Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAU GARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
GRYNNKUM Á
SKULDUNUM
AFKOMUBATI ríkissjóðs fyrstu fjóra mánuði þessa árs
er verulegur. Enn vantar þó töluvert í hallalausan
ríkisbúskap. Hallinn á ríkissjóði þessa fjóra mánuði var
2.780 milljónir króna, en var á sama tíma í fyrra 4.120
milljónir. Þetta er gott skref til réttrar áttar. Betri afkoma
ríkissjóðs skýrist að stærstum hluta með efnahagsbatan-
um, það er meiri veltu í samfélaginu.
Arið 1996 er þriðja árið í röð sam hagvöxtur á íslandi
er um og yfir 3%, sem er sambærilegt við það sem bezt
gerist í iðnríkjunum. Við þessar aðstæður hlýtur það að
vera meginmarkmið efnahagsstefnunnar að treysta undir-
stöður áframhaldandi hagvaxtar á næstu árum, með það
að markmiði að bæta lífskjör og fjölga störfum. í því
sambandi er mikilvægt að standa traustan vörð um þann
stöðugleika, sem efnhagsbatinn er ekki hvað sízt reistur á.
Auknar ríkissjóðstekjur mega undir engum kringum-
stæðum leiða til þess að slakað verði á aðhaldi í ríkisút-
gjöldum. Enn er langt í land í það að halda opinberri
eyðslu innan tekjumarka. Skuldir hafa hrannast upp. Á
fjárlögum líðandi árs nema vaxtagreiðslur nálægt 13 millj-
örðum króna.
Hallinn á viðskiptum við útlönd á undanförnum áratug-
um hefur skilið eftir sig miklar erlendar skuldir. Greiðslu-
byrði þjóðarbúsins af erlendum skuldum nam árið 1994
34,6% af útflutningstekjum, þ.e. 24,6% vegna afborgana
og 10% vegna vaxta. Á móti þessum skuldum standa að
vísu töluverðar eignir erlendis. En miklu varðar að ríkisbú-
skapurinn, atvinnuiífið og heimilin nýti efnahagsbatann,
sem í hönd fer, til að grynnka á skuldunum og búa í
haginn til framtíðar. Veldur hver á heldur!
GJALDÞROT OG
STJÓRNUNARHÆTTIR
VERT er að gefa gaum að orðum Stefáns Ólafssonar,
sem hafði umsjón með gerð skýrslu Félagsvísinda-
stofnunar um nýgengi og gjaldþrot fyrirtækja, en Stefán
segir hér í Morgunblaðinu í gær, að hraður vöxtur fyrir-
tækis sé engin trygging fyrir velgengni, heldur geti hann
þvert á móti reynst vera banabiti þess. í skýrslunni kom
fram að 44% stjórnenda fyrirtækja sem komust í þrot,
nefndu of hraðan vöxt sem vandamál.
Stefán bendir á, að ástæður þess að hraður vöxtur fyrir-
tækis geti orðið að vandamáli, séu þær að áætlanir og
skipulag fari úr skorðum. Auk þess hái það fyrirtækjum,
einkum smærri fyrirtækjum, að stjórnun þeirra virðist
vera lausleg og áætlanagerð lítið stunduð og þá einkum
til mjög skamms tíma. Fjöldi stjórnenda þeirra fyrirtækja
sem hafi orðið gjaldþrota hafi kvartað yfir miklum önnum
utan fyrirtækisins. „Sennilega er hægt að bæta reksturinn
mjög mikið með því að bæta undirbúning og auka þekk-
ingu,“ segir Stefán Ólafsson.
Ábending Stefáns um þörf smærri fyrirtækja og stjórn-
enda þeirra fyrir ráðgjöf, er ugglaust réttmæt og það
gæti verið athugunarefni, að svipuðu fyrirkomulagi verði
á því og tíðkast fyrir smærri fyrirtæki í Bandaríkjunum.
