Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MORGUÍJBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. 1/7 /S /, I A / />’/7 A /\7AY/.l.Y.Y.-l />•/ 7 A A /A’ O/ / S/. I/ / I.V S/í, 1//S/. P R I F E A R INNSTI ÓTTI Martin Vale (Gere) slægur lögfræðingur tekur að sér að verja ungan mann sem sakaður er um morð. Málið er talið að fullu upplýst. sakborningurinn var handtekinn ataður blóði fórnarlambsins. En ýmislegt kemur í Ijós við rannsókn málsins sem bendir til að drengurinn sé saklaus... EÐA HVAÐ? Hörkuspennandi tryllir með mögnuðu plotti. Aðalhlutverk: Richard Gere. Sýnd kl. 2.45, 5.15, 7.15, 9 og 11.30. B.l. 16 ára. ANSON CODSÓGnilM ER AÐ KOMA UPP Á YFIRBORÐIÐ... Sýnd kl. 4.45, 9 og 11 ALLIR LEI^WIR sSÉ'IVI I FOTiBOLTA I A BREIÐTJALDI & ÓKEYPIS íhllM!! 96 14.00 SKOTLAND - ENGLAND 17.00 FRAKKLAND - SPÁNN AÐGANGUR ÓKEYPIS Innstí ótti í Háskólabíói RICHARD Gere og Laura Linney í hlutverkum sínum í myndinni Innsti ótti. að sér mál ungs manns sem sakað- ur er um að hafa myrt biskup. Málið er talið að fullu upplýst enda var maðurinn handtekinn á flótta frá morðsstaðnum útataður í blóði biskups. En Martin er vanur að fást við snúin mál og ýmislegt kem- ur upp á yfirborðið sem áður var hulið og hafa fleiri en færri óhreint mjöl í pokahorninu. Þetta er spennumynd af bestu gerð með mögnuðum söguþræði og óvæntum endi, segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig: „Með hlutverk þess ákærða fer hínn 26 ára gamli Edw- ard Norton og er að mál manna að drengurinn sýni snilldarleik. Hefur frammistöðu hans verið líkt við leik Dustin Hoffmans í „The Graduate". Eru hamskiptin hans við leikinn með ólíkindum og á hann afar auðvelt með að breyta alger- lega um persónu.“ HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýning- ar á myndinni Innsti ótti eða „Prim- al Fear“. í þessari spennumynd fer stórstjarnan Richard Gere með hlut- verk Martins Vails, metnaðargjams lögfræðings. Lögfræðingurinn leitar að erfið- um málum og vinnur oft sigur með klækjum. Lögfræðingurinn tekur Nýtt í kvikmyndahúsunum Framtíðin er björt Ljósmynd/Orri Þórðarson GULLÝ á tvö lög á Drepni. TONLIST Gcisladiskur DREPNIR Drepnir, hafnfirsk safnplata. Flytjendur eru Gullý, PPPönk, Súrefni, Skoffín, Botnleðja, Dallas, Jet Black, Stolía, Ham og Moskvítsj. Lög og textar eru að mestu leyti eftir liðsmenn sveitanna. Draupnir gefur út. 1.399 kr. SVOKALLAÐAR „bílskúrssveit- ir“ eru frekar leiðinlegt fyrirbrigði. Lítill tilgangur virðist vera í því að æfa og æfa, gera nágrannana vit- iausa og gefa aldrei neitt út. Því ber að fagna framtaki ritstjórnar skólablaðs Flensborgar, Draupnis, en hún stóð að útgáfu geislaplötunn- ar Drepnis. Með útgáfunni gefst almenningi tækifæri til að kynna sér gróskuna, sem sannarlega er mikil, í hafnfirsku neðanjarðartón- listarlífi um þessar mundir. Fyrsta og seinasta lag geislaplöt- unnar eru eftir Gullý, sem er fræg í Hafnarfirðinum og viðar. Fyrra lagið heitir Dararabbdíríbarei og er einstaklega skemmtiiegt áheyrnar. Seinna lagið, Bibbíllíbabbabúbú, er ennþá betra. Greinilegt er að í Gull- ýju leynast ómældir tónlistarhæfi- leikar, sem því miður hafa ekki ver- ið virkjaðir hingað til. Vonandi verð- ur framhald á tónlistariðkun henn- ar. Gullý flytur þessi lög ein að hætti trúbadora með kassagítar í hönd. Gaman væri að heyra lög hennar með fullskipaðri hljómsveit. Hljómsveitin