Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMG LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 37 + Ólafur Árnason var fæddur á Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi 23. maí 1915. Hann lést 19. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Arni Arnason frá Hörgsholti í Hruna- mannahreppi og Elín Steindórsdótt- ir Briem frá Hruna í sömu sveit. Þeirra börn voru: 1) Stein- dór, f. 1904, andað- ist á öðru ári á Grafarbakka, vorið sem þau fluttu að Oddgeirshólum. 2) Sigríður, f. 1907. 3) Steindór, f. 1908, dáinn 1937. 4) Katrín, Þegar aldna eikin fellur heyrist brestur í skóginum og það bergmál- ar í fjallinu. Þriðjudaginn 21. maí vaknaði ég klukkan að ganga fimm um morg- uninn við sterkt hugboð um að Olafur vinur minn væri dáinn. Fór ég þá að hugsa um að ég þyrfti að skrifa um hann kveðju og kom þá þessi setning í huga minn. Fannst mér þessi orð eiga vel við sem byrjun á minningu um hann. Er ég opnaði Morgunblaðið þennan morgun sá ég tilkynningu um að andlát hans hafði borið að tveimur dögum áður. Reyndar vissi ég að hann var alvarlega veikur því f. 1910. 5) Ólafur, f. 1912, lést á fyrsta ári. 6) Ólafur, f. 1915, dáinn 1996. 7) Guðmundur, f. 1916. 8) Jóhann Krislján Briem, f. 1918. 9) Ólöf Elísa- bet f. 1920. Haukur Magnússon, uppeld- issonur, f. 1925, kom að Oddgeirs- hólum á fyrsta ári, dáinn 1958. Einnig ólst Jónína Björns- dóttir upp i Odd- geirshólum, en hún kom þangað 1936, þá sex ára gömul. Útför Ólafs fór fram frá Sel- fosskirkju 29. maí. skömmu áður hafði ég heimsótt hann á Landspítalann þá sárþjáðan. Ég heimsótti hann tvisvar og þótti honum mjög vænt um að sjá mig. Þótt veikur væri reis hann í bæði skiptin úr rekkju til að fylgja mér að lyftunni. í síðara sinnið var hann viss um að hann ætti að fara heim til sín daginn eftir en honum varð ekki að þeirri ósk. Því viku síðar hringdi hann í mig og var þá enn á sjúkrahúsinu. Heimför hans hafði dregist vegna hans þungu veikinda. Nú sagðist hann „vera að fara heim“. Hann var óbugaður, með karlmannlegri ró kvaddi hann mig hinstu kveðju og þakkaði mér vin- áttu og kynni. Ég fann að hann vissi að dauðinn var ekki langt undan. Árni og Elín fluttu að Oddgeirs- hólum árið 1906. Þegar Elín var barnshafandi að fímmta barni sínu dreymdi hana að maður kemur til hennar er Ólafur hét en hann hafði farist með skútu. Hann biður hana um að lofa sér að vera en hún seg- ir þá: „Ég kann nú ekki við að þú gistir hjá mér en ekki hjá honum bróður þínum á næsta bæ.“ Hann segir þá. „Ég kem þar ekki núna.“ Nokkru seinna dreymir hana öðru sinni Ólaf og biður hann þá hana aftur um að lofa sér að vera en hún tekur því dræmt. Hann hverfur þá frá og virðist óánægður. í þriðja sinn dreymir hana Olaf og hún hugsar með sér: „Nú skal hann ekki komast að með þetta kvabb.“ Því biður hún hann að segja sér frá því hvernig hann fórst. Hann setur þá upp þykkissvip og segir: „Ég man ekkert um það, ég var alltaf með hugann hjá ykkur. Ég er kominn til að vita hvort þú ert ennþá sama sinnis um að úthýsa mér.“ Þá klökknar hún við og seg- ir: „Nei, ég get lofað þér að vera ef þú vilt.