Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 43 FRETTIR REIFUR hópur nývígðra skáta ásamt Ingibjörgu Ágústsdóttur félagsforingja og Björgvin Magnússyni skólastjóra Gilwell-skólans. Skátavígsla í Stykkishólmi Sæludagar í Skagafirði „FÉLAG eldri borgara í Kópavogi og Gjábakki, félags- og tómstund- amiðstöð eldri borgara í Kópavogi, bjóða eldri borgurum að taka þátt í Sæludögum í Varmahlíð í Skaga- fírði Sæludagaævintýrið hefst með því að lagt verður af stað frá Gjá- bakka þriðjudaginn 6. ágúst. Ekið verður sem leið liggur norður yfir heiðar allt til Varmahlíðar. Skoðað- ir verða merkir staðar á leiðinni og ekið fyrir Vatnanesið. í Varma- hlíð verður gist í 5 nætur. Hópurinn verður með rútu og bíistjóra allan tímann og farnar verða ferðir út frá Varmahlíð. Fyrirhugað er t.d. að fara til Akureyri, Hríseyar, heim að Hólum í Hjaltadal, fram Skaga- íjarðardali, út á Reykjaströnd á söguslóðir Grettis Ásmundarsonar og ef fólk fýsir getur það vonandi stigið fæti í Drangey. Heimleiðis verður svo haldið sunnudaginn 11. ágúst. Á leiðinni verður Blönduvirkjun skoðuð og ekið suður Kjöl ef veður og vegur leyfir. Eitthvað verður gert til gam- ans á hveiju kvöldi. Þátttökugjald er 21.000 kr. fyrir félaga í Félagi eldri borgara en annars 23.000 kr. Innifalið í þátt- tökugjaldi er akstur, gisting í tveggja manna herbergi, fæði og allar kvöldskemmtanir. Fararstjór- ar verða Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Vigdís Jack. Lágmarksfjöldi er 25 en flestir geta þátttakendur orðið 40,“ segir í frétt frá Félagi aldraðra. Ljóðakvöld í Þingvallakirkju ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Andblær stendur fyrir ljóðakvöldi í Þing- vallakirkju laugardaginn 15. júní í tilefni útkomu fjórða heftis bók- inenntatímaritsins Andblæs og ljóðabókarinnar Hús á heiðinni eft- ir Steinunni Ásmundsdóttur, en bókin hefur að geyma Þingvalla- ljóð. Steinunn starfar sem landvörður á Þingvöllum í sumar og hefur gert undanfarin ár og eru ljóðin innblásin frá þeirri dvöl. Meðal efn- is í fjórða hefti Andblæs eru ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson, Súsönnu Svavarsdóttur, Gunnhildi Siguijón- dóttur, Ásdísi Óladóttur, Ingunni Snædal, Kristján Þórð Hrafnsson, Andra Snæ Magnason, Þuríði Guð- mundsdóttur og Geirlaug Magnús- son. Einnig er í heftinu gamansöm hugleiðing um raunsæi eftir Einar Má Guðmundsson, kafli úr „Draugasymfóníunni," óbirtri skáldsögu eftir E.G. Salómon, og laust mál, meðal annars eftir Ág- úst Borgþór Sverrisson, Gunnar Randversson og Bjarna Bjarnason, sem lesa mun úr óbirtri skáldsögu er fjallar um Maríu mey sem unga konu í nútíma þjóðfélagi. Alls eiga 23 höfundar efni í tíma- ritinu, sem er rúmar 70 blaðsíður. Lesturinn í Þingvallakirkju hefst klukkan 20.30, en í hléi verður gengið út að Skötuvatni þar sem Steinunn mun segja ævintýri. Sumarprófs- áfangar Fullorð- insfræðslunnar MATSHÆFIR fornáms- og fram- haldsskólaáfangar Fullorðins- fræðslunnar í Gerðubergi 1 í Breið- holti verða nú í boði 7. sumarönn- ina í röð frá upphafi skólans 1989. í boði verður matshæft fornám fyrir nemendur sem ekki náðu til- skildum einkunnum á samræmdum prófum grunnskóla í einni eða fleiri greinum. Þá verða í