Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR MORGUNBLAÐIÐ Hvílíkt leikrit! í GREINARGERÐ minni fyrir því að víkja sæti úr yfirkjörstjórn Reykjavíkur við for- setakosningarnar í sumar, skýrði ég m.a. frá því að Olafur Ragnar Grímsson for- setaframbjóðandi hefði fyrir rétti í máli Magnúsar Thorodds- en, forseta Hæstarétt- ar, vorið 1989, synjað fyrir að trúa á guð og því fengið að staðfesta framburð sinn með drengskaparheiti. Stóðu lög til þess að sá einn fengi að stað- festa framburð með drengskapar- heiti, sem ekki hefði viljað að gefnu tilefni frá dómara, lýsa sig trú á guð. Nefndi ég þetta til sögunnar, þar sem Ólafur hafði nú nýlega, eftir að vera kominn í forsetafrm- boð, lýst trúarskoðunum sínum með allt öðrum hætti og sagt skýrt og skorinort að hann tryði á guð. Þetta mál hefur orðið tilefni mikilla umræðna á opinberum vett- vangi. Ólafur hefur m.a. sagt að ég hafi skrökyað að þjóðinni um þetta. Segir hann sjálfur, að dóms- formaðurinn hafí leyft sér að velja milli eiðs og drengskaparheits. Það er vitaskuld rangt og frekar óverð- skuldað að væna Friðgeir Bjöms- son dómstjóra um að kunna ekki til verka við réttarhöld. Hann er þekktur fyrir nákvæmni og vönduð vinnubrögð. Framkvæmdi hann þessa heitfestingu óaðfínnanlega. I þingbókina er aðeins bókað: „Vitnið staðfesti framburð sinn með drengskaparheiti eftir lög- mæltan undirbúning, að kröfu lög- manns stefnda." Þegar Friðgeir dómari notar orðið „lögmæltan" er þar ekkert orðagjálfur á ferð- inni. Hann er að lýsa því að hann hafi, eins og lögin mæla, spurt vitnið, hvort það tryði á guð og fengið svar sem hann mat sem synjun. Aðrir viðstaddir réttarhald- ið, þ.e. undirritaður, Gunnlaugur Claessen, þáverandi ríkislögmaður, og meðdómendur Friðgeirs, hér- aðsdómararnir Steingrímur Gautur Kristjansson og Egg- ert Óskarsson, hafa metið svar Ólafs eins. Tek ég fram að ég man ekki orðaskiptin orðrétt, en enginn vafí var á að í svarinu fólst synjun. Vitnisburður blaðamanns Nú hefur Pétur Gunnarsson, blaða- maður á Morgunblað- inu, sem mun hafa verið viðstaddur réttarhöldin, lagt orð í belg um þetta. I grein í blaðinu 14. júní segir hann: „Ólafur Ragnar komst næst því að svara til um trúarskoðanir sínar í dóminum þegar hann sagð- ist vera í meiri vafa um tilvist guðs en um tilvist drengskapar síns.“ Það er hreint ekki ólíklegt að orð hafí fallið í þinghaldinu með svipuðum hætti og Pétur lýsir. I því felst: a) Dómsformaður spyr Ólaf hvort hann trúi á guð. b) Ólafur lýsir a.m.k. vafa um til- vist guðs. c) Dómsformaður metur svarið réttilega svo að í því felist synj- un á því að vitnið trúi á guð (vafí er ekki trú) og heimilar vitninu drengskarparheitið. Vitnisburður Péturs blaðamanns um þetta staðfestir því réttmæti frásagnar minnar af atvinu. Staðfesting Guðrúnar Helgadóttur í þessu samhengi er líka rétt að segja frá því, að í þessum sömu réttarhöldum krafðist ég þess, að Guðrún Helgadóttir, þáverandi for- seti Alþingis, staðfesti sinn fram- burð með eiði eða drengskapar- heiti. Spumingu dómsformanns um hvort hún tryði á guð svaraði Guðrún þannig að hún hefði sína bamatrú. Hún kvaðst hins vegar heldur vilja vinna drengskaparheit. Þeirri ósk synjaði dómsformaður- inn með þeim orðum að sá sem játaði trú á guð fyrir réttinum, svo sem Guðrún hefði gert, ætti ekk- Jón Steinar Gunnlaugsson ert val. Varð Guðrún síðan að