn og spákona verður á svæð- inu. Krakkar úr Varmárskóla flytja leikþátt, Halli og Laddi skemmta, auk þess sem handboltaleikur verður á vellinum við gagnfræðaskólann kl. 16.30. Á sjálfan þjóðhátíðardaginn verð- ur skrúðganga frá íþróttahúsinu kl. 14. Menningarverðlaun bæjarins verða afhent, Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar leikur og Mosfellskórinn syngur. Fyrir börnin verður boðið upp á andlitsmálun, leiktæki og fleira. Leikþættir verða sýndir á úti- sviði nokkrum sinnum yfir daginn, og íslandsmeistarar í dansi 8-9 ára sýna dans. Skátafélagið Mosveijar og Björgunarsveitin Kyndill verða með leiki og leiktæki uppi á túni við Álafosskvosina frá kl. 15 og töfra- menn koma til með að sýna listir sínar. Barnadansleikur verður haldinn kl. 17.30 og lýkur honum kl. 19. Tónleikar hefjast í Hlégarði kl. 21, og þar koma fram Tríó Björns Thor- oddsens, Egill Ólafsson, Bergþór Pálsson og Jónas Þórir. Diskótek verður að tónleikunum loknum, en þar verður aldurstakmark 18 ár. Unglingadansleikur verður haldinn í Álafosskvosinni milli kl. 21 og 02. Sólstrandagæjarnir leika fyrir dansi, en Panorama og Beespider hita upp. Magnús Scheving í Reykjanesbæ Hátíðarmessur verða í Keflavíkur- kirkju og Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 12.30. Skrúðgöngur leggja af stað frá báðum kirkjunum kl. 13.20 með skátum og lúðrasveit áleiðis að Skrúðgarðinum, þar sem hátíðar- dagskráin hefst kl. 14.00. Flutt verður hátíðarræða og fjall- konan flytur ávarp. Karlakór Kefla- víkur syngur, Lúðrasveitin spilar og Leikfélag Keflavíkur sýnir leikþætti, auk þess sem Magnús Scheving og Emilíana Torrini koma fram. Boðið verður upp á teygju-trambólín, hopp- kastala og hestaleigu. Kvenfélag Njarðvíkur stendur fyrir kaffisölu í Stapa og Kvenfélag Keflavíkur verð- ur með kaffisölu að Vesturbraut 17. Kvöldskemmtun verður haldin á torginu við Tjarnargötu, og hefst hún kl. 20.00. Þar koma fram hljóm- sveitin Þusl, fjöllistamennirnir The Mighty Garret og Ossie, Páll Óskar Hjálmtýsson og hljómsveitin Stjórn- in. I Stapa spilar hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar frá kl. 20.00 til miðnættis og er aðgangur ókeypis. Félag eldri borgara á Suðurnesjum heldur kvöldskemmtun að Vestur- braut 17, og stendur hún frá kl. 20.00 til miðnættis. Örnefnaganga og . hestaferðir á Selfossi Opið hús verður hjá Slökkvistöð- inni á Selfossi, Lögreglunni í Árnes- sýslu og Slysavarnadeildinni Tryggva milli kl. 10.00 og 12.00. Á sama tíma verður yngri kynslóðinni boðið á hestbak í hesthúsahverfinu, og örnefnaganga leggur af stað frá Tryggvaskála kl. 10.00 og gengur niður með Ölfusá. Helgistund hefst í Selfosskirkju kl. 13.00. Séra Þórir Jökull Þor- steinsson messar og kór kirkjunnar syngur. Skrúðganga leggur af stað frá kirkjunni kl. 13.30 og gengur að íþróttahúsi Sólvallaskóla, þar sem fjölskylduskemmtun hefst kl. 14.00. Fjallkonan flytur ávarp, Lúðrasveit Selfoss spilar og boðið verður upp á söngatriði, fimleikasýningu og þol- fimisýningu. Fijálsíþróttadeild Umf. Selfoss verður með kaffisölu í Sól- vallaskóla frá kl. 14.30, götukörfu- bolti verður á körfuboltavelli Fjöl-. brautarskólans og kl. 16 hefst skemmtun á íþróttavellinum. Milli kl. 17.00 og 19.00 verður barna- dansleikur í Tjaldinu þar sem hljóm- sveitin Skítamórall leikur fyrir dansi og