Augljóslega þarf að taka til hendi, að því er varðar
stjórnun og rekstur fjölmargra fyrirtækja, því það getur
engan veginn talist viðunandi eða eðlilegt, að um þijú
þúsund fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota hér á landi á undan-
förnum 10 árum. Það er athyglisvert að tíðni gjaldþrota
á árinu 1994 skuli vera fimmföld miðað við það sem var
árið 1985. Að einhverju leyti endurspeglar það gerbreytt
rekstrarumhverfi fyrirtækja. Verðtrygging var að vísu
tekin upp árið 1979 en henni fylgdu lágir vextir. Á árinu
1985 voru vextir hins vegar orðnir frjálsir og allt að því
fimmfölduðust á verðtryggðum lánaskuldbindingum frá
því, sem verið hafði. Gífurleg verðbólga fram til ársins
1990, verðtrygging og mjög háir raunvextir áttu mikinn
þátt í þeirri gjaldþrotahrinu, sem gengið hefur yfir á þessu
tímabili.
Þá eru orð Sveins Viðars Guðmundssonar hér í blaðinu
í fyrradag íhugunarefni, þar sem hann segir að ástæður
aukinna gjaldþrota sé ekki eingöngu að finna í efnahags-
lífinu og stjórnun fyrirtækja, heldur bendi ýmislegt til að
meðferð vanskilamála í kerfinu leiði til fleiri gjaldþrota-
mála hér en í öðrum ríkjum hins vestræna heims.
AF
ERLENDUM
VETTVANGI
FORSETAKOSNINGAR fara
fram í Rússlandi á morgun,
sunnudag. Þó að Borís
Jeltsín forseti hafí sótt í sig
veðrið á undanfömum dögum, m.a.
með því að semja um vopnahlé við
Tsjetsjena, þótti það skammgóður
vermir, þar sem bardagar brutust út
á ný í Tsjetsjníju aðeins örfáum sólar-
hringum eftir að Jeltsín skrifaði und-
ir samkomulagið. Óhætt er að segja,
að það skipti Vesturlandabúa miklu
meira máli hveijir haldi um stjórnar-
taumana í Kreml, heldur en hvor
þeirra ræður ríkjum í Hvíta húsinu,
Bill Clinton forseti eða Bob Dole,
frambjóðandi repúblíkana. Að því er
fullyrt var í breska blaðinu Sunday
Times hefur leyniþjónusta Bandaríkj-
anna varað Bill Clinton við því að nú
séu dagar Jeitsíns i rússneskum
stjórnmálum taldir.
Til að fá yfírsýn yfir stöðu mála í
Rússlandi nú fyrir kosningamar var
einn helsti sérfræðingur Breta í mál-
efnum Rússlands og fyrrum Sov-
étríkja, Peter Frank, tekinn tali. Frank
er prófessor við háskólann í Essex og
sinnir einnig ráðgjafastörfum varðandi
rússnesk stjóm- og vígbúnaðarmál.
Þegar hann var inntur eftir því, hvað
það hefði verið sem vakti áhuga hans
á Rússlandi sagðist hann hafa átt
þess kost er hann var kallaður í her-
inn, í kringum 1950 þegar Kóreu-
stríðið stóð sem hæst að vera annað-
hvort sendur í stríð eða læra rúss-
nesku. Af tvennu illu valdi hann síð-
ari kostinn. Eftir herskylduna lá.leið
hans í gegnum kennaraskóla, þá há-
skóla, sem hann sótti á kvöldin með
bamaskólakennslu, sem hann sinnti.
Að háskólanámi loknu réðst hann til
Leeds-háskólans sem lektor og þaðan
lá leiðin, árið 1968, til háskólans í
Essex þar sem hann var fenginn til
að stýra „rússnesku deildinni“.
