Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 15
ViÐSKIPTI
Samdráttur hjá Yolvo í Evrópu í ár
Bílasala minnk-
að um 21 %
Stokkhólmi. Reuter.
SALA Volvo á Evrópumarkaði
heldur áfram að minnka, en sér-
fræðingar eru enn vongpðir um
umskipti á næstu mánuðum.
Sala á nýjum bifreiðum í Evrópu
jókst um 7,5% í 5.8 milljónir bíla
á fyrstu fimm mánuðum 1996
miðað við sama tíma í fyrra, en
sala Volvo minnkaði um 20,7% í
80.890 bíla.
Samkvæmt tölum Evrópusam-
bands framleiðenda í bílaiðnaði
(ACEA) hrapaði sala Volvo í Evr-
ópu um 16,7% í maí, en sérfræðing-
ár segja að það valdi ekki áhyggj-
um, þótt tekjur muni minnka í bráð.
Sérfræðingar telja skýringuna
á minni sölu einkum þá að Volvo
er að draga úr framleiðslu á gerð-
inni 400 og markaðssetja gerðina
S40/V40.
Flestir bíða átekta og búast við
að salan muni aukast að loknum
sumarleyfum og tal um útlits-
breytingu á 850 línunni kann að
hafa sitt að segja.
Veldur vonbrigðum
Sérfræðingur Natwest segir töl-
urnar í maí valda vonbrigðum af
því að framleiðsla nýju gerðarinn-
ar hafi byijað fyrir tveimur mán-
uðum. Eiginlega hafi maí átt að
vera síðasti neikvæði mánuðurinn
áður en umskipti hæfust og ef
þessi þróun haldi áfram geti það
haft neikvæð áhrif.
Sérfræðingur BZW segir Volvo
hafi mætt samkeppni frá nýjum
meðalstórum bílum frá öðrum
fyrirtækjum og ástandið virðist
verra en búizt hafi verið við. Þó
segir hann að enn sé of snemmt
að spá um hver þróunin verði.
Markaðssetningu ekki lokið
Talsmaður Volvo, Ingmar
Hesslefors, sagði búast hefði mátt
við færri nýskráningum þar sem
markaðssetningu hins nýja
S40/V40 sé ekki lokið.
Hesslefors sagði að smásölu-
ástandið gæfi ástæðu til meiri
bjartsýni. Tölur Volvo sýna að
smásalan hefur minnkað um að-
eins 1% á fyrstu fimm mánuðum
ársins. Salan minnkaði mest í
Bretlandi eða 14%, á Ítalíu minnk-
aði hún um 18% á Spáni um 14%
og í Svíþjóð um 2% „Þó erum við
vongóðir um söluna á árinu í
heild,“ sagði hann.
Símafélag Portú-
gals einkavætt
Mikil eftirspurn eftir hlutabréfum
Lissabon. Reuter.
TAKMÖRKUÐ einkavæðing
portúgalska fjarskiptafélagsins,
Portugal Telecom, hefur aflað tæp-
lega 67 milljarða króna og hefði
verið hægt að selja fimm sinnum
fleiri hlutabréf en í boði voru að
sögn embættismanna í Lissabon.
Stjórnarformaður félagsins,
Murteira Nabo, lét í ljós ánægju
með árangurinn.
Hann sagði að ríkisstjórn sósíal-
ista fengi 149.5 milljarða escudos
(945 milljónir dollara) fyrir einka-
væðingu 21,7% hlutabréfa í
Portugal Telecom.
Boðin voru út 12.65 milljónir
hlutabréfa í kauphöllinni í Lissabon
fyrir 3,620 escudos á bréf fyrir
almenning og skuldabréfahafa og
3,258 escudos fyrir starfsmenn,
litla fjárfesta og útflytjendur.
Fyrirtækið seldi einnig 24.7
milljónir hlutabréfa til stofnana
fyrir 3,620 escudos á bréf.