“ Þá glaðnar yfir honum og hann segir: „Ég vissi að þú vild- ir leyfa mér að vera þennan stutta tíma.“ Elín þóttist því vita að barn- ið hennar yrði ekki langlíft. Hún eignaðist dreng sem var skírður Ólafur en hann lést á fyrsta ári. Síðan verður Elín aftur barnshaf- andi og eignast aftur dreng. Hún hafði ekki hug á því að skíra hann í höfuðið á litla drengnum sem hún missti. Ætlunin var að skíra barnið öðru nafni. Bróðir Ólafs heitins kemur þá í heimsókn og spyr hvort OLAFUR ÁRNASON Þórhildur Kristbjörg Jak- obsdóttir fæddist á Sjónarhóli í Grund- arfirði 2. janúar 1918. Hún lést á sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 9. maí síð- astliðinn, þar hafði hún dvalið meiri part síðastliðins vetrar. Foreldrar hennar voru Jakob Ellert Dagsson sjó- maður ættaður úr Dalasýslu og Marsibil Gísladótt- ir úr Snæfellssýslu. Þórhildur var þriðja yngst af níu systkin- um. Ung flutti Þórhildur til ísafjarðar með foreldrum sín- um og ólst þar upp. Hún byrj- aði nyög snemma að vinna, beita með móður sinni fyrir föður sinn. Ásamt því að gæta yngri bræðra sinna. Á ísafirði íék hún á mandólín í barna- strengjasveit Hjálpræðishersins. Um fimmtán ára aldur fór hún til Reykjavíkur og vann meðal annars með Hjálpræðis- liernum. Einnig var hún í vist víða í borginni. Þá var hún þrjú sumur kaupakona í Sól- heimatungu í Borg- arfirði. f • Reykjavík lágu leiðir hennar og Ólafs Vigfússonar frá Seyðisfirði saman. Eftir þau kynni sigldi hún austur á Seyðisfjörð og þar gengu þau í hjónaband 30. september 1941. Síðan flylja þau í Fjarð- arsel ásamt tengdaforeldrum hennar og búa þar í sjö ár, en Ólafur var þá vélagæslumaður hjá Fjarðarselsvirkjun. Á þess- um tíma eignast þau fjögur börn sem eru: 1) Sólveig Hugr- ún, sem býr á Seyðisfirði og er gift Óskari Friðrikssyni hafnarverði. 2) Ellen Huldís, sem býr í Þorlákshöfn og er gift Þorleifi Þorleifssyni skip- stjóra. 3) Sigríður Vígdís, mat- vælafræðingur á Landspítalan- um. 4) Einar Ólafur Berg, húsasmiður í Reykjavík, giftur Emilíu Jónsdóttur. Eftir þenn- an tíma í Fjarðarseli flylja þau út í bæ og búa fyrst á efri hæðini að Austurvegi 17b. Síð- ar kaupa þau allt húsið og búa þar ætíð síðan. Þar bætist svo við barnahópinn: 5) Hallbjörg Gíslína, sem býr í Kaupmanna- höfn, gift Tom Hansen póst- manni. Þórhildur missti mann sinn 12. desember 1988. Henni reyndist það þungt, enda höfðu þau hjónin verið miklir vinir og mjög samhent. Ólafur var mest heimavinnandi sökum veikinda en Þórhildur var úti- vinnandi. Hún saltaði síld, um nokkurra ára bil starfaði hún sem vökukona á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar og vann sem verkakona í frystihúsi til 67 ára aldurs. Útför Þórhildar fór fram frá Seyðisfjarðarkirkju 18. maí síðastliðinn. ÞORHILDUR KRIST- BJÖRG JAKOBS- DÓTTIR Amma var létt í skapi, sífellt syngjandi og mjög spaugsöm. Hún hafði mjög gaman af að sgila á mandólínið sitt og syngja. Ávallt var hún til í að fara í hina ýmsu leiki með okkur krökkunum og enginn skoraðist undan þar sem gleði og hlátur fylgdu alltaf þeim stundum. Eftir að afi dó ferðaðist amma mikið, fór í ferðir með öldr- uðum, meðal annars til