Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Drög að svæðisskipulagi miðhálendisins hefur verið kynnt sveitarsljórnum og hagsmunaaðilum
Mannvdrkj ager ö
takmörkuð
Um nokkurt skeið hefur nefnd 12 fulltrúa
héraðsnefnda í samvinnu skipulagsráðgjafa
unnið að mótun svæðisskipulags fyrir miðhá-
lendi íslands til ársins 2015. Því er ætlað
að samræma vemdarsjónarmið og sjónarmið
hagsmunaaðila sem nýta eða njóta auðæfa
hálendisins á ólíkan hátt. Þórmundur Jóna-
tansson kynnti sér efni tillögunnar en meg-
inhugmynd hennar felst í því að hálendinu
sé skipt í verndarsvæði og mannvirkjabelti.
Þannig er stefnt að því að meiriháttar mann-
virkjagerð verði bundin við afmörkuð svæði.
Morgunblaðið/Theodór
GÍSLI Gíslason landslagsarkitekt er einn þriggja höfunda tillögu
um svæðisskipulag á miðhálendi íslands. Hann stendur hér við
skipulagsuppdrátt af svæðinu sem kynnt hefur verið sveitarstjórn-
um og hagsmunaaðilum í héraði.
DRÖG AÐ skipulagstillögu fyrir
miðhálendi íslands til 20 ára, 1995-
2015, voru kynnt héraðsnefndum,
sveitarstjórnum og ýmsum hags-
munaaðilum um allt land á átta
fundum á síðustu tveimur vikum.
Tillagan var mótuð af samvinnu-
nefnd 12 héraðsnefnda sem land
eiga að hálendinu, en skipulagsstof-
an Landmótun hf. hefur unnið að
tillögugerðina.
Samvinnunefndin var skipuð árið
1993 til að koma böndum á fram-
kvæmdir og umferð á miðhálend-
inu. „Það var orðið ljóst að öll mann-
virkjagerð á þessu svæði var tilvilj-
unarkennd en jafnframt sívaxandi.
Bygginga-, vega- og virkjunarfram-
kvæmdir hafa færst mjög í vöxt
en einnig umferð farartækja hvers
konar og ferðamanna. Ljóst var að
móta þyrfti stefnu til lengri tíma
um það hvernig þessir hagsmunir
geti farið saman við verndarsjón-
armið,“ segir Stefán Thors skipu-
lagsstjóri ríkisins.
Endanleg tillaga að ári
Stefán segir að nú í fyrsta áfanga
hafi sveitarstjórnir og hagsmunaað-
ilar í héraði fengið tækifæri til að
gera athugasemdir við skipulags-
drögin. Nú þegar þeirri kynningu
væri lokið yrði unnið úr athuga-
semdum og ábendingum. Stefnt er
að því að endanleg tillaga verði
auglýst opinberlega á næsta ári.
Þrír landslagsarkitektar hjá
Landmótun hf., Einar E. Sæmunds-
en, Gísli Gíslason og Yngvi Þór
Einbýlishús íFossvogi
Til sölu er nýlegt, vel staðsett hús á tveimur hæðum.
í húsinu er eldhús, 4 svefnherb., húsbóndaherb., stofa,
arinstofa og bílskúr, samtals um 250 fm.
Þeir, sem vilja athuga þetta nánar, vinsamlegast leggi
inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Morgunblaðsins,
merkt: „Vandað - 89“.
Fasteignin Árgerði við Dalvík
til sölu
Hin stórglæsilega fasteign, Árgerði við Dalvík, er nú ti!
sölu. Um er að ræða tveggja hæða, u.þ.b. 300 fm íbúð-
arhús á fögrum stað í mynni Svarfaðardals. Frábært
útsýni. Stór lóð. Verð kr. 15.000.000.
Húsið verður til sýnis fimmtudaginn 20. júní næstkom-
andi kl. 17-19 eða samkvæmt nánara samkomulagi við
Margréti í síma 466 1579.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Helgi Jóhannesson hrl., Lágmúla 7, Reykjavík,
sími 581 2622, fax 568 6269.
Loftsson, hafa haft umsjón með
gerð skipulagsins. Sú vinna er
hugsuð sem forvinna fyrir síðari
áfanga þar sem ætlunin er að skipta
miðhálendinu í fjóra hluta og vinna
nákvæmara skipulag. Eins og mið-
hálendið er skilgreint nær það yfir
nær helming flatarmáls landsins.