stað- festa framburð sinn með eiði. Trúarsannfæring frá barnæsku? Ólafur Ragnar Grímsson for- setaframbjóðandi hefur að undan- fömu ítrekað lýst trúarskoðunum sínum í löngu máli. Kveðst hann hafa yfir djúpri trúarsannfæringu að búa. Hafi sú sannfæring fengið eldskírn í erfíðri lífsreynslu á bamsaldri hans. Hvorki mér né öðrum landsmönnum kemur mikið við, hveiju frambjóðandinn trúir. Hins vegar kemur okkur við, hvort hann segir satt eða ósatt, vegna þess að það varðar trúverðugleika hans sem persónu. í viðtalsþætti við Ólaf á Stöð 2 nýverið, eftir að hann hafði í löngu máli lýst sjálfum sér sem sann- færðum trúmanni, var spiluð fyrir hann upptaka úr þættinum „Þriðji maðurinn“ í ríkisútvarpinu frá nóvember sl. Þar vitnaði spyijand- inn (Ingólfur Margeirsson) í viðtal við Ölaf fyrir 15 ámm í Helgar- póstinum, þar sem Ólafur hafði sagst vera „nokkuð sannfærður um að guð væri ekki til“. Spurði Ingólfur hvort hann væri ennþá sama sinnis. „Já, ég er það nú eig- inlega,“ var svar Ólafs. Síðar í við- talinu sagði hann að það væri erf- itt að sannfæra sig um að sá guð, sem ríkti í kirkjunum hér heima, væri sá eini rétti. Og spurningu Ingólfs um á hvað hann tryði svar- aði hann með orðunum: „Ég veit það eiginlega ekki. Ég held þrátt fyrir allt að þá trúi ég einna helzt á manninn." Ég verð að játa, að þar komst ég næst því að kenna í brjósti um Ólaf Ragnar Grímsson forseta- frambjóðanda, þegar hann þurfti að útskýra fyrir Elínu Hirst í beinni útsendingu, hvernig þessi svör frá í nóvember sl. samrýmdust ný- fluttri ræðunni um hina ríku trú- arsannfæringu allt frá æsku. Flest- ir ærlegir menn hefðu annaðhvort hætt í framboði eða a.m.k. beðið þjóðina afsökunar á tvísöglinni. En ekki Ólafur Ragnar. Hann reyndi einfaldlega að blaðra sig í gegnum þetta með ræðu sem hafði inni að halda alls kyns nýjar trúar- kenningar. Og um sjálfan sig sagði hann svo: „Víst trúi ég á guð, Elín!“ Þegar ég hlustaði á þetta, hætti ég við að vorkenna honum. Hvílíkt leikrit! JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Hvers vegna Olaf Ragnar? NÚ'er barátta for- setaframbjóðendanna komin á flugstig. Fyrsti stórfundurinn í Sjónvarpinu afstaðinn og stuðningsmenn sumra frambjóðend- anna fara mikinn. Margt „gullkomið" hrýtur af vömm manna í Þjóðarsál RÚV, og öðrum fjöl- miðlum, er þeir lýsa kostum síns manns og löstum Ólafs. Eini forsetafram- bjóðandinn sem til þessa hefur fengið á sig óvægna gagnrýni og „skítkast" í þessum slag er Ólafur Ragnar Grímsson. Hann virðist vera eini frambjóðandinn sem á sér einhveija andstæðinga sem láta að sér kveða, þótt reisn þeirra sé ekki mikil. Samt hefur hann yfirgnæfandi fylgi kjósenda samkvæmt öllum skoðanakönnun- um. Stuðningsmenn Ól- afs Ragnars hafa ekki gagnrýnt aðra fram- bjóðendur heldur að- eins svarað lítillega gagnrýni _ og „skít- kasti" á Ólaf. Hvers vegna er fylgi við Ólaf Ragnar þá svona mik- ið? Því er auðsvarað. Þjóðin hefur fylgst með störfum og stjórnmálabaráttu Ól- afs Ragnars frá því hann fór að láta til sín taka í þjóðlífinu, enda sjaldnast logn í kring um manninn. Slíkt kann þjóðin að meta. Ólafur Ragnar hefur verið um- deildur jafnt innan þeirra flokka sem hann hefur starfað í sem utan. Stefnumál hans hafa síður verið umdeild. Þau hafa fallið vel að hugmyndum þjóðarinnar um jöfn- uð og velferð. Deilumar hafa snú- ist um leiðir að markmiðum. ólafur