Færeyja. Fjölmargar ferðirnar voru farnar til að heimsækja börnin og hitta barnabörnin. Margar ferðirnar voru farnar til Kaupmannahafnar, til að heimsækja yngstu dótturina og barnabömin þar. Hún hafði yndi af að ferðast og var varla komin heim þegar hún fór að skipuleggja næstu ferð. Margs er að minnast, þó mikið hefði dregið úr líkamlegum krafti hennar nú síðustu árin var hún ávallt létt og kát, dillandi hláturinn smitaði hvern þann er var samvistum við hana. Börn drógust að henni og hún gaf sér líka alltaf tíma til að tala við þau. Elsku amma mín, þakka þér fyrir samveruna og allt það sem þú kenndir mér. Að virða náttúruna og dást að fegurð lífs- ins, hafa samúð með þeim smáu, var með því besta sem þú gafst mér. Ég veit að það sem þér þótti verst nú síðastliðinn vetur var að þú þurftir að læra að leyfa öðrum að hjálpa þér. Ég man þú sagðir við mig, vonandi lendir þú ekki í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag, því það er ekki gaman að finnast maður vera einskis nýtur. Stund- um þegar ég var að kvarta yfír einhveiju við þig þá notaðir þú tækifærið og sagðir mér frá upp- vaxtarárum þínum fyrir vestan og hvernig það var að alast upp við kröpp kjör, þetta eru gullmolar sem ég geymi sem minningu um góðan samferðafélaga, um kjarkmikla konu sem hafði létt- leikann og gleðina með sér til að gefa þeim sem á vegi hennar urðu. Elsku Þórhildur amma mín, það var yndislegt að fá að kynnast þér og vera nálægt þér. Unnur. Opið 9-22 alla daga Lyf á lágmarksverði LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 þau hjónin vilji ekki kasta um nafn- ið sem kallað var, en það var gert þannig að skrifað var á blað, sitt nafnið hvorum megin. Blaðinu var síðan hent upp og þá kannað hvort nafnið sneri upp. Hjónin ákváðu að gera þetta og skrifuðu nöfn tveggja frænda Árna öðrum megin en hinum megin nafnið Ólafur. Blaðinu var síðan kastað og Ólafs nafnið kom alltaf upp. Barnið var því síðan skírt Ólafur. Nóttina eftir að hann var skírður dreymdi Elínu enn Ólaf og var hann nú ákaflega glaðlegur að sjá og sagði: „Nú er ég alkominn." Þessa sögu sagði mér Sigríður Árnadóttir, systir Öl- afs. Hún sagði mér einnig að Ólaf- ur hefði verið skyggn sem lítill drengur en hann sagði engum frá því nema móður sinni. Þegar ég hugsa til bernsku minnar er Ölafur mér mjög hug- stæður. Ég ólst upp á næsta bæ við Oddgeirshóla og var mikill sam- gangur á milli heimilanna. Ég átti þangað mörg spor, því þar var stelpa sem átti dúkkur sem dúkkan mín þurfti að kynnast. Mamma fór líka þangað með mig í klippingu til Kötu, systur Ólafs. Oddgeirs- hólasystur voru hárprúðar og glæsilegar konur. Ég var hins veg- ar alltaf mjög feimin við þær sem var náttúrlega hinn mesti óþarfi. Öðruvísi var með bræðurna þá Ólaf, Guðmund og Jóhann, þá þekkti ég betur. Þeir voru mínir spaugstofu- karlar, broshýrir og barngóðir. Móðir þeirra var höfðingleg heið- urskona sem allir báru mikla virð- ingu fyrir en húsbóndanum Árna man ég lítið eftir þar sem hann lést 1936. í Oddgeirshólaheimilið voru oft höggvin stór skörð og man ég margar líkfylgdirnar sem komu ofan að og fóru framhjá bænum