Mikil undirbúningsvinna liggur
að baki tillögunum en upplýsingum
um náttúrufar, núverandi landnotk-
un, fyrirliggjandi skipulagsáætlanir
og fyrirhugaðar framkvæmdir hef-
ur verið safnað. Þetta er dregið
saman á skipulaginu og notað sem
forsendur í tvískiptingu hálendisins
í fyrrgreind svæði.
Stærð skipulagssvæðisins var í
upphafi í grófum dráttum ákvörðuð
miðað við markalínu milli heima-
landa og afrétta. Markalína svæðis-
ins hefur síðan verið skilgreind upp
á nýtt í samráði við fulltrúa í skipu-
lagsnefndinni og með samþykki
sveitarfélaga.
Forsaga málsins
Forsaga þess að ráðist var í gerð
svæðisskipulags má að hluta rekja
til þess er þáverandi umhverfisráð-
herra, Eiður Guðnason, lagði fram
frumvarp til laga um stjórn skipu-
lags- og byggingarmála á hálendinu
á Alþingi starfsárið 1991-92. Þá
var m.a. stungið upp á því að sér-
stök nefnd færi með stjórnsýslu á
svæðinu, m.ö.o. yrði hálendið sér-
stakt stjórnsýslusvæði.
Frumvarpið fékk dræmar mót-
tökur og það var loks dregið til
baka. Stefán Thors segir að það
megi m.a. skýra með því að talið
var að verið væri að taka hálendið
alfarið frá sveitarfélögunum og þar
með fornan nýtingarrétt á svæðinu.
Upp úr þessu var skipuð áður-
nefnd samvinnunefnd á grundvelli
bráðabirgðaákvæðis í skipulagslög-
um undir forsæti Snæbjörns Jónas-
sonar fyrrverandi vegamálastjóra.
Mannvirkjabelti og
verndarsvæði
í grófum dráttum er meginhug-
myndin í tillögu Landmótunar að
takmarka meiriháttar mannvirkja-
gerð og binda við ákveðin svæði.
Hálendinu yrði þannig skipt í tvenns
konar svæði, annars vegar í stór
samfelld víðerni, s.k. verndarsvæði,
og hins vegar mannvirkjabelti.
í tillögudrögum landslagsarki-
tektanna segir: „Lagt er til að allri
meiriháttar mannvirkjagerð verðl
haldið á afmörkuðum svæðum
(mannvirkjabeltum) en tekin frá
sem stærst og samfelldust verndar-
svæði (lítt röskuð víðerni) þar sem
framkvæmdum er haldið í lág-
marki.“
EX0 licnqno 107n lárus þ. valdimarssoiii, framkvæmdastjóri
Uuc. I IUU UUL IúIU þúrðurh.suiinssunhdl,löggilturfasteignasali
Nýjar á markaðnum m.a. eigna:
Suðurendi - útsýni - Birkimelur
Sólrík 3ja herb. íb. um 80 fm á 3. hæð. Risherb. fylgir. Snyrting í ris-
inu. Sameign og lagnir mikið endurn. Laus strax. Vinsæll staður.
Lyftuhús - útsýni - bílskúr
Stór og góð 4ra herb. íb. 110,1 fm á efstu hæð v. Álftahóla. Sófsval-
ir. Sameign nýendurbætt. Góður bílsk. 30 fm m. 3ja fasa rafl.
Innst við Kleppsveg - gott verð
Sólrík 3ja herb. ib. á 1. hæð 80,6 fm. Parket á gólfum. Tvennar sval-
ir. Rúmg. geymsla i kj. Vinsæll staður. Laus strax.
Njálsgata - lítið timburhús
Vel með farið hæð og kj. á vinsælum stað. Teikn. fyrir stækkun.
Langtlán kr. 4,0 millj. Tilboð óskast.
Skammt frá Landspítalanum
Sólrfk hæð 3ja herb. um 80 fm töluvert endurbætt í reisulegu stein-
húsi. Tilboð óskast.
• • •
Opiðídag kl. 10-14.
Viðskiptunum fylgir ráðgjöf
og traustar upplýsingar.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
HU6HVE6118 S. 552 1150-552 1370
Mörk milli mannvirkjabelta og
verndarsvæða eru dregin að jafnaði
2,5 km frá helstu mannvirkjum eða
ferðamannastöðum en með því
móti eiga þeir sem eru innan vernd-
arsvæðis.ekki að geta greint mann-
virkin með góðu móti nema sjón
þeirra sé þeim mun betri.