er vammlaus maður sem Árni Þormóðsson hefur unnið meira fyrir opnum tjöldum í íslenskum stjórnmálum en flestir aðrir. Athafnir hans á því sviði eru öllum sem vita vilja kunnar. Jafnframt stjórnmálastörfum sínum hefur Ólafur Ragnar aflað sér virðingar og trausts á öðrum vettvangi, sérstaklega sem fræði- maður og kennari við Háskóla ís- lands og einnig, meðal margs ann- ars, með störfum sínum í alþjóðleg- um þingmannasamtökum, þar sem hann gegndi um tíma formennsku. Störf hans þar vöktu jákvæða at- hygli á íslandi og Ólafí Ragnari á alþjóðlegu sviði. Samstarfsmenn hans innan þessara alþjóðlegu samtaka eru margir hverjir heims- þekktir og áhrifamiklir stjórnmála- menn. En það sem hæst stendur er það að Ólafur Ragnar Grímsson er sterkur einstaklingur sem hefur barist fyrir sínum stefnumálum án þess að láta agavald í flokkum eða aðra hagsmuni binda hendur sínar. Hann fylgir sínum málum fram af krafti og einurð málafylgjumanns sem jafnframt er samvinnufús. Ólafur Ragnar er ekki líklegur til að láta í embætti forseta ís- Iands stjórnast af öðru en eigin sannfæringu og vilja þjóðarinnar. Hann hefur þá þekkingu og reynslu til að bera sem nauðsynleg er í starfí forseta íslands. Að öðr- Forseta- legl áræði í ÖLLUM þeim umræðum, blaðaskrifum og sjónvarpsþáttum, sem nú eiga sér stað vegna vænt- anlegra forsetakosninga, hefí ég gefið nákvæman gaum að því, hveiju og hvernig frambjóð- endur hafa svarað einni ákveðinni spurn- ingu, sem ég vil hér vekja alveg sérstaka athygli á. Spurningin hefur verið orðuð á mismun- andi vegu, en innihald- ið er alltaf það sama, nefnilega hvað fram- bjóðandinn hyggist gera, verði hann kos- inn forseti, ef sú ríkis- stjórn sem við völd verður og sá flokkur eða þeir flokkar sem hana munu styðja, ætla að svíkja þjóðina um rétt hennar til þess að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild íslands að ESB. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að í svörum sínum hafa þeir farið í kringum spurning- una eins og köttur í kringum heit- an graut. Enginn þeirra, ég segi enginn þeirra, hefur svarað þess- ari mjög svo áríðandi spurningu alveg afdráttarlaust. Það dugir ekkert að segja „ ... allir flokkarnir hafa lof- að ... “, eða „ ... ég tel að for- seti eigi... “, eða „ ... það ætti að setja lög ... “, eða „ ... það ætti að ijúfa þing og kjósa ... “, o.fl. í þessum dúr. Svarið verður að vera svo ljóst að engin hætta sé á neins konar misskilningi.- Það gæti verið á þessa leið: „Ef sú rík- isstjórn og sá meirihluti alþingis- manna, sem með völdin munu fara, ef og þegar á þetta mun reyna, ætla að neita þjóðinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, mun ég tvímælalaust, sem forseti, á grundvelli málskotsréttarins í stjórnarskránni, tryggja að þjóðin fái að greiða atkvæði um málið.“ Ekkert minna en slíkt afgerandi um forsetaframbjóðendum ólöst- uðum má ætla að Ólafur þekki þjóð sína og stjórnskipun betur en þeir. Meðframbjóðendur Ólafs Ragn- ars hafa áreiðanlega skilað sínum störfum vel, hver á sínum vett- vangi, en það hafa líka flestir aðr- ir, sýslumenn, læknar, lífeðlisfræð- ingar, friðflytjendur og yfirleitt allir gert. Meðframbjóðendur hans eru yfirleitt alls góðs maklegir og þeir eru hið mætasta fólk. Þeir hafa hins vegar ekki ennþá sýnt þjóðinni það sem gerir þá sérstaklega eftirsóknarverða fyrir hana í embætti forseta. Þjóðin