Óáreiðanlegar
skoðanakannanir
„Ef við snúum okkur fyrst að skoð-
anakönnunum í Rússlandi," segir
Peter Frank, „þá er þess að geta að
þær em þekktar fyrir að vera óáreið-
anlegar með afbrigðum. Ef við skoð-
um hvernig fylgi hefur verið skipt
milli frambjóðenda frá áramótum þá
hefur það mikla forskot sem Gennadíj
Tsjúganov, frambjóðandi kommún-
istaflokksins, hafði á Jeltsín minnkað
verulega. Og nú sýna sumar kannan-
ir að Jeltsín hafí yfírhöndina. Hvað
sem þessu líður þá em þó til aðilar
sem spáðu rétt fyrir um úrslit kosn-
inganna sem hafa verið haldnar í
Rússlandi síðan Sovétríkin liðu undir
lok og sú könnun sem þeir hafa gert
nú nýlega sýnir að Tsjúganov hefur
meira fylgi en Jeltsín.“
Jeltsín nýtur ekki lýðliylli
„Hluti skýringarinnar á því hvers
vegna Jeltsín nýtur ekki lýðhylli ligg-
ur í óraunhæfum væntingum sem
rússneska þjóðin hafði til breyting-
anna, sem hlutu að koma í kjölfar
þess að Sovétríkin liðu undir lok. Það
má skýra óánægju fólks út frá tveim-
ur sjónarhornum. Hið fyrra má kalla
hið efnislega. Margir Rússar eru ekki
eins vel settir og þeir höfðu gert sér
vonir um að vera, á meðan lífskjör
annarra em mun verri nú _______
en þegar kommúnistar
vora einráðir. Þá er sá
hópur fólks sem er ekki
verr settur efnahagslega
en áður, þó hann haldi að
Rússar þjást
af örygg-
isleysi
hann sé það. Að síðustu er það lítill
hópur í Rússlandi sem hefur það mun
betra nú en fyrir breytingarnar.
Hin hliðin er huglæg. Rússneska
þjóðin er með eindæmum stolt, Rúss-
ar eru heitir þjóðemissinnar og sagan
hefur sýnt að þeir hafa ákveðna
minnimáttarkennd, sem gerir þá sér-
lega viðkvæma gagnvart ákúrum á
land þeirra og þjóð. Ef við tökum
Breta sem hliðstætt (jæmi, þá hafa
þeir frá seinna stríði breyst úr stór-
veldi í nokkurs konar miðlungsþjóð.
Jafnvel fyrir Breta hafa þessar breyt-
ingar verið erfiðar og þeim ekki veist
auðvelt að kyngja þeirri
staðreynd að breska heims-
veldið er liðið undir lok.
Enn í dag má finna til-
hneigingu Breta til að líta
á sig sem stórveldi, sér-
staklega í samskiptum við
Evrópusambandið. Við
eram í þessu tilfelli að tala
um þjóð sem hefur fengið
50 ár til að venjast nýjum
aðstæðum. Rússneska
þjóðin bókstaflega glataði
sínu stórveldi á einni nóttu.
Einn daginn tilheyrði hún
stórveldi en ekki þann
næsta. Herinn vaknaði við
það einn morguninn að vita
ekki hveijum hann til-
heyrði. Vinir og ættingar
sem höfðu áður búið í öðr-
um héraðum landsins voru
nú skyndilega búsettir er-
lendis. Allt þetta og margt
fleira, svo sem léleg
frammistaða rússneskra
hersveita í Tsjetsjníju, hef-
ur orðið til þess að særa mjög stolt
Rússa og draga úr sjálfsöryggi
þeirra".
Oryggisleysi rússnesku
þjóðarinnar
„Ef við tökum saman þessar tvær
hliðar málsins, þá efnislegu og hina
huglægu, má segja að það sem hái
Rússum og hefur valdið vantrú fólks
á forsetanum er einfaldlega óöryggi.
Þeir era haldnir öryggisleysi á háu
stigi. Þeir þekkja ekki einu sinni eig-
in landamæri lengur, svo tekið sé
eitt dæmi. Þeir eru vanir landamær-
um sem lágu mun vestar og mun
sunnar en þau era í dag. Áður voru
landamærin gersamlega lokuð. Eng-
inn komst út úr landinu og enginn
inn, nema með sérstöku leyfi. Nú era
þau hriplek. Hvaða misyndisfólk sem
er getur komist inn í landið. Þeir
hafa misst allt það yfírráðasvæði sem
hafði tekið þá margar aldir og miklar
fórnir að öðlast. Óöryggið steðjar
þannig að þjóðinni í heild sinni en
einnig að einstaklingnum.
