Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ 9- esterel Ódrengilegft upphlaup AÐ UNDANFORNU hefur mátt sjá í blöð- um og heyra í útvarpi furðulegt upphlaup júdomanna á Akureyri í sambandi við þátt- töku Vernharðs Þor- leifssonar í júdokeppni Ólympíuleikanna í sumar. Tilgangurinn er sá að reyna að koma Jóni Óðni Óðinssyni júdoþjálfara á Akur- eyri sem þjálfara með Vernharð í stað lands- liðsþjálfarans Michals Vachun. Atlaga þessi Eysteinn er augljóslega gerð að Þorvaldsson undirlagi Jóns Óðins sjálfs og sjálfur tekur hann þátt í henni af mikilli óbilgirni. í þessum hamagangi sjást þeir félagar ekki fyrir í málflutningi en alvarlegastar eru þó rangfærslur þeirra í sam- bandi við starf Michals Vachun og tilefnislausar aðdróttanir í hans garð en þær eru svæsnari en svo að ég fái orða bundist. Það sem hlýtur að vekja furðu allra er skilningsleysi þeirra Akureyrarfé- laga eða þvergirðings- háttur varðandi undir- búning og reglur stór- móta á borð við Ólympíuleika. Það mætti ætla að Vern- harð ætti ekki að keppa fyrir íslands hönd á Ólympíuleikun- um heldur fyrir Jón Óðin Óðinsson eða KA. Freyr Gauti Sigmunds- son segir í blaðagrein um meðferð JSÍ á Jóni Óðinssyni: „Það ætlar að sniðganga hann og meina honum að fara með keppanda sínum úr KA á Ólympíuleikana í sumar.“ (Dagur, 31. maí 1996). Hann segir einnig: „Keppendur frá KA hafa einnig tekið þátt_ í Ólympíuleikum æsk- unnar og Ólympíuleikunum í Barc- elona.“ Á Ólympíuleikum hafa nú verið fleiri íslenskir keppendur en frá KA og verða væntanlega einnig í sumar. Allir íþróttamenn eiga að • Skrifstofu- og rekstrarvörur • Plasthúðun - innbinding • Vélar - tæki - búnaður • Prentborðar - dufthylki - blekfyllingar ISO-9000 gæðatrygging • Leiðir til sparnaðar JfÆ }- ÁSTVfllDSSON HF. Sl/pholfi 33, 105 Reykjovík, sími 533 3535. ALHUOATÖLVUKERFi BOKHALDSKERF STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. gn KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Fyrirætlun þeirra er að þvinga Júdosambandið til að hunsa landsliðs- þjálfarann, segir Ey- steinn Þorvaldsson, og senda mann sem ekki er landsliðsþjálfari í hans stað. vita að reglur leikanna eru einfald- lega þannig að þar keppa menn ekki fyrir félög heldur fyrir hönd ættjarðar sinnar. Undirbúningur og skipulagning er í höndum sér- sambandanna í samvinnu við Ólympíunefndina þótt íþróttafólkið æfí líka í sínum félögum. Sjálfur segir Jón Óðinn í útvarpinu (rás tvö, 22. maí 1996): „Á Ólympíuleik- unum í Barcelona, ég áttilíka kepp- anda þar og fór ekki. Ég var nú ekkert að væla þá.“ Ennfremur segist hann hafa átt keppendur á Smáþjóðaleikunum og aldrei farið þangað. „Þetta er nú ekki eins og ég sé háskælandi um leið og eitt- hvað kemur uppá,“ segir hann enn- fremur. Hvað skyldu þeir vera margir félagaþjálfararnir sem hafa „átt“ keppendur á Ólympíuleikum eða öðrum fjölþjóðlegum mótum án þess að heimta með bægsla- gangi að fá að vera ólympíuþjálfar- ar? Þótt Vernharð sé Akureyringur í húð og hár, hafi oftast æft þar og eigi þar lögheimili og þótt Jón Óðinn telji sjg eiga hann, þá kepp- ir hann