Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hjörleifur langorður:
Vigdís frestaði
þingi í síðasta sinn
Qf\G60
í GUÐS bænum frú forseti þau eru að gera okkur bijáluð öll þessi „Hjörl“
18 punda
maríulax
TVEIR laxar veiddust í Elliðaánum í
gærmorgun er Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri renndi þar fyrst
veiðimanna á þessari vertíð. Er það
tveimur löxum meira en veiddust í
opnun í fyrra. Borgarstjórinn veiddi
þann fyrsta í Miðkvöm klukkan tíu
mínútur í níu, 5 punda hrygnu á
maðk.
Amar vom afar vatnslitlar er veiði
hófst, en er veiðimenn komu út eftir
kaffísopa um miðjan morgun höfðu
orðið óvænt en gleðileg umskipti. Ain
hafði hækkað um fet og tekið örlítinn
lit. Trúlega hafði rignt hressilega á
Hellisheiðinni. Þetta olli því að lítil
laxatorfa renndi sér í ámar og var
stökkvandi lax í Sjávarfossi í kjölfar-
ið. Þá steig fram Aðalsteinn Guðjo-
hnsen rafmagnsveitustjóri og veiddi
seinni lax vaktarinnar, 10 punda
hiygnu. Ámar sjötnuðu síðan, en
menn vora þó kátir með að fiskur var
genginn í ána og veiðivon fyrir hendi.
Ámar áttu að opna í dag, en veið-
inni var flýtt vegna anna borgarstjór-
ans. Þess í stað verður áin hvfld í
dag, að sögn Bergs Steingrímssonar
framkvæmdastjóra SVFR, og veiði
hefst síðan á ný á morgun.
Sá stærsti úr Norðurá
18 punda lax veiddist á rauða
Frances túbu í Stekknum í Norðurá
í fyrradag og er það stærsti laxinn
úr ánni það sem af er. Það var Aug-
ustine Navarro Cortés sem veiddi
laxinn og var þetta fyrsti lax hans.
„Þetta var minn fyrsti lax, meiri
háttar gaman. Ég beit veiðiuggann
af og kyngdi honum,“ sagði August-
ine í samtali við Morgunblaðið.
Stærsti lax sumarsins til þessa var
19 pundari úr Þverá, en þetta er
þriðji 18 pundarinn sem fréttist af,
hinir tveir veiddust í Laxá í Aðaldal.
Tölur úr ýmsum áttum
Milli 40 og 50 laxar eru komnir
úr Laxá í Kjós. Páll G. Jónsson sagði
Morgunblaðið/Sverrir
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir með laxinn sinn, 5 punda hrygnu.
AUGUSTINE Navarro Cortés
með maríulaxinn sinn, 18
punda flugulax!
í samtali við Morgunblaðið að hann
viidi gjarnan sjá meiri kraft í veið-
inni, þetta væri „svona kropp“. Batt
Páll miklar vonir við strauminn sem
verður stærstur á mánudag.
í Haffjarðará hafa veiðst milli 15
og 20 laxar, nær allt fallegir bolta-
laxar 10 til 13 pund og þeir stærstu
15 pund. Lax er víða í ánni, en tek-
ur illa og grannt. Mest hefur veiðst
í Kvörninni.
Milli 40 og 50 laxar hafa nú veiðst
í Laxá í Aðaldal og eru menn hress-
ir með þá útkomu. Mest hefur veiðst
fyrir neðan Æðarfossa, en nokkrir
fiskar hafa veiðst ofar. Lítið eða
ekkert er til þessa af smálaxi, flest-
ir laxarnir era 10 til 13 pund og
þeir stærstu 18 punda.
Landsfundur Þjóðvaka
Skýrari skil
í stjórnmálum
en oft áður
Jóhanna Sigurðardóttir
JÓHANNA Sigurðar-
dóttir var um helgina
endurkjörin formað-
ur Þjóðvaka á landsfundi
flokksins. Hún var spurð
um niðurstöðu fundarins.
„Á þessum lapdsfundi
var farið yfír sföðuna í
stjómmálum eftir þennan
vetur. Við teljum að það
séu skýrari línur og skil í
stjómmálum en oft áður.
Við höfum séð að þeir sem
skilgreina sig sem jafnað-
armenn og era í stjómar-
andstöðu eiga málefnalega
samstöðu og hafa á þingi
teflt fram úrræðum gegn
hugmýndum stjómarflokk-
anna.
Málefnaleg samstaða
kom í ljós í ýmsum stóram
málum, svo sem í launa-
og vinnumarkaðsmálum og
afstöðu til fjármagnstekju-
skatts þar sem við viljum
fara aðrar leiðir en stjórnarflokk-
amir. Þetta á einnig við um veiði-
leyfagjald. Það er raunar ekki
spuming um hvort heidur hvenær
slíkt gjald verður tekið upp. Nú
verður brátt úthlutað viðbótar
þorskkvóta upp á 31 þúsund tonn
að leiguverðmæti 1,5-2 milljarðar
og með þetta verður braskað þann-
ig að kvótaeigendur leigja til leigul-
iða. Þetta sýnir okkur að það er
til veiðileyfagjald í sjávarútvegi
sem rennur aðeins til fárra en ekki
í sameiginlegan sjóð landsmanna.