Samkvæmt tillögunni yrðu á
mannvirkjabeltum allir aðalfjallveg-
ir hálendisins og mannvirki sem
tengjast orkuvinnslu, s.s. lóna-
stæði, háspennulínur og orkuver.
Þá yrðu þar helstu þjónustusvæði
ferðamanna á þessum beltum, þ.e.
hálendismiðstöðvar og stærstu
skálasvæðin.
Á hinn bóginn yrði mannvirkja-
gerð haldið í lágmarki á verndar-
svæðum. Áhersla yrði þar lögð á
náttúruvernd af ýmsu tagi og úti-
vist og ferðamennsku.
Á fundi með fulltrúum Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu í vikunni kom
fram að samkvæmt skipuiagsdrög-
unum væru verndarsvæðin þau
stærstu sinnar tegundar í Evrópu.
Landnýting metin
Tillögudrögin eru unnin að gefn-
um ákveðnum forsendum og sam-
kvæmt þeim eru nokkrar tegundir
landnotkunar metnar. Þær eru:
náttúrufar, náttúruvernd, þjóðminj-
ar, nytjar, orkuvinnsla, samgöngur,
útivistar- og ferðamál og bygging-
armál. Að metnum öllum þes'sum
þáttum er tillaga um verndarsvæði
og mannvirkjabelti samin.
Til að auðvelda vinnu og umflöll-
un um skipulagið er náttúrufarsleg-
um forsendum lýst eftir landslags-
heildum en sú skipting endurspegl-
ar breytileika og skil í náttúrufari
og deilir landi upp eftir landgerðum
í einsleit landfræðileg svæði.
Á hveiju svæði fyrir sig eru ein-
stakir þættir landnotkunar metnir
og flokkaðir í fjögur stig eftir
magni, dreifingu eða gildi. Eftir
þessu mati eru gerð s.k. þemakort
og á síðunni má sjá tvö slík dæmi.
Annað kortið sýnir náttúrufarsgildi
á svæðunum en hitt sýnir virkjan-
lega vatnsorku á sömu svæðum.
Þessi kort lýsa andstæðum gild-
um sem ekki fara alltaf saman.
Grænu svæðin á náttúrufarskortinu
mæla með verndun en rauðu svæð-
in á hinu kortinu gefa fyrirheit um
að rétt sé að virkja á því svæði.
Svæði 7.3 á kortunum tveimur er
gott dæmi um það hvernig hags-
munir geta skarast. Annars vegar
er þar mikil fjölbreytni í náttúru-
fari en hins vegar er á svæðinu
miklar möguleikar á að virkja
vatnsföll.
Ákvarðanataka
auðvelduð
Stefán Thors segir að skipulagið
muni auðvelda mjög fyrir ákvarð-
anatöku vegna mannvirkjagerðar,
hugsanlegra virkjunarframkvæmda
eða uppbyggingar ferðamanna-
svæða. „Með skipulaginu er hægt
að meta gildi framkvæmda í sam-
hengi við náttúruverndarsjónarmið
og betri umræðugrundvöllur skap-
ast fyrir ákvarðanatöku. Það er ljóst
að margir eiga hagsmuna að gæta
á þessu svæði,“ segir Stefán.
Að mati landslagsarkitektanna
verður vandasamast að meta þátt
orkuvera, virkjana og uppistöðulóna
í skipulaginu. Samkvæmt áætlun-
um Landsvirkjunar sé fyrirhugað
að auka virkjunarframkvæmdir til
muna á því tímabili sem skipulagið
nær til.
Aðspurður segir skipulagsstjóri
að ekki verði tekin afstaða til þess
á þessu stigi hvort lagst verði gegn
einstökum framkvæmdum, s.s.
áformum Landsvirkjunar um bygg-
ingu Hágöngumiðlunar, en skipu-
lagsstjóri hefur nýlega úrskurðað
að nauðsynlegt sé að ráðast í frek-
ara umhverfismat með víðtækari
rannsóknum á lífríki og gróðurfari
á svæðinu.
Hann viðurkennir að ákjósanleg-
ast væri að ákvörðun um Há-
göngumiðlun yrði ekki tekin fyrr
en skipulag miðhálendisins hefði
verið samþykkt.