Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
Rannsóknir á mýlildismeinum
Framlag íslenskra
vísindamanna hlýt-
ur viðurkenningu
YPIRLITSGREIN eftir íslenska sér-
fræðinga um heilablæðingar vegna
svonefndra mýlildisæðameina er
birt í nýjasta hefti hins virta fræði-
rits Brain Pathology, sem aiþjóðafé-
íag taugameinafræðinga gefur út.
Þetta hefti tímaritsins er helgað
fræðslu um amyloidsjúkdóma, sem
á íslensku hafa verið nefndir mýlild-
issjúkdómar. Meðal þeirra eru heila-
bilunarsjúkdómar eins og Alzhei-
mersjúkdómur, arfgengar heila-
blæðingar vegna mýlildisæðameina,
prionmýlildismein, sem valda Cre-
utzfeldt-Jacobsveiki og fleiri sjúk-
dómum og riðuveiki í kúm, sauðfé
og fleiri dýrategundum.
í ofangreindu hefti er að finna
yfirlitsgrein um heilablæðingar
vegna mýlildisæðameina, sem þekkt
eru í íslenskum ættum og rannsak-
aðar hafa verið af læknum og öðrum
vísindamönnum hérlendis og erlend-
is í meira en hálfa öld. Greinarhöf-
undar eru ísleifur Ólafsson yfir-
læknir, Leifur Þorsteinsson ónæmis-
fræðingur og Ólafur Jensson, fyrr-
verandi yfirlæknir og prófessor.
Erfðaræðideild Blóðbankans hef-
ur starfað að rannsóknum á arf-
gengum heilablæðingum vegna mýl-
ildisæðameina í tvo áratugi í sam-
vinnu við taugalækningadeild Land-
spítalans, Rannsóknarstofu Háskól-
ans í meinafræði við Barónsstíg,
Rannsóknarstofu Háskólans í efna-
fræði og Tilraunastöð Háskólans í
meinafræði að Keldum. Að sögn
Ólafs Jenssonar hefur samstarf við
erlenda vísindamenn í Bandaríkjun-
um og Svíþjóð verið mikið og skipt
sköpum fyrir framgang og mikil-
vægan árangur á rannsóknartíman-
úm.
Ríkisspítalar hafa að mestu stað-
ið undir kostnaði við rannsóknar-
starfið hérlendis. Að sögn Ólafs
skipar líknarfélagið Heilavernd sér-
stakan heiðursess á meðal styrktar-
aðila en árið 1986 safnaði það með
aðstoð útvarpsstöðvarinnar Bylgj-
unnar milli fimm og sex milljónum
króna og var þeirri upphæð að stór-
um hluta varið til að tækjavæða
erfðafræðideild Blóðbankans. Síð-
asta áratug hefur Heilavernd verið
sterkasti stuðningsaðili þessara
rannsókna hérlendis en mikilvægur
stuðningur hefur einnig komið frá
Vísindasjóði íslands og Blóðgjafafé-
lagi íslands.
Ólafur Jensson segir að rann-
sóknarstarfi íslenskra og erlendra
vísindamanna sé sýnd mikilsverð
viðurkenning með birtingu greinar-
innar í Brain Pathology um þessar
rannsóknir á arfgengum heilablæð-
ingum í íslenskum ættum.
Göngin
orðin 40
metrar
STÖÐUGT er sprengt í Hvalfjarð-
argöngunum að norðanverðu og
undirbúningur undir sprengingar
að sunnanverðu gengur sam-
kvæmt áætlun.
Að sögn Hermanns Sigurðsson-
ar staðarverkfræðings er búið að
sprengja tæpa 40 metra á rúmum
tveimur vikum norðanmegin í
Hvalfirði. Að sunnanverðu er ver-
ið að styrkja stafninn, þ.e. bergið
þar sem byrjað verður að
sprengja. Bolta þarf bergið og
styrkja til að ekki hryi\ji úr því
þegar til sprenginga kemur. Her-
mann segir að ekki verði farið
að sprengja fyrir neðan sjávarmál
fyrr en eftir nokkra mánuði. Hér
sést Ulle Poulsen verkfræðingur
fylgjast með þar sem verið var
að steypuþétta inni í göngunum
að. norðanverðu eftir sprengingu.
