Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4- GUÐMUNDUR * JÓHANNESSON + Guðmundur Jóhannesson bóndi frá Króki í Grafningi fæddist í Eyvík í Grimsnesi 12. október 1897. Hann lést á Land- spitalanum 6. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 13. júní. Guðmundur frá Króki í Grafningi er látinn. Með örfáum orðum langar mig að minnast hans. Ég kynntist honum vorið 1955 er ég kom að Króki með unnustu minni, Jóhönnu, dóttur hans. Þessi kynni uxu og var mér alla tíð hlýtt til þeirra hjóna frá Króki, Guðrúnar Sæmundsdóttur og Guðmundar Jó- hannessonar Það eru rétt 41 ár frá því að ég var fyrst kynntur fyrir Guðmundi, þar til leiðir skilja nú. Mér fannst Guðmundur hafa bætandi áhrif á fólk sem umgekkst hann, a.m.k. hafði hann slfk áhrif á mig. Hann "??var hress í tali og sagði það sem hann vildi koma á framfæri um- búðalaust. Hann var ljóðelskur og kunni ógrynni af ljóðum. Hann hafði gaman af að kasta fram stöku, eins að segja frá búskapar- háttum og öðru fyrr á öldinni, m.a. hvemig kreppan fór með bændur. Guðmundur og kona hans fluttu til Reykjavíkur um 1960. Þá festu þau kaup á íbúð í Ljósheimun 4. Þar var heimili þeirra alla tíð eftir að þau komu til höfuðstaðarins. Við ■■"Guðmundur unnum stundum saman í byggingarvinnu og undraði mig oft hvað þessi fullorðni maður afkastaði miklu í þessari erfiðu vinnu. Hann var verk- laginn og iðin, stoppaði aldrei. Þetta starf stundaði hann fram yfir nírætt. Guðmundur var mjög minnugur á það sem hann las. Hann kunni góð skil á landa- fræði. Til marks um það vil ég segja frá því að sumarið 1968 gekk hann með mér um Homstrandi ásamt föður mínum og fleir- um. Á þetta landsvæði hafði Guðmundur ekki komið áður. Hann kunni skil á ýmsum bæjarnöfnum og hver þar hafði búið fyrr á öldum. (Ekkert landakort var með í ferðinni.) Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þennan aldna samferðar- mann. Aðstandendum sendi ég kveðju mína. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Guðmundi Jóhannessyni. Hvíli hann í friði. Friðrik. í dag er til moldar borinn tengda- afi minn, Guðmundur Jóhannesson, bóndi í Króki í Grafningshreppi. Það em einungis ljúfar minningar sem streyma um hugann er ég minnist hans. Hvers manns hugljúfi, ræðinn ætíð og skáldlegur, fagurkeri og fróðleiksbrunnur. Ég minnist þeirr- ar stundar þegar við gengum ásamt börnum mínum, langafabörnunum hans, um Smérdalinn og upp á Súlufellið saman, þá var hann hátt á níræðisaldri og hann fræddi okk- ur um allar jurtirnar sem við geng- um fram á. Hann var léttur í spori og blés ekki úr nös, þótt á brattann + Bróðir minn og mágur, AXEL VALDIMARSSON, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. júní. Ólafur Steinar Valdimarsson, Fjóla Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát BERGSTEINS STEFÁNSSONAR. Edda Níels, Sigrún Bergsteinsdóttir, Sigrún R. Bergsteinsdóttir, Helga M. Bergsteinsdóttir, Birgir Blöndal, Hjörtur Jónsson. innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfara feðginana, BJÖRNS S. (VARSSONAR og . SÖNDRU DRAFNAR BJÖRNSDÓTTUR, Kárastíg 8, Hofsósi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Skagfirð- inga, Sauðárkróki. Sigrún S. ívarsdóttir, Kristín S. Björnsdóttir, Skúli Skúlason, Aðalbjörg J. Björnsdóttir, Valur