Rússar og reyndar aðrar þjóðir
fyrrum Sovétríkja bjuggu við áætl-
unarbúskap, sem byggðist á því að
samfélagið allt var í eigu ríkisins. Sá
staður sem menn unnu á veitti ekki
aðeins atvinnu, heldur einnig mennt-
un fyrir börnin og almenna heilsu-
gæslu auk hefðbundinna launa. En
við hinar nýju efnahagslegu aðstæður
geta atvinnurekendur ekki lengur
sinnt þessu víðtæka hlutverki og eiga
ekki að gera það samkvæmt því kerfí,
sem nú hefur verið innleitt. Þannig
hefur fólk verið svipt grundvallarör-
yggi og velferðarþjónustu, þó hún
hafí verið miklu minni en gerist og
gengur t.d. á Norðurlöndunum eða í
Bretlandi. Hennar nýtur ekki lengur
við. Heildaröryggi ríkisins, fyrirtækja
og einstaklinga hefur þannig horfið.
Fólki fínnst það hvorki vera öruggt
heima hjá sér né á götum úti. Meira
að segja ríka fólkið finnur til óörygg-
is, það fer ekki spönn frá rassi nema
í skotheldum bílum og með vopnaða
lífverði sér við hlið. Þegar svona er
komið, í hvaða samfélagi sem það
nú gerist, skellir þjóðin skuldinni á
þá sem sitja við stjórnartaumana. í
Rússlandi er Jeltsín holdgervingur
þessa öryggisleysis sem fólkið býr
við. Þetta óöryggi hefur skapast í
hans valdatíð."
Jeltsín að færa stefnu
sína nær kommúnistum
„Sagan sýnir að Rússar hafa ávallt,
ef þrengingar hafa orðið í þjóðfélag-
_________ inu, misst trúna á sjálfum
sér og horfið til hinna
sann-rússnesku gilda. Allt
frá því í kosningunum í
desember sl., virðist mér
sem Jeltsín hafi, nokkuð
reglubundið, beinlínis stolið öllum
hugmyndum kommúnista og stefnu-
málum. Þannig vildu kommúnistar
losna við Tsjúbaís einkavæðingarráð-
herra og Andrei Kozyrev, utanríkis-
ráðherra og Jeltsín rak þá. Kommún-
istar vildu bæta eftirlaunakerfið,
hann hefur lofað því. Hann hefur
tekið upp stefnu þeirra í landbúnaðar-
málum osfrv. Kommúnistar höfðu
tekið upp hina „algjöra stjórnaraiid-
stöðu“ , ef svo má að orði komast,
og mótmælt nánast öllu sem stjórnin
bar á borð. Nú er svo komið að þeir
geta ekki lengur verið svo afdráttar-
Reuter
Reuter
RÚSSNESKUR hermaður í Tsjetsjníju
greiðir atkvæði í forsetakosningunum.
ÞÓTT gífurlegar breytingar hafi átt sér stað í stærstu borgum Rússlands er ástandið á
landsbyggðinni víða svipað og það var. Myndin sýnir kennara á eftirlaunum plægja jarð-
veginn í Paskov-héraði. Launin duga ekki til að leigja dráttardýr og enn síður vélknúin tæki.