heima. Þetta var ef til vill eðlilegt þar sem margt gamalt fólk dvaldist til hinstu stundar. Það voru hins vegar ekki allir gamlir sem voru bornir til grafar frá Oddgeirshól- um. Húsbóndinn Árni lést á besta aldri og ári síðar Steindór, elsti sonur þeirra hjóna. Sárar hafa sorgir nágranna okkar verið. Því síðar misstu þeir Hauk Magnússon, uppeldisson og bróður sem var elsk- aður af öllum. Ámi og faðir minn voru miklir vinir. Áður en Árni dó bað hann föður minn um að veita sonum sín- um aðstoð ef þyrfti við. Enda var hann vinur þeirra alla ævi. Þannig var háttað í þá daga að akfær veg- ur náði einungis á móts við bæinn heima. Þar var brúsapallur og þangað fluttu bændur af nágranna- bæjunum mjólkina. Skiptust Sérfi'æðiiigar í blomaskrcytiiigum við öll takkil«cri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanléiki í fyrirrúmi. gl KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Austurkots- og Oddgeirshólamenn um þá flutninga ofan að á hest- vagni. Alltaf komu allir mjólkur- póstarnir í morgunkaffí til foreldra minna. Þá voru dægurmálin rædd af miklu kappi. Af sonum Árna var Ólafur einstakur vinur föður míns. og reyndi ekki síst á þá vináttu er faðir minn fór að eldast. Faðir minn hafði mikið yndi af að spila brids og bræðurnir spiluðu oft við hann. Föður mínum þótti gaman að græða í spilum eins og mörgum góðum spilamönnum. Þegar hann fékk lengi slæm spil sama kvöldið varð hann mjög daufur í dálkinn. Ólafur gerði sér þá lítið fýrir og tíndi nokkur mannspil í gamla vin sinn svo lítið bar á til að gleðja hann og allt varð aftur gott. Eftir andlát foreldra minna fór Ólafur að rækta vináttu við mig, heimsótti mig og færði mér þá stundum blómvönd að heimsmanna sið. Einnig hélt hann uppi góðu símasambandi við mig „bara til að heyra í þér“ eins og hann sagði. Endurgalt ég honum í sömu mynt. Ólafur giftist nokkuð seint á ævinni sinni ágætu eftirlifandi eiginkonu Guðmundu Jóhannsdóttur. Hún kom fyrst til hans sem ráðskona, þá ekkja með tvo unga syni sem Ólafur gekk í föðurstað. Þau eign- uðust saman eina dóttur, Kristínu, en hún er gift Kristjáni Jónssyni og eiga þau tvö börn. Móðir mín og Guðmunda urðu strax miklar vinkonur og mátu hvor aðra mikils. Ólafur var mikilhæfur bóndi og vann sín verk af kostgæfni. Þau hjón Ólafur og Guðmunda fluttu frá sínu blómlega búi út að Sel- fossi og bjuggu þar í allmörg ár. Kunnu þau strax vel við sig og voru fljót að laga sig að breyttum aðstæðum. Ólafur var höfðinglegur í sjón og raun og leið öllum vel í návist hans. Hann kunni öðrum fremur að segja frá og var fundvís á skoplegar hliðar mannlífsins. Aldrei heyrði ég hann hins vegar halla á nokkurn mann í orði. Ég kveð þennan ljúfling með barns- hjartað með sárum söknuði. Ég er þakklát fyrir að þjáning hans skyldi ekki verða lengri. Veiztu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, ok vill þú af hánum gött geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta, fara at finna oft. (Úr Hávamálum) Vertu sæll, kæri vinur, megi orðstír þinn lifa. Stefanía Ragnheiður Páls- dóttir frá Litlu-Reykjum. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.