Júlíusson, Hafdfs Hrönn Björnsdóttir, Valdimar Júli'usson, Björn Emil Jónsson, Kolbrún Sif Skúladóttir, óskirð Valsdóttir, Kristín S. Sigurjónsdóttir, ívar Antonsson. MINIMINGAR væri að sækja. Einnig vakti hann athygli okkar á fuglalífínu, þekkti auðvitað alla fugla og hvar hreiður þeirra væri helst að fmna. Af svip hans mátti ráða hvílíkur náttúru- unnandi hann var og við höfum öll sem hann þekktum lært mikið af honum. Lífsspeki hans var sérstök, það var eins og hann vissi allt um leynd- ardóma lífsins og dauðans. Hann taldi að krafturinn byggi í mannin- um sjálfum. Hann læknaði sig ætíð sjálfur með hugarorkunni einni saman ef einhvern krankleika sótti að honum, sem kom reyndar ekki oft fyrir, og á sjúkrahús fór hann í fyrsta sinn þann síðasta sólarhring sem hann lifði. Hann var glæsimenni, teinréttur, grannur og varla með grátt hár á höfði er hann lést, gat lesið gler- augnalaust og hvað eina 98 ára gamall. Hann var lífsglaður maður og Iífsleiða þekkti hann ekki. Eitt var það sem hann sagði stundum og hefur oft komið mér, sælkeran- um, í hug um dagana, en það var þetta: „Maður borðar til að lifa, en lifir ekki til að borða!“ Hann var einstakur, sjálfum sér nægur á öllum sviðum með sínu sérstaka lífsviðhorfi. Mínar bestu þakkir fær hann fyrir samfylgdina, ég vildi að fleiri væru eins og hann, en viss er ég um það, að á vit nýrra ævintýra fer hann jákvæður að vanda. Helga Thoroddsen. Fallinn er frá aldni sveitarhöfð- inginn Guðmundur Jóhannesson, fyrrum bóndi að Króki í Grafningi. Það er margs að minnast þegar slíkur fróðleiksmaður og mannvin- ur fellur frá og þar með stór þekk- ing og saga um Þingvallasvæðið sem Guðmundur unni svo mikið. Guðmundur var einn af þeim sem þekkti einna best til sögu svæðisins og ekki hvað síst veiði- sögu Þingvallavatns þar sem hann undi hag sínum afar vel. Á Nesjavöllum bjuggu þau hjón- in frá 1923-1927 ásamt bróður Guðmundar, Jóhanni Jóhannes- syni. Guðmundur unni staðnum afar mikið og orti mörg kvæði um fagrar vornætur og hvamma er hann var þar við veiðar og bú- störf, kvæði sem virt skáld gætu verið stolt af. Guðmundur var stórhuga at- hafnamaður og fluttu þau hjónin ásamt Jóhanni að Króki 1927 eftir að hafa keypt jörðina og bjuggu þar til ársins 1958 er sonur þeirra Egill Guðmundsson tók við búskap á jörðinni. Það fór ekki fram hjá neinum sem umgekkst Guðmund, hversu léttur hann var alla tíð í lund og á fæti. Ég minnist þess er hann var við murtuveiðar á Þingvallavatni, þá hátt í áttræður, að hann sá að fjár- safn var að sleppa í smalamennsku yfir eitt hæsta fjallið í Grafningn- um, Sandfell. Guðmundur reri þá báti sínum að landi og lagði í vör og hljóp í veg fyrir fjársafnið og kom því til réttar. Eftir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur stundaði hann bygg- ingarvinnu og þá helst mótarif allt til síðustu ára og þótti ekki mikið til koma þótt aldursárin væru að nálgast 10. tuginn. Það færi betur að fleirum væri gefín sú lífsgleði og atorka sem Guðmundi fylgdi alla tíð hvort sem um var að ræða í leik eða starfi. Hjálpfýsi var honum rík og lagði Guðmundur víða hönd að verki hjá sveitungum sínum og víðar. Til dæmis má sjá handverk Guð- mundar á hleðslu á kirkjugarðsvegg við Ulfljótsvatnskirkju, sem hann hlóð án verkfæra og sýnir að mikil alúð var lögð í verkið sem og önnur verk sem hann lagði hönd á. Það væri hægt að skrifa langa minning- argrein um sögu og störf Guðmund- ar, en það væri þá æri löng ritsmíð. Lífsgleði, heiðarleiki og ljúf- mennska var hans lífsstíll við hvern FJÓLA FRIÐJÓNSDÓTTIR + Fjóla Friðjóns- dóttir var fædd á Skálum á Langa- nesi í N-Þingeyjar- sýslu 4. mars 1912. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 28. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Friðjón Stef- ánsson, f. 27.4. 1880, d. 17.2. 1941 og Jóhanna Guð- brandsdóttir, f. 11.5. 1890, d. 14.10.1916. Systur Fjólu voru Laufey Kristjánsdóttir, f. 18.8. 1909, d. 6.10. 1916, Magnfríður Frið- jónsdóttir, f. 25.3. 1914, d. 7.10. 1916 og Hanna María Friðjóns- dóttir, f. 23.7.1915, d. 2.5.1989. Jóhanna og systurnar tvær lét- ust úr mislingafaraldri og voru lagðar í sömu gröf. Sambýlis- maður Fjólu var Maríus Jósa- fatsson, f. 10.8. 1910, d. 10.7. 1980. Bjuggu þau á Langanesinu, á Ás- seli, Hallgilsstöðum, Syðra-Lóni og síðast i húsinu Odda á Þórshöfn. Dóttir þeirra er Ólöf Friðný, f. 20.4. 1951 og er maður hennar Helgi Jónatansson, f. 9.8. 1946. Barna- barn: Flosi Mar, f. 30.7.1969, sambýlis- kona Oddný Sæ- mundsdóttir, f. 14.7. 1976. Þeim fæddist sonur 10.6.1996. ÖU eru þau búsett á Dalvík. Eftir lát Maríusar bjó Fjóla fyrst á Þórshöfn, en fluttist síð- an til dóttur sinnar og tengda- sonar á Patreksfjörð. Því næst var hún í Ási í Hveragerði en dvaldist síðustu árin á Elliheim- ilinu Grund. Fjóla var jarðsungin frá Sval- barðskirkju í Þistilfirði 4. júní. Eins og sést hér að framan missti Fjóla móður sína og tvær systur að- eins fjögurra ára gömul. Hanna, syst- ir hennar, fór þá í Eiði á Langanesi og óx þar upp en Fjóla mun hafa fylgt föður sínum í vistum hans fyrstu árin. Síðan var hún hjá Rannveigu og Maríusi Lund á Raufarhöfn í nokk- ur ár, í Lunds-húsi, sem hún nefndi svo oft með þakklæti og hlýju. Sagði hún oft frá því, að frú Rannveig hefði séð til þess að hún væri ekki síður búin á fermingardaginn sinn en hin bömin. Þama átti hún gott heimili og lærði vel til verka, sem reyndist henni gott veganesti í lífinu. Þaðan fór Fjóla á Ásmundarstaði á Sléttu til Sigurðar Guðmundssonar og Sig- ríðar Jónsdóttur sem vinnukona og var þar til heimilis í 20 ár. Á þeim árum vann hún þó víðar, m.a. hjá Helga bónda í Leirhöfn, sem þá var með umfangsmikinn rekstur, og á Akureyri. Einnig var hún í Hvammi í Þistil- firði sem kaupakona hjá Hönnu, syst- ur sinni, sem þar bjó með manni sín- um, Bimi Aðalsteinssyni og þrem bömum þeirra: Bergþóru, Aðalheiði og Guðmundi. Alltaf var náið sam- band með Fjólu og systurbömum hennar, sem búsett eru fyrir sunnan. Það var margt um manninn í Hvammi á þessum árum, á fjórum heimilum sem þar voru þá. Þama kynntist ég henni fyrst; alltaf vék hún að okkur krökkunum einhverju gómsætu og ljúfu viðmóti. Árið 1950 hófu Fjóla og Maríus, faðir minn, sem þá hafði verið ekkju- sem var. Það var öllum mannbæt- andi að umgangast Guðmund, hvort sem um var að ræða unga eða aldna, slíkur var hans heiðarleiki og ekki skemmdi fyrir að frá honum streymdi kímnigáfa og léttleiki. Ég átti því láni að fagna að hafa kynnst Guðmundi ungur að árum og minnist þess enn í