í júní sl. seldi fyrri stjórn sósíal-
demókrata 27% hlut í Telecom fyr-
ir 146 milljarða escudos (925 millj-
ónir dollara).
Stjórnin hefur enn yfirráð yfir
fyrirtækinu eftir síðustu söluna,
en með henni er stigið stórt skref
í átt að því takmarki ríkisstjórnar-
innar að afla 380 milljarða escudos
af einkavæðingu í ár.
Stjórnin hyggst einnig selja
banka og sementsfyrirtæki 1996.
Notendur vefsins eru
sundurleitari en áður
Atlanta. Reuter. \
VENJULEGUR notandi veraldar-
vefsins er 33 ára gamall hvítur,
enskumælandi karlmaður með
59.000 dollara í tekjur, en hópur
sá sem notar vefinn er að verða
fjölbreyttari en áður samkvæmt
könnun iðntæknistofnunar í Atl-
anta, Georgíuríki.
Samkvæmt könnuninni nota æ'
fleiri konur veraldarvefinn og eru
þær 31,5% notenda samanborið við
29,5% samkvæmt svipaðri könnun
í fyrrahaust. í Evrópu fjölgaði kon-
um sem nota vefinn um 45%.
Þótt notendahópurinn sé að
verða fjölbreyttari sögðu 89%
þeirra sem spurðir voru að enska
væri móðurmál þeirra eða það er-
lenda tungumál sem þeir notuðu
mest fyrir utan móðurmálið og 87%
notenda voru hvítir.
Könnunin, sem var gerð á veg-
um Georgia Institute of Techno-
logy, náði til 11.700 notenda al-
netsins (internetsins) og fór fram
10. apríl til 10. maí.
Af þeim sem spurðir voru sögð-
ust 65,6 oft heimsækja staði á
veraldarvefnum og 37,9% sögðust
lesa blöð sem þar eru í boði. Vefset-
ur fréttasjónvarpsins CNN heim-
sóttu 35,9% þeirra sem voru spurð-
ir.
Þrátt fyrir vinsældir þessara
vefsetra sögðust vefnotendur fá
flestar fréttir frá hefðbundnum
heimildum.
Yfirleitt sögðu vefnotendur að
þeir mætu einkalíf mikils og vildu
ekki greiða aukalega fyrir upplýs-
ingar í vefnum að því er fram kem-
ur í könnuninni.
Fjórir af hveijum fimm sögðu
að aðalgallinn á alnetinu væri gíf-
urlegur tími sem færi í að finna
og sækja upplýsingar.
ÚRVERIIMU
Morgunblaðið/Svavar Siguijónsson
VEIÐAR á úthafskarfa á Reykjaneshrygg hafa gengið mjög vel og er allur okkar kvóti þar nú
veiddur, um 45.000 tonn. Vestmannaey VE er einn þeirra togara, sem þessar veiðar hafa stundað.
Hér eru þeir með gott hal og er ekki annað að sjá en karfinn sé mjög fallegur.
Úthafskarfi skilar 2,7
milljörðum króna í ár
Afurðaverðmætið nú tvöfalt meira en í fyrra
VEIÐUM okkar íslendinga á úthafskarfa lýkur nú
um helgina, þar sem leyfilegum kvóta hefur þá verið
náð, eða alls um 45.000 tonnum. Verðmæti þessa
afla má áætla á um 2,7 milljarða króna, sem er það
mesta sem þessi fiskistofn hefur skilað okkur. Verð
á karfanum er nokkru hærra en á síðasta ári og
ræður þar mestu töluverð eftirspurn, betri karfi en
í fyrra og mikil gæði afurðanna.
Aflinn í fyrra 29.000 tonn
Úthafkarfaaflinn nú er mun meiri en í fyrra, en
þá veiddust aðeins 29.000 tonn og var verðmæti
þess afla um 1,3 milljarðar króna. Árið 1994 varð
aflinn hins vegar mikill eða um 47.000 tonn og verð-
mæti hans um 2 milljarðar króna.