boði 10, 20, 30 og 40 áfangar í kjarngreinum svo sem íslensku, ensku, dönsku, sænsku, norsku, þýsku, stærðfræði og eðlisfræði. Auk þess eru kennd- ir séráfangi í þýskri málfræði, byrjunaráfangi í spænsku og byrj- unaráfangar í íslensku fyrir útlend- inga og nýbúa. Kennsla er almennt tvisvar í viku, 2 kennslustundir í senn, fornámsáfangar hefjast kl. 17, framhaldsskólaáfangar kl. 18.30, 20 og 21.30 en nokkrir áfang- ar/námskeið eru á morgun- og dagtímum. Nám er að hefjast 18.-25. júní og stendur yfir í 8 vikur og lýkur 9-16. ágúst. Auk þess verða í boði almenn námskeið og námsaðstoð að venju. Oddahátíð 1996 ODDAFÉLAGIÐ efnir til Oddahá- tíðar sunnudaginn 23. júní í Odda á Rangárvöllum. Hátíðin hefst með messu í Oddakirkju kl. 11. Að at- höfn lokinni gefst fólki kostur á að snæða nestisbita í safnaðar- heimilinu á staðnum þar sem kaffi verður á könnunni eða ef veður leyfir í hlíðum Gammabrekku. Um kl. 13 flytur staðarprestur sr. Sigurður Jónsson stuttan þátt um prestbræðurna Ásmund og Markús Jónssyni, en þeir sátu Oddastað samanlagt í 44 ár frá 1830-1880. Dagskránni lýkur svo með því að hátíðargestir halda til gróðursetningar í reit við Garðhúá í Oddalandi þar sem Oddafélagið hóf gróðursetningu á Oddahátíð 1995. Allir velunnarar og vinir Oddafé- lagsins og Oddastaðar eru boðnir velkomnir til Oddahátíðar. Jafn- framt er fólk hvatt til að hafa með sér skjólgóðan og hlýjan fatnað. Þeir sem eiga þar til gerða stafi til gróðursetningar eru góðfúslega beðnir að hafa þá meðferðis. Kirkjugarðssamband Islands Vilja leiðrétt- ingu á tekju- skerðingu AÐALFUNDUR Kirkjugarðssam- bands íslands var haldinn á Egils- stöðum '8. júní sl. Meginviðfangs- efni fundarins var umræða um verulega fjárhagserfiðleika kirkju- garða vegna tekjuskerðingar und- anfarinna ára. Á aðalfundinum var samhljóða samþykkt eftirfarandi ályktun: vAðalfundur Kirkjugarðssambands Islands, haldinn á Egilsstöðum 8. júní 1996, samþykkir að beina þeim tilmælum til kirkjumálaráðherra að leiðrétta þá tekjuskerðingu sem gengið hefur yfir kirkjugarða á síð- ustu árum. Aðalfundurinn telur að kirkjugarðsstjórnir víðs vegar um landið geti ekki uppfyllt lögbundin verkefni kirkjugarða á næstu árum, ef skerðingin verður ekki leiðrétt að stórum hluta til.“ Sýning’u Guð- runar að ljúka SÝNINGU Guðrúnar Einarsdóttur í Gallerí Laugavegur 20b (Klappar- stígsmegin) lýkur í dag, laugardag- inn_ 15. júní. Á sýningunni sem ber heitið „Land“ eru níu verk unnin í olíu. Gallerí Laugavegur 20b er opið á virkum dögum frá kl. 12 til 18 og kl. 14-18 um helgar. Strengja- kvartett í Norræna húsinu TÓNLEIKAR strengjakvartettsins Arctic Light Quartet sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, verða í Norræna húsinu, en ekki á morg- un, heldur sunnudaginn 23. júní. HRESSILEGU lífi hefur verið blásið í skátaglæðumar á Stykk- ishólmi og skátafélagið Hólmveij- ar komið á fulla siglingu á ný undir stjórn Ingibjargar Ágústs- dóttur. Starfið er blómlegt og hefur stór hópur barna og ungl- inga gengið til liðs við félagið. Miðvikudagskvöldið 5. mai gengu 42 skátar undir stjórn for- ingja sinna fylktu liði í kirkjuna þar sem fram fór hátíðleg skáta- vígsla undir stjórn Björgvins Magnússonar. Fjölmenni