Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 13 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján BJORN Sigurðsson er kominn á samning sem málari og hér er hann með lærimeistara sínum í málaraiðninni, Ævari Jónssyni. Oft mikið að gera því kröf- urnar eru miklar STÖLLURNAR Hafdís Kristjánsdóttir og Kristín Huld Gunn- Iaugsdóttir eru flokksstjórar í Skólagörðum Akureyrar í sum- ar, en þær eru í hópi fyrstu grunnskólakennaranna sem braut- skrást frá Háskólanum á Akureyri. á Hjalteyri SÝNING á verkum Dagnýjar S. Ein- arsdóttur, myndum af íslensku al- þýðufólki stendur yfír á Hótel Hjalt- eyri. Sýningunni lýkur næstkomandi föstudag, 21. júní. Kaffihúsið verður lokað þjóðhátíðardaginn 17. júní. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Messa í kirkjunni á morgun, sunnudag kl. 11. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta í kirkjunni á sunnudag kl. 11. HJALPRÆÐISHERINN: Tónleika- samkoma á sunnudag kl. 16. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu í Reykjavík syngur gospel og lof- gjörðartónlist. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma fellur niður í kvöld vegna unglingamóts. Safnaðarsamkoma á morgun kl. 11, samkoma í kirkj- unni á sunnudag fellur niður, en þess í stað verður samkoma á Hjálpræðishernum kl. 16, þarsem sönghópur frá Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu í Reykjavík syngur gospel og lofgjörðartónlist. Morgunblaðið/Kristján Á leið úr grillveislu FÉLAGARNIR Þorsteinn Ingason og Andri Heiðar Ásgrímsson voru víg- reifir, er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá í blíðunni í gær. Þeir voru að koma úr grillveislu á leikskólanum Síðuseli, þar sem systkini þeirra eru en sjálfir eru þeir komnir á grunn- skólaaldurinn. Engu að síður skemmtu þeir sér vel í grillveislunni, ásamt fjölda fólks. FYRSTU grunnskólakennararnir verða brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri í dag, laugardag og eru þeir 24 talsins. „Það blundaði í mér á þeim tíma sem ég sótti um þetta nám að verða kennari,“ sagði Björn Sigurðsson frá Vopnafirði, einn þeirra sem útskrifast úr kennaradeild háskól- ans. Hann sagði að tvennt væri einkennandi í sinni ætt, í henni væru margir sem bæru nafnið Björn og einnig væru margir kenn- ararar þannig að kannski hefði þetta legið beint við sér. Bjöm útskrifaðist frá Verk- menntaskólanum á Akureyri, úr raungreinadeild og hann valdi sér einnig raungreinasvið innan kenn- aradeildar háskólans. Hann sagðist ekki hafa verið tilbúinn að flytja suður til Reykjavíkur að loknu námi á Akureyri og því valið sér kennara- námið við Háskólann á Akureyri. Næsta haust hyggst hann lesa heimspeki við Háskóla íslands. „Mér fínnst það liggja nokkuð beint við, það er mikil heimspekileg áhersla í kennslunni hér fyrir norð- an og ég hef áhuga á að kynna mér þessa grein betur,“ sagði hann. „Ég hef engan sérstakan áhuga á að fara í kennslu, ég held þetta sé vanþakklátt starf og illa launað.“ Amma hvatti til kennaranáms Björn sagðist í heildina vera ánægður með námið, „en ég sinnti því ekki of vel á köflum, ég féll alveg flatur fyrir alnetinu og um tíma komst fátt annað að.