dag hversu það þótti skemmtilegt þegar Guð- mundur kom í heimsókn að Nesja- völlum. Hann var ætíð hress og kátur í bragði, viðlesinn og frásagnamaður góður. Síðar á lífsleiðinni er ég hóf störf í Reykjavík átti ég því láni að fagna að fá að leigja húsnæði hjá þeim heiðurshjónunum Guð- mundi og Guðrúnu í Ljósheimum. Guðmundur var víðþekktur og ekki hvað síst fyrir það hversu létt- ur hann var í lund og á fæti þótt aldurárin væru orðin nærri 99. Rithöndin hélst og mátti það sjá er hann skrifaði kærar jólakveðjur til mín og fjölskyldunnar um síð- ustu jól. Ég mun ætíð minnast vinar míns Guðmundar með virðingu og hlýhug og var farinn að hlakka til þeirrar stundar að sjá áform hans rætast að skauta á Þingvallavatni á 100. afmælisárinu. Svo undarlega vildi til að kvöldið sem Guðmundur lést var ég að segja ungum kunningjum mínum úr Þing- vallasveit frá þessu áformi Guð- mundar og þótti þeim mikið til koma ef þetta væri hægt af svo öldruðum manni. Mannlífið væri líflegra og betra, ef við ættum stærri hóp slíkra heiðursmanna í orði og verki sem Guðmundur var. Hvíl í friði aldni vinur og sveit- ungi. Ljómi Guðs veru líður nú um landsins fjallasal. Gengur af himni geislabrú í gegnum jarðar dal. (Rósa B. Blöndal.) Ómar G. Jónsson og fjölskylda. maður í átta ár, sambúð og búskap á Ásseli á Langanesi. Þar fæddist einkadóttirin, Ólöf Friðný, sem var þeim alla tíð afar kær, svo og fjöl- skylda hennar síðar. Við bræður, Sigmar, 15 ára og ég, 12 ára, fylgdum þeim í Ássel. Manni skilst betur eftir því sem árin líða að ekki hefur það alltaf verið létt hlut- verk að taka við okkur. Ég saknaði frændsystkinanna og fjölmennisins í Hvammi, þar sem heimili mitt hafði verið frá þriggja ára aldri, og var þver og þijóskur. Þrátt fyrir það sýndi hún mér alla tíð hlýju og umhyggju. Að leiðarlokum vil ég þakka Fjólu allt það sem hún lagði á sig vegna mín og minnar fjölskyldu. Alla þá fyrirhöfn, sem hún og faðir minn höfðu af okkar árlegu heimsóknum, fyrirhöfn, sem maður á þeim árum gerði sér alls ekki fulla grein fyrir. Eldri hálfsystir okkar Sigmars, Jenný Ólafsdóttir og hennar fólk voru líka ætíð velkomin á heimilið. Fjóla var einstök heim að sækja, alltaf nóg í búrinu og allt matarkyns, sem hún fór höndum um, varð ljúf- fengt og lystugt. Og hún raulaði gjaman við verkin, hafði fallega söng- rödd, yndi af tónlist - og var vís til að taka sporið á eldhúsgólfínu kæmi fjönigt harmonikulag í útvarpinu. Ég var svo lánsamur að fá að flytja Fjólu síðustu ferðina frá Reykjavík austur í Svalbarð í Þistilfírði. Við fór- um um Melrakkasléttuna í sól en köldu veðri, fórum hægt fram hjá Leirhöfn og þeim bæjum, sem Fjóla þekkti best. Höfðum viðdvöl á hlaðinu á Ásmundarstöðum, þar sem Jóhanna kom út og kvaddi fomvinkonu sína. Oft, ekki síst á efri árum, minntist Fjóla samferðafólksins á Sléttu og Raufarhöfn með sérstakri hlýju, enda slitnaði aldrei samband hennar við þetta fólk. Kom það vel í ljós á kveðju- stundinni, vinimir hennar þaðan létu sig ekki vanta í Svalbarðskirkju. Að lokum: Kærar þakkir fyrir allar góðu stundimar. Starfsfólk á Elliheimilinu Gmnd, sem annaðist Fjólu síðustu árin, fær alúð- arþakkir. Aðalsteinn J. Maríusson og fjölskylda, Sauðárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.