Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUMAS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vantar 3-400 millj. í rekstur sjúkrahúsa ÞRATT fyrir niðurskurð og lokanir á sjúkrahúsunum í Reykjavík er útlit fyrir að kostnaður við rekstur þeirra verði 300-400 milljónum króna meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ennfremur er útlit fyrir að kostnaður ríkisins vegna lyfja fari um 200 milljónir fram úr áætlun. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, sagði ljóst að sá rammi sem settur var í fjár- lögum um rekstur sjúkrahúsanna í Reykjavík hafi verið mjög þröngur. J>egar hefði verið gripið til ýmissa ““‘"aðgerða til að lækka kostnað, en enn væri samt halli á rekstri þeirra. Hún sagðist hafa skipað starfshóp, sem í sitja fulltrúar sjúkrahúsanna og embættismenn í ráðuneytinu, til að skoða þennan vanda og koma með tillögur til úrbóta. Hún sagðist vænta tillagna frá hópnum í lok næstu viku. Ingibjörg sagði að eins og staðan væri í dag væri 300-400 milljóna 200 milljónir króna vantar til lyfjakaupa króna halli á rekstri sjúkrahúsanna miðað við árið í heild. Vandi Sjúkra- húss Reykjavíkur væri stærri en Ríkisspítalanna.. Sparað með skipulagsbreytingum Hún sagði ljóst að hægt væri að ná umtalsverðum árangri til sparnaðar með skipulagsbreyting- um sem miða að því að auka sér- hæfingu sjúkrahúsanna, en það tæki tíma að ná samstöðu um þær og síðan yrði nokkur tími að líða áður en þær færu að skila áþreifan- legum árangri. Þær skipulagsbreyt- ingar sem hún væri talsmaður fyrir myndu því ekki leysa fjárhagshalla þessa árs. Ingibjörg sagði að útgjöld ríkisins vegna lyfja hefðu verið nokkuð breytileg síðustu mánuði, en miðað við fyrstu mánuði ársins mætti bú- ast við að útgjöldin yrðu 200 millj- ónum meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Hún sagði að ástæðan fyrir þessu væri m.a. notkun nýrra lyfja. Mikill kostnaður fylgdi t.d. notkun nýs lyfs við baráttu gegn MS-sjúkdómnum. Ingibjörg sagði að áhrif af reglu- gerð um lyfjaverð væru ekki að fullu komin fram og vonir stæðu til þess að þær aðgerðir sem þegar hefði verið gripið til yrðu til þess að lyfjakostnaður ríkisins yrði minni seinnihluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kostar hver skammtur af nýja MS-lyfinu um 750 þúsund krónur. Búið er að gefa um 40 skammta af því hér á landi það sem af er ársins. Talsverðar vonir eru bundnar við árangur af lyfjagjöfinni. Góðar horfur á grassprettu og heyskap Fara þarf 30 ár aftur til að fínna samanburð HEYSKAPUR er hafinn á tún- um sem ekki hafa verið beitt á nokkrum bæjum í Landeyj- um, Mýrdal og undir Eyjafjöll- um og búist er við að í næstu viku verði farið að slá víða á sunnanverðu landinu. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, landnýtingarráðunauts hjá Bændasamtökunum, er hey- skapur í ár 1-2 vikum fyrr á ferðinni en í meðalári og þarf að fara allt aftur til ársins 1964 til að finna sambærilegt tíðarfar. A norðanverðu landinu er hins vegar búist við að hey- skapur hefjist að einhverju leyti í lok mánaðarins og er ástandið þar hvað varðar sprettu ekki verra en í meðal- ári. Vorið hefur verið mjög gott um land allt og munar einna mestu um hve klaki fór snemma úr jörðu, en nokkur afturkippur kom norðanlands þar sem verið hefur heldur kalt upp á síðkastið. Kornsáning í mars/apríl „ Jarðvinnsla á sunnanverðu landinu fór sums staðar af stað fyrr en