“ Ein aðalástæða þess að Björn fór í kennaranámið sagði hann vera að móðuramma sín, Aðalheiður Stefánsdóttir sem nú er látin hafi hvatt sig óspart. „Hún sagði alltaf að þetta væri það albesta starf sem hægt væri að hugsa sér. Ég til- einka henni þessa útskrift, hún hefði áreiðanlega orðið glöð á þess- um degi.“ Sambýliskona Björns, Kristín Huld Gunnlaugsdóttir, sem er frá Kópaskeri en hefur búið á Akur- eyri síðustu 9 ár er einnig að út- skrifast sem grunnskólakennari frá háskólanum. Hún varð stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1991. Hún er flokksstjóri í Skólagörðum Akureyrar í sumar ásamt Hafdísi Kristjánsdóttur frá Húsavík sem einnig er að braut- skrást í dag. „Þetta var oft erfitt," segja þær um námið í kennaradeildinni, en Kristín var á almennu sviði og Hafdís á raungreinasviði. „Oft var mikið að gera, kröfurnar eru mikl- ar og því þarf að sinna þessu námi vel, en það er auðvitað eðlilegt fyr- ir háskólanám." Langaði að verða kennari Þær sögðu að viðhorfið til kenn- aranema og kennslunnar við Há- skólann á Akureyri hefði í fyrstu oft verið neikvætt. „Það eru dæmi þess að kennarar hér á Norður- landi bentu okkur á að fara suður í Kennaraháskóla, en eftir að við fórum út í æfingakennslu hefur viðhorfið breyst." Hafdís varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1987 en flutti þá til Húsavíkur þar sem hun sinnti margvíslegum störfum. „Ég sinnti mikið störfum með börnum, í skólagörðum, leikjanámskeiðum og fleiru. Mig langaði að verða kennari en var ekki tilbúin að flytja með fjölskylduna til Reykjavíkur. Ég varð því afskaplega ánægð þeg- ar kennaranám bauðst hér á Akur- eyri,“ sagði Hafdís, en hún hefur fengið kennarastarf við Síðuskóla næsta vetur. Kristín ætlar að hefja nám í námsráðgjöf við Háskóla íslands næsta haust. Alþýðufólk Fyrstu grunnskólakennararnir brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri Morgunblaðið/Kristj án GLAÐBEITT undirbúningsnefnd, frá vinstri Hreinn Pálmason, Guðmundur Sigurbjörnsson, Aðalheiður Stefánsdóttir, Halldór Gestsson, Kristján Davíðsson, Páll Leósson og Örn Ingl Gíslason á Andabrúnni sem er hluti af nýju útivistarsvæði Akureyrarhafn- ar sem vígt verður á þjóðhátíðardaginn. Menntaskólanum á Akureyri slitið 17. júní Homsteinn lagður að nýbyggrngunni Hólum Dagskrá há- tíðarhaldanna 17. júní með breyttu sniði HÁTT í þijú hundruð listamenn víðs vegar að af landinu taka þátt í hátíðarhöldunum þjóðhátíðar- daginn 17. júní á Akureyri, en dagskráin verður með breyttu sniði frá því sem verið hefur. Hefðbundin dagskrá á vegum Akureyrarbæjar hefst kl. 10 á Hamarkotsklöppum, við styttu landnámsmannanna Helga magra og Þórunnar hyrnu, með fánahyll- ingu, helgistund og tónlistaratriði. Eftir hádegi, kl. 13.30, verður nýtt útivistarsvæði Akureyrar- hafnar við Strandgötu vígt og síð- an fer skrúðganga með þátttöku þriggja leikfélaga upp götuna og að hátiðarsvæðinu, Ráðhústorgi. Þar verða margvísleg atriði að loknum hefðbundnum ávörpum, m.a. keppni milli hverfa bæjarins í ýmsum þrautum, hlutur verður falin á torginu og sá sem hann finnur hlýtur að launum ferð til Lundúna, þá verður prestavakt á svæðinu þannig að þeim sem vilja nota tækifærið og gifta sig eða láta skíra börn sín gefst kostur á því. Gera má ráð fyrir að margir vi\ji sjá bæjarstjprann Jakob Björnsson taka júdóglímu við Vernharð Þorleifsson en það er eitt dagskrár- atriða. Síðar um daginn