Morgunblaðið - 15.06.1996, Side 19

Morgunblaðið - 15.06.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 19 Norskir eigendur Dressmann-verslunarinnar Verðið á að vera það sama og í Noregi FYRR í vikunni var herrafataversl- unin Dressmann opnuð á Lauga- vegi. Búðin er á tveimur hæðum, á neðri hæðinni er sportlegur fatnaður af ýmsu tagi en á þeirri efri sígild jakkaföt, stakar buxur og jakkar, skór, skyrtur og silki- bindi. Frank Varner sem er norskur er eigandi verslun- arinnar og kom til landsins í tilefni opnunarinnar ásamt syni sínum Petter Vemer, en hann gegnir starfi for- stjóra fyrirtækisins sem heitir Varner gruppen. Alls reka þeir feðgar á fjórða hundrað verslanir í Noregi en nýlega voru tvær búðir opnaðar í Riga í Lithá- en og með haustinu verður Dress- mann-verslun opnuð í Póliandi. Reka um 350 verslanir „Okkur fannst liggja beint við að fikra okkur áfram með því að opna verslun á íslandi. Það eru náin tengsl milli þjóða okkar og líklegt að Islendingar séu með svipaðan smekk og Norðmenn hvað snertir klæðaburð. íslending- ar fylgjast ákaflega vel með tísk- unni og gera kröfur til gæða. Auk þess höfum við tekið eftir því að nokkrar erlendar verslunarkeðjur hafa haft ísland sem prófstein á hvernig gangi að færa út kvíarn- ar,“ segir Frank Varner. „Ég byrj- aði á verslunarrekstri fyrir nær 35 árum og þá með litla Varner-herra- fataverslun. Við höfum svo smám saman fikrað okkur áfram og í dag eru búðirnar orðnar á fjórða hundr- að. Varner-búðirnar sem ég byrj- aði upprunalega með, selja vandað- an herrafatnað sem verður reyndar seldur hér á landi líka í Dress- mann-búðinni til prufu. Auk um hundrað Dressmann-verslana erum við með Cubus-búðirnar sem selja kven-, herra- og barnafatnað. Bik-bok heita verslanir sem selja föt fyrir ungar dömur, Carl- ings selja gallafatnað og Vivikes selja fínan dömu- fatnað. Þetta eru allt um þijú hundruð og fimmtíu verslanir," segir hann. ísland prófsteinn á hvernig gengur í útlöndum - Geta íslendingar átt von á þessum verslunum hingað til lands? „Það veltur að miklu leyti á þeim viðbrögðum sem Dressmann fær og hvernig gengur að reka búðina hér á landi. En auðvitað er það hugmyndin með opnun þess- arar verslunar, að feta sig áfram erlendis. Okkur finnst við vera búnir að metta norskan markað í Morgunblaðið/Sverrir FEÐGARNIR Frank og Petter Varner sem eru eigendur Dress- mann-búðarinnar við Laugaveg. bili og viljum því leita út fyrir land- steinana. Við höfum hinsvegar allt- af farið hægt í sakirnar og gerum það einnig núna. Gangi þessu verslun vel mega íslendingar búast við því að við opnum fleiri búðir hér á landi.“ Starfsfólkið verður íslenskt og er þegar búið að ráða það. Norsk- ir starfsmenn munu fyrst um sinn vera hér á landi og þjálfa íslensku starfsmennina. Verslunarstjórinn, Aróra Gústafsdóttir, sér um dag- legan rekstur, en búðin er einnig tölvutengd við fyrirtækið í Noregi. Tilboð næstum vikulega - Verður varan á sambærilegu verði og í Noregi? „Það stendur til að sömu vörurn- ar fáist í Dressmann-búðunum í Noregi og annars staðar þ. á m. hérlendis. Verðið verður það sama á flestum vörum hér og í Noregi. Einnig eru næstum því vikulega tilboð í gangi en sjálfur útsölu- tíminn hjá okkur er fyrir vikið skammur. “ Frank Varner segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann heimsækir ísland utan þess sem hann hefur oft millilent á íslandi. „Þetta er hinsvegar ekki mín síðasta ferð hingað. Nú komum við til með að heimsækja landið aftur, ferðast um og kynnast menningu og þjóð.“ Nýtt Svissneskir ostar FARIÐ er að selja sviss- neska osta í Nóatúni og fleiri verslun- um. Um er að ræða litla þrí- hyrnda osta sem eru pakkaðir og seldir saman sex í öskjum. Tvær tegundir af ostaöskjum eru á boð- stólum, önnur inniheldur sígilda svissneska „Gruyére“-osta og hin Swiss cocktail með mismunandi bragðtegundum. Ostarnir henta á brauð, kex eða einir sér og í matreiðslu. Kók í lítra flöskur HAFIN er fram- leiðsla og dreifing hjá Vífil- felli ehf. á kóki og sykur- lausu kóki í eins lítra umbúðum. í fréttatil- kynningu frá fyrir- tækinu segir að aðallega sé verið að koma til móts við unga neytendur með þessari stærð flaskna. Ný Tilda- hrísgrjón KOMNAR eru í verslanir tvær nýjar tegundir af hrfsgijónum, villt kana- dísk hrísgijón sem ræktuð eru að hætti indíána og síðan sérstök „rís- ottó“-hrísgijón sem koma frá Italíu og eru notuð í sérstaka hrísgijóna- rétti sem á frummálinu heita ris- otto. tjaldvagnar tjöld gönguskór svefnpokar áttavitar bakpokar fatnaður lllifurvörur livörur - 15% soistoll a 5.900 arhúsgögn... Landsins mesta úrval af tjöldum á sýningarsvæði 11.700 JURA gönguskór á 9.900 Opið um helgin: Laugardag kl. 10 - 16 Sunnudag kl. I 3 - 16 gerðir af tjöldum ...þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 51 I 2200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.