Langmest hausað og fryst
Karfinn er að langmestu leyti hausaður og slóg-
dreginn fyrir frystingu úti á sjó og er nýtingin um
50%. Verð á hvert kíló af hausuðum karfa hefur
verið um 120 krónur á hvert kíló. Nokkur skip ísa
karfann um borð og landa til vinnslu í landi, þar sem
aflinn er flakaður og frystur til útflutnings. Karfínn
er tekinn inn á fremur lágu verði, 30 til 40 krónur
á kílóið, en útkoman úr vinnslunni í landi er svipuð
og úti á sjó. Því er það nærri lagi að áætla að afurða-
verðið svari til um 60 króna á kíló upp úr sjó. Verð-
mæti 45.000 tonna af úthafskarfa er því um 2,7
milljarðar króna.
Karfinn mun betri en í fyrra
Hans Einarsson, þjónustu- og framleiðslustjóri
frystitogara hjá SH, segir að karfinn í ár sé miklu
betri en í fyrra. Hann sé stærri og feitari og fyrir
vikið verði meðalverðið hærra. Vinnslan hafi einnig
gengið mjög vel og framleiðendur passi vel upp á
gæðin.
Töluverð eftirspurn
Þá er eftirspurn töluverð á mörkuðunum og segir
Hans að megnið af heilfrystakarfanum fari til Aslíu,
allur a-karfinn og reyndar nokkuð af b-karfa líka.
Annars fer b-karfinn mest á markaði í Suður-Evr-
ópu. íslenzku skipin gera mjög lítið af því að flaka
karfann um borð, en SH selur einnig nokkuð af karfa-
flökum af þýzkum og rússneskum frystitogurum og
fara þau aðallega á markað í Þýzkalandi og Frakk-
landi.
Tvö skip á línu
Endanlegur afli liggur enn ekki fyrir, en sam-
kvæmt lönduðum afla í þessari viku og áætluðum
afla um borð í skipunum, er afli þeirra eins og hér
segir. Tvö þessara skipa, Aðalvík og Kristrún, stund-
uðu karfaveiðarnar með línu. Aflahæstu skipin eru
með hátt í 3.000 tonn hvert.
Úthafskarfaaflinn
Skipsnafn Alls
Baldvin Þorsteinsson EA 10............2.662
AkureyrinEA 110.......................2.159
VigriRE 71............................2.721
VíðirEA 910...........................1.914
Ýmir HF343 ........................... 1.663
GnúpurGK 11............................1.682
MálmeySKl .............................1.790
Siglir SI250 ......................... 1.652
Þerney RE101..........................2.364
Rán HF 42 ........................... 1.578
Höfrungur IIIAK 250 ................. 1.539
Haraldur Kristjánsson HF 2............1.493
EngeyRE 1.............................1.290
Skagfirðingur SK 4....................1.312
Sindri VE 60 .........................1.112
VenusHF519........................... 1.064
MánabergÓF42......................... 1.219
Viðey RE 6...............................918
SturlaugurH. Böðvarsson AK10............783
Júlíus Geirmundsson ÍS 270 ........... 797
ÖrfiriseyRE4..........................1.067
Sléttbakur EA 304 ..................... 844
Freri RE 73...........................1.155
Jón Baldvinsson RE 208...................772
Breki VE 61 ............................879
KaldbakurEA301 .........................617
Haukur GK 25 .......................... 747
Vestmannaey VE 54 ...................... 709
Snæfugl SU 20 ......................... 594
Hringur SH135 ......................... 468
Harðbakur EA 303 ...................... 537
Ottó N. Þorláksson RE 203 ............. 497
Ólafur Jónsson GK 404 ...................815
Akurey RE 3 ............................559
KambaröstSU 200 ........................ 180
Már SH 127 ..............................150
Kristrún RE 177 ..........................39
Múlaberg ÓF 32............................29
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255.............39
Aðalvík KE 95.............................50
ArnarHU 1 ...............................155