þekkir þá ekki eða störf þeirra, þótt gegn og gagnmerk séu, er gera þá sérstaklega til þeirrar forystu fallin sem þeir bjóða sig fram til. Þjóðin þekkir Ólaf Ragnar og störf hans innanlands sem utan. Með störfum sínum hef- ur hann sýnt að hann er líklegast- ur frambjóðendanna til þess að verða góður forseti. Þegar þjóðin á kost á því að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta sinn hlýtur hún að gera það. Þjóðin má ekki láta það tæki- færi ganga sér úr greipum. Kjósum öll Ólaf Ragnar Grímsson 29. júní. ÁRNI ÞORMÓÐSSON Höfundur er framkvæmdastjóri. loforð skiptir neinu máli hvað þetta varðar. Það dugir ekkert að vera með eitthvert tal um - að maður telji, að maður álíti, að maður vilji, - bara lofa þessu hreint og klárt. Fyrir þá, sem vilja að menn rökstyðji skoðun sína, vil ég benda á eftirfarandi: Þegar kom til kasta Alþingis að ákveða, hvort leggja skyldi EES-samninginn undir þjóðaratkvæði til samþykkis eða synjunar, komu fram tveir álíka sterkir hóp- ar sérfræðinga á sviði stjórnskipunar ís- lands og á sviði al- þjóðaréttar. Annar hópurinn hélt því fram, að með sam- þykkt samningsins væri Alþingi Islendinga að afsala þjóðinni það miklum hluta fullveldis að varðaði brot á stjórnarskránni. Hinn hóp- urinn var ósammála. Þá kom fram þriðji hópurinn, þ.e. dijúgur hluti almennra kjósenda, og í þeim hópi voru bæði þeir sem voru hlynntir samningnum og þeir sem voru honum andvígir, og kröfðust þess að þjóðin yrði látin njóta vafans og fram yrði látin fara þjóðarat- kvæðagreiðsla um málið. Meiri- hluti alþingismanna sagði nei, þá sneru menn sér til forsetans og hvöttu hann til þess að beita mál- skotsréttinum svo þjóðin fengi að kjósa um málið. Forsetinn sagði nei. Og nú spyr ég ykkur. Er til sá heilvita maður hér meðal þjóðar- innar sem lætur sér detta í hug eitt augnablik, að þótt talsmenn stjórnmálaflokka segist lofa ein- hveiju, þá sé eitthvað á því að byggja? Að slíku megi treysta? Auðvitað er það deginum ljósara, að meðan ekki hafa verið sett skýr lög á Alþingi, stjórnarskrárákvæð- um breytt eða annað það gert sem tekur af allan vafa um það, hve- nær þjóðin getur krafízt þjóðarat- kvæðis um hin mestu mál, er nú- gildandi málsskotsréttur forsetans eina leiðin sem tryggir þjóðinni þennan rétt, ætli þingmenn að neita henni um hann. En nú vill svo til, í ljósi reynsl- unnar, að þjóðin hefur einmitt enga tryggingu fyrir því að næsti forseti, hver svo sem hann nú verð- ur, muni beita þessum rétti sínum. Það hefur enginn forseti gert í 52 ára sögu lýðveldisins. Hvers vegna skyldi hann þá eitthvað frekar gera það þótt á þetta sérstaka mál myndi reyna? Til þess að taka af vafann verða forsetaframbjóð- endurnir nú að stíga skrefíð til fulls. Sá frambjóðandi, sem þetta þor- ir að gera, sem hefur til þess nægilegt forsetalegt áræði, mun tryggja sér atkvæði ófárra kjós- enda, sennilega fleiri en margan grunar. En hann verður jafnframt að gera sér grein fyrir því, að ef hann síðan myndi svíkja loforðið, þegar að því kæmi að efna það, myndi staða hans hjá þjóðinni verða slík, að honum yrði hrein- lega ekki vært í landinu á eftir. Slík persónuleg svik forseta við þjóð sína, um annað eins mál, yrðu alls ekki fyrirgefin. Hugsið málið gott fólk. KJARTAN NORÐDAHL Höfundur er flugstjóri og lögfræðingur. Kjartan Norðdahl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.