á ÓL fyrir hönd íslands. Og honum býðst hinn besti þjálfari sem hefur leiðbeint honum lengi, farið með honum á fjölda stórmóta FELLI jf t* FORTfAM FYLGIlfiBBd FRÍTT MEÐ ÖLLUM VÖGNUM fc AÐEINS ÞESSA W HELGI _____ SEGLAGERÐIN ÆGIR og hefur reynst honum vel, að sögn Vernharðs sjálfs. En hvers vegna er verið að væla og skæla núna? Það er augljóslega þáttur í þeirri sérkennilegu fyrir- ætlun að ætla að þvinga Júdosam- bandið til að hunsa landsliðsþjálfar- ann og senda mann sem ekki er landsliðsþjálfari í hans stað. Þessu „væli“ hefur stjórn JSÍ svarað í DV 7. júní sl. og ætla ég ekki að orðlengja um þann þátt málsins. Kolbeinn Gíslason form. JSÍ hefur líka í útvarpsviðtali hrakið fullyrð- ingar Akureyringanna um að hér sé enginn landsliðsþjálfari, ekkert landslið og engar landsliðsæfingar. Þetta smásmugulega upphlaup í því skyni að láta Jón Öðinsson taka stöðu landsliðsþjálfara á ÓL í stað ráðins þjálfara er þó að mínu mati léttvægt í samanburði við aðför þeirra Akureyrarfélga að Michal Vachun og starfi hans í þágu júdo- íþróttarinnar á íslandi. Michal hef- ur ekki einungis verið landsliðs- þjálfari hér sl. átta ár samfellt. Hann var hér líka landsliðsþjálfari 1973-76 þegar ég var formaður Júdosambandsins. Ég hef því þekkt Michal í meira en 20 ár og fylgst vel með starfi hans bæði fyrr og síðar. Hann er einn reyndasti, hæfi- leikamesti og virtasti judóþjálfari í Evrópu. Þótt Jón Óðinn hafi náð góðum árangri sem þjálfari hjá KA, þá hefur hann síst efni á að gera lítið úr starfi Vachuns eins og hann hefur gert bæði í útvarpi og í DV. Því miður mun Michal hverfa brátt héðan, því að í annað sinn hefur hann nú verið kvaddur til að gegna landsliðsþjálfarastarfi í heimalandi sínu. Það var mikil gæfa fyrir júdo- íþróttina á íslandi að fá Michal til starfa hér þegar Júdósambandið var nýstofnað. Hann skipulagði og stjórnaði æfingum hér, byggði upp fyrstu landslið íslands í þessari íþróttagrein, undirbjó og stjórnaði þátttöku íslands í stórmótum og hverskonar keppni erlendis og kenndi íslenskum þjálfurum sér- staklega. Þetta hefur hann gert æ síðan í starfi sínu sem landsliðs- þjálfari. Hann er ekki einungis frá- bær þjálfari eins og þeir Akureyrar- félagar vita mæta vel því að þeir hafa allir notið leiðsagnar hans. Hann er líka mjög samviskusamur og kunnáttumikill skipuleggjandi enda hefur aldrei verið fundið að störfum hans. Öðru nær, hann er sá maður sem allir hafa treyst. Allir íslenskir júdomenn og flestir forystumenn í íslenskri íþrótta- hreyfingu þekkja óeigingjarnt og árangursríkt starf hans, líka þeir menn sem nú veitast að honum með ódrengilegum aðdróttunum. Höfundur er prófessor við Kennaraháskóla íslands. í tréskipafjötrum Hallgrímur Hallgrímsson blómstrar í vögnunum irá ÆGII Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 511 2203 TVEIR menn eiga hvor sinn 30 tonna bátinn, annan úr tré, hinn úr stáli. Báðir fengu úthlutað sama tonnafjölda þegar kvóti var tekinn upp og nú hyggjast þeir laga báta sína að breyttum kröfum um meðferð afla, starfsað- stöðu og sjóhæfni. Það þýðir að stækka verði bátana