um á morgun. Ég get ekki
heldur séð að hann eigi eft-
ir að taka þátt í seinni
umferð kosninganna, þar
sem kosið verður á milli
tveggja manna, sem mest
fylgi fá í þeirri fyrri. Þó á
hann eftir að laða stóran
hluta kjósenda til fylgis við
sig og eitthvert munu þeir
kjósendur snúa sér í seinni
umferð. Hann á því eftir
að vera í þeirri stöðu að
geta samið, annað hvort við
Jeltsín eða Tsjúganov, um
þessi atkvæði og þá líklega
fengið einhverja þægilega
stöðu í staðinnn. Það er
hins vegar annað mál hvort
þessi atkvæði skila sér öll
til þess sem hann kýs að
styðja eða semja við. Ég sé
þess vegna ekki fyrir mér
að Zhírínovskíj verði forseti
Rússlands í bráð, en hann
mun halda áfram að vera
áberandi áhrifavaldur í
LYÐRÆÐIÐ
ER LOKA-
TAKMARKIÐ
lausir og kenna sig nú við hina ábyrgu
stjórnarandstöðu. Þeir geta ekki leng-
ur andmælt öllu sem stjórnin gerir
því að þá væru þeir að mæla eigin
hugmyndum í mót“.
Kemur forsetaklíkan í veg
fyrir sigur kommúnista?
„Forsetaklíkan, sem ber heitið
„akrúsjenía" á frammálinu, er hópur
stuðningsmanna forsetans sem á völd
sín og stöðu algerlega undir Jeltsín.
Fari forsetinn frá bíður þeirra pólit-
ískur dauði. Völd þeirra, forréttindi
og virðing verða ekki endurreist. í
raun eru þessir menn sekir um glæpi,
þeir hafa brotið gegn hagsmunum
almennings og þeir hafa ekki verið
kosnir til þeirra embætta sem þeir
gegna. Þar af leiðandi bíður þeirra
dómur, útlegð eða fangelsi ef komm-
únistar ná völdum. Hættan er sú að
þessir menn reyni að fá forsetann til
að gera eitthvað, sem er andstætt
stjórnarskrá, til þess að koma í veg
fyrir að kommúnistar nái völdum og
þeir þurfi þ.a.l. ekki að mæta örlögum
sínum. Helsti hættutíminn, hvað
þetta varðar, er á milli fyrstu og
annarrar umferðar kosninganna."
Mafían og bágborinn
eignaréttur
„Rússneska mafían er samheiti
yfir „bræðralag" glæpamanna en lík-
ist minnst hinum frægu sikileysku
glæpasamtökum, það hafa aðeins
nýlega myndast tengsl á milli hennar
og hinnar kólumbísku eiturlyfjamafíu
sem hefur nú uppgötvað óplægðan
akur í Rússlandi og nærliggjandi
löndum. Orðið mafía er hins vegar
ekki notað á sama hátt í Rússlandi
og á Vesturlöndum. Það sem ég hef
hins vegar mun meiri áhyggjur af
eru, í fyrsta lagi, þær athafnir manna
og gjörðir, sem á Vesturlöndum heyra
undir lögbrot, en eru óátalin í Rúss-
landi einungis vegna þess að ekki eru
til nein ákvæði til þess að koma lögum
yfír menn. Áður var allt í eigu ríkis-
ins, nú hafa 80% fyrram eigna þess
verið seldar einkaaðilum á fijálsum
markaði, a.m.k. samkvæmt kenning-
unni. Þannig hafa Rússar gengið í
gegnum tímabil þar sem eignaréttur
var bókstaflega óþarfur til þess
ástands þar sem engin eru lögin en
þörfin fyrir þau brýn. Þannig eru
mörk hins löglega og ólöglega afar
Rússar móta framtíð samfélags síns er þeir
ganga að kjörborðinu á morgun í forsetakosn-
ingum. Þær eru taldar mikilvægur prófsteinn
á lýðræðisþróunina í landinu, en margir óttast
að kommúnistar komist til valda. Guðrún
Johnsen ræddi við Peter Frank, einn virtasta
sérfræðing Breta í málefnum Rússlands, um
ástandið þar eystra og kosningamar sögulegu.
T
Morgunblaðið/Valdimar Sverrisson
PETER Frank prófessor við háskólann í Essex.