BM Vallá ehf. fær gæðavottun
samkvæmt alþjóðlegum staðli
Andlát
ÞORODDUR TH.
SIGURÐSSON
BM VALLÁ ehf. og dótturfyrir-
tæki þess Vikurvörur ehf. á Þor-
lákshöfn fengu gæðavottun sam-
kvæmt alþjóðlegum staðli um
gæðakerfi er kallast ISO 9001.
BM Vallá er fyrsta byggingar-
fyrirtækið hér á landi til að fá slíka
vottun og einnig það fyrsta sem
starfar einungis á innanlands-
markaði.
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra afhenti Víglundi Þorsteins-
syni, framkvæmdastjóra BM Vall-
ár ehf., vottunarskírteinin. Víg-
lundur sagði að það væri vel til
fundið að fyrirtækið fengi vottun-
ina í ár þar sem fyrirtækið ætti
40 ára afmæli. Hann sagði að
gæðastjórnun byggist á að farið
sé eftir skýrum reglum og menn
vinni hlutina eins frá degi til dags
svo ekki sé sveifla þar á eða óregla
í framleiðslunni.
Kjartan Kárason, fram-
kvæmdastjóri Vottunar hf., sagði
að BM Vallá ehf. og Vikurvörur
ehf. væru 14. og 15. fyrirtækin á
íslandi sem fengu ISO 9000 gæða-
vottun. BM Vallá ehf. væri fyrsta
byggingarfyrirtækið og einnig það
fyrsta sem starfar eingöngu á inn-
lendum markaði sem fengi slíka
vottun. Gæðakerfið snúist um að
hafa þau tæki og tól sem þurfi til
að framleiða góða og gallalausa
vöru, í samræmi við þá staðla sem
ISO (International Standard Org-
anisation) gefur upp. Fylgst verði
með þeim fyrirtækjum sem fengið
hafa vottunina og vonandi verði
ávinningurinn sá að fyrirtækið
smiti út frá sér og fleiri fylgji í
kjölfarið.
Guðmundur Benediktsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri BM Vall-
ár, segir að mikið starf hafi verið
unnið í nokkur ár til þess að fá
vottunina. „Samstarf hófst með
fyrirtækinu Ráðgarði hf. fyrir um
10 árum og stendur það enn.
Undirbúningur fyrir vottunina hef-
ur staðið sl. 3 ár. Allt framleiðslu-
ferli fyrirtækisins hefur verið
endurskoðað svo og eftirlit, skipt-
ing ábyrgðar, skipulag og þjálfun
starfsfólks. Segja má að fyrirtæk-
ið hafi verið skipulagt frá grunni.“
Vottun hf. er sjálfstætt hlutafé-
lag í eigu 15 hagsmunaaðila, s.s.
Samtaka iðnaðarins, Verslunar-
ráðs og Félags íslenskra stórkaup-
manna.
ÞÓRODDUR Thorodds-
en Sigurðsson, fyrrum
vatnsveitustjóri í
Reykjavík, lést í Land-
spítalanum í gærmorg-
un, á sjötugasta og
fjórða aldursári. Þór-
oddur fæddist 11. októ-
ber 1922 á Geirseyri við
Patreksfjörð, sonur Sig-
urðar Ándrésar Guð-
mundssonar, skipstjóra
og bónda, og Svandísar
Árnadóttur húsmóður.
Þóroddur varð stúd-
ent frá Menntaskólanum
á Akureyri 1943, lauk
fyrrihlutaprófi í verk-
fræði frá HÍ árið 1946 og prófi í
vélaverkfræði frá Danmarks Tekniske
Hojskole í Kaupmannahöfn árið 1950.
Hann starfaði sem verkfræðingur hjá
Atlas A/S í Kaupmannahöfn 1950-51,
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur
1951-58, en það ár varð
hann vatnsveitustjóri í
Reykjavík. Þóroddur
gegndi því starfi til árs-
ins 1993.