börnin geta einnig skemmt sér í hoppkastala á Landsbankatúninu. Hátíðardagskrá hefst á Hótel Sel- fossi kl. 20.30, en þar verða tónlist- aratriði, upplestur og þolfimisýning. Harmónikkuball verður í Tryggva- skáia kl. 21.00, og Hljómsveitin Skítamórall og unglingahljómsveitir halda uppi fjörinu á dansleik í Tjald- inu, sem stendur frá kl. 21.00 til 01.00. Hátíðarsamkoma á Hrafnseyri Hrafnseyrarnefnd stendur að venju fyrir hátíðarsamkomu á þjóð- hátíðardaginn á Hrafnseyri við Árn- arfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðs- sonar. Dagskráin hefst kl. 14 með hátíð- armessu í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar. Séra Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur messar, kirkjukór Þingeyrar syngur og Sig- urður Daníelsson leikur á orgel. Hátíðarsamkoma hefst kl. 15. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður ísa- fjarðarsýslu, flytur ræðu og boðið verður upp á veitingar. Endurbygging fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar stendur nú yfir og verður hann gestum til sýnis. Safn Jóns Sigurðssonar verður opn- að og verður síðan opið daglega til ágústloka. Safnvörður er Guðrún Þorgeirsdóttir. Fjögmrra daga hátið á ísafirði Undirbúningur þjóðhátíðarhald- anna á ísafirði er að þessu sinni í höndum Körfuboltafélags ísafjarðar. Þar sem 17. júní ber upp á mánudag var ákveðið að hafa hátíðina venju fremur veglega, og stendur dagskrá- in alla helgina. Laugardaginn 15. júní hefst dag- skráin kl. 14, og verður m.a. boðið upp á kassabílarall, torgsölu, körfu- boltakeppni og fleira. Myndlistar- konan Karólína Lárusdóttir opnar sýningu í Slunkaríki kl. 16 og kl. 20.30 hefjast tónleikar Bergþórs Pálssonar í ísafjarðarkirkju. Sunnu- daginn 16. júní verður Kvennahlaup- ið ræst kl. 14 frá íþróttahúsinu við Torfunes og píanótónleikar hefjast í sal grunnskólans kl. 17. Á sjálfan jijóðhátíðardaginn verð- ur messað í Isafjarðarkirkju kl. 9.30. Skrúðganga leggur af stað frá Silf- urtorgi kl. 13.20 og gengið verður fylktu liði að hátíðarsvæði við Fjórð- ungssjúkrahúsið, þar sem hátíðin verður sett kl. 14. Flutt verður hátíð- arræða, Sunnukórinn syngur og fjallkonan flytur ávarp, en síðan tek- ur við fjölbreytt skemmtidagskrá. Dagskránni lýkur með dansleikjum í Neðstakaupstað kl. 21. Auk þess sem haldinn verður hefðbundinn dansleikur er boðið upp á harmón- ikkuball fyrir eldri borgara. Tónlist og leikþáttur á Egilsstöðum Á Egilsstöðum verða hátíðarhöld að mestu með hefðbundnu sniði. Gengin verður skrúðganga frá íþróttahúsi að íþróttavelli kl. 13.30. Þar hefst hátíðardagskrá og mun Sigurður Ó. Pálsson flytja hátíðar- ræðu. Ávarp fjallkonu flytur Laufey Herdís Guðjónsdóttir. Ef veður verður slæmt verða há- tíðarhöld flutt inn í íþróttahús. Fjöl- mörg tónlistaratriði verða í dag- skránni og Leikfélag Fljótsdalshér- aðs mun flytja leikþátt. Eftir að hátíðardagskrá lýkur verður fim- leikasýning í íþróttahúsinu og þar verða einnig bæjarhlutakappleikir. Línusvif verður á sínum stað og kaffisala Kvenfélagsins Bláklukku verður í Valaskjálf, en þar verður einnig mýndlistarsýning. Milli kl. 17.00 og 19.00 kynna félög og klúbbar á Egilsstöðum starfsemi sína í Félagsmiðstöðinni Nýjung og dagskránni lýkur svo með leikjum, þrautum og dansleik í Selskógi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.