Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 17 ERLENT Eftirlitsmönnum SÞ í Bagdad meinuð vopnaleit Verðurbeitt hervaldi gegn Iraksstjórn? Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Flugslysið í Japan Grunur um vél- arbilun Fukoka. Reutcr. GRUNUR leikur á, að vélarbil- un hafi valdið flugslysinu á Fukokaflugvelli í Japan á fimmtudag. Formaður flug- slysanefndar japanska sam- gönguráðuneytisins sagði í gær að rannsókn á orsökum slyssins myndi beinast að vís- bendingum um mögulega vél- arbilun. Flugvélin var af gerðinni Douglas DC-10, í eigu indónes- íska ríkisflugfélagsins Garuda. Henni hlekktist á í flugtaki og varð alelda á skammri stundu. 272 farþegar og flugliðar kom- ust lífs af, þrír fórust. Að sögn lögreglu sagði ein flugfreyjan að eldur hefði kom- ið upp í stjórnborðshreyfli vél- arinnar við flugtak. Enn er ekki búið að yfirheyra alla far- þega og flugliða, og hafa þeir, sem rannsaka slysið, ekki kom- ist að niðurstöðu. Forstjóri Garuda sagði í gær að ferill flugfélagsins sýndi að fyllsta öryggis hefði jafnan verið gætt, og ekki hefði orðið slys í ferðum félagsins milli Indónesíu og Japan í 33 ár. Þá lofaði forstjórinn því, að framvegis yrðu fleiri japönsku- mælandi flugfreyjur í vélum félagsins, en kvartað var yfir því að tungumálaörðugleikar hefðu gert illt verra. BRETAR og Bandaríkjamenn hafa farið fram á, að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna úrskurði, að íraks- stjórn hafi brotið vopnahlésskilmál- ana, sem bundu enda á Persaflóa- stríðið 1991. Er ástæðan sú, að hún meinaði eftirlitsmönnum SÞ leit að gjöreyðingarvopnum eða búnaði til framleiðslu þeirra. Fari öryggisráðið að tilmælum Breta og Bandaríkjamanna hefur þar með skapast lagalegur grund-- völlur fyrir hernaðaraðgerðum gegn írak en sagt er, að fulltrúar Frakka, Rússa, Kínveija, Egypta og Indó- nesíumanna muni leggjast gegn því. Eftirlitsmönnum SÞ var meinuð leit á fimmtudag í tveimur bygging- um nálægt flugvellinum í Bagdad og þeim var bannað-að skoða tvær byggingar á þriðjudag og miðviku- dag. íraksstjórn neitar því, að hún hafi eitthvað að fela og heldur því fram, að Bretar og Bandaríkja- menn hafi komið af stað þessari deilu til að tryggja, að ekki verði slakað á refsiaðgerðum gegn henni. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði, að íraksstjórn hefði gerst sek um að brjóta grundvallaratriði vopnahlés- samninganna en lét ósagt hvort Bandaríkjastjórn hygðist beita íraka hervaldi. Hún gerði það snemma árs 1993 þegar bandarískar herþotur réðust á íraskar eldflaugastöðvar eftir að írakar höfðu hindrað eftir- litsmenn SÞ í starfl og bannað þeim að nota eigin þyrlur. EFTIRLITSMENN SÞ við bækistöð Lýðveldisvarðarins í Bagdad. Ekkert bendir til, að íraksstjórn ætli að standa við vopnahléssamningana og leyfa leit í stöðinni. Helmut Kohl boðar átak til að kynna þýska tungu og menningu Bonn. Reuter. Getum ekki keppt við ensku, frönsku og spænsku HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í ræðu þeirri er hann flutti á þingi á fimmtudag að Þjóð- veijar gætu ekki keppt á alþjóða- vettvangi við franska, þýska eða spænska tungu. Það breytti því þó ekki að Þjóðverjar gætu gert miklu meira en gert hefði verið til þessa til að styrkja stöðu þýsku á alþjóðavettvangi og kynna þann- ig þýska menningu. Kohl lét þessi orð falla er rædd var á þingi hin opinbera menning- arstefna rikisstjórnar hans. Kansl- arinn sagði að þrátt fyrir að fjár- lög hefðu verið skorin niður og vissir erfiðleikar væru i efnahags- lífinu þyrftu Þjóðveijar að vinna skipulega að því að auka veg þý- skrar tungu. Þjóðveijar hafa á undanförnum árum unnið mikið kynningarstarf á þýskri tungu og menningu í Austur-Evrópu og í fyrrum lýð- veldum Sovétríkjanna. Um 100 milljónir manna í Evrópu hafa þýsku fyrir móðurmál. Kohl lagði áherslu á að hin list- ræna og menningarlega arfleifð Þjóðveija hefði haldið þjóðinni saman er Þýskaland skiptist í tvö ríki á árum Kalda stríðsins og hún hefði einnig reynst uppspretta menningar og innblásturs á þeim „dimmu og skelfilegu dögum" er nasistar voru við völd. Ekki mætti slaka á nú þótt tímabundir efna- hagserfiðleikar settu mark sitt á þjóðfélagið og atvinnuleysi væri mikið. „Spurningin snýst um sýn okkar til sjálfra okkar sem menning- arþjóðar, hvað við vorum, hvað við erum og hvernig við viljum vera. Og vitanlega snertir