nánast um 130 rúmmetra eða smíða nýjan í stað trébátsins þar sem ógerlegt er að stækka slíka báta. Þá vandast málið veru- lega, vegna þess að við það eitt að smíða nýjan bát verður ávallt að kaupa úreldingu á móti stækkun- inni frá þeim báti sem fyrir er. Það leiðir aftur til þess að eigandi tré- bátsins verður í allt annarri og verri stöðu að þessu leyti. Nærri lætur að hann verði að greiða 12 milljón- ir króna fyrir úreldingu vegna um- Endurskoða verður þessa reglu, segir Hall- grímur Hallgrímsson, enda bæði ósanngjarnar og skaðlegar. ræddrar stækkunar og er þá miðað við núverandi markaðsverð á rúm- metrum. Hinn þarf aftur á móti ekkert að greiða fyrir stækkunina vegna þess að hann getur stækkað sinn bát án þess að vera neyddur til slíkra útgjalda. Þannig hafa ör- lögin gert öðrum þessara manna mögulegt að endumýja skip sitt með eðlilegum hætti um leið og hinum er gert ókleift að aðalaga sitt kröfum tímans vegna þess eins að hans skip er byggt úr tré. Þetta hefur verið kallað „að vera í tré- skipafjötrum“. Vertíðarbátar eldast Þegar við bætist að varla er leng- ur til nokkur koppur, sem hentar til úreldingar fyrir hefðbundna ver- tíðarbáta, m.a. vegna þess að tog- araútgerðir hafa keypt þá upp til að stækka sín skip, þá blasir sú staðreynd við, að með- alaldur slíkra báta er nú um 30 ár. Fjöldi vertíðarbáta er nú um 339 og þar af er 151 trébátur en 188 úr stáli. Af þessum 188 stálbátum eru 165 frá því fyrir árið 1987, en samkvæmt reglunum þarf ekki að kaupa úr- eldingu á móti stækk- un þessara skipa svo framarlega sem endu- byggingin er ekki svo viðamikil að hreinlega hafi orðið til nýtt skip. Þeir sem eiga hin skip- in geta sig hvergi hrært nema kaupa úreldingu dýmm dómum ef hana er þá nokkur stað- ar að finna. Þess ber líka að gæta, að af stálbátunum 165 er nú þegar búið að framkvæma margvíslegar breytingar og stækkanir á mörgum þeirra og ekki að vænta að mikið verði gert umfram það á næstunni. Taka á vanda trébáta Við stöndum því frammi fyrir þeirri einkennilegu staðreynd, að lítið sem ekkert svigrúm er til að endurnýja bátaflotann í samræmi við kröfur tímans nema viðkomandi útgerð kaupi rúmmetra, sem em bæði dýrir og þar að auki mjög vandfundnir. Þetta ástand hefur leitt til þess að vertíðarbátum hefur fækkað mikið síðustu ár og við vanbúnir að sækja aukinn afla á grunnslóð, jafnvel þótt allir verði sammála um að það væri besta leið- in til að nýta auðlindina í framtíð- inni. Til þess að leysa hluta vandans er eðlilegast að bátaeigendur, sem em í tréskipafjötrum, fái að tvö- falda rúmmmetra í skipum sínum í tengslum við endumýjun báta sinna svo þeir séu a.m.k. í svipaðri stöðu og þeir, sem vom svo heppn- ir að bátar þeirra vom smíðaðir úr stáli. Einnig kæmi til greina að taka stærri skip og deila rúmmetra- tölu þeirra niður á fleiri minni báta en samkvæmt núgildandi reglum er það óheimilt. Alla vega verður að huga að endurskoðun þessara reglna sem eru bæði ósanngjarnar og skaðlegar fyrir alla aðila. Höfundur er framkvæmdastjóri Óseyjar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.