var í kirkjunni og mátti sjá ánægju- bros á foreldrunum er þeir fylgd- ust stoltir með ungviðinu vinna skátaheitið. Þessi ánægjubros verða vafalítið mörg í framtíð- inni því miklar vonir eru bundnar við þátttöku foreldra í starfinu og því munu þeir fá fjölmörg tækifæri til að fylgjast með og starfa með börnum sínum í skáta- starfinu. Mikill annatimi fer nú í hönd hjá Hólmveijum því undirbún- ingur undir landsmót skáta, sem fram fer á Úlfljótsvatni í sumar, stendur nú sem hæst. Nú um helgina fer allur hópurinn í æf- ingarútilegu að Hraunflötum þar sem tækifæri gefst til að æfa sig í Ijaldbúðarstörfum, matseld og öðru því sem skátarnir verða að standa klárir á fyrir landsmótið, segir í tilkynningu frá skátafé- laginu Hólmveijum. Sólstöðuganga á Suðvestur- landi TÍU ár eru liðin í ár frá því að áhugahópur um sólstöðuhátíð stóð fyrir sólstöðugöngu og siglingu á höfuðborgarsvæðinu allan sólar- hringinn á sumarsólstöðum. Nú er hugmyndin að hvetja áhugafólk úr öllum sveitarfélögum á Suðvestur- landi til að standa fyrir sólstöðu- göngu sem skiptist í nætur- og kvöldgöngu, hvert í sínu sveitarfé- lagi. Sumarsólstöður 1996 eru föstu- daginn 21. júní. í næturgönguna og/eða nætursiglinguna verður far- ið kl. 24.04 að kvöldi fimmtudags- ins. Til siðs hefur verið að kveikja lítið miðnæturbál á leiðinni kl. 1.30. Sólris er kl. 2.55. Sólarhrings- göngunni hefur verið skipt í tíma- bil sem hefjast að næturgöngunni lokinni kl. 8 morgunganga, kl. 12 á hádegi dagganga og kl. 20 kvöld- ganga sem lýkur við sólarlag kl. 24.04. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sólstöðugöngunni eru beðnir að hafa samband við Náttúruvernd- arfélag Suðvesturlands eða Einar Egilsson, Auðbrekku, og fá þá nöfn þeirra sem nú þegar hafa ákveðið að taka þátt í þessu í sveitarfélög- unum. Neskirkja með leiktækjanám- skeið NESKIRKJA verður með leik- tækjanámskeið fyrir börn á aldrin- um 6-10 ára eins og undanfarin ár. I sumar verður sú nýbreytni að haldið verður leikjanámskeið fyrir krakka á aldrinum 11-12 ára. Dagskrá þessara námskeiða felst í mjög fjölbreyttum ferðum, leikjum, grillveislum auk fræðslu um kristna trú. Verð fyrir vikuna er 2.000 kr. og innifalið í því er nesti, ferðir og efnisgjald. Fyrsta námskeiðið verð- ur 24-28. júní. Frekari upplýsingar og innritun er í síma Neskirkju á milli kl. 10 og 13 og 16 og 18 virka daga. Sumartónleikar á Sauðárkróki SUMARTÓNLEIKAR verða haldn- ir í Tónlistarskólanum á Sauðár- króki, Borgarflöt 1, sunnudaginn 16. júní kl. 16. Þar koma fram Ágúst Ólafsson baríton og Sigurður Marteinsson píanóleikari. Á efnisskránni eru fjögur íslensk sönglög, fimm ljóð úr Vetrarferð- inni, fjögur erlend ljóð og tvær óperuaríur. DUETTINN Ultra. Tónleikar í Sjómannaheimilinu Vör DÚETTINN Últra heldur tón- Dúettinn skipa þau Anton leika í Sjómannaheimilinu Vör, Krayer og Hekla Klemenzdótt- Grindavík, sunnudaginn 16. júní. ir. FORSETAKJÖR 1996 1'ff ÓLAI TJR RAGNAR GRÍMSSON Seltjarnarnes Fundur mcð Ólafi Ragnari og Guðrúnu Kalrínu í félagsheiinilinu kl. 16:30 í dag. \Mi'ét|'dtu'. áuörj> lyrlrspuinir Xllir velkomnir! Sluðningsfólk Ólat's Ragnars Grímssonar á Selt|arnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.