PPPönk, með söng- konuna Laufeyju Elíasdóttur í farar- broddi, á þrjú lög á plötunni, Sur- ferboy, Ormur og Stelpa. Tónlistina er erfitt að skilgreina, helst má kalla hana nýbylgju. Varla er um söng að ræða hjá Laufeyju, heidur tal, frásagnir og upphrópanir. Söng- urinn er frekar fráhrindandi, en hljómsveitin nær sér vel á strik á köflum. Hún líður þó fyrir lélegan hljóm, eins og reyndar flestar svéit- ir á plötunni. Súrefni á tvö lög. Tónlist sveitar- innar er tölvugerð danstónlist og gerir undirritaðan syfjaðan eins og öll góð tónlist af því taginu. Sveitin nær upp góðu „grúvi“ í lögunum V.S.O.P. og Yoda. Fyrir utan að líða fyrir lélegan hljóm er ófrumleiki ,að sliga hljóm- sveitina Skoffín. Hún er þó ágæt- lega þétt, en sönginn hefði mátt vanda betur, sérstaklega í viðlagi lagsins Jellyfishes, en þar bætist við frekar iaglaus rödd; hvort sem hún er aðalsöngvarans eða ekki. Lagið Lost In Music Part II er frekar leið- inlegt. Botnleðja á eitt lag á plötunni, Uncontrollable Urge eftir Mark Mothersbaugh. Lagið er ágætt og flutningur góður. Hljómur er einnig í betra lagi. Ég verð að viðurkenna að ég get ekki greint áhrifavalda sveitarinnar Dallas. Einna helst heyrist mér að tónlist sveitarinnar sé blanda af popptónlist níunda áratugarins og nýbylgju. Athygli mína vakti góður bassaleikur, enda er hljómsveitin vel þétt. Liðsmenn Dailas mættu þó vanda sig betur við lagasmíðarnar, sem rísa aldrei mjög hátt. Besta lag þeirra af þremur er 50 jeunes fílles, sem er þó frekar einhæft. Gunnar Bjarni Ragnarsson, fyrr- verandi gítarleikari Jet Black Joe, á besta lag plötunnar, We Come In Peace. Hann kemur nú fram undir nafninu Jet Black. Lagið er fram- sæKið, um leið og það byggir á göiplum grunni, enda svífur andi síðari hluta sjöunda áratugarins og fyrri hluta þess áttunda yfír vötnum. Gunnar spilar á öll hljóðfæri, nema trommur, en „Gulli, bróðir Kidda“ sér um trommuleik samkvæmt bæklingi. Gít- ar-, hljóð- gervla- og bassaleikur er mjög góður og' hljómur ásætt- anlegur. Stolía á lög- in Geðveiki og Bananas, sem bæði eru mjög skemmtileg. Einkanlega er notkun þver- flautunnar eftirtektarverð. Bassa- leikur er góður og fönkaður, trommuleikur og gítarleikur sömu- leiðis með ágætum. Gaman verður að fylgjast með sveitinni í framtíð- inni. Sú sáluga sveit, Ham, leggur tii tónleikaupptöku lagsins Airport og varla þarf að fjölyrða um þéttieika og ágæti þeirrar sveitar. Önnur sálug sveit og öllu óþekkt- ari, Moskvítsj, á lögin Bumban og Reykjavíkurpakk. Söngur Gísla Árnasonar í því fyrrnefnda minnir töluvert á söng Siguijóns söngvara Ham, en bæði lög eru ágætis keyrslurokk. Bæklingur er einstaklega vel heppnaður. Framhlið hans er einföld og látlaus og fátt er um stafsetning- ar- og prentviliur í innri síðum hans. Aðdáun vakti að fyrir neðan þakka- listann er liðsuppstilling enska knattspyrnuliðsins Manchester Un- ited. Ljóst er að um hálfgerðar „demó“-upptökur er að ræða hjá flestum listamönnunum á þessari plötu. Eins og fyrr sagði er hljómi almennt ábótavant, en það breytir því ekki að framtíðin er björt í hafn- firsku tónlistarlífi. Margt er vel gert á þessari geislaplötu og engin ástæða er til að ætla annað en flest- ir þessir tónlistarmenn eigi eftir að bæta sig í framtíðinni, enda er ferill- inn vonandi rétt að hefjast. ívar Páll Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.