verður fjöl- skylduskemmtun sem hefst kl. 17 en þar munu börn og unglingar skemmta, m.a. flytur Leikklúbb- urinn Saga verkið Kristnitökuna. Allan daginn verður svonefnd þjóðhátíðarkaffistofa í skemmti- staðnum 1929 en þar verður sýnd kvikmynd sem gerð var á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar árið 1962. Harmonikuleikarar spila fólk inn á Ráðhústorg um kvöldið, en kl. 20.10 hefst kvöldskemmtun þar sem m.a. verður flutt ný revía, Bærinn okkar, undir leikstjórn Arnar Inga en söngtextar eru eft- ir Björn Þorleifsson. Félagar úr Freyvangsleikhúsinu sýna. Karla- kór Akureyrar-Geysir syngur og hagyrðingar koma fram. Um miðnætti verður svonefnd lokagleði þar sem ýmislegt óvænt gerist, m.a. munu þar fimm hljóin- sveitir leika fyrir dansi, Geir- mundur Valtýsson, Synir Mundu, Mýranda, Hljómsveit Ingu Eydal og Kristján, Pétur og Kristján. Dagskránni lýkur kl. 1.30. Það er íþróttafélagið Þór sem hefur umsjón með þjóðhátíðar- dagskránni í ár, en Þór, KA og skátafélagið Klakkur sjá til skiptis um dagskrána. Guðmundur Sigur- björnsson, formaður félagsins, sagði þegar dagskráin var kynnt að vilji hefði verið til þess að brydda upp á nýjungum og hefði félagið fengið fjöllistamanninn Örn Inga til að skipuleggja dag- skrána. Félagið væri ekki svikið af þeim viðskiptum því dagskráin nú væri óvenju fjölbreytt og lif- andi. MENNTASKÓLANUM á Akureyri verður slitið í 116. sinn og stúdentar brautskráðir mánudaginn 17. júní. Athöfnin verður í íþróttahöllinni og hefst kl. 10 árdegis. Meðal annars frumflytja nemendur af tónlistar- braut verk sem Jón Hlöðver Áskels- son tónskáld hefur samið að beiðni skólans við þjóðlagið Augun þín. Að loknum skólaslitum verður hornsteinn lagður að nýbyggingunni Hólum og hefst sú athöfn kl. 12.15. Formaður bygginganefndar, Knútur Otterstedt, leggur hornsteininn á Skólatorg MA, en auk hans flytur ávarp Pétur Pétursson, formaður skólanefndar. Opið hús verður í Gamla skóla frá kl. 15 til 17 þar sem nýstúdentum, aðstandendum þeirra og öðrum gest- um er boðið upp á kaffi og köku- bita. Hús skólans, þar með talin ný- byggingin Hólar sem tekin verður í notkun fullbúin 1. september í haust, verða til sýnis. Að kvöldi 17. júní verður hátíðar- fagnaður nýstúdenta i íþróttahöll- inni, en um miðnætti fara nýstúdent- ar að vanda um miðbæ Akureyrar. MA-hátíðin, fagnaður afmælisstúd- enta fer fram í íþróttahöllinni að kvöldi 16. júní, en þar hittast gamlir nemendur skólans, sem eiga stúd- entsafmæli sem stendur á heilum eða hálfum tug auk ársgamalla stúdenta. SYSLUMAÐURINN A AKUREYRI Utankj örfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga sem fram fara laugardaginn 29. júní 1996, er hafin. Kosið er á skrifstofu embættisins í llafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, alla virka daga frá kl. 09.00 til 15.00, kl. 17.00 til 19.00 og kl. 20.00 til 22.00. Um helgar er kosið milli kl. 14.00 og 17.00. Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu á Dalvík er kosið milli kl. 09.00 og 15Í00 alla virka daga svo og á öðrum tímum eftir samkomulagi við Gíslínu Gisladóttur, fulltrúa á Dalvík. Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi.við þá. Sýslumaðurinn á Akureyri, 14.júní 1996. Björn Jósef Arnviðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.