Þóroddur var for-
maður fasteignamats-
nefndar Reykjavíkur
1964-71, í millimats-
nefnd 1971-73, sat í
stjóm Hitaveitu Suður-
nesja 1975-82, átti sæti
í Orkuráði 1979-95 og
í stjórn Orkustofnunar
1985-95. Hann hlaut
heiðursmerki Verk-
fræðingafélags íslands
í fyrra.
Eftirlifandi eiginkona Þórodds er
Kristín Guðbjörg Guðmundsdóttir,
en þau gengu í hjónaband árið 1947.
Börn þeirra eru fjögur, Margrét, Sig-
urður Andrés, Guðmundur og Þór-
oddur Ari.
Morgunblaðið/Ásdís
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, afhendir Víglundi Þorsteins-
syni, framkvæmdastjóra BM Vallár ehf., vottunarskírteininí
Rannsókn á notkun getnaðar-
varnapillunnar hér á landi
Notendur
yngri en áður
NOTKUN getnaðarvarnapill-
unnar hefur drégist saman hjá
konum eldri en 30 ára en auk-
ist hjá yngri konum á árunum
1965 til 1989 að því er fram
kemur í grein um rannsókn
fjögurra íslenskra lækna í nýút-
komnu Læknablaði. Við rann-
sóknina var stuðst við upplýs-
ingar úr gagnasafni Leitar-
stöðvar Krabbameinsfélags ís-
lands. Upplýsingarnar gefa til
kynna að 20% íslenskra kvenna
á barneignaaldri noti getnaðar-
varnapilluna.
í greininni kemur fram að
gagnasöfnun Leitarstöðvarinn-
ar hafi hafist árið 1964. Frá
upphafi hefur verið spurt um
notkun getnaðarvarnapillunnar
og frá 1975 um tímalengd notk-
unar. Allan tímann hefur verið
spurt um núverandi notkun og
frá árinu 1971 um fyrri notkun.
Frá árinu 1979 hefur tegund
veri skráð. Á árunum 1964 og
1971 til 1974 voru upplýsingar
um notkun getnaðarvarnapill-
unnar ófullnægjandi og er þeim
sleppt í rannsókninni.
Stuðst var við upplýsingar
frá konum á aldrinum 20 til 44
ára eða alls 112.388 svör.
Helstu niðurstöður
Fram kemur að yfir. 90%
kvenna, yngri en 52 ára, höfðu
prófað pilluna. Hins vegar
hafði fimmtungur hópsins hætt
notkun eftir ár eða fyrr. Þriðj-
ungur hafði notað getnaðar-
varnapilluna lengur en fjögur
ár. Notkunin dróst saman hjá
konum eldri en 30 ára á tíma-
bilinu en jókst hjá yngri kon-
um. í aldurshópnum 29 til 36
ára höfðu 80% hafið notkun
fyrir tvítugt og 33% fyrir 17
ára aldur.
Erlendar rannsóknir hafa
sýnt að með tímanum hefur
orðið tilfærsla hjá eldri neytend-
um til yngri hópa en á nokkuð
misjöfnum tímum eftir löndum.
Fyrst eftir að pillan kom á
markaðinn var algengt að tak-
marka notkun við giftar konur
en í Bretlandi jókst. notkun
meðal kvenna undir tvítugsaldri
hratt á árunum 1970 til 1975.
Niðurstöður íslensku rannsókn-
arinnar benda til þess að aukin
notkun undir tvítugsaldri hafi
orðið á svipuðum tíma á íslandi
og í Bretlandi.
40 til 50 skammtar
á 1.000 íbúa
í greininni kemur fram að
samkvæmt sölutölum frá heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu hafi eingöngu verið
notuð samsett einfasa getn-
aðarvamapilla hér á landi á
árunum 1975 til 1983. Þá kom
raðpillan á markaðinn og hefur
sala hennar aukist jafnt og þétt
síðan á kostnað samsettu teg-
undarinnar. Hlutur hennar af
sölunni var orðinn 36% árið
1992. Árið 1989 hófst sala á
míní-pillunni og var hlutur
hennar orðinn 4% árið 1992.
Samanlögð neysla allra tegunda
var á bilinu 40 til 50 skammtar
á 1.000 íbúa á dag.