Það er skýrt í huga okkar að
allir eigi að geta lifað mannsæm-
andi lífí í þjóðfélaginu. En bilið
milli ríkra og fátækra er að vaxa
þrátt fyrir efnahagsbatann og við
í Þjóðvaka höfum sett fram hug-
myndir um hvernig á að taka á því.
Þá þarf að létta sköttum af fólki
með lágar og meðaltekjur og taka
á jaðarsköttunum sem era mjög
þungir á millistéttinni.
Einnig teljum við að gera þurfí
ýmsar breytingar á stjómskipun
landsins. Það þarf að jafna atkvæð-
isréttinn og breyta kjördæmaskip-
uninni. Þá viljum við auka rétt til
þjóðaratkvæðis og koma á raun-
veralegum aðskilnaði löggjafar-
valds og framkvæmdavalds, til
dæmis með því að ráðherrar víki
af þingi eða jafnvel með beinni
kosningu framkvæmdavaldsins.
Sameining jafnaðarmanna var
einnig eitt af stóra málum þessa
landsfundar. Við teljum að þótt
flokkamir í stjórnarandstöðu hafi
mikla málefnalega samstöðu þá
hafí veikleiki þeirra einnig komið
fram á þinginu í vetur vegna þess
að þeir era sundraðir í fjóra flokka.
Þess vegna teljum við nauðsynlegt
að þessir flokkar vinni
meira saman og mark-
mið Þjóðvaka um stóra
samfylkingu jafnaðar-
manna sé þýðingarmeira
nú en nokkru sinni.“
— En þctta markmið virðist fjar-
iægt því síðan Þjóðvaki varstofnað-
ur fyrír rúmu ári hefur fylgi hans
nánast hætt að mælast í skoðana-
könnunum. Var þetta ekki til um-
ræðu á fundinum?
„Jú, menn fóra auðvitað yfír
stöðuna, og það er ljóst að skoð-
anakannanir hafa valdið okkur
miklum vonbrigðum. Við höfum
samt ekki látið það draga úr okkur
kjark. Við höfum unnið mjög mál-
efnalega og af fullri ábyrgð á þingi
en það er einnig umhugsunar virði
fyrir okkur, þegar krafa jafnaðar-
manna um sameiningu er jafnsterk
og raun ber vitni, að staða Þjóð-
►Jóhanna Sigurðardóttir er
fædd 4. október 1942 í Reykja-
vík. Hún Iauk verslunarprófi
1960 og starfaði sem flugfreyja
og skrifstofumaður þar til hún
var kjörin á Alþingi árið 1978.
Hún var varaformaður Alþýðu-
flokksins 1983 til 1994 og fé-
lagsmálaráðherra 1987 til 1994.
Þá stofnaði hún Þjóðvaka og
hefur verið formaður þess
flokks síðan. Hún á tvo syni,
Sigurð Egil og Davíð Steinar.
vaka skuli vera svona veik í skoð-
anakönnunum. Það er eins og fólk
geri sér ekki grein fyrir því, að
þeim mun meiri sem fylgisstyrkur
Þjóðvaka er, því fyrr gæti samein-
ing jafnaðarmanna náðst fram.
— Það hófust í vetur viðræður
um samvinnu eða sameiningu jafn-
aðarmanna. Hefur það engu skiiað?
„Menn hafa talað saman en eng-
ir formlegir fundir hafa verið haldn-
ir. En það er allt annað landslag
nú en þegar A-flokkarnir áttu í
deilum. Mér fínnst löngu orðið
tímabært að kanna hvort geti orðið
af einhverri samfylkingu fyrir
næstu kosningar.
Ég tel að í allri hugsanlegri sam-
vinnu okkar við aðra í nánustu
framtíð sé framskilyrðið að gengið
verði þannig frá málum að það leiði
til einhverra umskipta í íslenskum
stjómmálum og raunveralegrar
samfylkingar og sameiningar jafn-
aðarmanna.
Það er ekki meiri málefnalegur
ágreiningur milli þessara flokka,
en er innan Sjálfstæðisflokksins.
Og ef menn fara með jákvæðu
hugarfari í þessar breytingar þá
gæti slík samfylking,
sem byði fram sameigin-
lega í næstu kosningum,
jafnvel orðið stærsti
stjómmálaflokkurinn á
þingi. Þá gæti þróunin
hæglega orðið sú að hér yrði til
stór, umbótasinnaður jafnaðar-
mannaflokkur með meirihluta á
Alþingi. Framsóknarflokkurinn
yrði í því pólitíska umhverfi lítill
miðjuflokkur og hugsanlega sæti
einnig eftir lítill sósíalistaflokkur.
Slík umbótahreyfing myndi tefla
fram nýjum lausnum móti stöðnuð-
um gamaldags'hugmyndum ríkis-
stjómarinnar sem hefur enga nýja
sýn í uppbyggingu atvinnulífsins
og gengur fyrst og fremst erinda
stóreignamanna. En ef þetta gerist
ekki gætu núverandi stjómarflokk-
ar setið í stjómarráðinu langt fram
á næstu öld.“
Stór samfylk
ing er þýð-
ingarmikil