óljðs i Rússlandi. í öðra lagi hefur
sú einkavæðing sem átt hefur sér
stað í Rússlandi að miklu leyti falist
í glæpsamlegum innheijaviðskiptum.
Ríkulegar auðlindir hafa verið seldar
fyrir brotabrot af heimsmarkaðsverði
og menn augsjáanlega grætt umtals-
vert á þeim viðskiptum, ekki milljónir
króna heldur milljarða króna. I þriðja
lagi hefur það brunnið við í rússnesk-
um verksmiðjum og annars konar
einkavæddum fyrirtækjum að verka:
menn fái ekki launin sín greidd. í
sumum tilfellum hefur atvinnurek-
andinn ekki tök á að greiða út laun.
Hins vegar er margur atvinnurekand-
inn sem hefur nægar tekjur og getur
vel greitt mönnum sínum laun en kýs
að gera það ekki og segir launþegun-
um þá sögu að fyrirtækið hafi ekki
bolmagn til þess á þeim tíma. Það
sem er að gerast við hinar nýju efna-
hagslegu aðstæður í Rússlandi er, að
vinnuveitendur og vinir þeirra eru að
nota launasjóði til 3-4 mánaða í þeim
tilgangi að auðgast meira sjálfir og
auka við fjárfestingar sínar með fjár-
munum verkafólksins. Launþegarnir
fá að lokum, eftir 3-4 mánaða bið
eftir launum sínum útborgun sem er
mun Iægri en sú sem þeir eiga rétt
á að fá, þegar tekin er inn í dæmið
sú ávöxtun sem átt hefur sér stað.
Þessir tilteknu atvinnurekendur, sem
stunda þá iðju, eru náttúrulega sekir
um spillingu en þeir þurfa ekki að
svara til saka þar sem engin era lög-
in sem kveða á um að þetta sé ólög-
legt atferli.
Zhírínovsky vanmetinn
„Þegar þjóðernissinninn Vladímír
Zhírínovskíj atti kappi við Jeltsín í
forsetakosningunum árið 1991 hlaut
hann ekki nema 7% fylgi kjósenda,
en við verðum að athuga að það eru
nokkrar milljónir kjósenda. Þannig
að í þeim skilningi var gengi hans
nokkuð gott. Þrátt fyrir að flokkur
Zhírínovskíjs, Fijálslyndir demó-
kratar, hafi tapað fylgi í kosningun-
um í desember í fyrra og ekki náð
nema helmingi þeirra atkvæða sem
hann hlaut í kosningunum 1993, þá
náði hann þó miklu meira fylgi held-
ur en skoðanakannanir spáðu honum.
Zhírínovskíj hefur þannig alltaf verið
vanmetinn. Ég á þó erfitt með að
ímynda mér að hann nái því, að sölsa
undir sig forsetastólinn i kosningun-
rússneskum stjórnmálum“.
„Það er skoðun allflestra stjórn-
málaskýrenda, á málefnum Rússlands,
í Bretlandi og víðar, að Tsjúganov nái
ekki kjöri í kosningunum. Þeir segja
að hann muni komast í seinni umferð
kosninganna, honum muni ganga vel,
en þegar á hólminn verði komið og
kjósendur standa frammi fyrir tveimur
kostum, Jeltsín og Tsjúganov, muni
þeir velja stöðugleikann, svo við notum
þeirra eigin orðaval, þann sem veldur
minni skaða og kjósa forsetann. Sú
kann að verða raunin. Leyfðu mér
hins vegar að vera boðbera hins „illa“,
því að ég tel að Tsjúganov komi til
með að sigra.