þetta einnig sýn annarra til okkar,“ sagði kanslarinn. Hann kvaðst þeirrar hyggju að Þjóðveijar ættu að hafa frumkvæði að opnum og gagnkvæmum menningarsam- skiptum við ríki heims. „Við erum ekki skólastjórar heimsbyggðar- innar. Það er margt sem við getum lært af öðrum." Klaus Kinkel utanríkisráð- herra sagði að sú áhersla sem lögð væri á að kynna þýska tungu og menningu erlendis sýndi ljós- lega að Þjóðveijar hefðu ekki gerst innhverfir eftir sameiningu Þýskalands árið 1990. Þetta gæti orðið til þess að skapa sérlega jákvæða ímynd af Þjóðveijum og menningu þeirra. „Menningarleg- ar hefðir okkar og sjálfstjáning er ekki aðeins grundvöllur ein- kenna okkar sem Þjóðveija og Evrópubúa. Það eru þessi atriði sem öðrum fremur hafa orðið til þess að okkur hefur auðnast að öðlast virðingu og stuðning al- þjóðasamfélagsins." Lög gegn klámi ógild DÓMARAR í Bandaríkjunum úrskurðuðu í gær að lög, sem hamla áttu útbreiðslu kláms á alnetinu, væru ekki í sam- ræmi við stjórnarskrána. Gáfu dómararnir út tíma- bundið bann við því að lögun- um yrði framfylgt. Forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, undirritaði lögin í febrúar, en hópar, sem beijast fyrir mál- frelsi og auknum borgara- réttindum, hafa beitt sér gegn því að stjórnvöld seti lög um notkun alnetsinis. Heimsmeistara- einvígið Snarpt jafntefli FIMMTU einvígisskák Anatólís Karpovs og Gata Kamskys lauk með jafntefli í gær. Þráleikið var eftir stutta en snarpa viðureign. Staðan: Karpov 3 v., Kamsky 2 v. Fimmta einvígisskákin: Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Gata Kamsky Grunfeldsvörn I. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. Rf3 - Bg7 5. Db3 - dxc4 6. Dxc4 - 0-0 7. e4 - a6 8. e5 - b5 9. Db3 - Rfd7 10. e6 - fxe6 II. Dxe6+ - Kh8 12. De4 - Rb6 13. Dh4 - Rc6 14. Bd3 Þetta mun vera nýr leikur í stöð- unni. Áður hefur hér verið leikið 14. Bh6. Karpov kemur þó ekki að tóm- um kofunum hjá andstæðingnum: 14. - Hxf3! 15. gxf3 Lakara er 15. Bxg6? - Dg8 16. gxf3 - Bf6 og svartur stendur vel. Kamsky fær góðar bætur fýrir skiptamuninn og færi hans eru síst lakari. 15. - Rd4 16. Be4 - Bf5 17. Be3 - c5 18. Bxd4! 18. Bxa8 - Rc2+ 19. Kfl - Dxa8! 20. Kg2 - Rxal 21. Hxal er hættulegra. 18. - cxd4 19. Hdl - Hc8 20. Hgl - Bf6 21. Dh6 - Bg7 22. Dh4 - Bf6 23. Dh6 - Bg7 og samið jafntefli. Þetta er gott veganesti fyrir áskorandann Kamsky inn í sjöttu skákina á sunnudaginn þegar hann hefur hvítt. Margeir Pétursson Atvinnulífið snúist til varnar Lceds. Reuter. ANDÚÐ og æs- ingar í Bretlandi gegn Evrópu og Evrópusamband- inu gætu haft skelfilegar afleið- ingar fyrir breskt efnahagslíf og það er kominn tími til, að frammámenn í atvinnulíflnu snúist af hörku gegn Evrópuandstæðingun- um. Lét Sir Leon Brittan, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, ESB, þessi orð falla í gær. Brittan sagði á fundi með frammámönnum í atvinnulífinu, að núverandi umræða í Bretlandi um ESB byggðist á fordómum og upp- hrópunum og skoraði á þá bregðast gegn kröfum um úrsögn úr banda- laginu, sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnulífið og af- komu þjóðarinn- ar. Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætis- ráðherra, kynti undir ágrein- ingnum um Evr- ópumálin í fyrra- dag þegar tilkynnt var, að hún hefði gefið allmikið fé til umræðuhóps á vegum íhaldsþingmannsins og Evr- ópuandstæðingsins Bill Cash en sl. þriðjudag fékk hann stuðning 73 flokksbræðra sinna á þingi við til- lögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um tengsl Bretlands og ESB. John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, seg- ir, að slík atkvæðagreiðsla komi ekki til greina. Haft er eftir aðstoð- armönnum Majors, að hann sé æva- reiður Thatcher fyrir tiltækið. ÞÚ ÞARFT EKKIAÐ VINNA í LOTTÓ TIL AÐ VERSLA HJÁ INNVAL Komdu og kynntu þer móguleikana. Auk eldhúsinnréttinga, bjóðum við baðinn- réttingar, fjölbreytt úrval heimilistækja og síðast en ekki síst nýja fataskápalínu með álrennihurðum á 15% kynningarafslætti. IWAL WÍWmMMHR Hamraborg 1, Kopavogi sími 554 4011. SbfíVEFISLUN MEÐ INNfíETTINGAfí OG STIGA Opið laugardag kl 11-16 og sunnudag kl. 13-16 Nú eru tilboðsdagar hjá INNVAL. í boði er fjöldi glæsilegra innréttinga á við- ráðanlegu verði. Leitaðu tilboða eða fáðu eldri tilboð endurnýjuð. Láttu koma þér á óvart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.