menn muna nokkurn tíma eftir samanber kornsán- ingu um mánaðamótin mars/ apríl sem er alveg einstakt. Þetta hélt hins vegar ekki al- veg eins vel áfram eins og menn vonuðu og þá sérstak- lega á norðanverðu landinu, en þar voru jafnvel töluverðir kuldar,“ sagði Ólafur. Hann sagði að vorið hefði verið nyög gott hvað sauðburð varðar, og bændur hefðu ekki þurft að vera með fé eins mik- ið á húsi og oft áður. Þá sagði Ólafur að ekki væri vitað um kal neins staðar á landinu, en talsvert var um það í fyrra. Könnun á ástandi byg-gingarmála á hálendinu Meirihluti bygginga reistur án leyfis AÐEINS þriðjungur bygginga á miðhálendinu er reistur að fengnu byggingaleyfi. Þetta eru niðurstöð- ur frumkönnunar um ástand í bygg- ingarmálum á hálendinu sem gerð var nýlega í tengslum við mótun svæðisskipulags fýrir miðhálendi íslands til ársins 2015. Einnig kom í ljós að fráveitukerfi er ófullnægjandi í sjö af hveijum tíu byggingum á svæðinu. 370 bygging- ar eru á þessu svæði. Helmingur þeirra er í einkaeign og níu af hveij- um tíu voru byggðar eftir 1960. Sjónarmið samræmd Drög að tillögu um svæðisskipu- lag hálendisins sem mótuð hefur verið af samvinnunefnd 12 fulltrúa héraðsnefnda í samvinnu skipulags- ráðgjafa hafa síðustu daga verið kynnt sveitarstjórnum, héraðs- nefndum og hagsmunaaðilum. Skipulaginu er að sögn Stefáns Thors, skipulagsstjóra ríkisins, ætl- að að koma í veg fyrir tilviljana- kennda mannvirkjagerð á hálendinu og að samhæfa verndarsjónarmið við hagsmuni þeirra sem nýta auð- lindir á hálendinu, s.s. í tengslum við byggingar- og virkjunarfram- kvæmdir, ferðamennsku og upp- byggingu vegakerfis. I tillögunni er lagt til að hálend- inu verði skipt í tvenns konar svæði, verndarsvæði og mannvirkjabelti en þannig er stefnt að því að meiri- háttar mannvirkjagerð verði bundin við tiltekin svæði, mannvirkjabeltin. ■ Mannvirkjagerð/10 Verðmæti úthafs- karfa 2,7 milljarðar Morgunblaðið/Golli Snngið fyrireldri borgara LEIKSKÓLARNIR Jöklaborg við Jöklasel, Seljaborg við Tungusel og Hálsaborg og •» Hálsakot við Hálsasel héldu hatíð í gær í tilefni þjóðhátíðar- dagsins á mánudag. Meðal ann- ars var farið í skrúðgöngu i gærmorgun og í síðdegis og sungið fyrir eldri borgara sem hér sjást hlýða á söng smá- fólksins. ■ Hátíðardagskrá 17. júní/41 VEIÐUM íslenska skipaflotans á úthafskarfa lýkur um helgina með því að leyfilegum kvóta, 45.000 tonnum, hefur verið náð. Afurða- verðmæti úthafskarfaafla hefur aldrei verið meira en áætla má að hann skili 2,7 milljörðum króna í þjóðarbúið. Verð á karfanum er ■ nokkru hærra en í fyrra en það má skýra með töluverðri eftirspurn og miklum gæðum afurðanna. Aflinn er mun meiri í ár en í fyrra þegar 29.000 tonn veiddust. Þá var afurðaverðmæti aflans 1,3 milljarðar króna. Árið 1994 var aflinn meiri, eða um 47.000 tonn en afurðaverðmætið minna, um 2 milljarðar króna. Vigri aflahæstur Sá togari sem aflaði mest af út- hafskarfa var Vigri RE 71 með 2.721 tonn en skammt á hæla hon- um kom Baldvin Þorsteinsson EA 10 með 2.662 tonn. Þerney RE 101 halaði einnig inn vel á þriðja þúsund tonn, eða 2.364 tonn. Karfinn var að langmestu leyti hausaður og slógdreginn fyrir fryst- ingu á sjó og var nýtingin um 50%. Megnið af heilfrysta karfanum fór að sögn Hans Einarssonar, þjón- ustu- og framleiðslustjóra frystitog- ara SH, á markaði í Asíu. ■ Úthafskarfi skilar/15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.