Dragbítur á lýðræðisþróun
Ástæðumar fyrir_ þessari skoðun
minni era nokkrar. I fyrsta lagi era
kjósendur kommúnista mjög tryggur
og flokkshollur hópur. Hann hefur
kosið kommúnista í gegnum súrt og
sætt og mun halda áfram að gera
það. í öðru lagi era þeir sem segjast
kjósa kommúnista líklegri til að
standa við þá yfirlýsingu en hinir sem
segjast styðja aðra flokka. í þriðja
lagi - og það er sannarlega kald-
hæðni sögunnar - var Kommúnista-
flokkur Sovétríkjanna eini stjórn-
málaflokkurinn og í þeim skilningi
ekki stjórnmálaflokkur í sjálfu sér,
heldur eitthvað annað. Sumir segja
að eins-flokks valdakerfi sé ekkert
flokkakerfi. En Kommúnistaflokkur-
inn í dag er enn, hvað varðar upp-
byggingu og starfsemi, eini starfandi
stjómmálaflokkurinn, sem heitið get-
ur, í Rússlandi. Hann hefur félaga-
skrá, sem státar af hálfri milljón
flokksmanna, sem eru talsvert fleiri
en félagar allra hinna fiokkanna til
samans. Hugsum til hinna fáránlegu
„kosninga“ Sovét-tímabilsins, sem
vora náttúrulega engar kosningar þar
sem aðeins var um einn flokk að velja
og kosningaþáttaka mældist 99,99%.
Þar af kusu 99,98% kjósenda Komm-
únistaflokkinn, sem er ekkert nema
brandari út af fyrir sig. En athugum
það að kosningavél kommúnista kom
raunverulega 99,9% kosningabærra
manna til þess að koma á kjörstað
og kjósa. Þeir kepptust við, i þá daga,
að vera búnir að afgreiða sem fyrst
70% manna af kjörskrá fyrir hádegi,
90% síðdegis og 100% að kvöldi kjör-
dags. Þeir einir hafa reynslu af kosn-
ingaáróðri. Þannig getur það gerst,
að lýðræðið og helstu kostir þess
færi þeim völdin aftur, sem eru and-
lýðræðissinnaðir. Hámarki kaldhæðn-
innar hlýtur þá að vera náð, að enda-
lok lýðræðisins séu falin í _______
því sjálfu".
„Ég tel kommúnistana
nú vera fremur þjóðernis-
sinnaða heldur en „sam-
eignarsinnaða". Þeir halda
náttúrulega ennþá í goð. allra sósíal-
ista; byltingarleiðtogann Vladímír
Lenín og aðra fyrirennara Jósefs Stal-
íns. Ég tel hins vegar að sigur komm-
únista myndi hægja á allri lýðræðis-
og frelsisþróun í Rússlandi.
Þegar við hins vegar tölum um
þróun í mannúðar- og mannréttinda-
málum verðum við að fara varlega,
þar sem jafnvel núverandi stjórnvöld
hafa ekki tekið á þeim málum. Mér
hefur sjálfum ekki fallið í geð, að
Jeltsín og Rússar fengu inngöngu í
Evrópuráðið með miklum meirihluta
atkvæða. Hann hefur ekki gert nein-
ar tilraunir til að stöðva brot á mann-
réttindum í ríki sínu af neinum mætti,
dauðarefsingin er t.d. enn við lýði í
Rússlandi. Þau eru að nálgast 50
þúsund dauðsföllin í Tsjetsjníju-stríð-
inu. Ef Bretar stæðu í slíkum hern-
aðaraðgerðum t.d. í Bosníu eða Norð-
ur-írlandi og tuttugu og fímm her-
menn hefðu látið lífið i bardögum
yrði sú frétt á forsíðum allra dag-
blaða, á dagskrá allra fréttastöðva
og aðalumræðuefni neðri deildar
breska þingsins. Jafnvel yrði borin
þar fram vantrauststillaga á stjórnina
sem stæði þar að baki.
Jeltsín var hleypt inn í Evrópuráð-
ið á grundvelli falsaðra upplýsinga
um fjölda opinberra aftaka í Rúss-
landi. Ég tel að mannréttindi verði
brotin komist kommúnistar til valda
en ég tel einnig að menn þurfi að
fara varlega í yfírlýsingar í garð
kommúnista hvað þetta varðar. Ég
hef tekið eftir því að fjölmiðlar stilla
þessu upp sem vali á milli lýðræðis
og kommúnisma. Þegar Rússar vakna
morguninn eftir kosningarnar, verða
þeir hvorki undir lýðræðislegri stjórn
né kommúnisma, hver svo sem sigrar
í kosningunum, það er ekki alveg svo
einfalt. Með öðrum orðum, þá verður
Rússum sú hætta búin að mannrétt-
indi verði ekki virt undir stjórn komm-
únista, en þau era nú þegar ekki í
heiðri höfð undir stjórn Jeltsíns".
Endurreisn stórveldisins
„Ég tel að Rússar verði ekki líkleg-
ir til að hefja á ný vopnakapphlaup
líkt og átti sér stað á áram Kaldai,
stríðsins þó að kommúnistar nái völd- *
um á ný. Þeir hafa einfaldlega ekki
efni á því. En þeir munu sannarlega
reyna að bæta stöðu sína á því sviði.
Ef litið er yfír sögu Rússlands má
sjá að Rússar hafa ávallt verið upp-
teknir af því að byggja upp stór-
veldi. Við sjáum uppbyggingu Péturs
mikla, uppbyggingu Alexanders,
byltingu Leníns, byltingu Stalíns, allt
ber að sama brunni, allir vora þeir
að hugsa um að byggja upp stórveldi
og það hernaðarlegt stórveldi. Haust-
ið 1991, eftir valdaránstilraunina í
ágústmánuði það ár, reyndu menn á
borð við Jegor Gajdar, forsætisráð-
herra og Kozyrev utanríkisráðherra
með unggæðingslegum og ef til vill
kjánalegum hætti, að breyta for-
gangsröð landa sinna frá því að vera
fyrst og fremst mikið hemaðariegt
stórveldi. En þeim mistókst. Og vegna
þess að þeim mistókst hefur Jeltsín,
sem studdi þá um tíma, snúið baki
við þessari forgangsröðun. Rússar
eiga eftir að vera nágrönnum sínum
erfiðir, en verstir era þeir þó fyrst
og fremst sjálfum sér. Þeir eru enn
og aftur uppteknir af því að byggja
upp stórveldi."
Lýðræðið haldi velli
„Það má búast við órólegu ástandi
í rússneskum stjórnmálum á næstu
misseram, hver svo sem það verður
sem ber sigur úr býtum í kosningun-
um. Ég tel að Vesturlandabúar verði
að sýna aðgætni í spádómum sínum
um framtíð Rússlands. Allt frá árinu
1985 hafa Vesturlandabúar vænst
skjótra breytinga í Rússlandi. Slíkt
gerist ekki i einu vetfang. Þróuninni
má líkja við göngu þar sem oft eru
tekin þijú skref áfram en tvö aftur á
bak. Mikilvægast er þó að forseta-
kosningamar í Rússlandi fara fram,
að þær verði fijálsar og að leikreglum
verði fylgt. Jeltsín einn getur haft
þessar reglur að engu. Almennt er
talið að Jeltsín sé lýðræðissinni, a.m.k.
hafí hann einu sinni verið það og sé
enn hallur undir þá hugsjón. Ef lýð-
___________ ræðissinni í Rússlandi
ákveður að eyðileggja
kosningamar og brýtur
ákvæði stjórnarskrárinnar
í þeim tilgangi mun það
augljóslega tefja mjög fyrir
Kommúnist-
ar aftur
til valda
allri lýðræðisþróun í landinu. Ef hins
vegar kommúnistar sigra í fijálsum
kosningum, þar sem allir kosninga-
bærir menn fá að kjósa sinn fulltrúa,
en bijóta svo gegn ákvæðum stjómar-
skrárinnar, yrði það vitanlega einnig^,
til þess að hægja á og ef til vill stöðva
lýðræðisþróunina. Það er mjög mikil-
vægt að lýðræðishugsjónir haldi velli
í Rússlandi. Lýðræðið sjálft og fram-
kvæmd þess í þjóðfélaginu er hins
vegar hið endanlega takmark."
Höfundur stundar nám við Háskóla
Islnnds.